Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981 20 Hvers vegna Davíð Oddsson? Kjósum réttan mann — kjós- um Vilhjálm eftir Björn Bjarnason Margvíslegar ástæður ráða ákvörðun manna, þegar þeir kjósa fólk til trúnaðarstarfa í almanna- þágu. í öllum kosningaátökum myndast ákveðnir straumar, sem mótast af iðukastinu í stjórnmála- lífi þjóðarinnar. Þetta blasir auð- vitað við, þegar staðið er frammi fyrir því að velja á milli stjórn- málaflokka í almennum kosning- um. I prófkjörum innan stjórn- málaflokka hneigjast menn hins vegar að því að líta á smærri atriði og láta þau ráða afstöðu sinni, þetta er hættulegt viðhorf, því að með þátttöku í prófkjörum eru kjósendur að leggja línurnar um það, hverjir skuli standa í fylkingarbrjósti í átökunum við andstæðingana. Vilji menn á ann- að þorð vinna sjálfa orrustuna, skiptir valið á frambjóðendunum sköpum. Eins og sjá má af lestri hinnar ágætu bókar Matthíasar Johann- essen um Ólaf Thors, eru ekki mörg ár iiðin síðan verulega fór að draga úr áhrifum þeirrar kynslóð- ar í Sjálfstæðisflokknum, sem tengdi í raun saman upphaf flokksins og baráttu allt til þessa dags. I vor stendur Sjálfstæðisflokk- urinn í fyrsta sinn frammi fyrir því að þurfa að endurheimta meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur úr hendi glundroðafl- okkanna á vinstri kantinum. Þeg- ar gengið er til prófkjörs og þeir menn valdir, sem heyja skulu Davíð Oddsson orrustuna um endurheimt Reykja- víkur er ástæða til að hafa tvö meginatriði í huga miðað við póli- tíska straumiðu líðandi stundar. í fyrsta lagi er nauðsynlegt að kjósa til setu á listanum samhentan hóp manna. Hvers vegna skyldu kjós- endur krossa við lista sjálfstæð- ismanna í vor, ef yfirbragð hans ber merki sama glundroða og stjórleysisár vinstri manna síðan 1978? I öðru lagi þarf við prófkjör- ið að taka mið af kröfunni um aukin áhrif kvenna. Umræðurnar um sérstakt kvennaframboð hljóta að hvetja sjálfstæðismenn til að slá skjaldborg um flokk sinn með því að velja konur í prófkjör- inu. Við myndun ríkisstjórnarinnar skapaðist einkennileg staða innan Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn verður að komast yfir þau vand- ræði með sem sársaukaminnstum hætti. Sá, sem þetta ritar, fylltist vissu um, að flokknum myndi tak- ast það, þegar hann hafði spurnir af því, sem gerðist á þingi Sam- bands ungra sjálfstæðismanna á ísafirði i ágústlok. Þar myndaðist samstaða meðal ungra manna úr öllum landshiutum, sem tóku af skarið í málefnum Sjálfstæðis- flokksins og voru einarðir í af- stöðu sinni til annarra flokka. Enginn íslenskur stjórnmála- flokkur hefur slíkan vaxtarbrodd innan sinna vébanda. Það sýndi sig á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins, ekki síst við miðstjórn- arkjör, að þessi nýja kynslóð nýt- ur almenns stuðnings í flokknum. Davíð Oddsson hlýtur að teljast til þessarar dugmiklu baráttu- sveitar Sjálfstæðisflokksins. Það ríkti einhugur um kjör Davíðs Oddssonar í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna vorið 1980, þeg- ar hann var valinn þar til forystu. Honum hefur með farsæld tekist að leiða borgarstjórnarflokkinn síðan. Samherjar hans þar sýna honum það traust, sem er for- senda samhentrar og þar með ár- angursríkrar atlögu gegn vinstri öflunum. Með því að veita Davíð Oddssyni brautargengi í prófkjör- inu eru sjálfstæðismenn að stað- festa réttmæti þeirrar ákvörðun- ar, sem borgarstjórnarflokkurinn tók á sínum tíma. Hitt er þó ekki minna um vert að mínu mati, að með því að styðja Davíð Oddsson í prófkjörinu nú eru menn að veita brautargengi þeirri nýju kynslóð forystumanna í Sjálfstæðisflokkn- um, sem af einhug, festu og djörf- ung vill takast á við þann vanda, er sjálfstæðismenn um land allt eiga við að glíma. eftir Hreiðar Jónsson klæðskera Mikil umræða hefur átt sér stað um áfengismál, bæði á opinberum vettvángi og manna á millum. Þótt menn greini nokkuð á um hvernig bregðast skuli vifr áfeng- isvandamálinu fer þeim sífellt fækkandi sem halda því fram að áfengissýki sé ekkert annað en ræfildómur. Æ fleiri gera sér ljóst að hér er um sjúkdóm að ræða sem halda má niðri. Til þess að svo megi verða þarf ofneytandi áfeng- is eða annarra vímugjafa á tíma- bundinni meðferð og fræðslu að halda. Öllum ber saman um, að i þessum efnum hafi orðið gífurleg breyting til hins betra á allra síð- ustu árum. Það er almennt viður- kennt, að í baráttunni gegn áfeng- isvandanum hefur starf SAA bor- ið ríkulegan ávöxt og átt stærstan þátt í breyttu almenningsáliti og viðhorfi hins opinbera. Loksins þykir jafn eðlilegt að ræða af fuliri hreinskilni um áfengissýki eins og aðra sjúkdóma. Margir hafa lagt hönd á plóginn við það árangursríka starf sem SÁÁ hefur innt af hendi og með því hjargað þúsund einstaklinga úr klóm Bakkusar, ekki aðeins alkoholistunum sjálfum, heldur einnig og ekki síður mökum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson þeirra, börnum og öðrum aðstand- endum. Slíkan árangur er aldrei hægt að meta til verðs í peningum. SÁÁ va^ð þeirrar gæfu aðnjótandi að þangað réðist framkvæmda- stjóri sem reyndist réttur maður á réttum stað og segja má með sanni að hann hafi komið til starfa á réttum tíma. Vilhjálmur Er vanmat á heimilisstörfum orsök lágra launa hjá konum? eftir Jónu Gróu Sigurðardóttur Áhrifamikil öfl í þjóðfélaginu hafa lengi rekið áróður gegn heim- ilisstörfum, talið þau lítið gildi hafa fyrir manneskjuna og þjóð- félagið, og heimilið varla annað en náttstað. En þegar þessi sömu störf eru innt af hendi út í þjóðfé- laginu, kemur annað hljóð í strokkinn, þá eru þau ekki lengur lítilfjörleg eða verðlaus, þá eru þetta orðin merk störf, sem unnin eru m.a. af sérfræðingum. Seint verður hægt að meta til fjár það ástvinasamband heimil- anna, sem stuðlar að kærleika, andlegri velsæld og þroska manna, sem skilar sér í betra þjóðfélagi. Sú aðferð, sem notuð er við út- reikninga þjóðarframleiðslunnar, gerir ekki ráð fyrir þeirri vinnu, sem innt er af hendi á heimilun- um. Þjóðarframleiðslan mælir hagsæld þjóðarinnar á mæli- kvarða markaðsbúskaparins fyrst og fremst. Þannig er undanskilin nær öll vinna sem framkvæmd er, án þess að gjald komi fyrir, og vega heimilisstörfin þar þyngst á metunum. Þessi óverðlagða vinna liggur utangarðs í þjóðhagsreikn- ingunum, þótt mönnum sé ljóst, að þessar athafnir skipti miklu, þeg- ar meta skal hagsæld fólksins í landinu. Gerð þjóðhagsreikninga hefur þann tilgang að meta árangur efnahagsstarfseminnar í landinu, bæði í sambandi við liðna tíð og önnur lönd, en samkvæmt skil- greiningunni við þessa útreikn- inga er þáttur ólaunaðrar vinnu ekki talinn með efnahagsstarf- seminni, þó að mikilvægi þessara athafna sé óumdeilt. Heimilisstörf njóta ekki pólitískrar virðingar Hið opinbera hefur um langan tma litið fram hjá efnahagsgildi heimilanna fyrir þjóðfélagið, og þeir sem þessi störf stunda, njóta ekki jafnstöðu gagnvart hinu opinbera á við þá þegna, sem stunda störf á hinum almenna vinnumarkaði. Fram til þessa hafa þessi störf aðallega verið stunduð af konum, og hefur van- matið því aðallega beinst að þeim sem heild. Ætla má af þeim sök- um, að karlmönnum hætti til að líta á konur sem ódýrt og óæðra vinnuafl, en þar gæti ein skýring- in verið á því, hve konur eiga al- mennt erfitt uppdráttar á \inn- umarkaðnum þrátt fyrir jafn.-étt- islögin, og almennt stunda þær lægst launuðu störfin í þjóðfélag- inu. I nútíma þjóðfélagi, þar sem allt er metið til fjár og allt miðast við að þjóna þörfum markaðarins, er ekki nema eðlilegt, að hin óverð- lögðu heimilisstörf njóti lítillar virðingar. Verðmæti heimilisstarfa hafa ekki verið könnuð beinlínis á ís- Jóna Gróa Sigurðardóttir landi, en ég hef fengið þær upplýs- ingar hjá Þjóðhagsstofnun, að miðað við rannsóknir í öðrum löndum, þar sem þessi störf hafa verið metin til fjár, hafi þau verið reiknuð 20—25% af þjóðartekjum. Á Islandi eru um 5000 heimili, áætlað framleiðsluverðmæti hvers þeirra er á bilinu 80 til 100 þúsund nýkrónur, þannig að hlutur heim- ilisstarfa i þjóðarframleiðslunni er á bilinu 4 til 5 milljarðar ný- króna. Ég get ekki stillt mig um að láta gamansögu, sem íslenskum hag- fræðingi er tungutöm um þjóð- hagsreikninga, fljóta hér með: Heimilisstörf fjölskyldunnar eru ekki talin með í þjóðarfram- leiðslu. Þau eru ekki metin til verðs. Þetta veldur því, að finni heiðvirður maður upp á því að ganga í heilagt hjónaband með ráðskonu sinni, í stað þess að búa með henni áfram í óvígðri sam- búð, þá lækkar þjóðarframleiðsl- an, vegna þess að þjónusta, sem áður var á markaðnum, flyst inn á ómetanlegan vettvang hjóna- bandsins. I stað þess, að hið ham- ingjusama hjónaband auki á far- sæld fólksins, er það fært til frá- dráttar á hagsældarmælikvarð- anum! Ég held að óhætt sé að ganga út frá því, að viðhorfið til kvenna og starfa þeirra myndist að stórum hluta á heimilinu, og þar sem heimilisstörf hafa aðallega verið stunduð af konum, má ætla að for- sendan fyrir því, að hún nái jafn- stöðu í hugum manna á við karl- menn, í öllum störfum þjóðfélags- ins sé sú, að heimilisstörfin njóti réttmætrar virðingar. Aukin virð- ing fyrir heimilisstörfum verkleg- um og félagslegum, er líkleg til þess að auka samvinnu og ábyrgð allra heimilismanna, öllum til góðs. Óhróðri andstæð- inganna svarað Birgi ísleifi þökkuð far- sæl störf ÞEGAR borKarstjórnarmenn Sjálfstæðisflokksins kusu Davið Oddsson oddvita sinn sl. föstu- dag i stað Birgis Isleifs Gunn- arssonar. flutti Albert Guð- mundsson. borxarfulltrúi, ræðu. þar sem hann þakkaði Birgi ísleifi vel unnin störf sem formaður borgarstjórnar- flokksins. Sagði Albert, að Birgir hefði af leikni tekist að efla samstöðu sjálfstæðismanna í borgar- stjórninni og leitt flokkinn vel. Það væri fagnaðarefni, að hann hefði verið kallaður til starfa á | nýjum vettvangi um leið og starfskraftar hans nýttust áfram í borgarstjórn. Þá árnaði Albert Guðmundsson einnig Davíð Oddssyni heilla í miklu ábyrgðarstarfi, þar færi ungur maður með bjarta framtíð og einhugurinn um kjör hans í formennsku borgarstjórnar- flokksins sýndi, að áfram ríkti sú góða samvinna og samstaða, sem svo mikilvæg væri í borgar- ^stjórnarstarfi sjálfstæðismanna. eftir Einar Hálfdánarson Ég var einn þeirra mörgu, sem fagnaði því mjög þegar einhugur varð um það í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna að kalla ungan stjórnmálamann, Davíð Oddsson, til forystu, er Birgir Isleifur kaus að hverfa að öðrum störfum. Mér fannst sem þá rofaði til í sundrung- arþykkninu, sem hrjáð hefur flokk- inn í nokkur ár, öllum góðum sjálfstæðismönnum til skapraunar og flokknum til vandræða. Því hafa fáar fréttir í seinni tíð snert mig betur en sú, sem meðfylgjandi mynd er af, og birt var við þetta tækifæri. Ég hef því brosað góðlátlega, þeg- ar andstæðingablöðin hafa í sífellu verið að dylgja um það, að hér væri ekki allt með felldu og að Albert Guðmundsson ætlaði ekki að standa við sín orð og gerðir og efna til sundrungar á nýjan leik. Ég þóttist sjá að óvinir okkar vildu ekki una því að í borgarstjórnar- flokknum væri að finna þann sam- hug sem er forsenda fyrir efldur- heimt borgarinnar úr tröllahönd- um. Vinnubrögð þeirra eru alkunn og samkvæmt þeirra næringar- fræði er ekkert hollara vexti og við- gangi vinstri villu en óeining í Sjálfstæðisflokknum og að þar ber- ist menn á banaspjót. En upp á síð- kastið hafa runnið á mig tvær grímur. Ég hef orðið þess var að sumir hafa lagt trúnað á þennan orðróm og úr hófi keyrði þeuar ég heyrði haft eftir Albert nýlega á Heimdallarfundi að hann hefði alls ekki staðið að þessu einhuga kjöri og væri því alls ekki við það bund- inn. Ákvað ég þegar svo var komið að grafa upp þessa gömlu og góðu frétt, sem með fylgir, til þess að taka af allan vafa í mínum huga. Og vissulega varð ég feginn, þegar ég sá að rangt hlýtur að hafa verið haft eftir borgarfulltrúanum og al- þingismanninum, því hann hefur ekki aðeins tekið þátt í afgreiðsl- unni heldur séð sig knúinn til að halda sérstaka heillaræðu, sem er meira en aðrir fundarmenn virðast hafa gert. Af þessu skulum við sjálfstæð- ismenn draga þann lærdóm að láta ekki fjendur okkar komast upp með það að rugla okkur í ríminu. Við skulum fylkja okkur fast um þá for- ystumenn sem algjör samstaða hef- ur verið um og hafa ekki leynt og ljóst tekið þátt í þeim bræðravígum scm verst hafa leikið flokkinn á síð- ustu árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.