Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981
3
Blöndalsætt-
in komin út
BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá, Hafn-
arfirði, hefur gefið út bókina
Blöndalsættina, niðjatal Guðrúnar
l>órðardóttur og Björns Auðuns-
sonar Blöndals sýslumanns í
Hvammi í Yatnsdal.
Lárus Jóhannesson, hæsta-
réttardómari, sá um samantekt
verksins. Hann tók að fást við
ættfræði á efri árum. Safnaði
hann saman óhemju fróðleik og
leitaði víða fanga. Aðallega
fékkst hann við að semja niðja-
tal Björns Blöndals, sýslumanns
í Hvammi í Vatnsdal, og Þórar-
ins Jónssonar á Grund í Eyja-
firði (Thorarensenætt). Lárusi
entist ekki ævi til að vinna úr
þessum fróðleik nema að nokkru
leyti og raunar var tilgangur
hans ekki sá, að þetta yrði gefið
út. Jón Gíslason, fræðimaður,
tók að sér að fullgera Blöndals-
ættina og búa hana til prentun-
ar.
Blöndalsættin er niðjatal
Björns Auðunssonar Blöndals,
sýslumanns í Hvammi í Vatns-
dal, og Guðrúnar Þórðardóttur,
konu hans. Niðjatalið nær fram
til ársins 1977 og í sumum tilfell-
um lengra. Þetta niðjatal er að
ýmsu frábrugðið öðrum slíkum
ritum, m.a. eru ættir þeirra, sem
tengjast Blöndalsættinni, oft
raktar í marga liði; þá eru víða
umsagnir um menn úr bókum
eða öðrum heimildum eða frá
höfundi sjálfum. í ritinu eru á
áttunda hundrað myndir, eða á
annað þúsund myndir af ein-
Lárus Jóhannesson
staklingum, ef þannig er talið,
Hönd í bagga með þessari útgáfu
hefur Guðjón læknir, sonur Lár-'
usar heitins, haft. Hann hefur
skrifað langa ritgerð sem inn-
gang að bókinni. Itarleg nafna-
skrá er í bókinni og einnig er hér
prentuð æviminning Björns
Blöndals eftir séra Svein Níels-
son á Staðastað sem og ættar-
tala hans, handskrifuð.
Blöndalsættin var sett í
Prentstofunni Bliki hf., filmu-
unnin í Prentþjónustunni hf.,
prentuð í Offsetmyndum sf. og
bundin í Bókfelli hf. Kápu gerði
Auglýsingastofa Lárusar Blön-
dals.
RAGNAR JÚLÍUSSON
skólastjóri
Nýtum reynslu Ragnars
# ískólamálum
# í æskulýðsmálum
# í atvinnumálum
# ífélagsmálum
Hann á erindi í borgarstjórn
Munið prófkjör sjálfstæðismanna
vegna borgarstjómarkosninganna
ívor.
Prófkjörið fer fram sunnudaginn
29. nóvember
og mánudaginn 30. nóvember.
Kjörstaðir verða fjórir talsins, í
Átthagasal Hótel Sögu, t Valhöll við
Háaleitisbraut að Hraunbæ 102b og
Seljabraut 54.
Sunnudaginn 29 nóvember verða
kjörstaðir opnir frá kl. 10 til kl. 20.
Mánudaginn 30. nóvember er aðeins
kosið í Valhöll, og þar er opið frá kl
15.30 til kl. 20.
Ragnar Júlíusson skólastjóri
hefur um fjölda ára verið fulltrúi í borgarstjórn
Reykvíkinga. Ragnar býr yfir mikilli reynslu á
sviði stjórnsýslu, hann hefur haft víðtæk afskipti
af fræðslumálum, félagsmálum og
atvinnumálum Reykvíkinga. Ragnar hefur
einnig tekið virkan þátt í félagsstarfi
sjálfstæðismanna, auk margra annarra félaga, og
var lengi formaður Landsmálafélagsins Varðar.
Skrifstofa stuðningsmanna Ragnars er að
Suðurlandsbraut 12, 3. hæð.
Símar 81550 og 81551
STUÐNINGSMENN