Morgunblaðið - 29.11.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.11.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981 2 5 Það er bölvuö ótíð oft og aldrei friður. Það mætti rigna upp í loft en ekki niður. sagði Bjarni í Gröf. En hvað er ótíð? Væntanlega tíð sem er ööru vísi en menn mega eiga von á mið- að við fyrri reynslu. Svo sem eins og þegar rófu- og kartöflu- uppskera næst ekki óskemmd úr jöröu að hausti. Eða seint sprettur af þurrki og síðbúiö heyið næst svo ekki upp óhrakiö sakir vætu. En hvort tveggja gerðist á stórum svæðum á þessu hausti. Októbermánuöur hefur reynst kaldasti október síöan mælingar hófust. Sami haustmánuöur var raunar í fyrra einn af köldustu októbermánuöum frá upphafi mælinga. Og viö stefnum j kulda- met í nóvember og á haustinu í heild. Þetta þykja undur og stór- merki. Við hverju bjuggumst við? Getum við í rauninni búist við að haldist til eilífðarnóns þetta „ind- verska sumar" frá árunum 1925—’65, hlýjasta veðurskeiði á íslandi frá því á landnámsöld. Kannski menn setji traust sitt á að það gefi hverjum sem hann er góö- ur til. Að sjálfumglaðir nútíma Is- lendingar eigi skilið bestu kjör. Af borkjörnum úr Grænlands- jökli má lesa veöursveiflur á norö- urhveli undanfarin 1420 ár meö lengri eða skemmri hlýinda- og kuldaskeiöum. Úr þeim má lesa þá staðreynd, að aldrei síðan á land- námsöld hefur veður verið jafnt hlýtt og þessi tilteknu 30—40 ár um miðbik 20. aldar. Og koma veðursveiflur vel heim við frásagnir í íslenzkum sögum og annálum. Borun í Vatnajökul staðfestir þetta svo langt sem hún nær, þótt ekki nái þeir borkjarnar lengra aftur en til 1600—1700 og úrlestur úr slík- um þýðjökli séu óljósari. Þrátt fyrir þessi visindi urðum við svo hlessa þegar hafísinn tók land 1965, aö viö Oli Magg flugum meö litilli rellu snarlega norður og austur, til að mynda landfastan hafís inni í hverj- um firði, trúandi þvi aö slíkt tæki- færi fengist ekki aftur í okkar lífs- tið. Þeir sem stundaö hafa boranir á Grænlandsjökli og veðurathuganir hafa undanfarið hallast að því að kólnandi sé á norðurhveli. Á al- þjóðaráöstefnu um umhverfismál í Reykjavik 1978, þar sem frægir vísindamenn og nóbelshafar voru saman komnir, var m.a. dr. Bry- son, sá sem einna mest hefur velt þessu fyrir sér og spáir kólnun. Við séum á leið í eitt kuldaskeiðiö. Um líkt leyti komu svo saman í New Vork veðursérfræðingar landanna, sem umkringja Noröurpólinn, Rússar, Norðurlandamenn, Kan- adamenn, Alaskamenn og Japanir og báru saman bækur sínar, sem bentu til kólnandi veöráttu allan hringinn út frá heimskauta- svæöinu. Bryson, þessi alþjóðlegi vísindamaður, hafði gaman af að kasta fram vísum, rétt eins og ís- lenzkur væri. Undir löngum ræðum á Reykjavíkurráðstefnunni 1978 krotaði hann gjarnan á blað hug- leiðingar um heiminn og veðurfarið og sendi mér miðana. Um daginn rakst ég á þessa miða, þegar ég var að leita að einhverju allt öðru. Eitt Ijóðiö nefnist Úlfavindur og er svo á frummálinu (sakir vanhæfni höfundar á Ijóðþýðingum): A Wolf-wind wails in the winds of time A red dawn colours the sky. The Beasts grow lean the grass turns brown the blossoms wither and die. We earthmen know what the omens fortell But powermen wrangle and vie. Höfundur hefur sem sagt ekki mikla trú á framsýni valdamanna, sem stundi bara þrætubókarlist og riðlist hver um annan meöan blikur eru á lofti og veðurboðar sýna versnandi tíö fyrir menn og skepn- ur. Þegar við svo komum í hádegis- verð í ráðherrabústaðnum í boöi forsætisráðherra, sem þá var Geir Hallgrímsson, fór Bryson að velta fyrir sér framtíð okkar hér á þessu norölæga skeri. Hver veröa örlög leiðtoga okkar í framtiðinni? Að umvefjast hlýju og notalegheitum eöa bera skikkju kulda og skorts. Þá fékk ég senda yfir borðið á pappírsservéttu eftirfarandi drápu: Geir, son of Hallgrím, chief of the north what is your future? What aura shows forth? Are you enwrapped in warmth and in pleasure? Or wear you a grim one, at cold and no treasure? Og hvað svo með það, þótt mörk hins byggilega heims séu að færast suöur um heimskringluna? Vitanlega erum viö með nútíma- tækni miklu betur í stakk búin til að taka við kuldaskeiöi en forfeöur okkar. Dostoyevski gamli sagði að maðurinn væri sveigjanlegt dýr, skepna sem öllu gæti vanist. Þótti á sínum tíma gild speki hjá karlin- um. Við ættum að geta lagaö okkur að breyttum ytri skilyrðum. En skyldi það vera rétt hjá vísinda- manninum Bryson að enginn megi vera að því að sinna veðurboöum sakir þrætugirni og innbirðis sam- keppnisriðls? Lítum í kringum okkur. Hvað skyldu hinir vísu leið- togar okkar, sem við kjósum til að hafa forsjá fyrir okkur, gera til að búa undir kólnandi veöráttu á norðurhveli? Eöa við sjálf, meðan ekki er alveg búið að afskrifa á okkar visa landi að einstaklingarnir hafi obbolitla eigin forsjá, þótt allt- af megi kalla á elsku ríkismömmu til að kyssa á báttið, ef á bjátar. Innandyra ætti okkur að verða í lófa lagið að verjast kuldabola, þótt við höfum skipt á torfbæjun- um og leku steinhúsunum. Vísast veröur lika búiö aö klæöa þau öll báruáli. Á ferðum mínum um land- ið í sumar sá ég nánast í hverju þorpi hvar hamast er við að þekja nýju steyptu húsin. Og við erum svo bráðheppin að eiga i iðrum þessa norðlæga lands hitavatns- tanka. Búin að þróa í 40 ár tækni til að nýta þá til upphitunar. Helm- ingur þjóðarinnar býr á svæði, þar sem sú forsjálni var strax uppi höfð að tryggja nægt heitt vatn um alla framtíö með kaupum á heita- vatnsréttindum á Nesjavöllum til að taka við þegar Mosfellssveitar- vatn þryti. Ný bortækni hefur svo seinkað því, með því að gera kleift að bora meira en 2 km niður í heita vatnið, sem höfuöborgarbúar sitja á. En hitt er í augsýn, tekur 10 ára undirbúning að ná Nesjavallavatni — 5 ár í tilraunaboranir og 5 ár til framkvæmda og lagna. Er þessi þáttur þá ekki í lagi þar a.m.k.? Varla! Hitaveitan er sakir afskipta- semi rikisvaldsins að veslast upp af næringarskorti. Safnar skuldum, getur ekki haldiö við, og ekki hafiö tilraunaboranirnar nauðsynlegu. Við erum að missa af strætisvagn- inum. Einhvern tíma veröa stjórn- völd sjálfsagt svo framsýn fyrir ein- hverjar kosningar að rjúka í að virkja þegar allt er komið i ein- daga. Kannski stefnum við í annað Kröfluævintýri. Það er heldur dap- urlegt ef það verða nú örlög þeirra, sem eitt sinn lögöu metnað sinn i að kaupa „stóra borinn”, að drepa nú Hitaveituna. Kannski við gætum bjargaö okkur á rafmagni ef knýfir? Ógrynni af ónýttu rafmagni er þó útreiknaö i fallvötnum okkar í skýrslum og birt óspart á ráð- stefnum og í „vinnuhópum”. En ef kólnar á norðurhveli? Þá byrja jöklarnir að stela úrkomunni og binda í stað þess að gefa vatnið ómælt gratís. Þá má búast við ves- eni með vatnsforðann. Höfum við ekki fengið obbolítinn forsmekk af því? Öll okkar plön og útreikningar um virkjanir byggja á staðli frá góðu árunum fyrr á öldinni. Ef og þegar mögru árin koma, þurfum viö líklega a.m.k. stærri veitur til aö fá sama vatnsmagn til rafmagns- framleiöslu. Skyldu vinnuhóparnir vera að dunda við að reikna það? Þótt ekki fari að rigna upp í loft, eins og Bjarni i Gröf óskar í upp- hafsvísu þessa pistils, þá kannski gleðjast gumar yfir horfum á minni vatnsaustri yfir þetta land. Fyrir utan tregari vatnsleka í híbýlum, yrði kannski minna basl við að þurrka hey á okkar vota landi. Ef bændur verða þá ekki búnir að ráða fram úr þvi með súrheysverk- un, eins og þeir forsjálu hafa þegar gert á heilum svæðum, og verður þá kannski loksins engin þægð i regnleysi um sláttinn. Vilja fá vatn i sprettuna. Þeir sem halda að þeir geti sparað álklæðningu á leku húsin sín upp á væntanlega kólnun og vætuleysi skyldu minnast skaf- renningsins, sem íslenzku rokin þrýsta ekki síður inn um nálargöt en suddanum. Það þekkjum við sem legið höfum í tjöldum á jökli, þegar pískar um hvern saum. Hér lýkur þessari raunarollu, fæddri í skammdeginu. Kuldaskeiðið kem- ur hvort sem er ekki á þessu kjör- timabili, varla fyrir næstu kosn- ingar. Hvern varðar þá um það? inni, og fela í sér viðleitni til gagn- kvæmra vopnatakmarkana og gagnkvæmrar afvopnunar, eins og var annar af tveimur meginefnis- punktum samþykktar NATO frá í desember 1979 — og friðartilboð Ronald Reagans, Bandaríkjafor- seta, fyrir hönd aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins, felur í sér og ítrekar. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði efnislega, að takmarkið hlyti að vera stærra en kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd. Það hlyti að vera kjarnorkuvopnalaus Evr- ópa og helzt kjarnorkuvopnalaus veröld, en það markmið náist ekki nema eftir leiðum gagnkvæmra samninga, gagnkvæmrar vopna- takmörkunar og gagnkvæmrar af- vopnunar. Einhjiða afvopnun bjóði hins vegar hættunni heim. Ólafur Jóhannesson, utanríkis- ráðherra, sagði m.a.: „Ég hygg að mikill meirihluti íslendinga og allra lýðfrjálsra þjóða standi bjargfast á þeirri skoðun sinni, að rétta leiðin sé ekki einhliða af- vopnun og uppgjöf. Friðarhreyf- ingar eiga fullan rétt á að hafa sína skoðun og berjast fyrir henni. En ég vil sjá þær horfa til beggja átta, ekki aðeins í vestur heldur einnig í austur. Hverjar sögur fara af sambærilegum friðar- hreyfingum fyrir austan tjald? Er ekki rétt að spyrja um þær?“ Rússagull í Danmörku Er utanríkisráðherra svaraði fyrirspurn Ragnhildar Helgadótt- ur varðandi njósnamálin og rússa- gullið í Danmörku sagði hann m.a.: „Eftir fréttum að dæma hef- ur þarna átt sér stað mjög var- hugaverð starfsemi, njósnastarf- semi, sem nauðsynlegt er að vera á verði gegn — af því sú njósna- starfsemi er þess eðlis, að hún get- ur hæglega átt sér stað í hvaða landi sem er ... og vafalaust gæti slík njósnastarfsemi átt sér stað hér...“ Ennfremur: „En ég tel alveg sjálfsagt að fylgjast vel með í þessum efnum og fá alveg órækar upplýsingar um það, hvernig þessu er háttað í Danmörku — og þær upplýsingar gætu vel gefið tilefni til þess, að hér þyrfti og ætti að gera sérstakar ráðstafan- ir... Sömuleiðis tel ég sjálfsagt, að gefnu þessu tilefni, að ráðu- neytið reyni að fylgjast með því, hverjar reglur og hverjar ráðstaf- anir hafa verið gerðar og eru gerð- ar í nágrannalöndum okkar...“. í umræðu um þennan þátt vék Eiður Guðnason, alþingismaður, að fjölmenni og fasteignum rúss- neska sendiráðsins í Reykjavík, sem skæri sig úr öðrum sendiráð- um að þessu leyti. 88 sovézkir rík- isborgarar væru hér á vegum sendiráðsins, þar af 15 skráðir diplómatar. Til samanburðar væru 7 diplómatar og 12 aðrir starfsmenn í bandaríska sendiráð- inu — og enn færri í starfsliði sendiráða annarra þjóða. Fjöldi sovézkra borgara hér á landi og ásókn sendiráðsins í húseignir í höfuðborginni veki raunar spurn- ingar um, hvort ekki sé meir en tímabært að setja í lög eða reglu- gerð ákvæði um einhver mörk fyrir erlend sendiráð að þessu leyti. Fjárstreymiö til ríkisvaldsins Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1982, sem nú er til meðferðar í fjárveitinganefnd, gerir ráð fyrir að halda öllum vinstristjórnar- sköttum og skattaukum áranna 1979—80 og raunar að höggva enn betur í sama knérunn skattgreið- enda í landinu. Auk þess hefur ríkisstjórnin viðrað nýjar skatta- hugmyndir. I greinargerð n>eð fjárfestingar- og lánsfjáráætíun 1982 segir orðrétt: „Þá er þess að geta, að fyrirhugað er að leggja sérstakt gjald á raforkusölu eftir stofnlínum," sem að sjálfsögðu mun koma fram í hærra verði raf- orku til heimila í landinu, þó ekki verði til stuðnings orkufyrirtækj- um, sem sum hver hafa verið í fjársvelti og vísað á erlendar lán- tökur til að fjármagna tilkostnað og framkvæmdir! Lánsfjáráætlun stjórnvalda fyr- ir komandi ár gerir, auk vaxandi skattheimtu af fólki og fyrirtækj- um, ráð fyrir stýringu fjármagns, sem er í vörzlu einstaklinga og sjóða, í stórauknum mæli í ráð- stöfunarhít ríkisvaldsins. Að hluta til verður hér um lögþving- aða fjárstýringu að ræða. í fyrsta lagi gerir lánsfjáráætl- unin ráð fyrir 66,6% aukningu í útgáfu spariskírteina. Hér er um frjálsa ráðstöfun fólks á sparifé að ræða, sem ekki er ástæða til að gagnrýna út af fyrir sig, en þó verður að hafa tvennt í huga: 1) Það sparifé, sem ríkið tekur til sín með þessu móti, fer fram hjá hinu almenna kerfi lánastofnana í landinu og verður því ekki til ráðstöfunar á almennum lána- markaði til almennings eða atvin- nuvega. 2) Þar að auki er spurn- ing, hvort ríkið á að skapa sjálfu sér sérstöðu, umfram t.d. sveitarf- élög eða atvinnugreinar, til fjár- öflunar af þessu tagi. Þá er gert ráð fyrir því að skyldukaup almennra lífeyris- sjóða á skuldabréfum ríkisgeirans verði aukin upp í 45% af ráðstöf- unarfé sjóðanna. Hér er um lög- þvinguð kaup a ræða, sem e.t.v. er hægt að réttlæta að vissu marki, en hér er ótvírætt gengið alltof langt í takmörkun ráðstöfunar- réttar eigenda viðkomandi fjár- magns. Þess er skammt að minn- ast, er þessi kaupskylda var nokk- uð aukin í tíð ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar, að meintir for- svarsmenn launþegasamtaka, inn- an þings og utan, brugðust hart við, og töldu slíkar aðgerðir óverj- andi lögþingum. Töluðu þá bæði Eðvarð Sigurðsson og Garðar Sig- urðsson þann veg á þingi, að þessi lögþvingun væri öndverð hags- munum vinnandi fólks í landinu. Komnir í valdastóla ganga þessir sömu aðilar þó enn lengra í lög- þvinguninni — og hvorki heyrist hósti né stuna frá þeim, sem há- værast mótmæltu mun hóflegri kaupskyldu fyrir örfáum árum. Meðan lífeyrissjóðir eru í formi uppsöfnunarkerfis en ekki gegn- umstreymis, eins og tillögur eru uppi um, og gegna hlutverki lána- stofnana gagnvart meðlimum, ein- kum til kaupa eða byggingar íbúða, er sýnt, að þessi aukna kaupskylda þeirra á skuldabréfum ríkisins hlýtur að koma hastar- lega niður á lánagetu gagvart fé- lögum sjóðanna. Þegar sú skerð- ing bætist við tekjusviptingu Byggingarsjóðs ríkisins (sem áður naut verulegs hluta launaskatts, er nú rennur beint í ríkissjóð) má ljóst vera, að enn eru þrengdir kostir þess fólks, sem ná vill eign- arhaldi á íbúðarhúsnæði. Sjálfs- eignarstefna í húsnæðismálum virðist núverandi stjórnvöldum mikill þyrnir í augum. Þá gerir lánsfjáráætlun ríkis- stjórnarinnar ráð fyrir aukningu erlendra lána 1982 um hvorki meira né minna en 146% (!) þrátt fyrir ráðgerðan samdrátt í orku- og hitaveituframkvæmdum það ár. Gert er ráð fyrir að raforku- framkvæmdir dragist saman í landinu um 43,5% — að magni til. Hliðstæður ráðgerður samdráttur í hitaveituframkvæmdum er 31,5%. Árið 1978 voru lántökur 7% af heildarráðstöfunarfé ríkissjóðs. Nú er þetta hlutfall komið upp í 13,5% eða hefur nær tvöfaldazt. Löng erlend lán hafa aukizt frá áramótum 1977/78 til ársins í ár um nálægt 450 milljónir Banda- ríkjadala, eða um 77% í erlendri mynt. Skuld þjóðarbúsins, sam- kvæmt þessari áætlun, verður 8,4 milljarðar gkr., sem er 37% af þjóðarframleiðslu. Þetta hlutfall hefur aldrei verið hærra. Það er gert ráð fyrir að greiðslubyrði er- lendra lána í hlutfalli af útflutn- ingstekjum verði 17% til 18% 1982, en þetta hlutfall var um 13% fyrir fáum árum. Það lætur sem sagt nærri, að fimmti hver fiskur, sem unninn er til útflutnings, fari í erlendan lánsfjárkostnað, og það er uggvænleg þróun. Það er sum sé allt á eina bók lært hjá þessari ríkisstjórn, sem Alþýðubandalag- ið er möndullinn í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.