Morgunblaðið - 29.11.1981, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981
27
Styttra sumar
en nokkur nú-
lifandi man
Mnausum í Meðallandi, 25. nóvember.
NÚ ER hér snjór yfir öllu, þó ekki
meira en svo, að hann er til bóta
því kalt hefur verid undanfarið.
Hér hefur vetur ríkt frá því um
miðjan september, að fráteknum
hálfum mánuði um og eftir síðustu
mánaðamót. Sumarið var því
styttra en nokkur núlifandi maður
man og ekki kom sauðgróður í vor
fyrr en í lok júní.
Heyfengur var lélegur því
óvenjulega mikið kal var í tún-
um. Ekki bætti það úr, að rosi
var í ágúst og allt þar til norð-
angaddveðrið kom í september.
Dilkar reyndust óvenjurýrir
sem von var og voru bændur
stundum með þá á gjöf í slátur-
tíðinni vegna snjóa.
í haust var lagfærður vegur-
inn yfir Hestlækjargil fyrir
norðan Þykkvabæ. Byggð var
heilmikil uppfyiling og komu þá
í ljós bæir sem menn vissu varla
af áður. Annars er Landbrots-
vegurinn í ófremdarástandi,
vantar þar ofaníburð og er það
ömurlegast vegna þess að rauða-
möl er þar alls staðar utan við
veginn.
Þann 15. þ.m. messaði séra
Hanna María Pétursdóttir hér í
Langholtskirkju í fyrsta sinn.
Var fjölmennt við athöfnina
sem fór hið bezta fram.
Vilhjálmur
Ný líkams-
ræktarstofa
opnuð
OPNUÐ hefur verið ný líkams-
ræktarstofa í kjallara Kjörgarðs
við Laugaveg, Líkamsræktin hf.,
sem er í 520 fermetra húsnæði.
Að sögn þeirra Gústafs Agn-
arssonar og Finns Karlssonar,
sem eru leiðbeinendur og hlut-
hafar þessa nýja fyrirtækis, þá
hafa flest tækin aldrei sést hér
áður og það sem er ef til vill
athygiisverðara að það er hægt
að stilla tækin eftir því hvernig
fólk er byggt.
I líkamsræktinni eru 2 salir
annar er með sérstökum tækjum
fyrir konur og hinn er fyrir
karla. Inn af búningsklefunum
er svokallað nuddbað, gufubað,
ljósabekkur og sturtur.
Líkamsræktin er opin alla
virka daga frá 7 á morgnana til
klukkan 10 á kvöldin. A laugar-
dögum er opið frá 10—5.
AtUl.YSlNOASIMINN
22480
NNKR: A
48D
Plor0unl)l«btt)
Þessa helgi í Blómaval:
Aðventukransar
aóventu-og
jólaskreytingar
Nú er aðventan hafin. Margir halda þeim
góða sið að skreyta híbýii sín af því tilefni.
Komið við í Blómavali við Sigtún. Skoðið
hið stórkostlega úrval okkar af
aðventukrönsum og aðventuskreyting-
um, stórum sem smáum.
Eigum jafnframt fyrirliggjandi allt efni til
aðventu- og jólaskreytinga.
Allskonar jólaskraut jólaskreytingar og
efhi til slíks.
Fallegt úrval af jólastjömum,
rauðum og hvftum.
Opið alla daga til kl. 21.00.
Hringið
í síma
35408
Blaóburóarfólk óskast
AUSTURBÆR VESTURBÆR
Laugavegur1—33
Miðbær II
Tjarnargata I og II
Garðastræti