Morgunblaðið - 29.11.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981
35
FÍB stofnar
ferðaskrif-
stofu
14. LANDSÞING Félags íslenzkra
bifreiðaeigenda var haldið í Hótel
Borgarnesi fyrstu helgina í nóvem-
ber. Á þinginu var samþykkt sam-
hljóða að stofna ferðaskrifstofu FÍB.
„Undanfarin tvö ár höfum við boðið
félagsmönnum flutning á bílum með
Hafskip og farseðla með Útsýn. Um
400 manns fóru á síðastliðnu ári á
okkar vegum með um 100 bfla. Við
vildum auka þessa þjónustu og því
var samþykkt að stofnsetja ferða-
skrifstofu,“ sagði Hafsteinn Vil-
helmsson, framkvæmdastjóri FÍB
„Við munum ganga til sam-
vtarfs við systrafélög á Norður-
óndum. Þau hafa haft eigin ferða-
skrifstofu og buðu okkur til sam-
starfs okkur að kostnaðarlausu.
Um milljón manns eru í félögum
bifreiðaeigenda á Norðurlöndum
og því er hægt að ná góðum kjör-
um. Til að mynda er hægt að ferð-
ast ódýrt frá Osló til Spánar, ferð-
in skipulögð með gistingu á hótel-
um eða í tjaldi. Við teljum að eng-
inn aðili geti boðið slíkar ferðir.
Þá höfum við gert samninga við
bílaleiguna Heartz í Kaupmanna-
höfn. Það eru mjög hagstæðir
samningar og verður til að mynda
hagstæðara að leigja meðalstóran
bíl en flytja frá íslandi. Þá er það
mikill kostur, að skilja má bílinn
eftir í flestum stórborgum Evrópu
án aukagjalds ef fólk vill ekki
keyra til baka,“ sagði Hafsteinn
ennfremur.
Um 36 manns sóttu þingið í
Borgarnesi. Snæbjörn Jónasson,
vegamálastjóri, flutti framsögu
sem hann nefndi: „Ný viðhorf í
vegamálum". I erindi vegamála-
stjóra kom m.a. fram, að þjóðvegir
á Islandi eru alls 8600 km. og þar
af ættu 3600 km. að vera bundnir
slitlagi. Hins vegar er lengd vega
með slitlagi um 500 km. Þá flutti
Davíð Gunnarsson, forstjóri ríkis-
spítalanna, erindi um umferðar-
slys. Fram kom m.a. að á meðan
umferðarslysum hefur farið fjölg-
andi hérlendis, hefur þeim farið
fækkandi á Norðurlöndum. Sagði
Davíð, að nærri láti að umferð-
arslys kosti þjóðfélagið árlega
álíka mikið og svarar helmingi
rekstrarkostnaðar allra ríkisspít-
alanna.
2 af öndvegisverkum
“ íslenskrar leikritunar
— eru nú aftur fáaiileg á hljömplötum
HUO'O
Stetónsson
ÍSIANDSKLUKKAN
B«t Holtdór loxness
GUU-NA
Eflit Davlö
uwl** “
■töoMtOr'
Gullna hliðið
Islandsklukkan
eftir Davfö Stefánsson
Leikstjóri: Lárus Pálsson
Tónlist: Páll ísólfsson
eftir Halldór Kiljan Laxness
Leikstjóri: Lárus Pálsson
A þessum upptökum af verkum tveggja af höfuöskáldum íslenskrar tungu
koma fram margir af vinsælustu leikurum þjóöarinnar fyrr og síöar.
Meö þessum hljómplötum fylgja vandaöir bæklingar meö upplýsingum um
verkin, leikstjóra, leikara og höfundana. Einnig eru upplýsingar á ensku.
Heildsölubirgðir fyrirliggjandi
Verk þessi eru fáanleg í hljómpfötuverslunum
um land allt
FALKINN
Sudurlandsbraut 8 — sfmi 84670.
Uiugavsgi 24 — sfmi 18670.
Austurveri — sfmi 33360.
'
Þegar á bragðið reynir notum við smjör
FINNSKT KAFFIBRAUÐ
375 ghveiti
250 g íslenskt smjör
100 g sykur
Vz egg
eggjahvíta
afhýddar, smátt skornar
möndlur
steyttur molasykur
Hafið allt kalt, sem fer í
deigið. Vinnið verkið á
köldum stað. Myljið smörið
saman við hveitið, blandið
sykrinum saman við og
vætið með egginu.
Hnoðið deigið varlega,
og látið það bíða á köldum
stað í eina klst. Útbúið
fingurþykka sívalninga.
Skerið þá í 5 cm langa búta.
Berið eggjahvítuna ofan á
þá og dýfið þeim í möndlur
og sykur. Bakið kökumar
gulbrúnar, efst í ofni við
200° C í ca. 10 mín.
BESSASTAÐAKÖKUR
Deig:
250 g íslenskt smjör
250 g flórsykur
250 ghveiti
Skraut:
1 eggjarauða
möndluflögur
Smjörið brætt og látið
storkna. Vatninu hellt frá.
Deigið hnoðað og flatt út.
Lítið glas notað til að stinga
út kökurnar (ca. 5 cm í
þvermál). Eggjarauðan
hrærð lauslega og borin
ofan á miðja kökuna.
Möndluflögur eru síðan
lagðar á eggjarauðuna.
Bakið kökurnar ljósar við
vægan hita í miðjum ofni.
KONÍAKSKRINGLUR
u. þ. b. 100 stk.
400 g íslenskt smjör
21/z dl sykur (200 g)
600 ghveiti
V2 dl koníak
Setjið hveiti (ekki allt, þar
sem ekki er víst að þörf sé á
því öllu) og sykur á borð.
Myljið smjör saman við, og
vætið með koníaki. Bætið
hveiti í ef þörf er á. Látið
deigið standa á köldum
stað í allt að 1 klst. Mótið
litlar lengjur, 15 cm langar
og búið til litlar kringlur úr
lengjunum.
Bakið á smurðri plötu eða
á bökunarpappír við 200°C í
10-12 mín.
Kringlurnar má smyrja
með bræddu súkkulaði,
þegar þær em orðnar
kaldar.
ROMMKONFEKT
110 g suðusúkkulaði
110 g íslenskt smjör
300 g flórsykur
romm eftir smekk
Skraut:
riíið sudusúkkulaði
Súkkulaðið brætt yfir
vatnsbaði. Smjörinu
blandað saman við í litlum
teningum og hrært vel á
milli. Síðan er flórsykrinum
bætt í, og að síðustu
bragðbætt með rommi eftir
smekk.
Mótað í litlar kúlur og
velt upp úr rifnu súkkulaði.
Geymist á köldum stað,
helst í ísskáp.
SPESÍUR
400 g íslenskt smjör
500 ghveiti
150 gflórsykur
grófur sykur
Hnoðið deigið, mótið úr því
sívalninga og veltið þeim
upp úr grófum sykri. Kælið
deigið til næsta dags.
Skerið deigið í þunnar
jafnar sn'eiðar, raðið þeim á
bökunarplötu (óþarfi að
smyrja undir) og bakið við
200°C þar til kökurnar em
ljósbrúnar á jöðmnum.