Morgunblaðið - 29.11.1981, Side 36

Morgunblaðið - 29.11.1981, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981 t Eiginkona min og móöir okkar, SIGFRÍDUR ERLA SIGTRYGGSDÓTTIR til heimilís aö Bjargartanga 1, Mosfellssveit, andaöist í Landspítalanum 27. nóvember sl Fyrir hönd vandamanna Matthias Sveinsson og synir. t Minningarathöfn um eiginkonu mína og móöur okkar, SIGURJÓNU ÓLAFSDÓTTUR frá Göróum í Vestmannaeyjum, er lózt aöfaranótt þriöjudagsins 24. nóvember sl. fer fram í Fossvogskirkju þriöjudaginn 1. desember og hefst kl. 15. Jarösett veröur frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 5. desember kl. 14.00. Björn Guðmundsson, Kristín Björnsdóttir, Aslaug Björnsdóttir, Guömundur Björnsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, RÖGNU S. GUÐMUNDSDÓTTUR frá Þjóöólfshaga. Guómundur V. Ásmundsson, Ingibjörg Ásmundsdóttir, Richard Hannesson, Ragnhildur Ásmundsdóttir, Eyjólfur Guómundsson, Úlfar G. Ásmundsson, Birna E. Þóröardóttir og barnabörn. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför systur okkar og frænku, GUDNÝJARÓLAFSDÓTTUR, Fellsmúla 10. Sigríöur Ólafsdóttir, Guóný Ólafsdóttir, Guðbrandur Ólafsson, Árni Ólafsson, Jósef Ágúst Guöjónsson. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, ÁRNA ÓLAFSSONAR, kaupmanns, Sólvallagötu 27, Reykjavík. Margrét S. Árnadóttir, Aöalsteinn Hjálmarsson, Sigríöur J. Árnadóttir, Jóhann Guómundsson, Kristinn Á. Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum samúö og vináttu viö andlát og útför HALLDÓRSJÓNSSONAR, Hrannargötu 10, isafiröi. Kristín Sv. Guöfínnsdóttir, Jón Páll Halldórsson, Hulda Pálmadóttir, Una Halldórsdóttir, Þorgeir Hjörleifsson, Guðmundur Halldórsson, Dagbjört Torfadóttir, Ólafur B. Halldórsson, börn og barnabörn. t Innilegt þakklæti fyrir auösýnda samúö viö útför móöur okkar og fósturmóöur, ömmu og langömmu, BJARGAR JÓNU GUÐMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til Páls Gíslasonar læknis og starfsfólks deildar 4 A Landspitalanum. Lilja Jónsdóttír, Anna Jónsdóttir, Herdís Storgárd, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær eiginmaöur minn ARON GUDBRANDSSON, forstjóri, Grenimel 32, sem andaöist í Landspítalanum 21. nóvember, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 1. desember kl. 13.30. Ásrún Einarsdóttir. Guðmunda S. Guðmunds- dóttir - Minningarorð Hinn 8. nóvember sl. lézt á sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík frú Guðmunda S. Guðmundsdótt- ir. Guðmunda var fædd á Meiri- Bakka í Skálavík við Djúp, 5. apríl 1896. Foreldrar hennar voru hjón- in Guðmundur Sigmundsson og kona hans Kristín Sigurðardóttir. Ólst hún upp hjá foreldrum sín- um, en þegar hún var 10 ára gömul flutti fjölskyldan til Bolungarvík- ur, og bjó þar síðan. Guðmunda var næst elzt fjögurra systkina, eftir lifir Petrína, sem nú dvelur á Hrafnistu. Þegar Guðmunda var rúmlega tvítug fluttist hún til Reykjavíkur og vann þar ýmis störf, m.a. vann hún í nokkur ár á Hótel Heklu. Árið 1932 giftist hún Þorsteini J. Eyfirðingi, kunnum skipstjóra og útgerðarmanni. Þau áttu heima um nokkurt skeið á Þingeyri, en frá árinu 1938 bjuggu þau í Reykjavík. Þau Þorsteinn áttu eina dóttur barna, Guðrúnu, sem fæddist árið 1936. Guðmunda var fríð kona og bar með sér mikla hlýju. Hún var stoð og stytta manns síns í hans störf- um, og var sambúð þeirra alla tíð hin farsælasta. Eiginmann sinn missti hún árið 1961. Upp frá því fór heilsu Guð- mundu mjög að hraka. Bjó hún hin síðari ár í nágrenni dóttur sinnar og síðan á heimili hennar, en sl. tæp tvö ár dvaldi hún á sjúkradeild Hrafnistu. Þar naut hún hinnar bestu aðhlynningar. Samband hennar og dótturinn- ar, Guðrúnar, var einkar náið. Guðmunda var dóttur sinni mjög góð móðir og félagi á hennar ungl- ings- og uppvaxtarárum. Móður sinni launaði Guðrún síðar með stakri umhyggju þau ár, sem Guð- munda átti við vanheilsu að stríða. Guðmunda bar veikindi sín með mikilli ró, og var mjög þakklát þeim, sem hana önnuðust. Um nokkurt skeið aðstoðaði frú Soffía Zophóníasdóttir frá Vestmanna- eyjum Guðmundu með einstakri alúð, og myndaðist með þeim órofa tryggð og vinátta. Guðmunda var trúuð kona, og var sannfærð um eilíft líf eftir jarðvistina. I þeirri vissu, að nú hafi Guð- munda fengið frið og hvíld, þá bið ég Guð að blessa minningu hennar og þakka ég henni ánægjuleg kynni og vináttu. Útför frú Guðmundu var gerð frá Dómkirkjunni 17. nóvember sl. G.I.H. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför, SIGURBJARGAR JÚLÍU JÓNSDÓTTUR, Ijósmóöur. Herdis Jónsdóttir, Guórún B. Sigurjónsdóttir, Jóna Sigurjónsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Hermann P. Sigurjónsson. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö viö fráfall og útför bróöur míns og mágs, RAGNARS BENJAMÍNSSONAR, bifvélavirkja, Njálsgötu 29 b. Óskar R. Magnússon, Sigrún Ágústsdóttir. Sænski Klippan barnastóllinn hef- ur staðist próf umferðaryfirvalda og slysavarnarmanna með á- gætiseinkunn. En við hönnun stólsins var ekki einungis hugsað um öryggi og þægindi, heldur einn- ig um útlit og tvöfalt notagildi. Klippan er fáanlegur í allar tegundir bifreiða. Klippan er festur eða losaður á örskammri stundu. Klippan fylgir leikborð fyrir börnin. Klippan kostar aðeins 888,75.- með festingum og borði. Komdu og kynntu þér Klippan og annan öryggisbúnað í barnahorninu hjáokkur. Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 Tryggjum öryggi -með Klippan barnanna í bílnum, barnabílstolum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.