Morgunblaðið - 29.11.1981, Side 37

Morgunblaðið - 29.11.1981, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981 37 Ingileif Jakobsdótt- ir - In memoriam Fædd 28. júlí 1913. Dáin 8. september 1981. „(iöfugri sál, srm horfin or úr hfimi, huj'irnir fyljya yfir gröf <»u dauöa. KaTlrikans faöir ástvin okkar noymi, y Igoislum vofji daj»a tfMisnauða. Sólhjarmi vakir yfir minnini; mærri. Mótla‘tisvoj»ur svoipar birtu ska*rri.“ Þessar ljóðlínur rifjuðust upp fyrir mér er ég nú með trega í huga festi á blað fáein kveðjuorð um Ingileif Jakobsdóttur. Minn- ingarnar leita á hugann, enda margs að minnast eftir 36 ára vin- áttu. Inga, eins og hún ætíð var kölluð, var af mætu og góðu fólki komin í báðar ættir, og bar þess rækileg merki. Hún var sérstæður og ógleymanlegur persónuleiki öll- um þeim sem kynntust henni. Leiftrandi kímni, orðheppni og frjálsleg framkoma voru heillandi eiginleikar í fari hennar. Við nán- ari kynni duldist engum að hún var vel greind og hjartalagið ein- staklega viðkvæmt og hlýtt. Inga var fædd 28. júlí 1913 í Garðhúsum í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru Margrét Gísladóttir, ættuð frá Eyvakoti á Eyrarbakka, og Jakob Eyjólfsson frá Skála, Vestur-Eyjafjöllum. fimm ára gömul fer hún í fóstur til Sigríðar og Sigurjóns Magnús- sonar að Hvammi undir Eyjafjöll- um og var hjá þeim í 6 ár og minntist hún þeirra hjóna ætíð með hlýjum hug. Ellefu ára flyst hún aftur til foreldra sinna í Vest- mannaeyjum og er þar tll að öll fjölskyldan flytur til Reykjavíkur 1929. Systkini Ingu voru 3 og eru þau Svanlaug, búsett á Akranesi, Margrét, búsett í Reykjavík og Gísli Skúli, dáinn í september 1966. Æskuárin hurfu fljótt og alvara lífsins tók við. Ekki er þetta síst svo hjá þeim sem ungir að árum þurfa að fara að vinna fyrir sér sjálfir. Lífsbaráttan var á sinni tíð hörð hjá börnum þessa lands. Stundaði hún hverja þá vinnu sem bauðst af kostgæfni og alúð. En matreiðslustörf urðu hennar ævistarf og léku þau henni einkar vel í hendi. Hún var sannur snill- ingur í matargerð, gat töfrað fram hina fínustu rétti úr litlu sem engu hráefni. Hún var mjög eftir- sótt til þessara starfa. Inga gekk að öllum sínum verkum sem ham- hleypa og unni sér ekki hvíldar fyrr en að dagsverki loknu. Inga giftist 11. ágúst 1942 Jóni Valbý Gunnarssyni, starfsmanni hjá Eimskip, góðum og drenglynd- um manni. Þau eignuðust tvær dætur, en urðu fyrir þeirri þungu raun að missa eldri dótturina. í frumbernsku, en hin dóttirin, Sól- ey, var foreldrum sínum sannkall- aður augasteinn og gleðigjafi. Er hún gift Vali Kristinssyni og eru þau búsett í Þorlákshöfn. Áður en Inga giftist eignaðist hún dóttur, Auði Grétu Valdimarsdóttur, sem var fædd 13. febrúar 1937. Hún giftist Einari Guðmundssyni og eignuðust þau 6 börn. 1 nóvember 1966 lést Auður af slysförum, að- eins 29 ára gömul. Var þá elsta barnið 12 ára og yngsta 1 árs og varð dótturmissirinn Ingu mjög þungbær. Tregaði hún hana ætíð og má segja að hún hafi aldrei náð sér eftir þessa þungu raun. Inga og Jón áttu fagurt heimili hér í borg að Keldulandi 19, sem hún naut að fegra og prýða á allan hátt. Smekkmanneskja var hún og myndarleg húsmóðir og aldrei féll henni verk úr hendi. Hag fjöl- skyldu sinnar bar hún ætíð fyrir brjósti sem best hún mátti, og voru þau Inga og Jón að mörgu leyti samhent, en engin erum við fullkomin, en þau bættu hvort annað vel upp. Inga og Jón ólu upp að mestu elsta son Auðar, Jón Inga Einars- son. Kom hann til þeirra 12 ára gamall. Var hann þeim mjög hjartfólginn og reyndist hann þeim vel í alla staði. Hefur hann nú stofnað sitt eigið heimili hér í borg. Einnig er vert að minnast á hið nána samband sem ríkti á milli Ingu og dótturinnar Sóleyj- ar. Báru þær gagnkvæmt traust- og vináttu til hvor annarrar, svo að með eindæmum þótti. Barna- börnin voru 10 og langömmubörn- in 3. Voru þau henni mjög kær og bar hún hag þeirra ætíð fyrir brjósti. Inga var höfðingi heim að sækja, hrókur alls fagnaðar þegar það átti við. Hún var mikill tón- listarunnandi. Sjálf hafði hún mikla og fagra söngrödd. Græsku- laus kímni var henni eðlislæg og skemmtileg. Frásagnarlist var henni sérlega lagin. Hún var traust og raungóð kona og vildi ætíð greiða götu þeirra sem áttu í erfiðleikum. Hún var ekki allra en þeim sem hún tók var hún sannur vinur. Inga fylgdist alla tíð vel méð málefnum líðandi stundar og hafði sínar ákveðnu skoðanir, og mikla ánægju hafði hún af að gleðja aðra og taldi það sem sjálfsagðan hlut. Síðastliðið 1 lk ár átti Inga við mikla vanheilsu að stríða. Eftir langa og stranga sjúkrahúslegu sumarið 1980 leit allt svo bjart út og að hún fengi að njóta ókominna ára í faðmi fjölskyldu sinnar. En það haustaði að fyrr en varði og fyrr en nokkurn hafði rennt grun í, því í ágúst syrti í álinn, heilsan og þrekið var búið og lést hún á Landspítalanum 8. september. Með kjarki og reisn mætti Inga örlögum sínum i stuttri en strangri banalegu. Eiginmaður hennar og dóttir studdu hana á allan hátt og viku ekki'frá bana- beði hennar fyrr en yfir lauk. Inga er harmdauði öllum þeim sem þekktu hana, en minningin um hana er vafin heiðríkju góðvildar í hugum okkar vina hennar og vandamanna. Með þakklæti í huga kveð ég kæra vinkonu. Ég bið eig- inmanni, dóttur, tengdasyni, systrum og barnabörnum styrks í þungum raunum og blessunar guðs um ókomna daga. Blessuð sé minning góðrar konu. Syrlir í hoimi. Sorj( býr á jördu. I.jós á himni. lifir þar mín von. Vinkona Hinn 8. september lést í Land- spítalanum tengdamóðir mín, + Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall elsku legrar eiginkonu minnar og systur, GUÐNÝJAR GUÐRUNARFRANDSEN, f. Guðnadóttir. Ove Frandaen, Bjarni Þórarinsaon og fjölskylda. Ingileif Jakobsdóttir, eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Það er erfitt að sætta sig við að hún sé horfin bak við móðuna miklu. En eftir skilur hún bjartar og góðar minningar, sem aldrei verða frá okkur teknar. Inga var fædd 28. júlí 1913 í Garðhúsum í Vestmannaeyjum. Til Reykjavíkur flyst hún 16 ára gömul með fjölskyldu sinni. Inga var strax eftirsóttur vinnukraftur vegna dugnaðar og útsjónarsemi ásamt hressilegu viðmóti við alla. Hún var minnisstæður persónu- leiki öllum þeim sem kynntust henni. Hún var hjartahlý og drenglynd kona, sem öllum vildi vel gera og gleðja aðra, það þótti henni sjálfsagður hlutur og ekki vert að tala um og alltaf var hún tilbúin að rétta hjálparhönd þeim sem á þurftu að halda, því að hún mátti aldrei neitt aumt sjá, hvort sem var hjá mönnum eða málleys- ingjum. Inga giftist 11. ágúst 1942 Jóni Valbý Gunnarssyni og var hjóna- band þeirra mjög farsælt, og í hennar mikla og erfiða veikind- astríði studdi hann hana sem best hann mátti og nú á minn kæri tengdafaðir um sárt að binda. Inga og Jón áttu fagurt og hlý- legt heimili hér í borg að Keldu- landi 19. Þangað var ætíð gott að koma, þar var vel tekið á móti öll- um, sem þangað komu, því þau voru sérstaklega gestrisin hjón og hjartahlý. Barnabörnin voru þeim einkar kær og nú eiga þau erfitt með að skilja, að amma í Keldu- landi sé farin í burtu. Ég á Ingu margt að þakka fyrir það sem hún gerði fyrir mig og mitt heimili og hún var mér sann- ur vinur, sem ætíð var gott að leita til, því hún gat leyst úr hvers manns vanda. Inga fór ekki var- hluta af mótlæti í lífinu. Hún varð að sjá á:t/ak tveimur dætrum; önn- ur lésf 'í'frunfbernsku, en hin 29 ;ira aí,M«,1>«föru.m,i?já 6 ungum börnum og var dætramissirinn henni mjög þungbær og tregaði hún þær alla tíð, en hún lét samt ekki bugast, hún hertist við hverja raun. Það haustaði að fyrr en nokkurn varði hjá Ingu, og hún kveið ekki örlögum sínum, því hún átti sína sterku trú um að öðlast nýtt og æðra líf. Þar hnígur sól aldrei til viðar. Fari tengdamóðir mín kær í friði og hafi þökk fyrir allt. Minn- ing um góða konu mun ætíð lifa í hugum okkar. Af i'ihTóarljósi lijarma bor scm braulina |>un|»u i»r«‘iöir. \ »rl líf srni svo .stull «>i» Mopull or þaó siofnir á a*óri loióir »K upp himinn fi*i»ri vn au^aó si*r mói öllum «Ns faóminn broidir. Kinar HcnodiklsNon Valur Kristinsson Hildur Blöndal Minningarorð Fædd 27. ágúst 1932 Dáin 22. nóvember 1981 Eigi má sköpum renna, svo áþreifanlega erum við minnt á það nú. Hildur, þessi elskulega kona svo lífsglöð og andlega heilbrigð hefur nú verið burt kölluð. Hún var einstaklega skemmti- leg, söngelsk og glöð og lagði alltaf gott til allra mála. Við í kirkju- kórnum eigum svo margar og góð- ar minningar um hana, minningar sem allar eru á einn veg, fagrar og hlýjar, söngur og gleði. Hún starfaði með okkur meira og minna, síðan hún fluttist hingað til Hveragerðis eða í rúm- lega 30 ár. Hildur var gæfukona, átti fal- legt heimili, par sem gott var að koma, indæl börn, tengdabörn og barnabörn, sína góðu móður og systkini og venslafólk sem hún mat mikils. Síðast en ekki síst átti hún sinn trausta og góða eigin- mann, Stefán Magnússon, sem mikið hefur reynt á nú í veikind- um hennar. Guð gefi þeim öllum styrk í þeirra stóru sorg. Við komum í þennan heim og ^ við kveðjum þennan heim. Kannski skiptir ekki höfuðmáli hve lengi við dveljum hér, heldur hitt hvað við skiljum eftir. Höfum við haft bætandi áhrif eða hefur okkur mistekist. Hún Hildur til- heyrði fyrri hópnum, svo sannar- lega. Hafi hún hjartans þökk fyrir allt og allt. Kirkjukórsfélagar. Ævintýraperlur frá Bing & Gröndahl Ævintýraplattarnir frá Bing & Gröndahl eru perlur að allri gerö og útliti. Gullfallegar teikningar færustu listamanna viö ævintýri H.C. Andersens, 12 stk. — og Grimmsævintýri, 6 stk. Handmálað á postulín meö ekta gyllingu. Hver platti/diskur í fallegri gjafaöskju kr. 260,— Gullfalleg gjöf til þeirra sem þér þykir vænt um. RANMAGERDIN Hafnarstræti 19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.