Morgunblaðið - 29.11.1981, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 29.11.1981, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981 43 Minning: Pálina Ingibergs- dóttir frá Feögum Fædd 8. júlí 1887 Dáin 22. nóvember 1981 Fæðing — dauði: Tveir fletir sama fyrirbæris. Andstæður? Hliðstæð- ur? Eitt og hið sama? Við fæðumst inn á þetta tilveru- svið. Hvað svo? Vð lifum og deyj- um. Er dauðinn útþurrkun eða fæðing in á annað nýtt tilveru- svið? Sé hann „fæðing" inn á ann- að svið, þá er dauðin ekki til, — nema sem hugtak. Sé dauðinn endalok, en ekki þáttaskil, er lífið tilgangsleysi. En ótal óvefengjanleg fyrirbæri, verða vart annan veg skilin og skýrð, en að líf sé í framhaldi af þessu. Við fæðumst inn í heim, þar sem lögmál orsaka og afleiðinga er ráðandi. Hvert atvik lífs okkar er afleiðing einhverrar eða ein- hverra orsaka, þótt stundum sé orsakasamhengið svo margslungið og flókið, að erfitt sé úr að greiða. Vera kann að þeirra sé einnig að leita utan okkar skynsviðs. En það breytir engu. Orsakir eru orsakir, þótt okkur skorti þekkingu til að greina þær. En ef við þess vegna afneitum lögmáli orsaka og afleið- inga missum við fótanna, og týn- um öllu áttaskyni, því að ailt sem við skynjum og þekkjum lýtur þessu lögmáli. Einnig líf og dauði. Það vakna margar spurningar er vinir kveðja. Bein svör fáum við ekki, en sterkar líkur. Ég skal geta dæmis, sem ég sjálfur varð vitni að, ásamt konu minni og bróður, er móðir okkar bræðra lá banaleguna og átti fáa daga ólifaða, þá orðin rúmliggj- andi í erfiðum sjúkdómi, sem hún minntist aldrei á þótt hún vissi hvert stefndi. Við vorum sem oftar stödd hjá henni í heimsóknartíma og minnt- umst ekki, frekar en hún á veik- indi hennar, en röbbuðum um eitt og annað sem við vissum að hún hafði áhuga fyrir. Svo var einnig þessu sinni. — En allt í einu rétti hún fram hendurnar og reyndi að setjast upp og andlitið ljómaði af gleði er hún sagði: „Þau eru að bíða eftir mér.“ Hún var með fuliri rænu og hugsunin skýr eins og fram kom í samtali okkar, sem hún tók fullan þátt í. Ekkert af því sem við vorum að spjalla um gat ýtt undir þetta at- vik, sem kom henni áreiðanlega jafnmikið á óvart eins og okkur sem urðum vitni að því. Hafi henni búið í brjósti nokkur uggur við dauðann, er alveg víst að hann hefur breyst í tilhlökkun við þetta atvik, sem einnig gladdi okkur. Vilji einhver halda því fram að um óráð eða ofskynjun hafi verið að ræða, er blátt á£ram altt sem mælir gegn því, þar sem hún var þátttakandi í og með hugann við gjörólíkt efni. Það var í engri nánd við „atvikið". Tengsl voru því úti- lokuð. Pálína móðursystir mín, ýmist kennd við Feðga í Meðallandi eða Skógtjörn á Álftanesi, lést sunnu- daginn 22. þ.m., síðust og elst sinna systkina, á 95. ári. Með ofangreint atvik í huga er „dauðinn" beið móður minnar á næsta leiti, efast ég ekki um að Pálínu hafa „vinir beðið í varpa“ og fagnað henni. Og gleðin hefur verið gagnkvæm. Pálínu man ég, síðan hún flutti með foreldrum sínum að Skóg- tjörn á Álftanesi 1910. Þá var Pál- ína 23ja ára gömul, hlaðin lífsgleði og lífsorku. En það virtist öll fjöl- skyldan vera. Enda gengu öll verk í samræmi við það. Og vel man ég hve mikil áhersla var lögð á vand- virkni. Og hve mikil umhyggja var borin fyrir dýrum. Faðir Pálínu féll frá 1934. Og móðir hennar nokkrum árum áð- ur. Skömmu seinna flutti Pálína og Ingibergur bróðir hennar, sem var yngstur systkinanna, til Reykjavíkur. Ekki höfðu þau lengi búið í Reykjavik er heimili þeirra var orðið samkomustaður góðvina um helgar. Þar leið öllum vel í and- rúmslofti glaðværðar og góðvild- ar, sem einkenni þau bæði. Og um margt var rabbað og rætt yfir kaffibolla og spilum. Bergur féll frá 1946, aðeins 57 ára að aldri. En aðeins þeir sem vel þekktu Pálínu vissu hve bróð- urmissirinn gekk nærri henni. Sorg sína bar hún ekki á torg. Hún var sterkust er mest reyndi á. Enda var bak við glaðværðina mjög sterk skapgerð. Pálína var lengst af svo heilsu- hraust að henni varð varla mis- dægurt. En á sjöunda áratugnum var kölkun í mjöðm farin að þjá hana. En 1964 var hún orðin óvinnufær. Og í nóvember það ár flutti hún í Elliheimilið Grund og þar dvaldi hún síðan og lofaði mjög alla aðhlynningu. Síðustu árin gekk kölkunin svo nærri henni, að hún mjakaði sér áfram á tveim stöfum. En alltaf „leið henni vel“. Aldrei æðruorð. Aldrei kvörtun. Aldrei gremja eða beiskja. En ekki er þó að efa, að ófærni hennar til gangs hefur reynt mikið á hana, svo létt á fæti sem hún áður var. En hún sætti sig við það sem enginn möguleiki var að ráða bót á. Hörð örlög lét hún hvorki beygja sig eða brjóta. Hún var sem fyrr sterkust þegar mest á reyndi. Enginn dráttur í andliti hennar vitnaði um þrautir. Svipurinn mildur, bjartur og hlýr. Og svo mikil var þessi innri hlýja og mildi, að ellin gat ekki markað hana rúnum sínum. í útliti var margur sextugur eldri en hún. Fyrr á árinu fór ég með sonar- dóttur mína í heimsókn til Pálínu. Á leiðinni heim spurði hún mig hvenær við færum aftur til Pál- ínu. Þótt aldursmunurinn væri 86 ár, vildi hún sem fyrst fara aftur til Pálínu. Það lýsir Pálínu betur en mörg orð. Pálína var mjög sömu kostum búin og faðir hennar. Hann sá ég aldrei bregða skapi, þótt skapstór væri. Þess minnist ég ekki heldur um Pálínu þau rúmlega 70 ár, sem ég man hana. Hún var gædd sömu skapfestunni. Hið ríka, óeigin- gjarna, mannlega var hið sama. Réttlætiskenndin og hjálpfýsin hin sama sem föður hennar. Pálína var bókhneigð og las mikið. Og ég held að góð bók hafi verið henni öllum gjöfum kærari. Hún hafði stálminni, en sagði síð- EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU ustu árin að að það væri farið af „ryðga“. En nokkrum mánuðum fyrir andlát hennar kom nær- minni hennar mér á óvart. Og ein af „syndum m ínum“ er að hafa ekki fengið hana til að segja frá ýmsu inn á segulband. Nú er það tækifæri glatað. Er ég lít yfir farinn veg og kynni mín af Pálínu, er mér ljóst, að hún átti svo óvenjulega brota- lausa kosti og þrek, að ég tel hana meðal hinna stærstu og bestu sem ég hef kynnst. Marteinn Skaftfells. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins 29.-30. nóv.’81 Árni Bergur Eiríksson framkvæmdastjóri Hefur notið trausts sjálfstæðisfólks um árabil til trúnaðarstarfa innan Sjálfstæðisflokksins. Við treystum honum til áframhaldandi starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn i borgarstjórn. Stuðningsmenn. GÓÐIR BORGARAR Smakkið okkar frabæru BINGÓ BORGARA með frönskum og öllu tilheyrandi. Ljúffengir og ódýrir. Bjóðum einnig upp á is, shake o.fl. Opið alla virka daga frá kl. 9—7. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 12—7. BINGÓBORGARAR á norni Vitastígs og Berþórugötu, simi 13730. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? ÞU AUGLYSIR UM ALLT I.AND ÞEGAR Þl AUGLYSIR I MORGUNBLAÐINU í Nýborg fáiö þér úrval húsgagna er hlotiö hafa alþjóðaviðurkenningar fyrir form og gæöi. Þar á meðal stóla teiknaða af Marcel Breuer 1925 „Bauhaus". Borð- stofuhúsgögn úr furu teiknuð af finnska arkitektinum Tapiovara. Sjón er sögu ríkari, gjörið svo vel og lítið inn. Nútíma listasmíð á raunhœfu verði Nýborgarhúsgögn, Smiðjuvegi 8, Kópavogi, sími 78880. Ath. að á Smiðjuvegi er opið á sunnudögum 2—5. c§5 Nýborg: Húsgagnadeild, Ármúla 23. Sími 86755. Sígild hönnun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.