Morgunblaðið - 29.11.1981, Page 46

Morgunblaðið - 29.11.1981, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981 GRÓÐAVEGUR Kannabis- bændur í sæluvímu Á vesturströnd Bandaríkj- anna fer fram allsérstæð ræktun, sem gefur af sér gull og græna skóga. Hér er þó bara um að ræða ofboð venjulega hampjurt. Hún heítir raunar cannabis sativa, og munu sjálfsagt margir við nafnið kannast, þótt ekki séu þeir sérfræðingar í grasa- fræði. Þaö eru einkum Kali- forníumenn, sem rækta hana og selja, og eiga í harðvítug- um deilum um þessa nýju at- vínnugrein. Þessi „aukabúgrein" gefur núorðið meira í aðra hönd í Kaliforníu en annars konar ræktun í skauti jarðar. Er þetta staðreynd, sem embætt- ismenn eru nauðbeygðir til aö viðurkenna. Steve Helsley yfir- maður fíkniefnadeildarinnar í Kaliforníu segir, aö á þessu ári hafi orðið metuppskera og megi álykta að andvirði henn- ar sé um 8 milljarðar króna. Af ýmsum öðrum tölum má hins vegar ráða aö raungildi fram- leiðslunnar sé allt að fimm sinnum meira. Jurtin cannabis sativa hefur Ijósgræn smátennt blöð og getur orðið um 4 metrar á hæð. Mest er hún ræktuð í skógarrjóðrum fjarri manna- byggðum, í eyðimörk- um, á stórum maísökr- um, í bakgörðum, á svölum og á útivistar- svæðum fyrir almenn- ing. „Við fundum rækt- unarstöðvar í mörgum þjóðgörðum, á vernd- arsvæðum indíána og jafnvel á landsvæöi, sem aðeins herinn hefur til umráða,“ segir fulltrúi fíkniefnalögreglunnar í Ukiah í Norður-Kali- forníu. um. Þeir nota í þessu skyni alls skyns sprengjugildrur, strengja yfir svæöin víra, sem tengdir eru skotvopnum, þannig að sé stigið á þá, hleypur skot af. Einnig hafa þeir oddastaura svipaða þeim sem Viet-cong-skæruliðar í Víetnam notuðu á sinum tíma, en margir „cannabisbændur" börðust í Víetnam. Mesta hættusvæðið er norður af San Francisco. Það nær yfir um 16.000 fermílur og skiptast þar á hrjóstrugar hæðir og dalir. Þó segir lög- reglan að fæstir þeirra, sem leggja stund á cannabisrækt- un séu ótíndir glæpamenn. Þetta eru ýmsar manngerðir, allt frá ungum hippum, sem hafa snúið aftur til náttúrunn- ar, og efnuðum hjónakornum á bezta aldri uppi í virðulega presta. Séra Sawyer, fyrrum háskólaprestur, var nýlega tekinn höndum fyrir að lemja til óbóta þrjá unga menn, sem reyndu að stela cannabisupp- skerunni hans. Hvernig skyldi standa á allri þessari cannabisræktun í Bandaríkjunum? Á henni er ofur einföld skýring. Til skamms tíma fengu cannab- isneytendur nægju sína af i ágústmánuði sl. gerði lög- reglan í Santa Barbara upp- tækar 1.000 cannabisplöntur aö verðmæti um 14 milljónir króna. Sú ræktunarstöð var aðeins nokkra kílómetra frá húsi Ronald Reagans á vestur- ströndinni Fyrir skömmu fund- ust um 8.000 plöntur í gili skammt frá Carmel. Var verö- mæti þeirra áætlað um 115 milljónir króna. Ur hverri plöntu má vinna a.m.k. eitt pund af „grasi“, og hvert pund er selt á um 15 þúsund krónur á götum úti. En ræktun cannabisjurtar- innar fylgja ekki aöeins gull og grænir skógar án skatta og skyldna. Þetta er hættuleg iðja og stundum jafnvel lífshættu- leg. Meira en tugur manna, sem við hana hefur fengizt eða haft einhver afskipti af málum þessum, hefur fallið fyrir morðingja hendi. Þar á meðal eru þrír lögfræðingar. Morð þessi hafa verið framin á svæðinu frá sléttum Okla- homa til Sierra Nevada í Kali- forniu. Tummey saksóknari segir það vera gríðarlegt hættuspil aö fara út á ræktunarsvæðin á uppskerutírna. Hann segir að „cannabisbændur" hafi gripiö til ýmissa varúöarráöstafana til þess að halda lögreglu og þjófum frá ræktunarsvæðun- Metuppskeran í ár er virt á um átta milljarða króna. „grasi“ frá Mexíkó. Carter- stjórninni tókst hins vegar aö fá stjórnvöld í Mexíkó til þess að eyðileggja helztu ræktun- arsvæðin með eiturefnum, og þá misstu cannabisneytendur stóran spón úr aski sínum. Þótt flutt sé inn cannabis í stórum stíl frá Colombíu og eyjunum í Karíbahafi nægir það hvergi til að svala hinni gríðarlegu löngun bandarískra neytenda. Talið er að dagleg neysla landsmanna sé 14 tonn. Kaliforníumenn hafa ný- lega byrjað á ræktun á nýju afbrigði cannabisjurtarinnar, sem nefnist Sinsemilla og gef- ur af sér afar sterk fíkniefni. Enda þótt lögreglan hafi sýnt vasklega framgöngu í málum þessum telja yfirvöld í Sacramento, höfuöborg Kali- forniu, og Washington að þau eigi lítinn forgang að hafa. Séu menn á annað borð dæmdir í fangelsi í fíkniefnamálum, sleppa þeir iðulega mjög fljótt út aftur. Flestir cannabis- ræktendur sleppa með áminn- ingu. Fíkniefnalögreglan kvartar sáran undan skorti á mannafla, fé og leitarflugvél- um. — WiLLIAM SCOBIE VER UNDRALAND Allt geng- ur eins og í sögu hjá Karli og Di Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir frá því að brezka þjóðin fagnaöi brúðkaupi Karls prins og lafði Diönu Spencer af heilum hug og með miklum glaum og gleði. Eins og fram hefur komið í frétt- um hafa nú hjóna- kornin enn glatt brezku þjóðina með þeim tíðind- um, að þau eigi von á erfingja. Hinn ungi prins eða prinsessa mun líta dagsins Ijós í júní næstkomandi og ganga næst föð- ur sínum aö ríkis- erfðum. Barnið á því í vændum þjóð- höfðingjatign, ef ekkert óhapp hend- ir það og núverandi stjórnskipan helzt óbreytt. Þessar fréttir voru gerðar heyr- inkunnar sólarhring eftir að prinsessan hafði veriö við- stödd, er drottning- in setti þingið, en það var í fyrsta sinn sem hún kom fram við meiriháttar at- höfn á vegum ríkis- ins. Öll brezk dagblöö birtu myndir af henni við þingsetninguna, og hið æruverðuga dagblað The Times komst svo aö orði aö prinsessan hefði „verið tindrandi frá hvirfli til ilja“. í daglegu tali er prinsessan oftast einfaldlega nefnd lafði Di, eins og hún var kölluö áður en hún gifti sig. Hún hefur á skömmum tíma öðlast meiri vinsældir en aðrir fulltrúar konungs- fjölskyldunnar. Ný- lega fór hún um Wales ásamt Karli prins og vakti mikla hrifningu. Einkum snart hún hjörtu Wales-búa, er hún mælti hikandi nokkur orð á velsku um þeið og hún veitti viðtöku borg- arlyklum Cardiff. Prinsessan hefur raunar náð þvílíkum vinsældum, að Karl hennar þykir jafnvel hafa falliö í skugg- ann. Þegar þau koma fram saman, viröist hún eiga miklu meiri hylli áhorfendaskarans. Allt frá því að Karl og Díana lýstu yfir því, að þau hygðust ganga í hjónaband hafa verið upp miklar vangaveltur um, hvenær þau myndu eignast fyrsta barn- ið. Raunar er það Stundum sýnist prinsessan jafnvel skyggja á eigin- manninn. eitt veigamesta hlutverk Karls í líf- inu að geta erfingja aö brezku krún- unni, og verður ekki annað sagt en að hann hafi þar staðið sig með prýöi. Á ferð sinni um Wales skoðuðu ungu hjónin fæö- ingadeild á sjúkra- húsi þar. Það vakti athygli nærstaddra hvílíkan áhuga Karl prins sýndi því sem þar bar fyrir augu, enda þótt fáa muni hafa rennt grun í hvar fiskur lá undir steini. Menn hafa geng- ið út frá því sem vísu aö ungu hjónin myndu fyrr en síðar auka kyn sitt, og al- mennt er talið að þau muni á næstu árum gera að því gangskör að eign- ast a.m.k. tvö börn til viöbótar. Gert er ráö fyrir aö drottningin telji æskilegt aö ungu hjónin geti lifað eðlilegu fjölskyldu- lífi í nokkur ár, áður en Karl tekur við konungdómi. Er þetta talin ein helzta ástæðan fyrir því, að hún ætli ekki að afsala sér krúnunni í hendur syni sínum á næst- unni. — ROBIN LUSTIG LÆKNAVISINDIN Listin að friða forfeóurna Dagur er að kvöldi kominn í Yenn, litlu þorpi ekki langt frá Dakar, höfðuborg Senegal, og þegar dimmir tónar trumbunn- ar kveöa við í kyrröinni setjast þorpsbúarnir 300 í sandinn þar sem þeir taka til viö að syngja og bíða komu töframannsins. Það, sem nú stendur til, heitir „ndop“ á máli innfæddra og er eins konar miðilsfundur þar sem lækningar fara fram. Þessi uppákoma er trúlega ofvaxin skilningi flestra Vestur- landabúa og jafnvel innfæddir læknar, sem menntaðir eru á Vesturlöndum, geta ekki skýrt hana að neinu gagni. „í hvert sinn sem reynt er að skýra þetta á vísindalegan hátt verður niðurstaðan sú, að það er ekki hægt,“ sagði Momar Gueye, 35 ára gamall senegalskur sálfræö- ingur við heilsugæslustöðina í Dakar. Daouda Seck er einhver þekktasti töfralæknirinn á þess- um slóöum og það var hann sem stjórnaði athöfninni í Yenn. Seck er af 13. kynslóð töfra- lækna í sinni ætt og var að þessu sinni að taka þátt í 12. lækningasamkomunni á árinu. Að baki honum opnast mannhringurinn og fjórir menn bera sjúklinginn inn á svæðið. Hann er lamaður fyrir neðan mitti — fórnarlamb óánægðs anda að því er Seck segir. „Hvítu mennirnir öðluðust þekk- ingu sína að deginum, en við Afríkubúar að nóttinni. Það er á nóttinni sem andar forfeðranna tala til okkar og segja okkur hulda dóma,“ segir hann. Seck skipaði svo fyrir að gert skyldi lítið skýli við hús veika mannsins og hornum, kjöti og blóði fórnaruxans komið þar fyrir. Einnig var gerð lítil hola í jörðina og hún fyllt með rótum sjö jurta og heilmiklu af súrri mjólk. Þarna á andinn að taka sér bólfestu og þiggja fórnar- gjafir veika mannsins, sem hann færir honum í viku hverri. Afríkumenn trúa því, að geðsjúkdómar stafi af ásókn óánægðs anda einhvers forfeðr- anna og að töfralæknirinn sé eini maðurinn, sem geti ráöið einhverja bót á þeim því að hann kunni tökin á andaheimin- um. Ekki er neitt vitaö um það hve almennt það er, að leitað sé á náðir töfralækna, en þeir, sem þessi mál hafa rannsakað, telja sig þó vita hvers vegna töfra-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.