Morgunblaðið - 29.11.1981, Síða 48
d
25dagar
til jóla
(fmll X: J§>ílftir
Laugavegi 35
Sími á ritstjórn i H1 <30
og skrifstofu: IU IUU
SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1981
• •
Ollum sagt upp
í Blaðaprenti
ÖLLIJ slarfsfólki BlaAaprcnts hf. hefur vcrió sagt upp störfum, og mun fólkið
fá uppsaynarhréf sín á morgun, mánudag. IJm 40 manns vinna í Blaðaprenti,
og koma uppsagnir í kjölfar þess að Vísir er nú ckki lengur unninn hjá
fyrirtækinu, eftir að blaðið sameinaðist Dagblaðinu. Magnús E. Sigurðsson
formaður Kélags bókagerðarmanna sagði í samtali við Morgunblaðið í gær,
að hér væri hrikalegur hlutur að gerast, og erfiðir tímar vafalaust framundan
hjá því fólki cr nú fyrirvaralaust missti vinnu sína.
Magnús sagði, að nú fyrir há-
degi myndi hann ræða við lög-
fræðing félagsins, þar sem farið
yrði yfir lagaleg atriði þessa máls.
Akvæði væru um það í lögum að
tilkynna þyrfti hópuppsagnir sem
þessar til félagsmálaráðuneytis-
ins, „en ég á þó ekki von á því að
það hafi verið gert,“ sagði Magn-
'ús, „það hefur vafalaust verið
sami flýtirinn á þessu eins og þeg-
ar Vísir lagðist undir Dagblaðið.
Atvinnuleysi er ekki nú hjá bóka-
gerðarmönnum, en ljóst er þó að
erfitt verður að finna öllu þessu
fólki nýja vinnu. Hafa verður þó í
huga að ég á ekki von á að allar
uppsagnirnar verði endanlegar,
heldur sé Blaðaprent að vinna
tvennt með þessu: Að endurskipu-
leggja fyrirtækið í ljósi breyttra
aðstæðna, og fá tækifæri til að
Bögglapóstur
frá Islandi
brann í Hamborg
TILKVNNING hefur borizt frá
llamborg í Vesturl'ýzkalandi
um að bögglapóstur með m.s.
Eyrarfossi, sem fór frá Keykjavík
4. nóvemher sl., hafi eyðilagzt í
eldsvoða á hafnarsvæðinu. segir
m.a. í frétt frá l’óst- og síma-
málastofnuninni.
Þarna var um að ræða sam-
tals 133 böggla til ýmissa landa
á meginlandi Evrópu, þ.e.
Þýzkalands, Spánar, Sviss,
Holiands, Austurríkis, Frakk-
lands og ennfremur böggla til
Ástralíu og tveggja staða í
Asíu, Bútan og Hong Kong.
hafa áfram það fólk í vinnu er því
þóknast. Alþýðublaðið, Tíminn og
Þjóðviljinn hætta varla að koma
út, þetta eru allt blöð sem eru
bakhjarlar pólitískra flokka.
Flest starfsfólk Blaðaprents
sagði Magnús hafa þriggja mán-
aða uppsagnarfrest, suma þó að-
eins mánuð, og allt niður í viku
hjá nokkrum. Stjórnarformaður
Blaðaprents hf. nú er fulltrúi
Þjóðviljans, Ragnar Árnason hag-
fræðingur.
Ntarfsmenn Sjálfstæðisflokksins í Valhöll höfðu í nógu að snúast við undirbúning prófkjörsins í gær. Ljósm. Mbl.
RAX.
Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík í dag og á morgun:
Atta þúsund manns á kjörskrá
Félagsbundnum fjölgaði um 1.000 til 1.100, fólk getur gengið í flokkinn á kjörstad
l’RÓFKJÖK um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við
borgarstjórnarkosningarnar á komandi vori fer fram í dag, sunnudag, og á
morgun, mánudag. Mikil fjölgun hefur orðið í sjálfstæðisfélögunum í
Reykjavík frá því prófkjörið var ákveðið. Höfðu á milli 1000 til 1100 manns
gengið í flokkinn í gærkvöldi og reiknað með að fjölmargir gerist félags-
menn á kjörstað, en kosningarétt hafa eingöngu félagsbundnir sjálfstæðis-
menn. 6.853 einstaklingar voru skráðir í félögunum áður, þannig að þegar
kjörstaðir voru opnaðir í morgun voru tæplega 8.000 manns á kjörskrá.
Kosið verður á fjórum kjörstöð-
um í dag, sunnudag, og eru kjör-
staðir opnir frá kl. 10—20. Á
morgun, mánudag, fer kosning að-
eins fram í Valhöll og er kjörstað-
ur þá opinn frá kl. 15—20. At-
kvæðisrétt hafa allir félagsbundn-
ir sjálfstæðismenn í Reykjavík.
Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks-
ins, sem fekki eru nú þegar félags-
bundnir, geta gengið í flokkinn,
þ.e.a.s. ef viðkomandi verður orð-
inn 20 ára 23. maí 1982. Hafi kjós-
andi flutt til Reykjavíkur eftir 1.
desember 1980 þarf hann að fram-
vísa flutningsvottorði frá Hag-
stofunni. Til að atkvæðaseðill
verði gildur, skal kjósa fæst 8
frambjóðendur og flest 12. Skal
það gert með því að setja krossa
fyrir framan nöfn frambjóðenda.
Borginni er skipt í 5 kjörhverfi:
1. kjörhverfi: Nes- og Mela-,
Vestur- og Miðbæjar- og Austur-
og Norðurmýrarhverfi. Oll byggð
vestan Snorrabrautar og einnig
byggð vestan Rauðarárstígs að
Miklubraut. Kjörstaður: Hótel
Saga, Átthagasalur.
2. kjörhverfi: Hlíða- og Holta-,
Laugarnes- og Langholtshverfi.
Öli byggð er afmarkast af 1. kjör-
hverfi í vestur og suður. Öll byggð
vestan Kringlumýrarbrautar og
norðan Suðurlandsbrautar. Kjör-
staður: Valhöll, Háaleitisbraut 1,
vestursalur 1. hæð.
3. kjörhverfi: Háaleitis- og
Smáíbúða-, Bústaða- og Foss-
vogshverfi. Hverfið afmarkast af
Kringlumýrarbraut í vestur og
Suðurlandsbraut í norður. Kjör-
staður: Valhöll, Háaleitisbraut 1,
austursalur 1. hæð.
4. kjörhverfi: Árbæjar- og Sel-
áshverfi og byggð Reykjavíkur
norðan Elliðaár. Kjörstaður:
Hraunbær 102 b, suðurhlið.
5. kjörhverfi: Breiðholtshverf-
in. Öll byggð í Breiðholti. Kjör-
staður: Seljabraut 54, 2. hæð, hús
Kjöts og fisks.
Kjósa skal í því hverfi sem bú-
seta var í 1. desember 1980.
Sjá prófkjörslistann á bls. 18.
Fulltrúar Alþýðubandalagsins
semja greinargerð um sjávarútveg:
Friðrik Olafsson forseti FIDE
um fjölskyldumál Korchnoj:
„Heiður FIDE og
samstarf i veði“
„Það má segja að yfirburðir Karp-
ovs hafi verið það miklir að einvígið
varð aldrei tilþrifamikið og ekki
gætti þeirrar spennu sem hefði verið
æskileg og á að vera í þeim darraða-
dansi sem maður skyldi ætla að yrði
á milli tveggja sterkustu skákmanna
heimsins,'* sagði Kriðrik Olafsson
forseti KII)E í samtali við Mbl. í gær
þegar við ræddum við hann að loknu
heimsmeistaraeinvíginu í Meranó á
Italíu, en Kriðrik er nýkominn heim
til Islands.
„Það er ljóst,“ sagði Friðrik „að
Korchnoj voru mjög misiagðar
hendur i upphafi einvígisins og
hann tefldi ekki eins og hann gerir
þegar hann sýnir sterku hliðarnar
á sér. Þetta leiddi til erfiðrar stöðu
strax í upphafi einvígisins þar sem
hann sat uppi með 3 töp og það dró
strax úr spennunni, enda átti hann
í rauninni litla von upp frá því.
Svona byrjun hefur slæm áhrif á
skákmann og má segja að þetta
hafi hleypt loftinu úr einvíginu.
Karpov tefldi vel og skynsamlega
og tók enga áhættu, þurfti þess
ekki. Hann sýndi sínar beztu hlið-
ar, að hann er ekki aðeins sterkur
skákmaður, heldur mat hann sál-
fræðilegu hliðina einnig rétt. Það
eru margir sem segja að Korchnoj
hafi ekki verið vel undir einvígið
búinn, hvorki líkamlega né fræði-
lega, og hafi verið þreyttur þegar
hann hóf einvígið. Honum tókst þó
að taka sig saman og veitti harða
keppni lengi vel þrátt yfir þennan
mismun og honum tókst að minnka
bilið í 4—2, en eftir fimmta tapið
fór þetta heldur að versna og þá
var endirinn í rauninni aðeins
tímaspursmál. Hann á lof skilið
f.vrir að hafa sýnt þá hörku og
harðfylgi að hafa veitt þá keppni
sem hann veitti eftir svo óheppi-
lega hyrjun.“
Telur þú að fjölskyldumál hans
hafi átt þátt í dugleysi hans?
„Fjölskyldumálið var alltaf
ofarlega á baugi hjá fylgdarliði
hans, en málið sem slíkt spillti
ekkert fyrir skáklegu hliðinni. Það
var þó mjög slæmt að ekki skyldi
takast að leysa það mál til lykta
fyrir einvígið."
Munt þú í nafni FIDE fylgjast
áfram með því máli?
„Ég mun fylgjast mjög náið með
framvindunni í fjölskyldumálinu
og ég veit ekki annað en lausn fáist
í því máli innan tíðar, ekki síðar en
næsta vor þegar fangelsisvist son-
ar skákmeistarans lýkur. Ég mun
fylgjast sérstaklega með því vegna
þess að það er ýmislegt í veði.
Heiður FIDE og samstarf innan
þess eru undir því komin hvort
þetta mál leysist eða ekki en ég
reikna ekki með öðru en að geta
treyst þeim fyrirheitum sem gefin
hafa verið í málinu."
Fiskveiðistefna Steingríms
beinist jafnvel að dýravernd
Leggja til að „rannsóknarsveitir“
rannsaki rekstur fiskvinnslufyrirtækja
„UMRÆÐIJR um stjórnun fisk-
veiða á íslandi hafa því miður eink-
um snúizt um líffræðileg vandamál
og jafnvel beinzt að dýravernd eins
og fiskveiðistefna Steingríms Her-
mannssonar virðist snúast um á
meðan efnahagsleg hlið málsins
hefur verið vanrækt," segir m.a. í
greinargerð um íslenzkan sjávar-
útveg, sem leggja átti fram á nýaf-
stöðnum flokksráðsfundi Alþýðu-
bandalagsins, en var dregin til
baka.
Höfundar þessarar greinar-
gerðar eru Ragnar Árnason, hag-
fræðingur og helzti sérfræðingur
Alþýðubandalagsins í efna-
hagsmálum, Þórður Vigfússon,
hagverkfræðingur og Þröstur
Ólafsson, aðstoðarmaður fjár-
málaráðherra.
í þessari greinargerð kemur
m.a. fram í kafla um fiskvinnslu
að þeir þremenningar telja, að
það opinbera eigi að gera bætta
stjórnarhætti fyrirtækja og
opinbert rekstrareftirlit að skil-
yrði fyrir sérstakri fjárhagsað-
stoð. „Hugsanlegt væri að hið
opinbera hefði á sínum snærum
Steingrímur Hermannsson — Full-
trúar Alþýðubandalagsins telja físk-
veiðistefnu hans bcinast að dýra-
vernd.
eins konar opinberar rann-
sóknarsveitir sem sendar væru til
þess að rannsaka og aðstoða við
rekstur hjá fiskvinnslufyrir-
tækjum," segir m.a. í þessum
kafla greinargerðarinnar.