Morgunblaðið - 06.12.1981, Síða 15

Morgunblaðið - 06.12.1981, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUfl 6-.DESEMBER 1981_15 Tomas I Ljóðabókin Fagra veröld, önnur ljóða- bók Tómasar Guðmundssonar, kom út í nóvember 1933. Fyrsta útgáfan seldist upp á örfáum dögum. A næstu tólf mán- uðum var hún endurprentuð tvisvar sinnum. Engin íslenzk ljóðabók hefur hlotið slíkar móttökur, hvorki fyrr né síðar. Þjóðin hafði eignazt stórskáld, og hún skildi það. Ég var á þessu hausti ungur piltur í menntaskóla. Engin bók hafði áður orðið mér slík opinberun, — og hefur ekki orð- ið síðan. Hvers vegna? Á þessum árum heimskreppunnar miklu áttu ekki aðeins íslendingar við erfiðleika að etja. Á und- anförnum árum hafði allur hinn svo kall- aði menntaði heimur búið við mesta efnahagsböl sögu sinnar. I auðugasta landi veraldar, Bandaríkjunum, hafði fjórði hver maður verið atvinnulaus. Ungir menn litu ekki björtum augum til framtíðarinnar. En þá kemur allt í einu maður, sem yrkir dýrlega um fagra ver- öld, Reykjavík verður borg, þar sem strætin syngja og gatan glóir, það er ekkert fegurra en vorkvöld í Vesturbæn- um, meðan ástfanginn blær svæfir hljóð- lát grös í grænum garði, æfir lítil lóa í Vatnsmýrinni lögin sín undir konsert morgundagsins. Lestur slíkrar bókar varð ekki til þess, að ungur piltur lokaði augum fyrir þeim vanda, sem því fylgir að vera til, en hann sá, að það er líka fegurð í veröldinni. Eins og Jónas Hallgrímsson hafði verið skáld fegurðarinnar á nítjándu öld, varð Tómas Guðmundsson skáld fegurðarinn- ar á hinni tuttugustu. Fagra veröld var ljóðabók um ást og fegurð, um fegurð ástarinnar. Tómas Guðmundsson hafði áður ort um Sundin blá. í þeirri bók eru ljóð frá unglingsárum, sem bera þess vott, að mikið skáld var að fæðast. Þótt margt hefði breytzt, var máninn ennþá samur og stjörnurnar og brú silfurgeislans um sædjúpið. „Hér komum við, er kyrrt var, á kvöldin, ég og þú. Og stundum, þegar heimleiðis hélt ég einn til mín, á hjarnið kalda kraup ég lágt og kyssti í sporin þín.“ Svo orti hann Stjörnur vorsins, þar sem hann dáðist að því, hve hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu. En úr Fljótinu helga heyrðist niður þeirrar lífsgátu sem engin vísindi fá ráðið, en mikið skáld getur gert að heillandi spurn. Enn er þó feg- urðin aðal ljóða Tómasar Guðmunds- sonar. í Þrem ljóðum um lítinn fugl segir hann m.a.: „Það vorar fyrir alla þá, sem unna, og enginn getur sagt, að það sé lítið, sem vorið hefur færzt í fang, og skrítið, hvað fljótt því tekst að safna í blóm og runna. Ég þekki líka lind við bláan vog, lítið og glaðvært skáld, sem daglangt syngur og yrkir sínum himni hugljúf kvæði. Og litlu neðar, einnig út við Sog, býr óðinshani, lítill heimspekingur, sem ég þarf helzt að hitta í góðu næði. Og megi gæfan blessa þína byggð og börnum þínum helga vatnið fríða, fugl eftir fugl og sumar eftir sumar." Svona hefur ekkert íslenzkt skáld ort nema Tómas Guðmundsson. Við nútímamenn lifum á öld vísinda. Við vitum, hvað við eigum vísindum og tækni að þakka, hagsæld, heilsu og lang- lífi. Hitt er mér til efs, að okkur sé nægi- lega ljóst, hversu listir eru þroska okkar og hamingju nauðsynlegar. Oft er um það rætt, hvað sé ólíkt með listum og vísindum, jafnvel talað um þessa tvo meginþætti menningar sem andstæður. Vísindin eru þá gjarnan kennd við kalda skynsemi, en list við heitar tilfinningar. Sannleikurinn er sá, að kjarni hvors tveggja, lista og vísinda, er hinn sami, og þegar öllu er á botninn hvolft líklega skyldari tilfinningu en skynsemi. Upphaf sérhvers listaverks er hugmynd. ímyndunaraflið, hugmynda- flugið, er upphaf allrar listsköpunar. En hið sama á við um vísindin. Hugmynda- auðgi er höfuðeinkenni mikils vísinda- manns. Ég hef einhvers staðar séð, að vafasamt verði að telja, hvor hafi verið hugmyndaríkari, Newton eða Shake- speare. Fróðleikur einn er ekki vísindi, fremur en orð eru skáldskapur. Það er sama aflið, sem gerir fróðleik að vísind- um og orð að skáldskap, liti að málverki og hljóð að tónlist: ímyndunaraflið, hugmyndaflugið, sköpunargáfan. Það, sem fyrst og fremst hefur gert Tómas Guðmundsson að stórskáldi, er ímyndunarafl hans, sköpunargáfa hans. Hann yrkir um ást og fegurð. Það hafa fjölmörg önnur skáld gert. En hann sér fegurðina annars staðar og sýnir okkur hana öðru vísi en aðrir, með sínum eigin hætti. Hún göfgar ekki aðeins í ljóðum hans. Hún gleður. Þess vegna er glettni og gamansemi í mörgum fegurstu ljóðum Tómasar Guðmundssonar. Herskarar af ungum mönnum ganga sérhvern dag í draumi og dreyma Hönnu litlu í önnum prófsins. „Og þeir koma og yrkja til þín ódauðlegu kvæðin sín. Taka núll í fimm sex fögum og falla — af tómri ást til þín.“ Tómas Guðmundsson er ekki aðeins eitt mesta skáld íslendinga fyrr og síðar. Hann er einnig eitt skemmtilegasta skáld, sem íslendingar hafa eignazt. Hann hefur ort um það, þegar hann praktíseraði. Þar segir hann meðal ann- ars: „Því á skrifstofunni minni — þar ríkti ró og næði. Jafnvel rukkararnir brugðust og þóttust ekki sjá mig. Og var þá nokkur furða, þótt ég færi að yrkja kvæði um þau fyrirbrigði lífsins, er sóttu tíðast á mig. En seinast, þegar eyðublöðin entust mér ei lengur, hvað átti ég þá framar við skrifstofu að gera? Með kærri þökk fyrir viðskiptin ég kunngerði eins og gengur, að cand. jur. Tómas Guðmundsson væri hættur að praktísera." En í því, sem Tómas Guðmundsson hefur ort fegurst, er mikil alvara. Þjóð- vísa Tómasar Guðmundssonar er eflaust í hópi mestu snilldarkvæða, sem kveðin hafa verið á íslenzku. Sextán ára varð hún á vegi hins unga manns. Þá lá vorið yfir sænum. Sumar- nætur margar svaf hún á armi hans og var sælust allra í bænum. En meðan hjörtun sofa býst sorgin að heiman, því sorgin gleymir engum. Seinna vakti hún marga nótt við sæng hans. Þeir sögðu hann vera á förum. Þá talaði hann oft um hið undarlega blóm, sem yxi í draumi sínum. Og orðin, sem gáfu tungu hans töfrabjartan róm, urðu tár í augum hennar. Ungi fagri sveinninn var tekinn úr örmum hennar. Síðan vakir hún ein við sæng hans. En hún biður um að ganga hljótt um húsið hans. Hún er dul- arfulla blómið í draumi hins unga manns, og hún deyr, ef hann vaknar. Sú snilli máls og forms, sem Tómas Guðmundsson hefur búið þessum mynd- um, veldur því, að þetta kvæði verður aldrei þýtt á erlenda tungu. Við íslend- ingar eigum það einir. Það eykur veg- semd þess og vanda að vera íslendingur. II Margir segja, að það eigi að vera höf- uðhlutverk skálda að flytja kenningu, berjast gegn ranglæti, krefjast réttlætis. Oft vill það þó gleymast, að menn getur greint á um, hvað sé réttlæti og hvað ranglæti. Um hitt geta menn verið sam- mála, að vísindin hafa fært okkur mik- inn sannleika, mikil gæði. Hagsæld okkar er meiri en nokkru sinni fyrr. Ræða Gylfa Þ. Gíslasonar á aðventusamkomu í Garðakirkju 29. nóv. helg- aðri Tómasi Guðmundssyni Maðurinn er ekki aðeins orðinn herra jarðarinnar. Hann er að leggja undir sig himingeiminn. Enginn skynsamur mað- ur dregur í efa gildi stærðfræði Arkimedesar, þyngdarlögmáls Newtons eða afstæðiskenningar Einsteins. Með hjálp slíkra kenninga hefur maðurinn unnið sigra sína á blindum öflum náttúr- unnar. En fyrir tvö þúsund árum var sagt: „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir, og þar sem þjófar brjótast inn og stela; en safnið yður fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð, og þar sem þjófar brjótast ekki inn og stela, því að þar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera ... Er ekki lífið meira en fæðan og líkaminn meira en klæðnaðurinn ... Lítið til fugla himinsins, þeir sá ekki né uppskera og þeir safna ekki heldur í hlöður, og yðar himneski faðir fæðir þá ... Gefið gaum að liljum vallarins, hversu þær vaxa, þær vinna ekki og þær spinna ekki heidur, en ég segi yður, að jafnvel Salómon í allri dýrð sinni var ekki svo búinn sem ein þeirra ... Segið því ekki áhyggjufullir: Hvað eigum vér að eta? eða Hvað eigum vér að drekka? eða Hverju eigum vér að klæðast... Yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, og þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ í fljótu bragði kann að virðast djúp staðfest milli boðskapar þessara orða Fjallræðunnar og þeirrar viðleitni vís- inda að leita sannleika og auka hagsæld. Svo er þó ekki vegna þess, að vandinn, sem vísindin leysa, er annar en sá, sem Fjallræðan lýsir. Auðvitað fögnum við því öll, ef afkoma okkar batnar, ef okkur er forðað frá sjúkdómum, ef skilyrði okkar til menntunar aukast. En er okkur ekki öllum jafnljóst, að það er fleira, sem gefur lífinu gildi og getur gert okkur hamingjusöm? Gleðin, sem af því hlýzt, . að geta verið góður barni, er ekki verk neinna vísinda. Fegurðin, sem ljómar í augum þess, sem finnur ást vakna í brjósti sér, hlýjan í handtaki vinar, eru ekki rökstudd sannindi. Þessi gæði eru af öðrum heimi en heimi vísindanna. Heyra þau ekki einmitt til ríki hins himneska föður og réttlæti hans? Það er listin, og þá ekki sízt skáldskap- urinn, sem opnar augun fyrir gildi þeirra gæða, sem eru ekki fólgin í fjársjóðum á jörðu og eru ekki afrakstur vísinda, en eru engu að síður skilyrði lífshamingju og þroska. Auðvitað getur skáld skoðað það hlut- verk sitt að efla vísindi og sannleika, að auka réttlæti og berjast gegn ranglæti. En það er enn mikilvægara verkefni skálda að auka skilning á þeim verðmæt- um, sem vísindin geta ekki skapað. Feg- urðin er ekki árangur rannsókna. Ástin er ekki niðurstaða tilrauna. Skáldið, sem göfgar með því að varpa nýju ljósi á feg- urð veraldarinnar, skáldið, sem eykur hamingju með því að vekja i ungu hjarta unað hreinnar og saklausrar ástar, skáldið, sem skerpir skilning á gildi góð- vildar og vináttu, á því, að þar, sem hjarta þitt er, þar er fjársjóður þinn, það skáld vinnur manninum ekki minna gagn en vísindamaðurinn, sem bætir hag hans og lengir líf hans. Tómas Guðmundsson hefur ort af djúpri tilfinningu um göfgi fegurðarinn- ar og yndi ástarinnar. En hann hefur líka sagt við nóttina, sem svæfir sorgir og fögnuð dagsins og geymir dýrðir sumarsins í fölnuðu laufi: „Tak þú mitt angur og vinn úr því söng, er sefi söknuð þess alls, er var og kemur ei framar “ Þannig lýsir hann fyrir okkur þeim leyndardómum mannlífsins, sem engin visindi munu nokkru sinni veita skýringu á. Ekkert djúp er staðfest milli Ijóða Tómasar Guðmundssonar og boðskapar Fjallræðunnar. Kjarni hvors tveggja er í raun og veru, að maðurinn er meira en sá auður, sem hann safnar, og það vald, sem hann öðlast. Veröldin er ekki aðeins rík. Hún er einnig fögur. Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, en safnið yður fjár- sjóðum á himnum. Tómas Guðmundsson orti minningar- ljóð um vin sinn, Jón Thoroddsen, eitt fegursta ljóð sinnar tegundar, sem ort hefur verið á íslenzku. Þar minnir hann á tengslin milli himinsins og jarðarinn- ar, milli tímans og eilífðarinnar: „Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lífir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki —“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.