Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.12.1981, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 Á kristniboðsári 28 Hvað eru prestarnir eiginlega að gera ? Árið 1980 voru fluttar 1637 guðsþjónustur í Reykjavík- urprófastsdæmi, barnasamkomur og aðrar helgistundir sem prestar stýrðu voru 724. Prestarnir eru 19 talsins og því hefur hver prestur að meðaltali flutt rúmlega 127 guðsþjónustur á því ári. Hér aðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis er nýlega afstaðinn. Sr. Ólafur Skúlason, dómprófastur lagði þar fram athyglis- verðar upplýsingar um starf og aðstæður kirkjunnar á árinu 1980. ()( mikill áhlaupamaður til þess (){önnum kafínn til þess að hugsa Of gamall til þess að hugsa um að hugsa um Guð um Guð Guð (){ sjálfsöruggur til þess að hugsa Oí þreyttur til þess að hugsa um OF SEINT TIL AÐ HUGSA UM um Guð Guð GUD Messum fjölgar ört í skýrslunni sést að ({uðsþjón- ustum hefur fjölgað mjög und- anfarin ár. 1975 1977 1980 Almennar guðsþjónustur 950 1254 1637 Barnasamkomur 373 424 430 Aðrar samkomur 284 178 294 1067 1857 2367 Nær 10.000 manna söfnuðir í þjóðkirkjusöfnuðum í Reykjavík og Kópavogi voru 86.264 manns 1. des. 1980. Stærstu söfnuðirnir eru Fella- og Hólasókn, en þar voru 9.628 manns og þar af 3.691 innan 15 ára aldurs, og Digranespresta- kal! í Kópavogi en þar voru 8.886 manns og 2.814 innan 15 ára ald- urs. Er það augljóst að það starfssvið sem prestum safnaða á höfuðborgarsvæðinu er ætlað, er margfaldlega umfram það sem vera ætti. Kemur það fram í óheyrilegu vinnuálagi samfara reglulegum vinnutíma og langri viðveruskyldu. Meðaltal sóknarbarna á presta prófastsdæmisins er 4.392. Hef- ur verið óskað eftir því að annað farprestsembætti þjóðkirkjunn- ar verði staðsett í Reykjavik og mundi sá prestur leysa af sókn- arpresta og sinna öðrum verk- efnum. Hefur biskup tekið þeirri málaleitan vel að sögn dómpró- fasts. Útförum fjölgar frá sóknarkirkjum Það er augljóst að útfararat- höfnum fjölgar frá sóknarkirkj- unum, sem sjá má á samanburði síðustu ára. 1978 1980 Útfarir alls 756 861 í Fossvogsk. 531 588 Stjórn Kirkjugarða Reykja- víkur hefur sýnt skilning á þessu máli og veitt framlag til kirkju- bygginga. í Fossvogsgarði var tekin 681 gröf árið 1980, í Suðurgötugarði 58 grafir en í Gufunesi 17. Bálfarir voru 96 á þessu ári en kveðjuathafnir og minningar- athafnir 37. Ég marghringdi í þig i sunnu- dagsmorguninn séra Jón. Hvar varstu eiginlega? Gerist eitlhvað hér í sókninni, séra Jón? Jú, reyndar. Fagnaðarerindið er prédikað á hverjum sunnudegi fyrir syndurum og vantrúuðum. Fjöldi skírna og ferminga svipaður Miklu fleiri börn fæðast í Reykjavík en þar eiga heima, sem kunnugt er. Arið 1980 fædd- ust þar 2.925 börn. Hinsvegar virðist, ef borinn er saman fjöldi skirna síðustu 5 árin, að þar sé ekki um fækkun að ræða eins og oft er haldið fram. Sama gildir um fermingar. Mismunur milli ára skapast aðallega af misstór- um árgöngum. Mörg reykvísk börn eru skirð utanbæjar hjá að- standendum sínum og koma á skírnarskýrslur þar. 1976 1978 1980 Skírð börn 1521 1347 1499 Fermd börn 1766 1719 1655 Altarisgestum fjölgar Það er tilfinning þeirra sem sækja kirkju að jafnaði, að þátttaka aukist þar með hverju árinu, bæði messusókn, kirkju- söngur og altarisgöngur. Skýrsla dómprófasts staðfest- ir þetta. 1975 1977 1980 Altarisgestir 10.208 10.251 11.361 Ef 86.264 voru í söfnuðum prófastsdæmisins, hafa rúml. 13% þeirra neytt heilagrar kvöldmáltíðar á árinu 1980. Giftingum hjá Borgarfóg- eta fækkar hlutfallslega Dómprófastur vekur í skýrslu sinni athygli á þeirri staðreynd að hjónavígslum hjá fógeta fer fækkandi í hlutfalli við kirkju- legar vígslur. Þótt svo sé, eru uppi fullyrðingar um hið gagn- stæða víða í fjölmiðlum. Hjónavígslur 1980: Kirkjulegar 487 Borgaralegar 182 Biýn þörf fyrir sjúkrahúspresta Sem kunnugt er, eru allar helztu sjúkrastofnanir landsins í Reykjavík og eru þær sóttar af öllum landsmönnum. Kirkjuleg þjónusta á sjúkrahúsum bætist því á Reykjavíkurprestana. Að sjálfsögðu getur sú þjónusta ekki verið slík sem hún þyrfti, þrátt fyrir óeigingjarnt starf sóknarprestanna. Embætti sjúkrahúsprests er til samkvæmt lögum, en ekki fengist skipað í það. Heilbrigð- isstéttir hafa kallað eftir meiri kirkjulegri þjónustu á sjúkra- húsum. Er brýnt að fá sjúkra- húspresta til starfa í Reykjavík og væri eðlilegt að tengja þá ákveðnum kirkjum í prófasts- dæminu. Nokkrir prestar með sérþjónustu starfa í Reykjavík, t.d. fangaprestur og æskulýðs- fulltrúi. Mætti hugsanlega tengja þá líka ákveðnum söfnuð- um, þar sem þeir fengju stuðn- ing við sín störf og legðu einnig til ákveðna þjónustu, t.d. prédik- unarþjónustu. Gjaldhcimtan tekur 6% innheimtulaun af sóknargjöldum Þegar gengið var í hús til inn- heimtu opinberra gjalda, voru 6% innheimtulauna lögbundin. Þróunin hefur hinsvegar orðið sú í höfuðborginni að menn koma og greiða gjöld sín til Gjaldheimtunnar. Forystu- mönnum Gjaldheimtunnar er það ljóst, að þarna eru sóknirnar eiginlega rændar stórfé, því að innheimtukostnaður er langt frá því að vera 6%. Eru þeir mjög til viðtals um lagfæringar, en laga- breyting þarf að koma til. 1142 greiða sóknar- gjöld til Háskólans Skipting manna í trúfélög í Reykjavík og Kópavogi var þessi 1. des. 1980: Þjóðkirkjan 86.264 Fríkirkjusöfnuðurinn 6.136 Aðventistar 229 Hvítasunnumenn 259 Kaþólskir 852 Vottar Jehova 168 Þegar litið er á gjaldendur kirkjugjalda, kemur í ljós að 474 þjóðkirkjumenn eru ekki í nein- um tilgreindum söfnuði, enda heimilisfang óijóst. 32 greiða til Asatrúarsafnaðarins, en þeir sem eru utan trúfélaga greiða sömu upphæð og kirkjugjaldið er til Háskólans. 1142 styðja þann- ig óbeint guðfræðinám í Háskól- anum, skv. skýrslu dómprófasts. Já, hvað eru prestarnir að gera? Ofangreindar tölur sýna nokk- uð hvernig prestar Reykjavík- urprófastsdæmis starfa. En um margt fást engar tölur, sem kannski tekur mestan tima og orku. Skilnaðarmál fara vax- andi. Prestum er uppálagt að tala við bæði hjónin og sitt í hvoru lagi. Það er bæði erfitt og tímafrekt sem geta má nærri. Áfengismái taka æ meiri skerf af löngum vinnudegi presta og birtast þau mál í ýmsum vanda sem steðjar að einstaklingum. Þetta er dulin vinna, sem ekki fer hátt, því að menn segja ekki eins frjálslega frá því að þeir þurfi að leita prests vegna and- legra erfiðleika, eins og þegar þeir þurfa að fara til tannlæknis. Rúmlega 20 prestar þjóna nú nær helmingi þjóðarinnar, nær 100 prestar þjóna þeim sem búa utan höfuðborgarsvæðisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.