Morgunblaðið - 06.12.1981, Page 37

Morgunblaðið - 06.12.1981, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 37 svo að ég varð að gefa honutn einn á ’ann.“ „Braustu í honum tennurnar?" Þegar Árni kom hem henti hann töskunni sinni í ganginn og settist hjá Bellu. „Þetta var meira ævintýrið," sagði hann og strauk henni mjúk- lega um bakið. Samstundis fór Bella að mala. Árni hafði varla jafnað sig eftir atburði dagsins. „Þú talar þitt mál og ég mitt,“ hélt Árni áfram. „Við skiljum hvort annað. Heldurðu, að ég ætti ekki að segja mömmu og pabba frá þessu, sem gerðist á leiðinni í skólann? Og í leikfiminni?" Árni ræddi við Bellu góða stund og hlustaði á þægilegt mal hennar. Hann andaði djúpt, þegar hann sá, hvernig Bella lygndi aftur augun- um og lét sér líða vel. Foreldrar Árna komu heim. Hann átti erfitt með að segja þeim frá hvað hafði gerst. Loks lét hann þó til skarar skríða, þegar þau sátu öll saman við kvöldverðar- borðið. Hann byrjaði á því að segja frá gömlu konunni og endaði með slagsmálunum í skólanum. Óli steingleymdi að borða á meðan Árni sagði frá. En Inga skildi ekki allt, sem fram fór. „Ferlega var gott, að þú kýldir hann,“ greip Óli fram í. „Braustu í honum tennurnar?" „Hvernig talaður drengur?" spurði pabbi hans og minnti Ola á að grípa ekki fram í, þegar aðrir væru að tala. Árni lauk við frásöguna og faðir hans brosti, þegar hann sagðist ekki hafa þolað smettið á honum. „Þú ert sjálfum þér líkur, Árni minn,“ svaraði hann rólega. Mamma hans var ekki alveg á sama máli og nú hófust miklar umræður við matarborðið. „Gleymið því ekki, að við eigum að elska óvini okkar," sagði mamma þeirra. Óli svaraði með fullan munninn af mat: „Hefði hann kannski átt að láta Pétur berja sig í klessu og þakka honum kærlega fyrir?" Pabbi þeirra brosti. Svo fóru allir að skellihlæja, þegar Inga bætti við grafalvarleg: „Já, og svo eru allir að berjast í sjónvarpinu." Þau ræddu málin fram og aftur. Ix)ks urðu þau sammála um, að Árni færi til gömlu konunnar og skýrði fyrir henni málsatvik. Árni tók ekki í mál að fara einn og fóru foreldrar hans því með honum. Óli gætti systur sinnar á meðan. Gamla konan hafði búið ein í þessu húsi í mörg ár. Henni þótti afar vænt um heimsókn þeirra og átti ekki til orð til að lýsa þakk- læti sínu, þegar faðir Árna gat lagað fyrir hana þakgluggann, sem hafði lekið frá því snemma um haustið. Allt fór betur en Árni þorði að vona. Auðvitað var best að tala út um málin og draga þau ekki á langinn. Bella baldintáta Daginn eftir hélt Árni í skólann að venju. Það var föstudagur og fallegt veður. Sólin var ekki enn komin upp. Nýfallin snjór lá yfir öllu eins og falleg ábreiða. Föstu- dagurinn var dagur prestsins. Hann kom alltaf í heimsókn í skólann á föstudögum og ræddi við krakkana. Árna fannst það oft skemmtilegir dagar. Allt í einu hrökk hann við. Hann heyrði mjálmað fyrir aftan sig. Hann vissi strax hvers kyns var. Bella stökk á fótinn á honum og hékk í buxnaskálm hans. „Bella þó,“ sagði Árni ákveðinni röddu. „Nú ferð þú heim undir eins.“ Hann benti henni heim á leið, en ekkert dugði. Hann hljóp áleið- is heim og faldi sig á bak við vegg. Bella fann hann undireins. Hann stökk aftur af stað og hljóp ótal krókaleiðir. Hann reyndi hvert bragðið á fætur öðru. En allt kom fyrir ekki. Kát og ljónfjörug fann Bella alltaf Árna, vin sinn, hvar sem hann faldi sig. „Þetta gengur ekki,“ skipaði Árni. „Þú verður að hlýða, Bella. Þú kannt enga kattasiði greini- lega. Viltu kannski, að ég flengi þig í fyrsta sinn? Já, einhverntíma verður allt fyrst. Veistu, hvað kennarinn segir, ef ég kem of seint? Nei, auðvitað ekki. Þú veist ekki einu sinni hvað klukka er. Mikið skelfing áttu gott. Dularfull uppfinning, þessi klukka." Árni varð alveg ráðalaus. Hann vissi hreint ekki, hvort hann átti að fara heim með Bellu og koma of seint í skólann eða treysta á rat- vísi hennar og skilja hana eftir. Bara að kennarinn hefði sagt, að það væri allt í lagi að koma of seint í neyðartilfellum. Þá hefði honum liðið öðru vísi. „Bella, farðu heim,“ hélt Árni áfram. „Viltu, að ég stingi þér í töskuna eða vasann? Helduður, að þetta sé kattaskóli, sem ég geng í?“ Árni leit á klukkuna og stökk af stað. Hann var að verða of seinn. Og Bella baldintáta hljóp í loft- köstum á eftir vini sínum og leik- félaga. Bjallan auglýsir: Sauókindin, landið og þjóðin eftir Stefán Aðalsteinsson. Einstæð bók, sem lýsir á kjarn- yrtan og auðskil- inn hátt, hvernig fólkiö lifði af fénu og féð af landinu, allt frá landnámi og langt fram á þessa öld. Bókaútgáfan Bjallan Bröttugötu 3a □ íslendingabók □ Eyfirðinga sögur kr. 244,60.- Landnámsbók kr. 270,45.- □ Ljósvetninga saga kr. 244,60.- □ Egilssaga kr. 244,60.- □ Austfirðinga sögur kr. 244,60,- Skalla Grímssonar □ Brennu-Njáls saga kr. 270,45.- □ Borgfirðinga sögur kr. 244,60,- □ Kjalnesinga saga kr. 244,60.- □ Eyrbyggja saga kr. 244,60.- □ Heimskringla I kr. 270,45,- □ Laxdæla saga kr. 244,60,-, □ Heimskringla II kr. 270,45.- □ Vestfirðinga sögur kr. 244,60,- □ Heimskringla III kr. 270,45.- □ Grettis saga □ Vatnsdæla saga kr. 244,60.- kr. 244,60,- □ Orkneyinga saga kr. 270,45,- Ég undirritaður/uð óska eftir að fá eftirtalin fornrit send í póstkröfu: Nafn: Heimilsfang: Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18, Reykjavík, sími 18880. Nýjung á markaðnum! Kynnum nýjar innréttin jar að Sólvallagötu 48 Tilvalið í: forstofuna eða svefnherbergið. Svefnbekkir, rúm og fata- skápar úr Ijósu beyki. Sérhannaðir snagarog herða tré. Fyrsta flokks gæði og hagstætt verð. Skoðið útstillinguna og fáið myndalista. Opið sunnudaga frá 1-5 co iD CD CE oo ul O co 5 >_ cn -c5 ■£ * s !a |.s

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.