Morgunblaðið - 06.12.1981, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 06.12.1981, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 Hörður frá Kolkuósi án vafa glæsilegasti hesturinn sem komið hefur úr mínu stóði Spjallað við Sigurmon Hartmannsson í Kolkuósi um hrossarækt og fleira Allir þeir er áhuga hafa á hrossarækt og hestamennsku hér á landi, kannast við Sigurmon bónda Hartmannsson á Kolkuósi í Skagafirði, eða hafa í það minnsta heyrt hans og hrossa hans getið. Svo víðfræg eru Kolkuóshrossin um allt land, og svo kunnur er Sigurmon fyrir afskipti sín af íslenska hestinum á þessari öld, að útilokað er að fjalla af nokkru viti um hestamennsku og hrossarækt síðustu áratugina, án þess að Kolkuóss- bóndinn og stóð hans skipi þar veglegan sess. Sigurmon er nú hniginn að aldri, og að mestu sestur í helgan stein, en þó bregður enn fyrir æskufjöri og eldlegum áhuga þegar talið berst að gæðingum hans. Blaðamaður Morgunblaðsins var á ferð um sveitir Skagafjarðar síðla á nýliðnu sumri, þeirra erinda að afla efnis af skagfirskum gæðingum og eigendum þeirra. Frá upphafi var Ijóst að slík ferð væri markleysa ein, ef ekki væri ekið heim traðirnar að Kolkuósi og guðað á glugga þeirra heiðurshjóna, Haflínu Björnsdóttur og Sigurmons Hartmannssonar. Fimm jarðir — a(3. hundrað hross „Þetta er nú ekki orðið neitt eft- ir af okkar búskap eða stóði, enda erum við hjónin nú að gerast göm- ui„ segir Sigurmon, er við hófum spjallið yfir rjúkandi kaffi og borði er svignaði undan fjölbreytt- um kræsingum af brauð- og köku- inu, þú mátt ekki slátra þessum folöldum." Hann bauðst til þess að kaupa hryssur af mér, eða réttara sagt að selja þær, og úr varð að Páll á Kröggólfstöðum kom norð- ur og sótti þær, en ég hætti að slátra!" Síðan kvaðst Sigurmon varla hafa fargað nokkurri skepnu úr bændur og eðli þeirra, en að rækta minka og kanínur og hvað annað sem nú er verið að brydda uppá. Ég hafði alla tíð bæði sauðfé og kýr hér á Kolkuósi auk hrossanna, og var því aldrei stóðbóndi ein- göngu. Bæði þótti mér það trygg- ara, og svo hafði ég gaman af bæði kúm og kindum." Hinn aldni höfðingi, Hörður 591 frá Kolkuósi í stóði sínu að Vöglum í Blönduhlíð í sumar. Hörður er nú 24ra vetra, en ber aldurinn svo vel, að yngri hestar væru fullsæmdir af, og er hann þó orðinn þunnur á síðuna, enda áliðið Numars er myndin var tekin. Kristín húsfreyja og Gísli Magnússon á Vöglum töldu raunar Hörð varla hæfan til myndatöku, en blaðamanni fannst hvorki þeim né Herði gamla neinn skaði gerður með myndbirtingu, svo vel sem hann ber aldurinn. — Hafa verður þó í huga að myndin er tekin eftir að hann hafði verið í stóði sumarlangt. Enn hitnar Sigurmoni í hamsi er hann ræðir um uppbyggingu jarðarinnar Asgarðs, en þar hafði hann látið reisa stórt og mikið hús, og dóttir hans og tengdasonur hugðu þar á búskap. „En þá átti að fækka bújörðum, og Bændahall- arklíkan kom í veg fyrir að raf- magn fengist á jörðina, þó ekki vantaði nema örfáa staura til að svo mætti verða." Svaðastaðastofninn með blöndu úr Húnaþingi „Hrossin hér í Kolkuósi eru af Svaðastaðastofninum, það er rétt“ segir Sigurmon, þegar talið berst aftur að hrossaræktinni. „Faðir minn kom hér að Kolkuósi um aldamótin, og stundaði þá verslun á þessum gamia verslunarstað, en þá var hér ekkert ræktarland og erfitt um búskap. Verslunin lagð- ist svo fljótlega niður, og pabbi sneri sér að búskapnum. Hrossarækt hefst hér svo ekki fyrr en um eða eftir 1920, er faðir minn eignaðist hryssuna Nönnu frá Efra-Ási, og síðar stóðhestinn Hörð 112 frá Kolkuósi. Þessi hross eru bæði af Svaða- Nei, Hornafjarðarhrossin hafa ekki blandast mínu stóði, það er ekki rétt sem Gunnar Bjarnason hefur haldið fram um það. Ég hefi ekkert á móti þeim hrossum, en ég var aldrei hrifinn af því að blanda þessu öllu saman, það á hver stofn að fá að halda sínum sérkennum." Hörður 591 gæsilegasti hesturinn Svo það eru þá ekki neinir þræð- ir úr Hornafjarðarstofninum í þeim fræga og oft umdeilda stóð- hesti þínum, Herði 591 frá Kolku- ósi? „Nei, ekki er það nú, en hann átti hins vegar ættir að rekja til Húnaþings að hluta til, því amma hans var Hnausa-Brúnka frá Hnausum í Þingi í Húnavatns- sýslu. Hann fær því blóð úr Húna- vatnssýslu eins og hestar af þess- um stofni hafa alltaf gert af og til, og gerir það Svaðastaðastofninn alls ekki ómerkari, heldur er það aðeins ein skýringin á því hvernig eðlisþættir hans eru samtvinnað- ir. Hörður 591 er mikill hestur, það er rétt, og ef til vill er þar að finna skýringarnar á því hve oft hefur í bæjardyrunum á Kolkuósi: Heiðurshjónin Sigurmon Hartmannsson og Haflína Björnsdóttir. Ljósm.: Anders Hansen kyni. „En það er rétt, að um tima var þetta talsvert meira í sniðum en nú er“ heldur Sigurmon áfram, „þá höfðum við fimm jarðir og óhemju mörg hross, of mörg raun- ar. — Hve mörg? Ætli j)au hafi ekki verið eitthvað talsvert á þriðja hundraðið, ég tímdi ekki að farga þeim, það var hann Gunnar Bjarnason sem sagði mér að það mætti ég ekki gera, þetta væru slíkar gersemar þessi hross hérna frá Kolkuósi. Þessar jarðir eru í fyrsta lagi sjálfur Kolkuós, þá Ásgarður hér fyrir ofan, og Mikiaholt, og síðan tvær jarðir á Kolbeinsdal, ágætar fyrir hross, en eru nú báðar í eyði; Saurbær og Unastaðir. Já, ég segi að hrossin hafi verið of mörg, því þegar stóðið er orðið af þessari stærðargráðu, þá er hvorki hægt að hafa nægilegt eft- irlit með ræktuninni, né arð af sölu. Ég var því farinn að slátra tryppum, en Gunnar Bjarnason frétti af því, hringdi til mín og sagði það ófært: „Þú átt einn dýrmætasta hrossastofn á land- stóðinu, og raunar ekki þurft þess með, því þótt stóðið hafi oft verið stórt, þá hafa kaupendurnir einnig verið margir. Góð aukabúgrein hrossaræktin „En það er nú samt svo“ heldur Sigurmon áfram, „að það er ekki auðvelt að eiga allt sitt undir hrossaræktinni. Þetta er of stop- ult, þótt vel gangi að selja hross í ár, þá er engin trygging fyrir því að eins vel gangi næsta ár á eftir. Þar kemur svo margt til, áhuginn er misjafn, heyfengur manna set- ur þeim skorður varðandi kaup á hestum, og svo er fjárhagur fólks í landinu breytilegur. Allir hafa þessir þættir áhrif á afkomu þess bónda er við hrossarækt og sölu fæst, og því er oft skammt milli góðæris og hallæris á slíkum búum. Hrossaræktin er á hinn bóginn ágæt aukabúgrein og ég held að hún eigi mun betur við íslenska Oddviti í tuttugu ár Sigurmon hefur einnig haft fleira fyrir stafni, en búsýsluna eina, því mikill tími hefur farið í félagsstörf. Hann var til dæmis oddviti í hreppnum í tuttugu ár. „Ég var alla tíð sjálfstæðismaður, þótt flestir væru nú sennilega framsóknarmenn hér um kring. Nei, það skiptir engu máli í þessu sambandi, framsóknarmenn höfðu ekki á móti mér fyrir það, í hreppsmálum unnu allir saman." Sigurmon er á hinn bóginn ómyrkur í máli þegar talið berst að byggingu Bændahallarinnar á sínum tíma, sem kostuð var af fé bænda um allt land. „Það var ekk- ert vit í því hvernig þetta var byggt, og áreiðanlegt er að bænd- ur höfðu annað við fjármuni sína að gera á þessum árum. Helst vildi ég að þessi svokallaða Bændahöll yrði seld. Hvað hafa bændur á ís- landi að gera við að eiga þetta gríðarstóra hótel í Reykjavík? Og er ekki verið að tala um að stækka það?“ staðastofni, sem ræktaður hafði verið hjá Pálma Símonarsyni og Jóni á Svaðastöðum, móðurbróður hans, en faðir minn var mágur Pálma. Pálmi ræktaði áfram stofn Jóns, og hefur stóðhesturinn Sörli 71 frá Svaðastöðum oft verið tal- inn forfaðir stofnsins, þó vissulega eigi hann sér mun lengri sögu. En Sörli var afburðahestur og setti mark sitt víða, bæði hér nyrðra, og þá ekki síður austur á Fljóts- dalshéraði, þar sem hann var notaður lengi til undaneldis. Inn í okkar hross blönduðust svo einnig hross af svipuðum uppruna, frá Jóni Benediktssyni á Hólum, og þessi stofn hefur svo verið fram- ræktaður hér hjá okkur. Svaðastaðastofninn hefur löng- um verið talinn hreinræktaður skagfirskur stofn, og er það rétt svo langt sem það nær. En hitt er sjálfsagt einnig rétt, að hrossin hér hafa eitthvað blandast hross- um úr Húnaþingi, meðal annars komið hingað með heimasætum og öðru fólki er flutti úr Húnavatns- sýslu til Skagafjarðar. staðið styrr um hann. Hann er án vafa glæsilegasti hesturinn sem fram hefur komið í mínu stóði, og þótt víðar væri leitað í tíma og rúmi. Hann er afburðahestur, og fáir hestar hafa átt viðburðaríkari ævi en hann. Hann var lengi not- aður hér í Skagafirði, um árabil var hann á Suðurlandi er þeir áttu hann Jón dýralæknir Pálsson á Selfossi og Páll Sigurðsson á Kröggólfsstöðum í ölfusi, og síðan kom hann aftur hingað norður. Nú er hann hjá dóttur minni og tengdasyni á Vöglum í Blönduhlíð, orðinn tuttugu og fjögurra vetra, en hefur þó enn sitt stóð og ber sig höfðinglega í ellinni. Sjálfur hef ég svo rauðan fola undan honum hér heima í Kolkuósi. Líklega hef- ur enginn tölu á afkvæmum hans. Óhemjumörg hafa verið sýnd á sýningum, og erlendis eru hestar undan Herði og út af honum vel þekktir, nægir þar að nefna Stíg- anda frá Kolkuósi og Vörð frá Kýrholti, sem báðir bera sterkan svip af Herði og hrossunum hérna.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.