Morgunblaðið - 06.12.1981, Síða 48
TUDOR
rafgeymar
„já þessir me<5 9 lif”
SKORRi HF
Laugavegi 180, slmi 84160
tvgmifclfifetfr
(18
dagar
til jóla^
6uU v'l* &ilfttr
Laugavegi 35
SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981
VEGNA sölutregðu hafa
álbirgðir hlaðist upp við
steypuskála Álversins í
Straumsvík. Talið er að
16—18 þúsund tonn hafi
safnast þar upp um ára-
mótin.
Myndin var tekin *í
Straumsvík í gær og sýn-
ir stafla af álhleifum við
verksmiðjuna.
Ljósm. Mbl. Kmilía.
Yfir 10 milljarða gkr.
tap á Álverinu 1981
„ÞAÐ LÍTIJR út fyrir mettap á
þessii ári hjá Álverinu, eða eitthvað
á 2. hundrað milljónir kr. (liðlega 10
milljarðar gkr.), vegna stöóunnar á
álmarkadnum,“ sagði Kagnar Hall-
dórsson, forstjóri íslenzka álversins,
í samtali við Mbl. í gær, en mikil
hirgðasöfnun á sér nú stað hjá Ál-
verinu og er reiknað með að 16—18
þúsund tonn af áli verði hér á landi
um áramótin, en það er þrisvar sinn-
um meira magn en eðlilegt er talið.
Umrætt tap er þrisvar sinnum hærra
en áður_ hefur verið á einu ári í
rekstri Álversins, en fyrr á árinu
kom fram í samtali við Ragnar Hall-
dórsson að ef ekki hefði komið til
orkuskömmtunar til Álversins á
undanförnum árum hefði staða fyrii—
Þrisvar sinnum
meira tap en á
einu ári áður
- 18 þús. tonn af
áli hrannast upp
tækisins verið mun betri og halla-
rekstri snúið við.
Álbirgðir í heiminum í dag eru
tvöfalt meiri en á sama tíma í
fyrra, eða 2,8 milljónir tonna mið-
að við 1,4 millj. tonna sl. ár. Þá
hefur heimsmarkaðsverð á áli
hrapað niður úr 92 sentum pundið
í 52 sent, en skráða verðið er þó
enn 80 sent. Staðan í álbirgðum og
verði er nú mjög svipuð og var
árið 1975 sem var mesta kreppuár-
ið sem orðið hefur í rekstri ál-
verksmiðja. Af þeim 18 þúsund
lestum, sem verða í birgðastöflum
hér á landi um áramótin, mun Ál-
verið selja Alufinance um 10 þús-
und tonn, sem þó munu verða
geymd hér áfram um sinn. En
Alufinance er í eigu Alusuisse og
fleiri álfyrirtækja og er eins konar
dreififyrirtæki, en að sögn Ragn-
ars þarf Álverið ekki að bera
skaða af vaxtakostnaði af þessum
birgðum þegar búið er að selja.
15 ára stúlka stór
slösuð eftir hrotta-
lega líkamsárás
FIMMTÁN ára stúlka liggur stór
slösuð á Korgarspítalanum í Keykja-
vík eftir hrottalega líkamsárás á
föstudagskvöld. Að sögn reyndra
löggæzlumanna er um að ræða eina
hrottalegustu líkamsárás sem þeir
vita um hér á landi. Árásarmaður
Síðdegis í gær voru yfirheyrslur
að hefjast yfir árásarmanninum
og var því ekki nánar vitað um
aðdraganda þessa hörmulega at-
burðar. Árásarmaðurinn hefur áð-
ur komið við sögu hjá lögreglunni.
Fjármálaráðherra á hádegisfundi í fyrradag:
dagar
til jóla
Byggingasjóð og stofnlána-
sjóð vantar 10 milljarða gkr.
Boðar aukna bindingu á fé banka og sparisjóða — kaupskyldu
lífeyrissjóða og refsiákvæði og hækkun raforkuverðs
KYGGINGARSJOÐ ríkisins og stofnlánasjóði atvinnuveganna vantar um
105 milljónir króna eða rúmlega 10 milljarða gkr. til þess að endar nái
saman á þessu ári. Ríkisstjórnin hefur gripið til þess ráðs að taka erlend
lán vegna stofnlánasjóðanna og jafnframt hefur hún leitað til Seðlabank-
ans um bráðabirgðalán til þess að bjarga stöðu Kyggingarsjóðs.
Þessar upplýsingar komu fram í máli Ragnars Arnalds, fjármálaráð-
herra, í hádegisverðarboði, sem hann efndi til í fyrradag með forráða-
mönnum lífeyrissjóðanna.
I ræðu fjármálaráðherra á fund-
inum kom m.a. fram eftirfarandi:
• Stofnlánasjóði atvinnuveganna
vantar 65 milljónir króna eða 6,5
milljarða gkr. til þess að endar
nái saman á þessu ári.
• Byggingarsjóð ríkisins vantar 40
milljónir króna eða 4 milljarða
gkr. til þess að endar nái saman á
þessu ári.
• Fyrirsjáanleg er vaxandi fjárþörf
þessara sjóða á árinu 1982.
• Raforkuverði hefur verið haldið
niðri og taxtar þar af leiðandi of
lágir, afleiðingin er sú, að orku-
fyrirtæki hafa orðið að taka er-
lend lán til fjárfestingar umfram
það sem eðlilegt væri.
Til þess að ráða bót á þessum
fjárskorti sagði fjármálaráðherra
að eftirfarandi hugmyndir væru
m.a. til umræðu innan ríkisstjórn-
arinnar:
• Að auka bindiskyldu á innistæð-
ufé banka og sparisjóða um 3%.
• Að auka skyldukaup lífeyrissjóða
úr 40% í 45%.
• Að fela Seðlabankanum að ann-
þess að leggja á þá sérstakar kvaðir
yrði mætt af fullri hörku af eigend-
um þeirra, sem væru þeir er hefðu
greitt fé til þeirra.
Einn af forráðamönnum lífeyr-
issjóðanna, sem jafnframt er einn
af trúnaðarmönnum Sjálfstæðis-
flokksins, bað fyrir sérstakar kveðj-
ur til Gunnars Thoroddsen, forsæt-
isráðherra, í tilefni af þeim áform-
um ríkisstjórnarinnar að lögfesta
refsiákvæði gagnvart lífeyris-
sjóðunum í þessu sambandi.
ast „innheimtu" á skuldabréfa-
kaupum lífeyrissjóða og lögfesta
sérstök refsiákvæði í því sam-
bandi.
• Að hækka raforkuverð í landinu
til þess að auka eigin fjármögnun
orkufyrirtækja.
„Getur almannavaldið látið það
afskiptalaust hvernig fé lífeyris-
sjóða er ráðstafað?", spurði fjár-
málaráðherra.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins um þetta hádegisverðarboð
fjármálaráðherra mótmæltu tals-
menn lífeyrissjóðanna þessum
áformum harðlega og vísuðu til
samþykkta samtaka lífeyrissjóða
þar sem kaupskyldu þeirra er mót-
mælt. Munu þeir hafa lagt áherzlu á
frelsi lífeyrissjóðanna til þess að
ávaxta sitt fé, enda hefðu þeir flest-
ir keypt skuldabréf af byggingar-
sjóði og stofnlánasjóðum í samræmi
við áætlanir þar um. Það kom
ennfremur fram í máli talsmanna
lífeyrissjóðanna, að fyrsta skylda
lífeyrissjóðanna væri við félags-
menn sína og að öllum tilraunum til
inn, 28 ára gamall Reykvíkingur,
náóist í fyrrinótt og mun Kannsókn-
arlögregla ríkisins gera kröfu um
gæzluvarðhald yfir honum.
Árásin var gerð í Þverholti í
Reykjavík og þar fannst stúlkan
fyrir tilviljun um tvöleytið í fyrri-
nótt, liggjandi í blóði sínu. Talið er
að hún hafi legið þar í nokkrar
klukkustundir. Stúlkan var strax
flutt á slysadeild Borgarspítalans,
þar sem hún var á skurðarborði
undir umsjón færustu lækna svo
klukkustundum skipti. Var stúlk-
an með mörg og ljót sár víða um
líkamann, sem árásarmaðurinn
hafði veitt henni með eggvopni og
steini. Stúlkan var í bráðri lífs-
hættu í fyrrinótt en líðan hennar
var betri í gær.
„VIÐ ætlum að halda Ameríku-
fluginu áfram og þá fyrst og
fremst vegna þess að afkoman
hefur batnað og við höfum náð
þeim mörkum sem við settum
okkur og reyndar heldur betur,
þannig að það er jákvætt og
Flugleiðir verða ekki með halla-
rekstur á þessu ári,“ sagði Sig-
urður Helgason, forstjóri Flug-
leiða, í samtali við Mbl. í gær
um stöðu félagsins á Atlants-
hafinu og í heild.
„Jú, það má segja, að þetta sé
talsverður árangur miðað við al-
mennt ástand í flugheiminum og
stöðuna milli ára, en þar ræður
miklu, að við gripum svo skjótt til
aðgerða og vorum á undan öðrum
flugfélögum sem nú fyrst eru að
grípa til ýmis konar hagkvæmni-
og samdráttaraðgerða, en við von-
umst til þess að komast í gegnum
þetta miðað við þá aðstoð sem við
fáum í endurgreiðslu ýmissa
gjalda frá íslenzkum stjórnvöld-
um og einnig ríkisstjórn Luxem-
borgar."
Blaðamaður spurði Sigurð að
því hvort ekki væri bagalegt fyrir
rekstur Flugleiða að geta ekki
endurnýjað nú þegar flugvélakost
félagsins á Norður-Atlantshafinu
og tekið breiðþotur í notkun.
„Það er aðeins tímaspursmál
hvenær endurnýjunin verður, það
er gífurlegt framboð af breiðþot-
um og verðið fer heldur lækkandi
á þeim, en okkar hugmyndir mið-
ast við óbreyttan rekstur á DC-8
næsta sumar, þannig að notkun á
breiðþotu gæti hugsanlega komið
inn í myndina árið 1983, en við
munum áfram sem hingað til
fylgjast mjög náið með þróuninni
í þessum málum."
Hallalaus rekstur Flugleiða í ár
„Vonumst til að komast f gegnum þetta með þeirri að-
stoð sem við fáum,“ segir Sigurður Helgason forstjóri