Morgunblaðið - 24.12.1981, Page 1
64 SÍÐUR
Jólin f Póllandi:
Þúsundir
tjöldum í
l»ndon, 23. desember. Al*.
1»RJÁTÍU þúsund þcirra Pólverja,
scm hafa verið handteknir síðan
herlög tóku gildi, hafast við í tjöld-
um og fá aðeins brauð og vatn sam-
kvæmt hljóðritun sem BB(’ smyglaði
frá Póllandi frá Sue Masterman,
blaðamanni Express-blaðanna.
Margir fanganna eru aðeins í nátt-
fötum, sem þeir voru í þegar þeir
voru handteknir. Frostið hefur verið
tíu gráður í fjóra daga og nú er
blindbylur í Varsjá.
„Þetta er ein ástæðan til þess að
Glemp erkibiskup neitar að tala
við Jaruzelski hershöfðingja og
pólskir biskupar tala um að þjóðin
búi við ógnarstjórn. Þetta er líka
ein ástæðan til þess að páfinn hef-
ur sent sendimenn til að rannsaka
ástandið. Meðal hinna handteknu
eru nokkrir nánir vinir hans.
Kirkjan hefur slegið skjaldborg
um pólsku þjóðina og ríkisstjórnin
hefur snúizt gegn henni,“ sagði
Sue Masterman.
Daily Telegraph segir að kal- og
drepsjúkdómar hafi gosið upp
meðal fanga sem hafi verið troðið
í sumarleyfisbúðir og íþrótta-
mannvirki, þar sem öll fangelsi
séu yfirfull, og fangar á slíkum
stöðum hafist flestir við í tjöldum,
sem veiti ekkert skjól gegn níst-
ingskulda og vetrarhörku. Blaðið
hefur eftir fulltrúa úr stjórn Sam-
stöðu að alls hafi 70.000 verið
handteknir.
Ótti mótar andrúmsloftið í
Varsjá, milljón smábarna skortir
næringu og fólk um land allt
skelfur af kulda vegna skorts á
eldsneyti að sögn Egils Pedersen,
framkvæmdastjóra Rauða kross
Danmerkur, sem er kominn frá
Varsjá þar sem hann afhenti lyf,
teppi og sápu. Hann kvað mörg
börn, einkum yngri en sjö ára,
skorta fjörefni og mjólkurduft og
sagði að brýn þörf væri á ábreið-
um og hlýjum klæðnaði þar sem
olía til upphitunar væri af skorn-
um skammti og kolaframleiðslan
aðeins 20% af því sem hún var
fyrir einu ári.
Jólastemmningin í Varsjá ein-
fanga hírast í
10 stiga gaddi
kennist af þunglyndi og ótta, segja
talsmenn danska Rauða krossins.
Hermenn eru alls staðar á ferli, þó
nær alltaf í fylgd með mönnum úr
öryggissveitum eða lögreglu. Brýn
þörf er á lyfjum handa hjarta- og
krabbasjúklingum. Einnig er
skqrtur á hlýjum klæðnaði og und-
irstöðufæðutegundum — smjör-
líki, matarolíu, niðursuðuvörum
og mjólkurdufti.
Alvarleg hætta leikur á því að
Matarbögglum frá VesturÞýzkalandi dreift medal skólabarna
Lezno í Póllandi.
inflúenzu-faraldur gjósi upp
vegna hungurs og kulda að sögn
blaðafulltrúa hjálparstofnunar
norsku kirkjunnar, Svein Tornaas.
Rúmlega þrjár milljónir Pólverja
þjást vegna skorts á fjörefnum og
eggjahvítuefni í þeirri fæðu sem
þeir neyta, sagði hann. Vegna
eldsneytisskorts neyðast margar
fjölskyldur til að hafast við í her-
bergjum þar sem hitinn er aðeins
12 til 15 gráður á selsíus.
Sápuskortur veldur því að holl-
ustu er víða ábótavant. Pólverjar
fá aðeins eitt stykki af sápu á
mánuði.
Milljónir Pólverja virðast hafa
leitað á náðir kirkjunnar, sem er
þrautalending þeirra á þessum
harða og kalda vetri, sagði Tor-
naas. Kirkjusókn hefur rúmlega
tvöfaldazt síðan herlög voru sett
samkvæmt upplýsingum presta í
Norður-Póllandi. Bæði Tornaas og
Rauði kross Danmerkur sögðu að
dreifing matvæla á vegum heil-
brigðisyfirvalda og kirkjustofnana
væri til fyrirmyndar.