Morgunblaðið - 24.12.1981, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981
TVeir háttsettir
ráðnir af dögum
Bcirút, 23. denember, Al*.
SKÝRT var frá því af opinberri hálfu
í Teheran í dag, að tveir valdamiklir
ráðherrar í stjórn Khomeinis erki-
klcrks hefðu verid myrtir í Mashhad
í noróausturhluta íran í gær, þriðju-
dag.
Tilræðismennirnir voru á mót-
orhjólum og vörpuðu hand-
sprengjum að bílalest en var á leið
til mosku í Mashhad. Féllu Mojt-
aba Ozbaki og Gholamali Jaaff-
arzadeh í árásinni og þrír sam-
Gróf sig f
140 daga
Kilk t n, 21. denember. \l*.
I'jóðlagasöngvarinn „('ountry
Bill“ White setti um hclgina óvenju-
legt heimsmet, þó ekki tengt starfi
hans, en það verður ekki staðfest af
hálfu Guinness-bókaútgefandanna,
sem eru hættir að skrá uppátæki er
teljast hættuleg.
White leit dagsins ljós í dag í
fyrsta skipti í 140 daga, en hann
var grafinn lifandi í krossviðs-
kassa á baklóð skemmtistaðar í
Texas um mánaðamótin júlí-ágúst
sl. Enginn maður hefur verið jafn
lengi „grafinn lifandi". Samtals
hefur White látið grafa sig 60
sinnum a 17 árum, og því verið
neðanjarðar sem svarar tveim
árum á þessum tíma.
Kórinn
sagði
upp
Sl Bridc Major, Waleti, 21. dewmber. AP.
ALLT STEFNDI í það að engir
jólasálmar yrðu sungnir í kirkju
velska þorpsins St. Bride Major,
þar sem allir söngvararnir í kórn-
um, 20 talsins, sögðu upp vegna
ágreinings við sóknarprestinn.
Presturinn brá að vísu á það
ráð að skrapa saman liði til að
bjarga jólamessunni, en hann
lét í dag í ljós vonir um að
söngvurunum snerist hugur
þegar fram liðu stundir.
Reiði greip um sig meðal kór-
félaganna þegar presturinn rak
organista kirkjunnar. Organist-
inn, sem var fráskilinn, gekk að
eiga eina konuna úr kórnum, og
létu þau pússa sig saman hjá
borgarfógeta, en það tiltæki
organistans líkaði presti ekki.
3á aflans
fer í mjöl
ÁRLEGA veiða norsk fiskiskip um
þrjár milljónir lesta og er milli
60—70% aflans fenginn við strendur
Noregs, 15—20% við Svalbarða og um
2,5% aflans veiðast við Jan Mayen. I»á
eru 10—15% heildaraflans veidd í lög-
sögum annarra ríkja og um 2% aflans
veiða Norðmenn á alþjóðlegum haf-
svæðum, þ.e. skammt utan eigin 200
mílna lögsögu.
Helmingur afla Norðmanna er
loðna, eða um 1,5 milljón smálesta,
en þorskafli þeirra er um 500 þúsund
lestir. Aflaverðmætið er um 650
milljónir Bandaríkjadollara. Um
90% aflans fer til útflutnings og er
útflutningsverðmætið um 950 millj-
ónir dollara.
Noregur er í sjötta sæti meðal
mestu fiskveiðiþjóða heim.s, með um
3,7% heildaraflans. Milli 75—80%'
afla norskra sjómanna fer í fiski-
mjöl og lýsisframleiðslu og afgang-
urinn til manneldis, en aðeins 2,8%
aflans er seldur ferskur.
ferðamenn þeirra slösuðust lífs-
hættulega.
Forseti þingsins skellti í dag
skuldinni á neðanjarðarhreyfingu
sem kennt hefur verið um fjöl-
mörg sprengjutilræði á þessu ári
er kostað hafa rúmlega þúsund
stuðningsmanna Khomeinis lífið.
Samtökin, Mujahedeen Khalq,
styðja Bani-Sadr fyrrum forseta
og hófu þau herferð sína gegn
stjórn Khomeinis eftir að Bani-
Sadr var rekinn frá völdum í júní-
lok.
Stjórn Khomeinis hefur í hefnd-
arskyni líflátið rúmlega 1.600 and-
stæðinga sina, flesta úr hópi
stuðningsmanna Mujahedeen
Khalq. Áreiðanlegar heimildir
hermdu í dag, að stjórnvöld hafi
látið lífláta yfir tvö þúsund manns
frá því í júnílok.
Skriðdreki við eftirlitsstöð á vegi í útjaðri Gdansk. Borgin hefur verið einangruð og komið hefur til átaka milli
Samstöðumanna og stjórnarhermanna í borginni síðan herlög tóku gildi í Póllandi.
Skortur á kolum vegna
verkfallanna í Póllandi
VARSJÁR-útvarpið sagði á miðvikudag frá töfum á kolaflutningum vegna verkfalla og sakaði leiðtoga
2.000 verkfallsmanna í tveimur kolanámum um að „leika sér að mannslífum“. Ferðamenn segja frá
stöðugum skorti á lyfjum og matvælum nú þegar jólin fara í hönd. (Þegar blaðið fór í vinnslu síðdegis á
Þorláksmessu áttu bæði Jaruzelski hershöfðingi og Reagan forseti eftir að flytja ávörp um Póllands-
málið, forsetinn kl. 2 í nótt að ísl. tíma.)
Efnahagsbandalagslöndin
sendu Jaruzelski hershöfðingja yf-
irlýsingu þar sem fordæmd eru
„alvarleg mannréttindabrot gegn
pólsku þjóðinni. Sovézka sjón-
varpið sakaði í kvöld Vesturveldin
um nýja áróðursherferð gegn
pólsku herforingjastjórninni og
TASS viðurkenndi að „viss fjöldi
fólks" úr hópi menntamanna hefði
verið handtekinn.
Pierre Mauroy, forsætisráð-
herra Frakka sakaði Rússa um af-
skipti í Póllandi og varaði pólska
leiðtoga við því að kreppuástandið
í landinu mundi ekki leysast án
róttækrar hugarfarsbreytingar
þeirra. (Franski kommúnistaleið-
toginn „harmaði" valdatöku hers-
ins í Póllandi og færðist þar með
nær sjónarmiðum annarra vinstri
leiðtoga, en þetta er fyrsta bend-
ingin um að flokkurinn sé að gef-
ast upp á því að fylgja Moskvulín-
unni í Póllandsmálinu.)
Varsjár-útvarpið segir að 357
hafi verið handteknir fyrir brot á
útgöngubanni í Katowice. Mótþrói
verkamanna sem hafa búið um sig
í stáliðjuverinu í Katowice heldur
ísraelskir hermenn taka sér smáhvíld frá gæzlustörfum á Mangertorgi
í Betlehem í gær. Öryggisgæzla hefur vcrid efld til muna í Betlehem
vegna jólanna. símamynd — Al’.
áfram að sögn útvarpsins. Ut-
göngubanni hefur verið aflýst á
aðfangadagskvöld svo að Pólverj-
ar geti sótt miðnæturmessu.
Veikindi og fjarvistir hafa
„dregið úr aukinni framleiðni" síð-
ustu daga, að sögn Varsjár-
útvarpsins. „Andrúmsloftið meðal
verksmiðjustarfsmanna er ekki
alls staðar jákvætt ... í mörgum
verksmiðjum tekst aðeins með erf-
iðismunum að sigrast á sundrung
þeirri meðal vinnuaflsins sem kom
fram við skilyrði pólitískrar bar-
áttu,“ sagði í útvarpssendingu sem
var hleruð í London.
Samkvæmt óritskoðuðum frétt-
um dreifir Samstaða nú flugmið-
um með áskorun um „óvirka and-
spyrnu" gegn „hernámi okkar eig-
in hers“.
Námamenn hafa einnig komið
fyrir sprengiefni í námum og árás
var gerð á lögreglustöð í Gdansk
með benzínsprengjum, að sögn
Varsjár-útvarpsins. Útvarpið seg-
ir að flestir Pólverjar virði herlög-
in, en aðrar fréttir benda til þess
að þúsundir Pólverja veiti enn við-
nám í Gdansk og víðar og hundruð
fanga sæti illri meðferð.
Varsjár-útvarpið segir að 1j026
námamenn í Ziemowit-námunni
hafi hætt verkfalli þrátt fyrir
„sálfræðilegar ógnanir" um 100
forsprakka verkfallsins. Þúsund
verkamenn eru enn í námunni,
segir útvarpið og þúsund verka-
menn eru enn í Piast-námunni.
Skortur er á 140.000 lestum af
kolum í sex héruðum, þar á meðal
Gdansk og Wroclaw, „vegna vissra
truflana á vinnuhraða í námun-
um,“ segir Varsjár-útvarpið. Mat-
vælaflutningar frá bændum hafa
forgang, segir útvarpið „og ekki
má heldur gleyma þörfum fólks
sem hefur ekki nóg af kolum til að
hita upp heimili sín“.
Begin hélt velli
Jerúsalcm, 23. de«. Al*.
ATKVÆÐAGREIÐSLA fór fram í
ísraelska þinginu, Knesset, í dag um
vantrausLstillögu á ríkisstjórn Men-
achem Bcgins, og eins og séð var strax
í gær tókst stjórninni að fá tillöguna
fcllda með 57 atkvæðum gegn 47.
Það voru tveir þingmenn Shinui-
miðflokksins, sem báru fram van-
traustið til að mótmæla harðorðri
afneitun Begins á stefnu Bandaríkj-
anna, en þessa afneitun töldu þing-
mennirnir skaðlega samskiptunum
við Bandaríkin. Verkamannaflokk-
urinn og kommúnistar studdu van-
„oguna, en stjórnarflokk-
arnir hlutu stuðning frá þingmönn-
um tveggja hægri flokka, Tehiya og
Telem, og tókst að fella vantraustið.
Begin forsætisráðherra kom til
atkvæðagreiðslunnar í dag í hjóla-
stól, þar sem hann er með brákaöan
mjaðmarlið, og féll það því í hlut
Yitzhaks Shamirs utanríkisráð-
herra að halda uppi vörnum fyrir
ríkisstjórnina.
Sautján Rússar
felldir við Kabul
Islamahad, 23. desemher Al*.
SKÆRULIÐAR í Afghanistan fclldu
17 sovézka hcrmcnn úr launsátri ná-
lægt höfuðborginni Kabul fyrir tveim-
ur vikum samkvæmt fréttum sem
hafa borizt frá vestrænum stjórnarer
indrekum.
Fréttirnar herma að þetta hafi
gerzt í tveimur árásum. Önnur
árásin var gerð á brynvarðan her-
flutningabíl við Kareze Amir, rétt
hjá Kabul, og tíu sovézkir hermenn
félluí þeirri árás. Hin árásin var
gerð 10. des., einnig við Kareze
Amir. Þá náðu skæruliðar skrið-
dreka á sitt vald og felldu 10 sov-
ézka hermenn.
Skæruliðar hafa að undanförnu
gert árásir á sovézka jeppa á flug-
vellinum í Kabul. Fjórtánda des-
ember var skotárás gerð á sovézk-
an jeppa og fjórir hermenn sem í
honum voru féllu. Árásin var gerð í
Bimaru, útborg Kabul.
Lest sovézkra herflutningabíla
varð að nema staðar á veginum
Kabul-Wardak-Ghazni þegar tveir
bílanna urðu fyrir jarðsprengjum
sem skæruliðar komu fyrir sam-
kvæmt þessum fréttum.