Morgunblaðið - 24.12.1981, Page 2

Morgunblaðið - 24.12.1981, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 Fokker í aðnugi. Ljósm Mbl K M»* Miklar annir í innanlandsflugi MIKLAK annir hafa verið í innan- landsfluginu að undanfdrnu, eins og vanl er á þessum árstíma. Mbl. hafði samband við fulltrúa Flugleiða og Arnarflugs og spurði hvort ekki væri útlit fyrir að allir kæmust á sína áfangastaði um þessi jól. Magnús Oddsson hjá Arnarflugi sagði áætlunarflug innanlands hafa gengið vel þrátt fyrir rysjótt veðurfar á Norður- og Vestur- landi. Áætlanaferðum var fjölgað um helming síðustu viku, og engar ferðir verið felldar niður þótt ferðum hafi verið frestað um tak- markaðan tíma vegna veðurs. Hann gerði ráð fyrir að síðustu farþegarnir yrðu fluttir milli landshluta í gærkvöldi þar sem áætlunarferðir hefðu verið á dagskrá á aðfangadag. Sverrir Jónsson hjá Flugleiðum sagði að flug hefði gengið þokka- lega hjá þeim, flugi hefur þó verið frestað vegna veðurs annað slagið. Hann sagði að þeir myndu annað hvort fljúga þotunni milli staða eða fljúga nokkrar aukaferðir í gærkvöldi til að koma fólki til skila og ekki væri fyrirsjáanlegt annað en að hver kæmist til síns heima. Sókn samdi um desem- beruppbót í gærmorgun Starfsmannafélagið Sókn undirrit- aði í gærmorgun samkomulag við fjármálaráðherra um að félagar Sóknar fengju samskonar desem- beruppbót og félagar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og aðrir opinberir starfsmenn fá, 1.875 krón- ur. Er þetta fyrsta sinni, sem Sókn fær slíka desemberuppbót. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að til þessa hefði allt starfsfólk sjúkrahús- anna fengið desemberuppbót, nema félagar Sóknar. Hún kvað Sókn hafa sótt fast að fá þessa uppbót í samningunum í nóvem- ber, en það hafi ekki tekizt þá. Hins vegar hafi þessi uppbót verið færð fram hjá opinberum starfs- Steingrímur Gautur Kriatjánsson FORSETI íslands hefur að til- lögu dómsmálaráðherra skip- að Steingrím Gaut Kristjáns- son í embætti borgardómara mönnum og nú fyrst hefðu tekizt samningar um þetta við Sókn, sem fengi nú algjörlega sambærilega uppbót og annað starfsfólk sjúkrahúsanna. Aðalheiður sagði að sér þætti AÐ MINNSTA kosti 32 íslenzk fiski- og vöruflutningaskip verða úr höfn yflr jólin og á þessum skipum eru á fimmta hundrað menn. Enn er ekki vitað hve mörg fiski- og vöruflutn- ingaskip verða á hafi úti yfir áramót- in, en þau fiskiskip, sem eru á veið- um yfir jólin, verða þá á leið til Eng- lands eða I>ýzkalands, en þar eiga þau að selja aflann. I gærmorgun voru 11 togarar búnir að fá leyfi til að selja afla erlendis eftir áramót og eru þeir allir farnir á veiðar. Átta þessara togara eiga að selja í Englandi, en 3 í Þýzkalandi. Togararnir, sem selja í Englandi, eru: Ýmir, Arin- björn, Vigri, Sigluvík, Ársæll Sig- urðsson, Otur, Guðsteinn og Stál- vík og í Þýzkalandi selja Ingólfur Arnarson, Már og Ögri. Af skipum • Eimskipafélags ís- lands, en þau eru 20 talsins, verða 13 úr höfn og þau eru: Álafoss, Eyr- frá og með 1. janúar 1982 að telja. Steingrímur Gautur hef- ur nú um nokkurt skeið verið settorborgardómari. ákaflega vænt um að nú mætti líta á launþega sdjúkrahúsanna sem eina þjóð án tillits til þess, hvar menn skipuðu sér í stéttarfélag. Kvaðst hún vonast til að þetta yrði öðrum til fyrirmyndar. arfoss, Goðafoss, Grundarfoss, íra- foss, Laxfoss, Mánafoss, Múlafoss, Skeiðsfoss, Stuðlafoss, Úðafoss, Urriðafoss og Bæjarfoss. Sam- bandsskipin verða öll í höfn nema þrjú en þau eru Dísarfell, Helgafell og Mælifell. Hjá Hafskip fengust þær upplýs- ingar að flest skipa félagsins yrðu á siglingu eða í höfnum erlendis um hátíðirnar og eru það Selá, Skaftá, Laxá, Langá og Gustav Bermann. Fiskverd rætt í Yfirnefnd YFIRNEFND Verdlagsráðs sjávar útvegsins kom saman til fundar klukkan 16 í gær til að fjalla um nýtt fiskvcrð. Á fundinum ætlaði Þjóð- hagsstofnun að leggja fram lokanið- urstöður um stöðu útgerðar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins sýna niðurstöðurnar jafnvel meira tap á útgerðinni, en haldið var í síðustu viku, en þá skýrði Morgunblaðið frá því, að tap útgerðar væri um 10%. Ekki var reiknað með að fundur- inn í gær stæði lengi og ekki er vitað hvenær næsti fundur verður boðaður. Steingrímur Gautur skipaður borgardómari Yfir 30 íslensk skip á hafi úti „Trúi að þetta verði góð jól“ Kætt við nokkra fréttaritara Mbl. úti á landi MORGUNBLAÐIÐ hafði samband við fréttaritara sína víðs vegar um land og spurði þá um jólastemmninguna í bæjum þeirra. Fara svör þeirra hér á eftir. Árni Helgason Stykkishólmi Það er orðin mikil jólastemmning hér í Stykkishólmi eins og allsstað- ar annars staðar. Bátarnir verða í höfninni og sjómenn taka þátt í jólagleðinni. Verslanir og önnur þjónusta verða opnar til kl. 12.00 í dag. Nemendur og fólk víða að streyma hingað með áætlunarbílun- um til þess að halda jólin heima. Nú er hæfilega mikill snjór yfir öllu, allt hvítt svo langt sem augað eygir og í góðu og heiðríku veðri er lita- dýrðin ógleymanleg. Það er ekkert hús hér sem ekki er með jólaljós í gluggunum. Stórt og fallegt jólatré er í miðjum bænum og lýsir langt. Jólapósturinn berst að á hverjum degi og mikil ös í pósthúsinu. Jólaös í búðunum sýnist mér lík og undan- farin ár. Á sjúkrahúsinu er allt orð- ið fagurt og jólalegt. Systurnar kunna sannarlega sitt fag. Þeir sjúklingar sem geta fá að fara heim um jólin. Sumaráætlun rútunnar hefur staðist fram á þennan dag. Við fáum messu kl. 18.00 á aðfanga- dag í kirkjunni okkar og miðnæt- urmessu í kaþólsku kirkjunni og ef að vanda lætur þá verður húsfyllir í það skipti. Jólin eru á næsta leyti það sér maður á öllu. Gleðin færist í aukana og ég hitti ekki þann mann sem ekki hlakkar til jólanna. Þau eru mikið ljós í svartasta skamm- deginu. Hér vonum við að veðrið verði gott um jólin, enda bendir allt til að svo verði. Úlfar Ágústsson ísafirði Óvenjufallegt vetrarveður var hér á þriðjudag, heiður himinn og sólin gyllti fjallatoppana en í gær miðvikudag var komin norðaustan stinningskaldi og gekk á með éljum. Ekki tókst að fljúga til ísafjarðar í morgun en um hádegisbilið fór flugvél frá flugfélaginu Örnum suð- ur og um kaffileytið birtust tvær vélar Flugleiða út úr sortanum og lentu hér. Töluverð umferð er í bænum og við vörumarkað Ljónsins á Skeið- um. Um fjögurleytið birtust jóla- sveinar nokkrir og sungu fyrir börn og fullorðna á nokkrum stöðum í bænum. Skuttogararnir komu til hafnar um hádegisbilið og verða öll fiskiskip ísfirðinga í höfn um jólin. Jólatré eru á víð og dreif um bæ- inn, á Austurvelli, Sjúkrahústúninu, hafnarsvæðinu og nokkrum öðrum stöðum. Víða eru ljósaskreytingar í húsum og kirkjugarður bæjarins er eitt Ijóshaf yfir hátíðina. Matthías Júhannsson Siglufirði Ilér hafa allir haft nóg að gera undanfarið og mér finnst eins og sé að birta aðeins yfir verslun í bæn- um. Það er þó eins og fólk kaupi minna nú en í fyrra. Bærinn er skreyttur eins og hann hefur verið undanfarin ár. Það eru tré við kirkjuna og kirkjugarðinn og sjúkrahúsið, auk þess eru skreyt- ingar úti í gluggum verslana og heimila. Togarar eru allir á sjó um jólin en togararnir Stálvík og Siglfirðingur fara út í dag. Það er létt yfir fólki en veðrið hreint undarlegt. Það byrjar kannski um nótt með þreif- andi byl og frosti um morguninn og síðan kemur rigning og aftur frost og hláka og svona gengur þetta. Maður bara vonar að þetta verði góð jól og ég hef trú á því að svo verði. Sverrir Pálsson Akureyri Það sem setur hvað mestan svip á jólin núna er jólasnjórinn en honum kyngdi niður í gærkveldi og í nótt og er hnédjúpur ofan á þeim sem fyrir var, og þótti mönnum þá nóg um. Hér er afskaplega fallegt yfir að líta, tré þakin nýrri mjöll, jörð drifhvít og hreint yfir að líta. Flugsamgöngur hafa verið stirðar en ég hef heyrt að færð hér vestur eftir sé góð og að minni snjór sé hér bara skammt utan við bæinn. Það er mikið um jólaskreytingar í bæn- um. Stórt jólatré, upplýst, er hér við kirkjuna, skreytingar við Ráðhús- torg og Skipagötu og svo er jólatré niður á bryggju. Skrautljós eru í má segja hverju íbúðarhúsi í bænum og setur það mikinn jólasvip á bæinn. Fólk verslar mikið eins og endra- nær um jólin og margt fólk hefur verið í verslunum undanfarna daga. Sigurður P. Björnsson Húsavík Með hækkandi sól vona Húsvík- ingar að tíðarfarið skáni en það hef- ur verið mjög risjótt allan þennan mánuð. Þess vegna eru jólaskreyt- ingar utan dyra með minna móti en kauptíð hefur samt verið mikil svo að innandyra mun tilstandið verða með meira móti vegna komu jól- anna. Ég tel að með tilkomu ný- krónunnar hafi verðskyn margra truflast töluvert þó það hafi ekki verið gott fyrir. Ungir sem aldnir fagna jólum og senda hlýjar kveðj- ur þótt úti sé kuldi og snjór. Ásgeir Lárusson Neskaupstað Vissulega er hér jólastemmning hjá fólki, en samgöngur eru allar mjög stirðar. Það er ekki hægt að fljúga hingað en hér hefur snjóað geysilega mikið. Það er mjög erfitt að komast hingað frá Egilsstöðum en þangaó er flogið og póstur berst seint. Öll tæki eru í gangi til að koma snjónum af vegum og hafa þau verið notuð jafnt nótt sem dag. Fólkið hér er búið að hengja út sín jólaljós og bærinn er orðinn vel skreyttur. Jólatré eru hjá kirkjunni og félagsheimilinu og einnig hjá sjúkrahúsinu. Messað er hér að venju á aðfangadag og er sú fyrsta í sjúkrahúsinu kl. 14.00 og svo verður messað í kirkjunni kl. 18.00 og á jóladag. Það er mikið verslað hérna og menn vona að það verði gott veð- ur hér um jólin en veðrið hefur ver- ið svoleiðis að menn tala um gott veður sem hvert annað hugarfóstur. Tómas Jónsson Selfossi Hér hefur verið mikil umferð fyrir jólin og mikið verslað en það eina sem vantar er snjórinn svo það sé regluleg jólastemmning á Sel- fossi. Færðin hér er eins og á sumardegi. Það var öðruvísi í fyrra þegar allt var kolófært. Yfirleitt hefur verið snjór á Selfossi um jól- in, stillt og gott veður, reglulegt jólaveður. Það ætlar að breytast í ár, sumir eru hressir með það en öðrum finnst eins og vanti eitthvað þegar ekki er snjór um jólin. Bærinn er skreyttur svipað og um önnur jól. Jólatré eru víðs vegar um bæinn og skreytingar eru í verslun- argluggum og heimahúsum en ekk- ert eitt aðaljólatré er í bænum. Fólk er almennt komið í jólaskap og sýn- ist mér á fólki að allir séu glaðir og ánægðir. Það er rólegt þrátt fyrir mikla umferð og fólk er farið að sækja minna úr bænum í verslanir því allt virðist vera fyrir hendi hér á Selfossi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.