Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981
Ingólfur Gissurarson
kjörinn íþróttamaður
ársins 1981 á Akranesi
A 37. ÁRSÞINGI ÍA sem haldið var
þann 23. nóv. sl. var Ingólfur Gissur
arson kjörinn íþróttamaður ársins
1981. Er þetta í annað smn sem Ing-
ólfur hlýtur þennan eftirsótta titil.
Ingólfur hlaut að launum veglegan
bikar, sem gefinn er til minningar
um Friðþjóf heitinn Daníelsson og
afhenti Helgi Daníelsson bikarinn
fyrir hönd ættingja Friðþjófs.
Kjör íþróttamanns Akraness fer
þannig fram að hver stjórnarmeð-
limur Iþróttabandalags Akraness til-
nefnir fimm menn og eru þeim gefin
stig þannig að sá sem er í fyrsta sæti
fær fimm stig, annað sæti gefur fjög-
ur o.s.frv.
Alls hlutu tíu íþróttamenn stig
nú, Ingólfur Gissurarson, sund-
maður hlaut 47 stig, Laufey Sig-
urðardóttir landsliðskona í hand-
knattleik, knattspyrnu og bad-
minton hlaut 44 stig og Sigurður
Lárusson knattspyrnumaður
hla.ut 32 stig, en þessi þrjú skáru
sig nokkuð úr í kjörinu. í fjórða
sæti var hinn efnilegi drengja-
landsliðsmaður í knattspyrnu,
Sigurður Jónsson, en hann var
einn af Islandsmeisturunum í
þriðja flokki í sumar, hann hlaut
15 stig. I fimmta sæti varð
íþróttamaður Akraness frá því í
fyrra, sundmaðurinn Ingi Þór
Jónsson, og fékk hann 11 stig.
Þá var Ingólfur kjörinn sund-
maður Akraness, en skv. stiga-
töflu vann hann besta afrek ársins
fyrir 200 m fjórsund (2:12,8) samt.
808 stig. Hann átt einnig annað
besta sundafrekið, 783 stig fyrir
100 m bringusund (1:08,0). Með
þriðja besta afrekið var Ingi Þór
Jónsson fyrir 200 m skriðsund
(1:59,4), 780 stig. Meðal annarra
meta Ingólfs á árinu voru 2
Kalott-met (met sem gilda yfir
Kalott-svæðið, þ.e. N-Noreg,
N-Svíþjóð, N-Finnland og ísland)
og 2 Kalott-mótsmet, en Kalott-
keppnin fór fram í apríj sl.
Þá setti Ingólfur 13 íslandsmet
á árinu, en Ingi Þór setti einnig 13
íslandsmet á tímabilinu og kom
sæti hans í valinu því á óvart. í
ársbyrjun æfði Ingólfur sund í 3
mánuði undir stjórn Guðmundar
Harðarsonar í Randers, en þar
keppti hann m.a. með sveit Nept-
un frá Randers sem setti Jót-
landsmet í 4x100 m fjórsundi á
Danska meistaramótinu í sundi
12.—14. mars sl. Þá synti Ingólfur
í 100 manna liði Neptun (liði Guð-
mundar Harðarsonar) sem setti
heimsmet í maraþon-skriðsundi,
100x100 m, en liðið bætti metið um
4 mín.
• Haraldur Sigurdsson, höfundur
bókarinnar
Pétur lék sinn
fyrsta leik ffyrir
Fortuna Dusseldorf
• Fortuna Diisseldorf tapaði í
bikarkeppninni í V-Þýskalandi
{ fyrrakvöld er liðið mætti
Niirnberg. Fortuna tapaði
0—2. Þannig að þeir bræður
Jóhannes og Atii Eðvaldssynir
mætast ekki í næstu umferð en
lið Jóhannesar, Hannover %,
er komið áfram og rnætir Niirn-
berg.
Pétur Ormslev lék sinn
fyrsta leik með liði sínu For-
tuna Dússeldorf. Hann kom
inná fyrir Atla Eðvaldsson
þegar tuttugu mínútur voru
til leiksloka. Báðir þóttu þeir
félagar standa sig vel í leikn-
um þrátt fyrir að lið þeirra
tapaði.
UF/ÞR.
Fróðleg bók um skíðaíþróttina
komin út hjá Skjaldborg á Akureyri
Höfundur bókarinnar er Haraldur Sigurðsson
SKJALDBORG á Akureyri hefur
gefið út bókina Skíðakappar fyrr og
nú. Höfundur bókarinnar er Harald-
ur Kigurðsson en hann er kunnur
öllum sem að íþróttamálum hafa
unnið. Haraldur hefur unnið mikið
starf í íþróttamálum Akureyrar síð-
astliðin 40 ár. Þá hefur hann setið í
stjórn Skíðaráðs Akureyrar og
Skíðasambands fslands.
I bókinni Skíðakappar fyrr og
nú, ritar Haraldur um meginþætti
í erlendri og innlendri skíðasögu.
Þá eru í bókinni skrár um heims-,
ólympíu- og íslandsmeistara. Bók-
in er góð heimild um sögu skíða-
íþróttarinnar bæði hér á landi og
erlendis. Rifjaðir eru upp gamlir
atburðir úr sögu skíðaíþróttarinn-
ar og jafnframt segja fimmtíu ís-
landsmeistarar í skíðaíþróttinni
frá ferli sinum og keppni.
Bókin er mjög fróðleg og jafn-
framt skemmtileg aflestrar.
Haraldur hefur unnið mikið og
þarft verk með allri þeirri sam-
antekt sem fram kemur i bókinni.
Og ekki leikur vafi á að bók þessi
verður skíðamönnum og unnend-
um skíðaíþróttarinnar kærkomin.
Auk Haralds rita í bókina þeir
Einar B. Pálsson og Þorsteinn
Einarsson íþróttafulltrúi merkar
greinar um skíðaíþróttina. Núver-
andi formaður Skíðasambands ís-
lands Hreggviður Jónsson ritar
grein um helstu viðfangsefni sam-
bandsins. Bókina prýða 360 mynd-
ir, og margar þeirra hafa ekki
birst fyrr.
í lokaorðum bókarinnar segir
Haraldur m.a.: „Af þeim mikla
fjölda skíðamanna og forystu-
manna er hér aðeins getið nokk-
urra, enda væri það efni í margar
bækur ef geta ætti allra. Megin-
tilgangur bókarinnar er annars
vegar að minna á og þakka braut-
ryðjendum og hins vegar að hvetja
æskuna til hollrar útivistar og
skíðaiðkana." Síðar í lokaorðum
sínum segir Haraldur: „Saga ein-
stakra félaga eða héraða, saga
skíðaskálanna og annarra skíða-
mannvirkja, er vissulega nægjan-
legt efni í aðra bók.“