Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 17 Sagan af Cable Hogue Kl. 22.50 að kvöldi ann- ars jóladags er á dagskrá sjónvarpsins bandarískur vestri, Sagan af Cable Hogue (The Ballad of Cable Houge), frá 1970. Leikstjóri er Sam Peckinpah, en í að- alhlutverkum Jason Rob- ards, David Warner, Strother Martin og Stella Stevens. — Cable Hogue er harðger náungi, sem lifir það af að vera skilinn alls- laus eftir í eyðimörkinni og finnur vatn þar sem menn töldu það vera vonlaust. Hann heldur inn til borgar- innar til þess að fá skilríki fyrir því að hann eigi skik- ann, þar sem vatnið er að finna, því honum er það ljóst, að það má græða á blávatni í eyðimörk, sem ferðamenn eiga leið um. í borginni hittir hann gleði- konuna Hildu, sem dreymir um að eignast ríkan mann, og upp frá því tvinnast ör- lög þeirra saman. Kusk á hvít- flibbann Kl. 21.05 að kvöldi annars jóla- dags er jólaleikrit sjónvarpsins á dagskrá. Það heitir Kusk á hvít- flibbann og er eftir Davíð Oddsson. Leikstjóri og stjórnandi er Andrés Indriðason. — Þetta er nútímaverk þar sem ávísanafals og eiturlyfjaneysla koma við sögu og fréttaglaðir fjölmiðlar fá einn- ig sína lexíu. — Ungur maður í góði stöðu lendir í svallveislu og þar er stolið af honum nokkrum ávísanaeyðublöðum. Hann lendir í mesta basli með að ljúga sig út úr því öllu saman. Á jóladag kl. 17.00 er á dagskrá sjónvarpsins óperan Jólaævintýri, byggð á frægri samnefndri sögu Charles Dickens. Aðalpersónan er Scrooge og við sjáum atburð- ina með augum hans. Text- inn er eftir John Morgan, en tónlistin eftir Norman Kay, en þeir eru báðir þekktir af störfum sínum. við óperu- gerð. Upptakan var gerð hjá velska sjónvarpinu. Þessi óperugerð Jólaævintýrisins hlaut verðlaun á óperuhátíð- inni í Salzburg 1980. Á myndinni hér fyrir ofan sjá- um við Sir Geraint Evans í hlutverki Scrooges gamla. Fjöl.skyldan er að fara í frí og allt á þetta að ganga snurðu- laust og afslappað fyrir sig. Það er þó hægara sagt en gert. Þýðandi: Þrándur Thor oddsen. (Nordvision — sænska sjón- varpið.) 22.25 Börn/ Foreldrar Kanadísk fræðslumynd um ófrjósemi og tilraunir, sem gerðar eru með frjóvgun eggja utan líkama konu og „til- raunaglasabörn". Þýðandi: Jón O. Edwald. 22.50 Dagskrárlok ÞRIÐJUDKGUR 29. desember 1981 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dag- skrá 20.35 Múmínálfarnir Annar þáttur. Þýðandi llall- veig Thorlacius. Sögumaður: Ragnheiður Steindórsdóttir. (Nordvision) 20.45 Alheimurinn Nýr flokkur Fyrsti þáttur: Þrettán banda- rískir fræðsluþættir um stjörnufræði og geimvísindi í víðustu merkingu þess orðs. Leiðsögumaður í þessum þátt- um er Carl Sagan, stjörnu- fræðingur við Cornell háskóla í Bandaríkjunum, virtur fræði- maður á þessu sviði. Þýðandi: Jón O. Edwald. Þul- ur: Sigvaldi Júlíusson. 21.45 Refskák Fimmti þáttur. Músin sem læðist Breskur framhaldsmynda- flokkur um TSTS, deild í bresku leyniþjónustunni. Þýðandi: Ellert Sigurbjörns- son. 22.35 Dagskrárlok Gljað skinka (Hamborgarreykt svínalæri) ■ 1 lítiö reykt eöa léttsaltaö svínalæri eða hluti úr því 1 — Vh kg SOÐ: ■ 3 dl rauðvín ■ 4 dl vatn ■ 1 gulrót ■ 2 smálaukar ■ 10 negulnaglar KRYDDVÖNDUR: TIL AÐ GLJA: ■ 1 búnt steinselja ■ 2—3 msk franskt sinnep ■ 1 stór timian kvistur ■ 4—5 msk púöursykur ■ 1 lárberjablað ■ 2—3 msk brauömylsna ■ ca. 40 g smjör MEÐLÆTI: ■ Smjörsteiktar ■ hráar kartöflur, ■ hrafnaklukkublöö, ■ kryddsmjör. Sjóöiö skinkuna jafnvel deginum áöur svo kjötiö fái tíma til aö draga til sín bragöefnin úr soöinu. Blandiö saman efnunum í soöiö. Skinkan sett í og soöiö upp og fleytt vand- lega ofan af. Lok sett á pottinn og skinkan soöin rólega í 1 — 1V4 tíma allt eftir stærö skinkunnar. Skinkan tekin upp úr soðinu og paran rifin af og skinkan sett aftur í soöiö og látin kólna í þvi helst til næsta dags. Skinkunni snúiö í soöinu af og til. Hitiö hana upp í soöinu og hún tekin upp úr því og þurrkuö vel. Ristiö ferhyrninga í fitu- lagiö og smyrjiö sinnepi yfir. Stráiö sykri og ögn af brauömylsnu yfir og örþunn sneiö af smjöri er sett efst. Skinkan sett í 250° heitan ofninn á ofnristina og ofnskúffan höfö undir í ca. 10 mín. eöa þar til yfirborö kjötsins er orðið stökkt og brúnaö. Slökkvið á ofninum og látið skink- una standa i ofninum í 10 mín. til aö jafna sig áöur en hún er skorin niður. FRAMREIOSLA: Skinkan skorin í þunnar sneiöar. Smjör- steiktar kartöflur, hrafnaklukkublöö, krydd- smjör og jafnvel salat boriö meö. TILBREYTING Á RÉTTINUM: Sjóöið skinkuna í vatni sem er kryddað meö kryddvendi úr: steinselju, blaölauk og 2 salvíublööum. Setjiö þar aö auki 2 lauka sem í er stungiö negulnöglum og heilum pip- arkornum. Sjóöiö skinkuna eins og segir í uppskriftinni. Skeriö pöruna af. Framreiöiö kjötiö heitt eöa kalt meö ýmsum tegundum af nýju grænmeti eftir árstíöum; t.d. kartöfl- um, bræddu smjöri og krydduðum grænum kryddjurtum (steinselju, kerfli, basilikum, estragon, hvítlauk). KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2. s. 86511 VerÖi ykkur aÖ góÖu meÖ ósk um gleöileg jól ÁBENDING: Soðið má frysta sé það ekki notað í sósu og er þá hægt aö nota það seinna sem kyrddlög fyrir nýtt eða reykt svínakjöt. Einnig má nota það til aö sjóða hamborgarhrygg í því. Samantekíð af IB Wessmann matreiöslumanni úr handbók Arnar og Örlygs, Litlu matreiðslubókínni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.