Morgunblaðið - 24.12.1981, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981
9
í eldhúsi viðbyggingarinnar við sjúkrahús Keflavíkur en yfir pottunum
standa m.a. Matthías Á. Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Svavar
Gestsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Geir Gunnarsson, þing-
maður AlþýðubandalagSÍnS. I.jósmynd Mbl. Heimir Stl'gsson.
Sjúkrahúsið í Keflavík:
1. áfangi að viðbygg-
ingu tekinn í notkun
FYRSTI áfangi að viðbygg-
ingu við sjúkrahúsið í Kefla-
vík var á laugardaginn sl.
formlega opnað að viðstödd-
um heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra, Svavari
Gestssyni og nokkrum þing-
mönnum kjördæmisins. A
eftir opnun var farin skoðun-
arferð um bygginguna. Eftir
að þessi áfangi hefur verið
tekinn í notkun eru nú 38
sjúkrarúm í stað 25 áður.
Þessi áfangi er um 1700
fermetrar á tveimur hæð-
um og er kostnaður við
hann um sjö milljónir
króna en eftir er að kaupa
tæki svo búast má við að
kostnaðurinn fari upp í níu
milljónir. Að sögn Eyjólfs
Eysteinssonar, fram-
kvæmdastjóra sjúkrahúss-
ins í Keflavík, er áætlað að
innan þriggja ára verði
kominn upp annar áfangi
sjúkrahússins, sem verður
heilsugæslustöð, en þriðji
áfangi er bygging sjúkra-
húss með 60 sjúkrarúmum
umfram þau sem nú eru. I
fyrsta áfanga eru ýmsar
þjónustudeildir fyrir
heilsugæslustöð og þriðja
áfanga, eins og eldhús og
geymslur ásamt líkhúsi.
Alkóhólismi fjöl-
skyldusjúkdómur
Frá Áfengisvarnadeild Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur
Áfengisvarnadeild Heilsuvernd-
arstöðvar Reykjavíkur fer nú af
stað með auglýsingar i sjónvarpi
til þess að varpa ljósi á þá stað-
reynd að alkóhólismi er fjöl-
skyldusjúkdómur þar sem öll fjöl-
skyldan finnur fyrir einkennum
hans. Spurningar koma á skjáinn,
og sé einhver sem finnur að hann
hefur velt þessari eða öðrum
spurningum fyrir sér, eða þær
höfða sérstaklega til hans, er við-
komandi bent á að hringja i síma-
númerið sem fylgir — 82399 á
skrifstofutíma. ÁHR eða Áfeng-
isvarnadeildin er til húsa í Síðu-
múla 3—5.
ÁHR starfar í samvinnu við
SÁÁ og hefur frá árinu 1978 tekið
fjölskyldunámskeið fyrir aðstand-
endur alkóhólista. Námskeiðin
standa yfir 4 vikur samfleytt
mánud., þriðjud. og miðvikudaga 3
klst. í senn frá kl. 16—19 og
20—23. 50—60 manns geta tekið
þátt í hverjum mánuði í þessum
tveimur hópum. Námskeiðin eru
starfrækt allt árið. Einstaklings-
viðtal eitt eða fleiri er innifalið í
námskeiðinu.
Af 50 einstaklingum, er fjöl-
skyldunámskeiðin sækja í hvert
sinn, er 10 þátttakendum gefinn
kostur á að sækja framhaldsnám-
skeið. Eru þessi námskeið 4 vikur
samfleytt, einn fundur í viku.
Kynningarfundir eru haldnir
einu sinni í viku allar vikur ársins.
Þeir eru ætlaðir aðstandendum
alkohólista og öðrum er áhuga
hafa. Þar er þróun sjúkdómsins
kynnt og áhrif hans á alla þá er
nálægt standa.
Ráðgjafarþjónusta á vegum ÁHR
er starfandi alla virka daga frá kl.
09.00 til 17.00. Þessi þjónusta er
mikilvægur hlekkur i starfsemi
deildarinnar þar sem hún nær til
margra auk þess að vera oft það
fyrsta er fólk gerir til að kanna
stöðu sína og sinna í áfengismál-
um. Er það sú þjónusta er við
bendum þeim á er auglýsingarnar
höfða til.
ÁHR starfrækir upplýsinga- og
leiðbeiningarþjónustu fyrir skóla-
nemendur í samvinnu við ráðgjafa
SÁÁ. Er til skipulögð námskrá
fyrir þessa nemendur, byggð upp á
sömu grunnatriðum fyrir alla, en
einfölduð fyrir þá ýngri.
Einnig hefur ÁHR gefið út
bæklinga um sjúkdóminn og áhrif
hans. í þeim er bent á hvað hægt
sé að gera til úrbóta og eru þeir til
sölu hjá deildinni.
Hver einstaklingur getur lagt
sitt af mörkum til að bæta ástand-
ið sem alkóhólisminn hefur skap-
að. Það er ekki nauðsynlegt að
alkóhólistinn stígi fyrsta skrefið.
/sn
* 27750 5
HÚ8IÐ
Ingólfsstrati 18 ». 27150
Gleðileg jól
Gæfurikt komandi ár.
Þölckum viðskiptin á árinu
Benedikt Halldórsson sölustj.
Hjalti Steinþórsson hdl.
Gústaf Þór Tryggvason hdl.
;asteignasalan Hátuni
Nóatúni 17, s: 21870, 20998.
Gleðileg jól
Hilmar Valdimarsson.
Ólatur R. Gunnarsson, viðskiptafr.
Brynjar Fransson, sölustjóri,
heimasimi 53803.
FASTEIGIM/XrVIIO LUIM
SVERRIR KRISTJÁNSSON rTflT.MHMHrriTTil
FJÖLNISVEGI 16, 2. HÆÐ, 101 REYKJAVÍK
Óskum öllum viðskiptavinum
vorum gleðilegra jóla.
Málflutningsstofa Sigríöur Ásgeirsdóttir hdl.
Hafsteinn Baldvinsson hrl.
FASTEIGNAVAL
Garðastræti 45
[^ÍlHÍK^j Símar 22911-19255.
Gleðileg jól
farsœlt komandi ár
Þökkum ánægjuleg viðskipti á líöandi ári.
Jón Arason lögmaður sölustj. Margrét Jónsdóttir.
á
Einingahúsin frá Siglufirði hafa vakið verðskuldaða
athygli fyrir gæði. Enda sitja efnisgæði, vöruvöndun og
framleiðslutækni í fyrirrúmi hjá Húseiningum h/f.
Fleiri og fleiri gera sér grein tyrir kostum timbur-
húsa, og þá ekki síst einingahúsa úr völdum viðar-
tegundum. Sérstaklega hafa tvílyft hús frá Húseiningum
h/f vakið mikla athygli.
Það er staðreynd að einbýlishús frá Húseiningum
h/f þurfa ekki að kosta meira en 4-5 herbergja íbúð í
fjölbýlishúsi, en kaupendur ráða verðinu að nokkru leyti
sjálfir þar sem hægt er að kaupa húsin á mismunandi
byggingarstigum frá verksmiðju. Möguleikarnir á út-
færslu þeirraeru því sem næst óendanlegir.
Þeir sem hafa hug á því að fá Siglufjarðarhús til
uppsetningar á fyrri hluta næsta árs eru beðnir að hafa
samband við Húseiningar h/f, sími (96) 71340 eða
söluskrifstofuna í Reykjavík,
hjá Guðmundi Óskarssyni,
verkfræðingi, Skipholti 19,
sími (91) 15945.
HÚSEININGAR HF
Nú er rétti tíminn til
að tryggja sér
fallegt einbýlishús frá Siglufirði
til afgreiðslu næsta vor!