Morgunblaðið - 24.12.1981, Page 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981
Jólastundin
okkar
Á dagskrá sjónvarpsins kl.
18.00 á jóladag er Jólastundin
okkar í umsjá Bryndísar
Schram. Séra Halldór Gunn-
arsson ræðir við börn um jól-
in, barnakór Tónlistarskóla
Rangæinga syngur, Ómar
Ragnarsson bregður á leik,
jólasveinninn kemur í heim-
sókn og leiknir verða stuttir
leikþættir.
Betlehems-
stjarna
Kl. 19.00 á aðfangadagskvöld
hefst sjónvarpsdagskráin að nýju
eftir hlé frá kl. 15.50. Þá verður
væntanlega brotið blað í sögu ís-
lenska sjónvarpsins og raunar ís-
lenskrar fjölmiðlunar, því þá
standa vonir til að hefjist fyrsta
beina gervihnattaútsendingin á ís-
landi. Sú útsending verður frá
Betlehem, fæðingarborg frelsar-
ans, eða henni verður stýrt þaðan,
þótt hún fari fram frá mörgum
löndum.
Kl. 22.00 í annan í jólum hefst í sjónvarpinu rabb- og tónlistarþáttur, þar
sem hinn frægi bandaríski sjónvarpsmaður Dick Cavett ræðir við félaga í
hljómsveitinni Abba. Þau taka nokkur lög í þættinum og brugðið er upp
svipmyndum úr frægðarsögu þessarar frægustu hljómsveitar Norðurlanda
fyrr og síðar.
SJÓNVARP UM HÁTÍÐIRNAR.
FOSTUDKGUR
25. desember
1981 — jóladagur
17.00 Jólaævintýri.
Ópera byggð á sögu Charles
Dickens með sama nafni. Að-
alpersónan er Scrooge og at-
burði og annað sjáum við með
augum hans.
Höfundur: John Morgan. Höf-
undur tónlistar: Norman Kay.
Með helstu hlutverk fara:
Geraint Evans, sem Scrooge
og Gwynne Howell, Elizabeth
Gale og Ryiand Davies.
Þýðandi: Þrándur Thorodd-
sen.
18.00 Jólastundin okkar.
Séra Halldór Gunnarsson,
sóknarprestur í Holti, ræðir
við börn um jólin, barnakór
tónlistarskóla Kangæinga
syngur, Ómar Ragnarsson
bregður á leik, jólasveinninn
kemur í heimsókn, leiknir
verða stuttir leikþættir. Þá
verður jólaskemmtun í sjón-
varpssal og síðast en ekki síst
kemur óvæntur gestur í heim-
sókn.
Umsjón: Bryndís Schram.
Stjórn upptöku: Elín Þóra
Friðfinnsdóttir.
19.00 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir, veður og dagskrár
kynning.
20.15 Stiklur
Sjötti þáttur. Börn náttúrunn-
ar. Síðari þátturinn af tveim-
ur, þar sem stiklað er um vest-
ustu nes landsins. í þessum
þætti liggur leiðin yfir Rauða-
sand og Látrabjarg vestur í
Selárdal, þar sem margt er
með ævintýralegum blæ.
Byggingarnar og listaverk
Samúels Jónssonar eiga eng-
an sinn líka hér á landi, á
sundi i firðinum er stúlka,
sem kallast á við dýr sjávar
ins, og á lippsölum hefur ein-
búinn Gísli Gíslason búið ára-
tugum saman, án nútíma þæg-
inda svo sem rafmagns, fjöl-
miðla og heyvinnuvéla.
Myndataka: Páll Reynisson.
Hljóð: Sverrir Kr. Bjarnason.
Umsjón: Ómar Ragnarsson.
21.15 Sinfónían í Skálholti.
Sinfóníuhljómsveit fslands
flytur aríu á G streng úr svítu
eftir J.S. Bach, orgelkonsert
op. 4 nr. 6 eftir Hándel og
Næturljóð eftir Mozart.
Stjórnandi: Jean-Pierre
Jacquillat.
Einleikari: Árni Arinbjarnar
son.
Tónleikar sveitarinnar voru
teknir upp í Skálholtskirkju.
Stjórnandi upptöku: Tage
Ammendrup.
21.45 Lestrarraunir.
Breskt sjónvarpsleikrit eftir
Stephen Poliakoff.
Leikstjóri: Peter Duffell.
Aðalhlutverk: Peggy Asch-
croft, Michael Kitchen og
Wendy Raebeck.
Leikritið fjallar um samskipti
frekrar gamallar hefðarfrúar
frá vín, ungs eigingjarns
manns og ungrar, laglegrar
stúlku frá Bandaríkjunum, í
lestinni á liðinni frá Ostende
til Vínar. Alla leiðina lendir
gömlu frúnni og unga mannin-
um saman og áform hans um
að stíga í vænginn við amer
ísku stúlkuna virðast vonlítil.
Þýðandi: Dóra Hafsteinsdótt-
ir.
23.05 Dagskrárlok.
L4UGdRQ4GUR
26. desember
— annar dagur jóla
16.30 íþróttir
Umsjón: Bjarni Felixson.
18.30 Riddarinn sjónumhryggi
Fimmti þáttur. Spænskur
myndaflokkur um flökkuridd-
arann Don Quijote og Sancho
Panza, skósvein hans.
Þýðandi: Sonja Diego.
18.55 Enska knattspyrnan
Umsjón: Bjarni Felixson.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 /Ettarsetrið — Jólaþáttur
Sérstakur jólaþáttur Ættarset-
ursins með nágrönnunum
Audrey fforbes-Hamilton og
Kichard DeVere. Að þessu
sinni liggur við að ágreiningur
þeirra spilli jólafriðnum, en
allt fer þó vel. Audrey verður
uppfull af góðum vilja gagn-
vart mannkyni, en einkum og
sérílagi beinist hann að einum
manni.
Þýðandi: Guðni Kolbeinsson.
21.05 Kusk á hvítflibbann
Sjónvarpsleikrit eftir Davíð
Oddsson. Leikstjóri: Andrés
Indriðason. Helstu persónur
og leikendur:
Eiríkur/ Árni Ibsen, Dagrún/
Elfa Gísladóttir, Móðir Dag-
rúnar/ Þóra Friðriksdóttir,
Nikulás/ Jón Sigurbjörnsson,
Ester/ Kagnheiður Arnardótt-
ir, Páll/ Sigurður Sigurjóns-
son, Guðrún/ Jóhanna Norð
fjörð, Fréttastjóri/ Borgar
Garðarsson, Loftur, blaða-
maður/ Gunnar Rafn Guð
raundsson, Leó/ Steindór Hjör
leifsson, Valgeir fangavörður/
Róbert Arnfinnsson.
Eiríkur er ungur og framsæk-
inn maður í góðri stöðu. At-
vikin haga því svo, að á hann
fellur grunur um eiturlyfja-
brask, og hann verður að sæta
gæsluvarðhaldsvist, á meðan
málið er rannsakað. Leikritið
lýsir tilraunum hans til þess
að Ijúga sig út úr óþægilegu
máli í upphafi, og viðbrögðum
fjölskyldu og samverka-
manna, þegar í óefni er kom-
ið.
Myndataka: Ómar Magnús-
son. Leikmynd: Gunnar Bald-
ursson. Hljóð: Baldur Már
Arngrímsson. Lýsing: Ingvi
Hjörleifsson. Stjórn upptöku:
Andrés Indriðason.
22.00 Dick Cavett rabbar við
ABBA
Rabb- og tónlistarþáttur með
bandaríska sjónvarpsmannin-
um Dick Cávett og sænsku
popphljómsveitinni ABBA.
Þýðandi: Veturliði Guðnason.
22.50 Sagan af Cable Hogue
(The Ballad of Cable Hogue)
Bandarískur vestri frá 1970.
Leikstjóri: Sam Peckinpah.
Aðalhlutverk: Jason Kobards,
David Warner og Strother
Martin.
Myndin lýsir því hvernig utan-
garðsmaður vinnur ástir konu
með vafasama fortíð.
Þýðandi: Björn Baldursson.
00.45 Dagskrárlok
SUNNUDUtGUR
27. desember 1981.
16.00 Sunnudagshugvekja.
Séra Agnes Sigurðardóttir,
æskulýðsfuiltrúi þjóðkirkj-
unnar, flytur.
16.10 Húsið á sléttunni.
Níundi þáttur. Hjónaerjur.
Þýðandi: Óskar Ingimarsson.
17.00 Saga járnbrautalestanna.
Annar þáttur. Breskur mynda-
flokkur um járnbrautalestir
og fólk, sem vinnur við þær og
ferðast með þeim.
Þýðandi: Ingi Karl Jóhannes-
son.
Þulur: Friðbjörn Gunnlaugs-
son.
18.00Stundin okkar.
Umsjón Bryndís Schram.
Upptökustjórn: Elín Þóra
Friðfinnsdóttir.
18.50 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Sjónvarp næstu viku.
Umsjón Magnús Bjarnfreðs-
son.
20.55 Tónlistarmenn.
Sigríður Ella Magnúsdóttir,
óperusöngkona. Egill Frið-
leifsson ræðir við Sigríði Ellu
og hún syngur nokkur lög.
Stjórn upptöku: Tage Amm-
endrup.
21.35 Eldtrén í Þika.
Fjórði þáttur. Vinir á æðri
stöðum. Breskur framhalds-
myndaflokkur um landnema í
Afríku.
Þýðandi Heba Júlíusdóttir.
22.25 Jólakvöld Kriigers.
Leikin bandarísk jólamynd
um aldraðan einstæðing í
stórbórg. Persónur myndar
innar eru gamall húsvörður og
lítil stúlka, sem hefur týnt
vettlingunum sínum.
Með aðalhlutverk fer James
Stewart.
f myndinni syngur Mormóna-
kórinn í Utah.
Þýðandi: Hermann Jóhann-
esson.
22.55 íþróttir.
Umsjón: Bjarni Felixson.
23.25 Dagskrárlok.
ÆlhNUD4GUR
28. desember 1981
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dag-
skrá
20.35 Tommi og Jenni
20.40 Björgunarbátar
Mynd um meðferð gúmbjörg-
unarbáta, sem Siglingamála-
stofnun ríkisins hefur látið
gera. Umsjón: Hjálmar R.
Bárðarson. Þulur Guðbjartur
Gunnarsson.
20.55 íþróttir
Umsjón: Bjarni Felixson.
21.25 Við vorum þó heppin með
veður
Sænskt sjónvarpsleikrit í létt-
um dúr um listina að fara í frí.