Morgunblaðið - 24.12.1981, Qupperneq 31
HVAD ER AD GERAST UM HELGINA?
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981
31
Jólatónleikar
kórs Lang-
holtskirkju
JÓLATONLEIKAR kórs Langholtskirkju
verða í Eossvogskirkju 27. des. kl. 16.00 og
28. og 29. des. kl. 20.00.
Verkefni kórsins að þessu sinni er Jólaóra-
toría Bachs. Fluttir verða fjórir fyrstu hlutar
hennar og upphaf þess fimmta.
Einsöngvarar með kórnum eru: Ólöf Kol-
brún Harðardóttir, Sólveig Björling, Jón
Borsteinsson og Kristinn Sigmundsson.
Þess má geta að Jón Þorsteinsson, sem
nú er fastráðinn við óperuna í Amsterdam,
kemur heim um jólin sérstaklega til að
syngja þessa tónleika með kór Langholts-
kirkju. Hann hlaut nýlega 1. verðlaun ten-
óra í keppni söngvara í óratoríusöng.
Jólaóratorían gerir miklar kröfur til
hljóðfæraleikara, ekki síður en kórs og
einsöngvara, og má nefna í því sambandi
hlutverk Lárusar Sveinssonar á trompet,
Kristjáns Þ. Stephensen og Daða Kol-
beinssonar á óbó og enskt horn, Bernharðs
Wilkinssonar á flautu, Ólafar S. Óskars-
dóttur á selló og Laufeyjar Sigurðardóttur
á fiðlu. Er hún jafnframt konsertmeistari.
Athygli styrktarfélaga er vakin á að
styrktarfélagskort gilda ekki á jólatónleik-
ana. Ennfremur er vert að ítreka, sökum
þess að þessir tónleikar verða ekki endur-
teknir og að húspláss er takmarkað, fólki
er bent á að tryggja sér miða tímanlega.
Forsala aðgöngumiða er í Langholtskirkju
og hjá Úrsmiðnum Lækjargötu 2.
Efna til orgeltón-
leika í Laugarnes-
kirkju á sunnudag
SUNNUDAGINN 27. desember verða haldn-
ir orgeltónleikar í Laugarneskirkju og hefjast
þeir kl. 17. Hjónin Ann Toril Lindstad og
Þröstur Eiríksson leika þar nokkur verk eftir
ýmsa höfunda, en þau eru bæði við nám í
kirkjutónlist í Tónlistarháskóla Noregs í
Osló.
A efnisskrá eru eftirtalin verk: P.
Hindemith: sónata nr. 2, D. Buxtehude:
passacaglia, J.S. Bach: preludia og fuga í
a-moll, C. Franck: choral í a-moll, M.
Dupré: Variations sur un No’el og K.
Nystedt: Ressurrecit. Þröstur leikur fjögur
verkanna, en Ann Toril verk Francks og
Duprés. Mbl. ræddi stuttlega við þau í
kirkjunni nú rétt fyrir jólin og voru þau
spurð hvort líta mætti á þessa tónleika
sem lið í námi þeirra.
— Ætlast er til þess af nemendum að
þeir taki a.m.k. þátt í einum tónleikum
skólans, sem hann efnir til, én það er þó
engin skylda. Hjá okkur sem höfum orgel-
leik sem aðalfag er það vissulega góður og
nauðsynlegur skóli að halda tónleika sem
þessa, þeir krefjast mikils undirbúnings og
Ann Toril Lindstad og Þröstur Eiríksson við
orgelið í Laugarneskirkju. , jó»'n Kmilla
æfingar. Við höfum þó ekki spilað mikið í
vetur, en hér eru flutt verk sem bæði ættu
að vera vel þekkt og lítið þekkt.
Þau Ann Toril og Þröstur stunduðu bæði
píanónám áður en þau hófu nám sitt í
Tónlistarháskólanum, en auk orgelleiks
segja þau kórstjórn og ýmis önnur fög
kennd. Eru þau á þriðja ári og ljúka námi
á fjórum árum. Þau eru spurð hvað taki þá
við:
— Ekki er það vitað með vissu, en við
gerum frekar ráð fyrir að flytja til íslands,
þ.e. ef við getum fengið störf við okkar
hæfi, en það er svipað hér á landi og í
Noregi, að organistar eru sjaldnast ráðnir
í fullt starf, yfirleitt eru þetta hálfar stöð-
ur. Því verða þeir t.d. að kenna með og
gerum við ráð fyrir að svo verði einnig með
okkur. Þó má benda á að stundum stjórna
organistar fleiri en einum kór og hafa alla
umsjón með tónlistarlífi safnaðarins og
segja má því að verkefni þeirra geti verið
nóg til að hafa af þeim fullt starf. Ef við
förum ekki út í starf strax eru möguleikar
á framhaldsnámi við skólann.
Aðalmunurinn á Noregi og íslandi í
þessum efnum er trúlega sá, að víðast er
vandaðri orgel að finna í kirkjum í Noregi,
sem stafar m.a. af því að þar styður ríkið
við orgelkaup kirknanna. Hins vegar er
kannski ekkert meiri áhugi á kirkjutónlist
þar en hér þrátt fyrir góð hljóðfæri, segja
þau Ann Toril Lindstad og Þröstur Eiríks-
son að lokum og snúa sér síðan að æfing-
um.
Jólahraðskákmót
Útvegsbanka
íslands 1981
ALLIR fremstu skákmenn þjóðarinnar verða
meðal þátttakenda á jólahraðskákmóti Út-
vegsbanka íslands sem haldið verður í aðal-
bankanum við Lækjartorg sunnudaginn 27.
desember. Mót þetta er nýlunda af hálfu
bankans og er stefnt að því að það verði
árlegur viðburður.
Meðal þátttakenda verða stórmeistar-
arnir Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sig-
urjónsson, einnig alþjóðlegu meistararnir
Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, Margeir
Pétursson og Haukur Angantýsson og er
langt síðan allir þessir kappar hafa komið
saman í sama móti. Þátttakendur verða 18
talsins og tefla allir við alla, 7 mínútur á
mann til að ljúka skákinni. Skákstjórar
verða alþjóðlegu skákdómararnir Þor-
steinn Þorsteinsson og Guðbjartur Guð-
mundsson.
í mótslok sem verða um kl. 18 mun Al-
bert Guðmundsson afhenda verðlaun.
Væntanlegir áhorfendur geta gengið inn
um aðaldyr bankans frá Lækjartorgi.
Jólatónleikar
á Selfossi
Sunnudaginn 27. 'des. verða hinir árlegu
jólatónleikar í kirkjunni á Selfossi og munu
að þessu sinni fimm kórar taka þátt í tónleik-
unum.
Það eru kirkjukór Selfoss en stjórnandi
hans er Glúmur Gylfason, kór barnaskóla
Selfoss, stjórnandi Sigfús Ólafsson, karla-
kór Selfoss, stjórnandi Ásgeir Sigurðsson,
unglingakór, stjórnandi Jón Ingi Sig-
mundsson og samkór Selfoss undir stjórn
Björgvins Valdimarssonar.
Kórarnir syngja fyrst sinn í hvoru lagi
og síðan allir sameiginlega. Tónleikarnir
verða tveir, þeir fyrri kl. 16.00 og hinir
síðari kl. 20.00.
Jazztónleikar
á Hótel Borg
MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 28. desember verða
haldnir jazztónleikar á Hótel Borg og hefjast
þeir kl. 21. Þar mun leika hljómsveitin Nýja
kompaníið og einnig kemur þar fram Rúnar
Georgsson, saxófónleikari. Efnisskrá þessara
jazztónleika verður tvískipt: annars vegar
mun Nýja kompaníið leika frumsamið efni,
en úrval þess verður hljóðritað { janúar og
Nýja kompaníið. Frá vinstri: Sveinbjörn I.
Baldvinsson, Jóhann G. Jóhannsson, Sigurð-
ur Flosason, Sigurður Valgeirsson og Tómas
R. Einarsson.
mun koma á plötu sem Fálkinn gefur út.
Hins vegar verða leikin ýmis jazzlög, gömul
og ný, og þá mun Rúnar Georgsson leika með
hljómsveitinni.
Nýja kompaníið hefur nú starfað í tæpt
eitt og hálft ár. Það hefur leikið á þeim
stöðum þar sem jazz er mest fluttur hér í
Reykjavík, auk þess sem hljómsveitin hef-
ur leikið í félagsmiðstöðvum og flestum
menntaskólum og fjölbrautaskólum á höf-
uðborgarsvæðinu. Nýja kompaníið skipa:
Sigurður Flosason, altósaxófónn og altó-
flauta, Sveinbjörn I. Baldvinsson, gítar,
Jóhann G. Jóhannsson, píanó, Tómas R.
Einarsson, kontrabassi, og Sigurður Val-
geirsson, trommur. '
Rúnar Georgsson er vel kunnur íslensk-
um jazzunnendum. Hann hefur verið í
fremstu röð íslenskra jazzleikara á annan
áratug og leikur hans á hljómplötunni
Jazzvöku, sem Jazzvakning gaf nýlega út,
hefur hlotið verðskuldað hrós.
(Kréttatilkynning)
Ferðafélag íslands
býöurupp á
tvær gönguferðir
SUNNUDAGINN 27. desember býður Ferða-
félagið upp á tvær gönguferðir, sem hefjast
kl. 11 fyrir hádegi.
í fyrsta lagi er gengið á Skarðsmýrarfjall
við Innstadal.
í öðru lagi verður gengið með vörðunum
á Hellisheiði (austan frá), niður Hellis-
skarð að Kolviðarhóli, þar sem bíllinn bíð-
ur. Þessi gönguleið er þægileg og á svo til
sléttu landi og hentar því allri fjölskyld-
unni. Frítt er í dagsferðir fyrir börn í
fylgd fullorðinna.
Hellisheiðin er í 310 m hæð yfir sjó og
þarf fólk sérstaklega á þessum árstíma að
hafa í huga að klæða sig í samræmi við
hvert ferðinni er heitið. Það er að sjálf-
sögðu ekki unnt að reikna út veðrið fyrir
daginn við dyrnar heima hjá sér.
Síðasta ferð ársins 1981 verður farin á
gamlársdag kl. 07 i Þórsmörk og er þetta
þriggja daga ferð. Aðsóknin er það mikil í _
áðurnefnda ferð, að Ferðafélagið mun nota
allt gistirými í Skagfjörðsskála fyrir far-
þega sína, dagana 31. des,—2. jan. nk. Vak-
in er athygli ferðafólks á því, að sæluhúsið
í Þórsmörk er því upptekið þessa daga.
Tónleikar í
Aðventkirkjunni
í AÐVENTUKIRKJUNNI í Reykjavík,
Ingólfsstræti 19, verða árlegir tónleikar á
jóladagskvöld kl. 20.30. Þar koma fram
Jónína Guðmundsdóttir, organleikari,
Reynir Guðsteinsson, tenór, Kristín Guð-
rún Jónsdóttir, flautuleikari og karla-
kvartett syngur. Allir eru velkomnir.
Getraunagróði
hjá Leikfélagi
Vestmannaeyja
GAMANLEIKRITIÐ Getraunagróði hefur
verið sýnl að undanfórnu við mjög góða að-
sókn hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Skop-
leikurinn er eftir Englendinginn Philip King
og er eins konar framhald að lcikritinu
Klerkar í klípu sem víða hefur verið sýnt.
Getraunagróði er byggt upp á ákaflega
mannlegum hliðum úr lífi prests, mis-
skilningi, gróðabralli og fleiru sem að
sjálfsögðu er allt í góðum tilgangi. Hópur-
inn sem leikur Getraunagróða er sam-
stilltur og hress, þar er ungt fólk sem ný-
liðar hjá LV, en einnig þeir sem eru
þrautreyndir og úr verður skothress leikur
Leikarar Leikfélags Vestmannaeyja ásamt
leikstjóra í forgrunni.
Ljósmynd: lllynur Ólafsson.
sem leikhúsgestir hafa tekið með afbrigð-
um vel.
Leikstjóri er Sigurgeir Scheving. Get-
raunagróði er 107. verkefni Leikfélags
Vestmannaeyja.
Næstu sýningar á Getraunagróða verða
sunnudaginn 3. í jólum kl. 16, fjölskyldu-
sýning og mánudaginn 28. des. kl. 20.30.
Bridge
Arnór Ragnarsson
Bridgefélag
Hornafjarðar
Þriggja kvölda tvímenningi
hjá BH lauk sl. fimmtudag. 12
pör mættu til keppni og 5 efstu
sæti skipuðu:
Árni — Jón Sv. 423
Ragnar Sn. — Björn G. 411
Ingvar — Skeggi 407
Skúli — Björn 397
Svava — Ingibjörg 389 -
Næsta keppni hefst fimmtu-
daginn 7. jan. 1982.
Bridgefélag
Akureyrar
Sjöunda umferðin var spiluð í
aðalsveitakeppni félagsins sl.
þriðjudag. Sveit Magnúsar Aðal-
björnssonar hafði fram að þess-
ari umferð unnið alla sína leiki
með 20 stigum en varð að þessu
sinni að lúta í lægra haldi fyrir
sveit Páls Pálssonar sem vann
leikinn með 15 gegn 5.
Önnur úrslit í 7. umferd:
Símon Gunnarsson —
Örn Einarsson 17-3
Jón Stefánsson —
Alfreð Pálsson 17-3
Ferðaskrifstofa Akureyrar —
Kári Gíslason 17-3
Anton Haraldsson —
Sturla Snæbjörnsson 13-7
Stefán Vilhjálmsson —
Sveit Menntaskólans 12-8
Röð efstu sveita:
Stefán Ragnarsson 126
Magnús Aðalbjörnsson 125
Páll Pálsson 115
Jón Stefánsson 104
Símon Gunnarsson 96
Stefán Vilhjálmsson 79
Sveit Alfreðs Pálssonar má
muna sinn fífil fegri en þeim fé-
lögum hefir gengið mjög illa í
keppninni til þessa. Af öðru
markverðu er það helzt að frétta
að það gerðist í fyrsta skipti í
mörg ár (8. des. sl.) að fresta
varð spilakvöldi vegna veðurs.
8. umferðin í keppninni verður
væntanlega spiluð 29. des. nk.