Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 Ný „Láru-bók“ komin út SETBERG hefur gefid út þriðju bók- ina í bókaflokknum „Láru-bækurn- ar“ eftir Lauru Ingalls Wilder. I»essi bók heitir „Húsið vió ána“, en áður hafa komió út bækurnar „Húsið í Stóru-Skógum" og „Húsió á slétt- unni“. Þessi bókaflokkur er saga Láru Ingalls Wilder, en hún fæddist í litlum bjálkakofa í Stóru-Skógum, Wisconsin og flutti með fjölskyldu sinni í tjaldvagni til Kansas, þá til Minnesota og síðan til Dakota. Teiknarinn Garth Williams hefur myndskreytt allar bækurnar. „„Láru-bækurnar“ má hiklaust flokka undir sígildar barnabók- menntir, enda hafa þær verið þýddar á fjölmörg tungumál og endurútgefnar hvað eftir annað," segir í frétt frá útgefanda. „Húsið við ána“ er 250 blaðsíð- ur. Þýðing er Herborg Friðjóns- dóttir, en Ijóðin í bókinni þýddi Böðvar Guðmundsson skáld. „Þó blæði hjartasár“ eftir Marlyn French IIT EK komin á vegum lóunnar skáldsagan „Þó blæói hjarlasár" eflir Marilyn French, bandaríska höfundinn, sem samdi „Kvenna- klósettiö“ (The Women’s Room“). Álfheiður Kjartansdóttir þýddi sög- una sem út kom á frummáli í fyrra undir nafninu „The Bleeding Heart’. Hér segir frá karli og konu á miðjum aldri og ástum þeirra. „Dolores og Viktor eru bandarísk og eiga bæði fjölskyldur heima en dveljast ein í Bretlandi árlangt", segir í frétt frá útgefanda. Fund- um þeirra ber saman í járnbraut- arlest, á samri stundu verða þau ástfangin og varpa sér umsvifa- laust út í samlíf sem þau vita að ekki getur staðið nema árið. Bæði eiga mikla og sára reynslu að baki og komast fljótt að raun um að þau eru ósammála um flest.“ .ii.au / tcEdua.i Fjórtánda bók Francis Cliffords HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi hefur gefið út nýja bók eftir Franris Cliff- ord og er þaó 14. bókin, sem út kemur á íslensku eftir hann. Bókin heitir Hann hlaut að deyja, og í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Breskur kaupsýslumaður, Simon Loader, er að dauða kominn úr lungnakrabba. Hann yfirgefur fjöl- skyldu, vini og atvinnu og sest að á friðsælli eyju við strönd Spánar. Þar verða á vegi hans launmorð- ingi, vændiskona, nautabani, nunna, prestur og misheppnaður lögregluforingi. Leiðir þessa sund- urleita hóps þræðast saman með dularfullum hætti, uns kemur að örlagastundinni." Bókin er 188 bls. Skúli Jensson þýddi bókina. Hún er prentuð og bundin í Prentverki Akraness hf Tvær sögur Stefan Zweigs BÓKAUTGÁFA Menningarsjóós hef- ur gefió út tvær endurprentaðar sögur eftir austurríska rithöfundinn Stefan Zweig (1881 — I942),en í ár er öld lið- in frá því aó hann fæddist. Sögurnar eru Leyndarmálið í þýðingu Jóns Sig- urðssonar frá Kaldaóarnesi og Manntafl í þýóingu Þórarins Guóna- sonar læknis. Ennfremur flytur bókin sem eftirmála Nokkur oró um höf- undinn eftir l>órarin Guðnason. Stefan Zweig varð landflótta eins og svo margir Gyðingar þegar Hitl- er komst til valda í Þýskalandi og hóf að leggja álfuna undir sig. Lauk ævi Zweigs í Brasilíu sem hann hugði „land framtíðarinnar", en hörmungar síðari heimsstyrjaldar- innar og ofsóknir þær er kynflokk- ur hans sætti gengu honum svo nærri að hann framdi sjálfsmorð ásamt konu sinni, vonsvikinn mað- ur og bugaður. Lét hann Manntafl eftir sig í handriti. Margar bækur Stefans Zweigs hafa verið þýddar á íslensku. Þeirra meðal eru sjálfsæfisaga hans, Ver öld sem var, og helgisögurnar Ljósa- stíkan sem Menningarsjóður hefur áður gefið út. Bókin með Leyndarmálinu og Manntafli er 172 bls. að stærð, sett, prentuð og bundin í prentsmiðjunni Eddu. „Ég lifí“ - Saga Martin Grays í nýrri útgáfu KOMIN er út hjá Iðunni ný útgáfa af bókinni „Ég lifi“, sögu Martins Gray. Hún er skráó af franska sagn- fræóingnum og rithöfundinum Max Gallo. Bók þessi kom fyrst út í ís- lenskri þýóingu 1973. Þýðinguna geróu Kristín Thorlacius og Kögn- valdur Finnbogason. „Ég lifi“ skiptist í fimm megin- hluta: Að lifa af, Hefndin, Nýr heimur, Hamingjan, Örlögin. I bók- inni eru allmargar myndir. Hún er rúmar 400 bjaðsíður. 1J r ‘1 I r. 1 j I : 1 J r t li yo 1 1 ' „Sammi“ - Nýr teiknimynda- flokkur IJT ERIJ komnar hjá lóunni tvær fyrstu bækur í nýjum flokki teikni- myndasagna. Aðalpersónur í þessum flokki eru Sammi og vinur hans Kobbi, sem lenda í ýmiss konar haró- ræði. Bækur þessar eru samdar á frönsku og höfundar tveir, Berck og Cauvin. Fyrsta bókin heitir „Harð- jaxlar í hættuför", en hin „Svall í landhelgi“. Bækurnar eru 48 blaðsíður hvor um sig. Þær eru gefnar út í sam- vinnu við a/s Interpresse. Jón Gunnarsson þýddi textann. wiihelm Busch MAX OG MÓRiTS strákasaga í slö strlkum „Max og Móritsa eftir Wilhelm Busch ÚT ER komin hjá Ióunni bókin „Max og Mórits” eftir þýska teiknarann og skáldið Wilhelm Busch. Þetta er „strákasaga í sjö strikum”, myndir og texti meó í bundnu máli. Kristján Eldjárn þýddi textann. Wilhelm Busch (1832-1908) var á sinni tíð frumkvöðull í gerð myndasagna. Skopteikningar hans með rímuðum frásagnartextum birtust fyrst í þýsku skopblaði á öldinni sem leið og urðu fljótlega almenningseign meðal Þjóðverja. Frægastir af sköpunarverkum Busch urðu þeir kumpánar Max og Mórits sem hér birtast í íslenskum málbúningi með upprunalegum teikningum höfundar síns. Með einkaumboð á Norð- urlöndum á rafmagns- bflum frá Bandaríkjunum MÁ'ITÚR HF„ inn- og útflutningsfyrirtæki, hefur tryggt sér einkaumboð á Noróurlöndum á rafknúnum bílum frá fyrirtækinu Commuter Vehicles Inc. í Florida í Bandaríkjunum. Það fyrirtæki framleiðir ásamt rafmagnsbílum ýmiss konar rafmagnstæki eins og rafhjólastóla. Máttur hf. flytur ýmislegt inn, kaffi, kúlupenna, hnífa sem hafa 25 ára ábyrgð á biti, konfekt og annast dreifingu á bitafiski frá Hveragerði. Blaðamaður Mbl. hitti eiganda og framkvæmdastjóra Máttar hf., Agnar Agnarsson, á skrifstofu fyrirtækisins að Hafnarstræti 15 og innti hann nánar eftir raf- magnsbílunum. „Bílarnir,“ sagði Agnar, „koma hingað til landsins í pörtum og þeir verða settir saman hér á Is- landi. Það tekur frá 40 til 60 tíma að setja einn bíl saman eða eina vinnuviku þegar menn fara að þjálfast í samsetningunni. Það eru tvær gerðir bíla til að byrja með, sem ég flyt inn, „Comuta-car“, sem er minni gerðin, og „Comuta- van“, sem er stærri. Sá minni kemst upp í 65 kílómetra á klukkustund og hleðslan á honum dugar í 65 kílómetra. í honum eru átta sex volta geymar og einn 12 volta fyrir sjálft rafkerfið í bíln- um, eins og ljós og annað. Hann er 750 kíló að þyngd og er sex hestöfl. Ætli hann komi ekki til með að kosta 70.000 krónur. Stærri bíllinn kemst upp í 80 kílómetra á klukkustund og hann kemst 100 kílómetra á einni hleðslu. I honum eru 14 til 16 sex volta rafgeymar og eins og í hin- um einn 12 volta fyrir rafkerfið. Hann vegur um eitt tonn og er 12 hestöfl og kemur sennilega til með að kosta 100.000 krónur. Þó er það ekki ákveðið. Báðir bílarnir eru tveggja sæta, en „Comuta-van“- bíllinn hefur um 230 kílóa burð- argetu plús tvo menn. Báðir bíl- arnir eru með álveltigrind og er hún það eina sem kemur til lands- ins í einu lagi, en yfirbyggingin er úr sterku plasti. Séu bílarnir full- hlaðnir, eru 18 sentímetrar niður á jörð. Rafgeymarnir eru hlaðnir með venjulegri innstungu, hægt að stinga í samband hvar sem er, en bílarnir eru með innbyggt hleðslutæki. Og fyrir minni bílinn tekur það sex til átta tíma að full- hlaöa geymana, frá núlli.“ En viðhald á bílnum? „Það er afskaplega lítið nema á 5000 mílna fresti þarf að athuga kolin í mótornum og mæla geyma- sýruna. Það er geysilega auðvelt að setja saman þessa bíla, en það fer einn maður út til Bandaríkj- anna á námskeið í samsetningu þeirra. Ætli framleiðslan hefjist ekki í byrjun febrúar. Ég er búinn að panta 50 ósamsetta bíla. Þessir bílar eru afskaplega góðir í bæj- arsnúningum þegar þarf að hend- ast á milli stofnana og fyrirtækja auk þess sem þeir eru gersamlega hljóðlausir og engin mengun er af þeim. Og það er kannski rétt að taka það fram, að þessir bílar full- nægja í einu og öllu kröfum bandaríska bifreiðaeftirlitsins." Hvað kostar hleðslan í minni bílinn t.d.? „Mjög gróflega áætlað og sam- kvæmt mínum útreikningum, þá kostar hleðslan á hann um 2,30 krónur, svo það er rétt hægt að ímynda sér hvaða sparnaður er í þessum bílum í öllum þeim bens- ínhækkunum sem yfir okkur dynja.“ Og svo dreifir þú bílunum um öll Norðurlönd? „Já, nú þarf ég að fara að fá mér umboðsmenn á Norðurlöndunum." Er hægt að kaupa bílana bæði samsetta og ósamsetta? „Að sjálfsögðu," sagði Agnar Agnarsson og bætti því við, að enn ætti eftir að fá umsögn viðskipta- málaráðuneytisins um tolla á þessum bílum. Þetta er stærri gerðin af rafknúnu bílunum sem Máttur hf. hefur fengið umboó fyrir. ... ... Ljosmynd Mbl.: Kristjan Ljósmyndavörur: Kæra Hans Petersen hf. fyrir samkeppnisnefnd „JA, það er rétt að ég hef í dag, fyrir hönd fyrirtækisins Ljósmynda- vörur, kært fyrirtækið Hans Peter sen hf. fyrir samkeppnisnefnd vegna auglýsingar frá Hans Peter sen um 75% afslátt af stækkun litmynda, skilyrt því að ákveóin filmutegund, þ.e. Kodak sé notuð og birt var í Morgunblaðinu 18. þessa mánaóar”, sagði Gísli Gests- son, cigandi Ljósmyndavara í sam- tali við blaðió í gær. „Ég tel það vera brot á sam- keppnislögum að viðskiptavinum sé mismunað eftir því hvaða filmutegund þeir nota“, sagði Gísli ennfremur. Þá sagði hann að þetta væri leið keppinauta þeirra til að auka hlutdeild sína í markaðinum, þar sem filmur frá Ljósmyndavörum, Fuji, væru mun ódýrari en filmur frá Kodak. Verðmunur væri það mikill, að þó fólk fengi 75% afslátt af stækkun einnar myndar af hverri filmu, væri það samt dýrara en að kaupa Fuji-filmu og borga fullt verð fyrir stækkunina. Þá væri rétt að geta þess að Fuji-filmur væru fyllilega sambærilegar öðr- um filmutegundum hvað gæði snerti. Hann teldi það því fárán- legt að mismuna viðskiptavinum á þennan hátt og því hefði hann kært málið til samkeppnisnefnd-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.