Morgunblaðið - 24.12.1981, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981
LEIKHÚSIN UM JÓLIN o
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR:
ROMMf. Sigríður Hagalín og Gísli Halldórsson. L'ósm LR
Jói og
Rommi
Tvö leikrit verða sýnd hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur milli jóla og nýárs.
Að þessu sinni verður engin sýning á
annan í jólum, en sunnudaginn 27.
desember verður sýning á „Jóa“ og
þann 29. á „Rommí“. Þá verður
„Jói“ sýndur 30. desember.
JÓI. Jón Hjartarson og
Jóhann Sigurðarson.
Ljosm. LR.
HÚS SKALDSINS. Hjalti Rögnvaldsson og Bríet Héðinsdóttir.
Ljósmyndir: Þjóöleikhusið
Hús skáldsins
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir ann-
an í jólum „Hús skáldsins" eftir
Halldór Laxness í leikgerð Sveins
Einarssonar. Er hér um að ræða
sviðsetningu samnefndrar sögu úr
„Heimsljósi“. Það er Hjalti
Kögnvaldsson sem fer með hlut-
verk skáldsins, Ólafs Kárasonar
l.jósvíkings, Bríet Héðinsdóttir
leikur heitkonu hans, Jarþrúði,
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikur
Jórunni í Veghúsum og Gunnar
Eyjólfsson leikur Pétur þríhross.
Kristján Viggósson leikur Örn Úlf-
ar og Björn Karlsson fer með hlut-
verk Jens Færeyings. Er þetta í
fyrsta sinn sem þeir leika í Þjóð-
leikhúsinu. Valur Gíslason leikur
Jón skerínef. Fjöldi annarra leik-
ara ketnur fram í sýningunni auk
Grettis Björnssonar harmonikku-
leikara.
Leikstjóri er Eyvindur Erlends-
son, leikmynd og búningar eru eft-
ir Sigúrjón Jóhannsson, en Ingvar
Björnsson annast lýsingu. Sönglög
við Ijóðin í „Húsi skáldsins" eru
eftir Jón Asgeirsson.
Önnur sýning á „Húsi skálds-
ins“ verður 27. desember og hin
þriðja þann 29. Fjórða sýning verð-
ur 30. desember. Vegna mikillar
aðsóknar verður „Ástarsaga aldar
innar" sýnd á litla sviðinu kl. 20.30
þann 29. og 30. desember.
ÁSTARSAGA ALDARINNAR.
Kristín Bjarnadóttir.
Gosi í Þjóðleikhúsinu
Miðvikudaginn 30. des-
ember kl. 15.00, frumsýnir
Djóðleikhúsið barnaleikrit
þessa leikárs. I>ar er á ferð-
inni „Gosi“, sjónleikur sem
Brynja Benediktsdóttir hef-
ur sett saman og byggir á
hinni víðfrægu sögu Italans
C. Collodi.
Gosi verður til sem tré-
brúða í höndunum á Láka
leikfangasmið, en fyrir til-
verknað æðri máttarvalda
öðlast hann líf og með því að
rækta alla þá góðu eiginleika
sem ein manneskja hefur til
að bera, þá breytist hann í
raunverulegan strák. Sagan
greinir sem sagt frá þvi
hvernig Gosi spýtustrákur
vitkast og öðlast þroska eftir
miklar raunir og ævintýr.
Sagan af Gosa hefur birst í
margvíslegum myndum,
bæði hefur hún verið gefin út
á bók oftar en flestar aðrar
barnasögur erlendar og það í
þó nokkuð mismunandi gerð-
um, og hún hefur verið
kvikmynduð, m.a. af Walt
Disney.
Það er Arni Tryggvason
sem leikur Láka leikfanga-
smið, Árni Blandon leikur
spýtustrákinn Gosa. Sigurð-
ur Sigurjónsson leikur
Flökkujóa, en sá er samviska
Gosa, samnefnari allra
þeirra dýra, álfa og anda sem
leiðbeina honum. Margrét
Ákadóttir leikur nú sitt
fyrsta hlutverk í Þjóðleik-
húsinu og er hún í hlutverki
Huldu álfkonu. Anna Kristín
Arngrímsdóttir og Hákon
Waage leika kisu og ref sem
verða á vegi Gosa og honum
til ama, Flosi Ólafsson leikur
þann illræmda Loga leikhús-
stjóra og Andri Örn Clausen
og Sigrún Edda Björnsdóttir
eru áberandi í mislitu föru-
neyti hans; ennfremur kem-
ur fram fjöldi barna í hinum
ýmsu gervum, m.a. sem
Harlekin, Kólumbína, Pant-
alon og Pierrot.
Brynja Benediktsdóttir er
leikstjóri sýningárinnar,
leikmynd og búningar eru
eftir Birgi Engilberts, tón-
listin er eftir Sigurð Rúnar
Jónsson, söngtextarnir eftir
Þórarin Eldjárn, dansar eftir
Ingibjörgu Björnsdóttur, en
lýsinguna annast Ásmundur
Karlsson.
GOSI. Árni Tryggvason og Arni Blandon.
Ljósm. Þjóóleikhúsiö.
LEIKFÉLAG AKUREYRAR:
DÝRIN í HÁLSASKÓGI — Marinó Þorsteinsson og Theodór Júlíusson.
Dýrin í Hálsaskógi
LEIKFELAG Akureyrar frumsýnir 28. desember hið svinsæla barna-
leikrit „Dýrin í Hálsaskógi" eftir Torbjörn Egner. Það er Þórunn Sigurð-
ardóttir sem er leikstjóri, en þýðingin er eftir Huldu Valtýsdóttur og
Kristján frá Djúpalæk. Guðrún Auðunsdóttir hefur hannað leikmynd og
búninga, en lýsingu annast David Walters. Hákon Leifsson hefur æft
söngvana, en Ingimar Eydal sér um undirleik. Alls koma þrettán leikar-
ar fram í sýningunni, en með helstu hlutverk fara: Gestur E. Jónasson,
Guðbjörg Thoroddsen, Marinó Þorsteinsson, Sunna Borg og Theodór
Júlíusson.
lALÞÝÐULEIKHÚSIÐ:
Þjóðhátíð
Alþýðuleikhúsið frumsýnir þann
28. desember leikritið „Þjóðhá-
tíð“ eftir Guðmund Steinsson.
Það er Kristbjörg Kjeld sem er
leikstjóri, Guðrún Svava Svav-
arsdóttir gerir leikmynd og bún-
inga, Gunnar Reynir Sveinsson
sér um leikhljóð og David Walters
um lýsingu. Með hlutverkin í
verkinu fara: Karl Guðmundsson,
Edda Hólm, Karl Ágúst Úlfsson,
Edda Björgvinsdóttir og Viðar
Eggertsson.
Áð sögn höfundarins, skrifaði
hann verkið árið 1968 og birtist
það fyrir all mörgum árum í
tímaritinu Lystræningjanum,
undir nafninu „Verndarinn".
Leikurinn gerist á sjötta ára-
tugnum og upphafsatriðið gerist
sautjánda júní, en þá býður
dóttirin á heimilinu erlendum
hermanni heim.
Önnur sýning á „Þjóðhátíð"
verður 30. desember. ’
ÞJÓÐHÁTlÐ. Viðar Eggertsson og
Edda HÓIm. I.jósm. Alþýduleikhúsið.