Morgunblaðið - 24.12.1981, Page 24

Morgunblaðið - 24.12.1981, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 Umsj&n: Séra Karl Sigurbjömsson Séra AuÖur Eir Vilhjálmsdóttir AUDROTTINSDEGI Helgar stundir við jólatréð Adfangadagur við lesum: Jesaja 9,2—7 Þetta er sungið um barnið, sem í Betiehem fæddist. Löngu fyrr hafði Drottinn boðað komu hans, boðað lausn og frið og frelsi. Nú er frelsarinn fæddur! Nú hefur draumur mannkyns ræst. Nú hefur Drottinn svarað neyðarópum mannkyns. Frelsar- inn er fæddur. „Hafið þetta til marks, þér munuð finna ung- barn reifað og lagt í jötu!“ sagði engillinn við hirðina. Þetta tákn var hulið hinum vísu og voldugu. En hirðarnir sáu það, og veittu frelsaranum lotningu. „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá,“ sagði Jesús síðar. Þess vegna er það, að börnin eru opnari fyrir undri jólanna, og barnsaugun skær sjá og skynja tákn Jesúbarnsins, að hann er frelsarinn, gjöfin besta. Börnin kunna að undrast og gleðjast, treysta og trúa. Biðjum Guð um „barnsins glaða jólahug". biðjum: Hjálpa mér, Drottinn, að beygja hjartans kné við jötuna þína lágu. Hjáipa mér að gleðj- ast yfir gleðiboðskap jólanna, og þakka gjafir þínar, sem birtast mér í svo margvíslegum mynd- um í kvöld, en umfram allt fyrir gjöfina mestu: frelsarann Jesúm Krist. Gef mér trú á hann og líf með honum nú og að eilífu. Am- en. Faðir vor og blessunarorðin. lesum eða syngjum: Sálm nr. 72: „Nóttin var sú ágæt ein“. Jóladagur við lesum: Lúk. 2,1—20 Svona kemur Guð til manna. Við hefðum vænst þess, að hann kæmi í tign og veldi, í fylgd herskara engla, með yfirþyrm- andi vald, blindandi birtu. En hann kemur sem barn, fátækt allslaust barn, sem lagt var í jötu. Þegar frá upphafi olli hann mörgum vonbrigðum. „En öllum þeim, sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans.“ Guð gefi okkur náð til að taka við honum og „trúa á nafn hans“ — trúa því og treysta, að hann sé í sannleika frelsarinn, Kristur. biðjum: Eilífi Guð og faðir, þú sem með fæðingu þíns elskaða sonar gafst heiminum lífið, sem er ljós mannanna: Veit oss náð til að taka við honum í hjörtu vor og verða þín börn í honum, sem með þér lifir og ríkir sannur Guð um aldir alda. Amen. Faðir vor og blessunarorðin. lesum eða syngjum: Sálm nr. 85: „Af himnum ofan boðskap ber“. Annar í jólum við lesum: Post. 6,8—15 Frá fornu fari hefur kirkjan minnst Stefáns, fyrsta píslar- vottsins hinn 26. des. Kristnir menn hafa oft þurft að gjalda með lífi sínu fyrir trúna á Drott- in Jesúm Krist. Jafnvel á okkar öld, sem reyndar hefur séð fleiri píslarvotta deydda en nokkur önnur öld sögunnar. Jesús fædd- ist á jörðu til að leiða okkur til Guðs og lífsins með honum. Það kostaði baráttu, og loks dauða á krossi. Það var barátta við þau öfl, sem vilja halda mönnum frá Guði og friði hans og lífi. Enn vinna þau öfl hervirki meðal mannanna. En við vitum, að það eru aðeins fjörbrot, því Kristur hefur sigrað, og mun brátt aug- lýsa sigur sinn öllum mðnnum, alls staðar. biðjum: Drottinn Kristur, við biðjum þig fyrir öllum kristnum mönnum, sem vegna nafns þíns eru fyrirlitnir, ofsóttir, fjötraðir og píndir. Hjálpa þeim, styrk þá í trú og von er hyldýpi illskunn- ar blasir við þeim. Og hjálpa okkur að finna leiðir til að hjálpa þeim. Lát þá finna og skynja, að þeir eru ekki einir, að það er fyrir þeim beðið. Faðir vor og blessunarorðin. lesum eða syngjum: Sálm nr. 76: „Hin fegursta rósin er fundin". Þridji í jólum lesum: Lúk. 2,22—33 Líf Jesú var líf í algjörri sam- stöðu með mönnum, sérstaklega þeim, sem heimurinn smáir, þeim, sem eru einmana, sjúkir, án vonar. Hann lifði í fullkomnu samræmi við orð sín og siðaboð. Hann sýndi umhyggjusemi og kærleika, sem við eigum að bera áfram og auðsýna í öllu okkar lífi. Guð varð maður. Það merkir það, að hann veit hvernig okkur líður, skilur ótta okkar, áhyggjur og kvíða. Og hann einn getur frelsað þig frá angist og ein- semd. í Jesú Kristi varð Guð vin- ur þinn. Vinur, sem aldrei bregst. biðjum: Kom þú inn í líf mitt, Frelsari minn og Drottinn. Helga þú hjarta mitt og líf mitt allt. Lýs mér og leið mig allar stundir ævi minnar og um eilífð alla. Amen. Faðir vor og blessunarorðin. lesum eða syngjum: Sálm nr. 95: „Ég vil með þér, Jesús, fæðast". Söngur frá jólum til jóla Hugsum um englasönginn á Betlehemsvöllum jólanóttina fyrstu. Það er kannski auðveld- ara en oft ella eftir hinn mikla og góða kirkjusöng, sem við höf- um fengið að heyra og taka þátt í á þessu kristniboðsári. Nú skul- um við leggja við hlustir og reyna að ímynda okkur hvað hirðarnir fengu að heyra á jóla- nóttina. Það er svo gott fyrir hjörtu okkar að heyra lofsöng um Drottinn, svo hollt fyrir sálir okkar að syngja saman Guði til dýrðar. Um jólin ómar öll hin kristna kirkja af fögnuði yfir fæðingu frelsarans, orgel og lúðrar, fiðlur, hörpur og gítarar taka undir hinn mikla kórsöng. Svo líða jólin hjá. Hversdagur- inn byrjar aftur. Samt er haldið áfram að syngja. Kirkjufólkið, sem hittist á jólanótt, heldur áfram að hittast til að syngja Frelsara sínum lof og dýrð. Brot og stef úr sálmum og söngvum um hann eru sungin og rauluð þar sem fólk hans vinnur störf sín. Hann er þar nálægur og glæðir hversdaginn hiýju og til- hlökkun. Hver og ein mannvera í þessum mikla kirkjukór, sem syngur hversdags og spari, æfir saman og sér í lagi, fær sérstaka tilsögn hjá Frelsaranum. Hann heyrir hvar þarf að lagfæra. Hann heyrir ef einhver syngur verr í dag en í gær, ef einhver syngur af offorsi ellegar lág- róma af ótta. í þessum mikla kór Drottins njótum við hin radd- minni styrksins frá þeim, sem alltaf voru svo lagvissir í trúnni, Söru og Abraham, Móse og Mirj- am, Pétri, Páli, Maríunum, Föbe og Lýdíu, Lúter og móður Ter- esu. En Kristur er stjórnandinn, og um hann er lofsöngurinn, því enginn er Frelsari nema hann. Gleðileg jól.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.