Morgunblaðið - 24.12.1981, Síða 28

Morgunblaðið - 24.12.1981, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 Flestir hinna beztu voru með á unglingameistaramótinu Skák Margeir Pétursson JÓIIANN Hjartarson varð hlut- skarpastur á unKlinKameistara- móti íslands 1981 sem fram fór um heÍKÍna í Reykjavík. Alls voru þátttakendur á mótinu 39 talsins, víósvcnar aó af landinu <>K næstum allir sterkustu unKl- inKarnir voru með. Fyrirfram hafði verið búist við að þeir Eivar Guðmundsson ok Karl horsteins myndu veita Jóhanni harðasta keppni. en svo fór hins vcKar að tveimur mun stÍKa- læKri þátttakendum. þeim Ró- bert Harðarsyni ok Arnóri Björnssyni, tókst að blanda sér í haráttuna um efsta sætið. Lokastaðan á mótinu varð þessi, en Kert var út um röð þeirra þátttakenda sem jafnir voru að vinninKum með stÍKaút- reikinKÍ: 1. Jóhann Hjartarson, TR 6'/i v. af 7 möKuIeKum. 2. Róbert Harðarsun, TR 5Vá v. 3. Arnór Björnsson, TR 5 v. 4. Ákúsí Kalsson, SH 5 v. 5. Karl Þor- steins, TR 5 v. 6. Elvar Guð- mundsson. TR 5 v. 7. Gunnar Freyr Rúnarsson, TR 5 v. 8. RaKnar MaKnússon, TR 4Vi v. 9. bröstur Einarsson, TK 4V4 v. 10. Tómas Börnsson. TR 4'/2 v. 11. Jón G. Viðarsson, SA 4'A v. Yfirburðasigur Jóhanns kem- ur engum á óvart eftir að hann náði fjórða sæti á heimsmeist- aramóti unglinga, en vinninga- talan segir þó ekki alla söguna því þeir Arnór og Róbert áttu báðir unnin töfl gegn honum. Reynsla Jóhanns kom aftur á móti að góðum notum í vörninni og gegn Róbert náði hann jafn- tefli eftir að hafa verið manni undir, en kom óvæntri giidru á Amór eftir langa og erfiða vörn. Svart: Jóhann Hjartarson. Hvítt: Arnór Björnsson. Jóhann Hjartaraon varð vinningi fyrir ofan næsta mann, en komst tvisvar í hann krappan. 47. - d4+! 48. cxd4?? 48. Kxd4? — Rf5+gekk auðvit- að ekki, en eftir 48. Kf2 — dxc3 er staðan mjög tvísýn. 48. - Rf5+, 49. Bxf5 - De2 mát. Vart þarf að taka fram að tímahrakið átti sinn þátt i þessu slysi, en tímamörkin, ein klst. á fyrstu 30 leikina og sðan 20 mín. til að Ijúka skákinni, leiddu til þess að gert var út um margar skákir í heiftarlegu tímahraki. í síðustu umferð mættust þeir Karl og Jóhann og gat hinn fyrrnefndi náð efsta sætinu með því að sigra. Röng fórn í miðt afli kostaði Karl hins vegar skiptamun og Jóhann vann örugglega. Róbert Harðarson er á stöð- ugri uppleið, en hann byrjaði fremur seint að stunda skákina og var meðal elstu þátttakend- anna. Hann var auk Jóhanns eini taplausi þátttakandinn á- mótinu. Hinn 15 ára gamli Arnór Björnsson er mikið efni sem fróðlegt verður að sjá í keppni við fullorðna meistara. Hann vann bæði Karl og Elvar og átti að auki vænlegt tafl á Jóhann Hjartarson. Tímamörkin virtust eiga illa við þá Karl og Elvar, en þessum öflugu skákmönnum sem báðir eru komnir vel yfir 2300 stig tókst aldrei að blanda sér veru- lega í toppbaráttuna. Elvar, sem varð í öðru sæti á síðasta íslandsmóti, tefldi t.d. ekki við J.óhann Hjartarson, en fyrir- fram voru flestir á þeirri skoðun að uppgjör þeirra myndi ráða úrslitum um efsta sætið. Að lokum skulum við líta á mjög óvenjulegt endatafl frá mótinu: Svart Karl borsteins Hvítt: Arnór Björnssson 30. Hxe6! — fxe6 Ef 30. - Rxg3 þá 31. Hf6 - Rf5, 32. h5! 31. He3 - d5. 32. h5 - Rd6 Eina vonin, eftir 32. — gxh5? 33. g6 — Rf6, 34. g7 og síðan 35. Hf3 verður hvíta peðið að drottningu. 33. hxK6 - Re8, 34. HÍ3 - e4, 35. Hf8 - Rk7, 36. Hg8! En ekki 36. Hf7? - Bc3. Nú gengur 36. — Bc3? ekki vegna 37. Hc8+. 36. - RÍ5, 37. g7 - Bc7, 38. K6 - d4, 39. Kfl - d3. 40. c3! Bráðskemmtileg staða. Svart- ur er kominn í leikþröng. Hann reyndi: 40. - Kd7, 41. Hd8+ - Bxd8, 42. g8=D og hvítur vann. Himinn og jörð: Gunnar Þórðar í beztum ham Hljóm- plotur Árni Johnsen Himinn og jörð Gunnars Þórð- arsonar er frábær hljómplata, svo faglega smíðuð á allan hátt að það er ekki víst að menn átti sig á því að hér er um alíslenska plötu að ræða. Himinn og jörð er plata sem væri í úrvalsflokki hvar sem er í heiminum ef það væri ekki stað- reynd að það er meira og minna tilviljun hvað nær fram að ganga og þó ræður það mestu hvort fjár magn er á bak við það sem auglýsa skal. Himinn og jörð yrði ekki góð plata fyrir mátt peninga í auglýs- ingum, hún yrði fyrst og fremst metin góð af sjálfri sér. Gunnar Þórðarson er stórveldi í íslenzkri sönglagagerð og það er ótrúleg þröngsýni að forráða- menn Sinfóníuhljómsveitar ís- lands skuli ekki fyrir löngu hafa fengið hann til þess að útsetja úr verkum sínum og semja fyrir Sinfóníuhljómsveit íslands. Tón- verk hans kalla oft á tíðum til slíkrar hljómsveitar og Sinfón- íuhljómsveitin myndi að minnsta kosti fá meiri breidd í hlustendahópinn á slíkum tón- leikum undir stjórn Gunnars og ugglaust myndi það vekja áhuga ungs fólks fyrir öðrum þáttum í starfi hljómsveitarinnar. Það var mikil vinna og langur tími sem fór í upptöku á Himni og jörð, én árangurinn er líka góður, því þessi plata er einhver mesta tónsmíð sem gerð hefur verið á dægurlagaplötu á íslandi og líklega þótt víðar væri leitað, því fjölbreytni laga er það mikil og margir textarnir ágætir þótt sá þáttur sé það eina á plötunni sem er ekki skothelt. I lögunum Himinn og jörð, Vegurinn, Vetrarsól, Fjólublátt ljós við barinn, Út á lífið og Þitt fyrsta bros, er Gunnar Þórðar- son eins og hann er beztur. Tón- list hans og útsetningar spanna víðáttu þar sem margslungin hljóðfæraskipan fær notið sín til fulls vegna þess að Gunnar hugsar fyrir öllu í útsetningum og upptöku, það er engin tilvilj- un sem ræður ferð. Það má benda á strengina á bakgrunni á Himni og jörð, þeir koma þar inn í fjarska eins og sólargeislar og lagið má hiklaust telja eitt af beztu lögum Gunna. Skot í myrkri er af ætt diskótaktsins, sungið listavel af Shady Owens, þá er Vegurinn gullfallegt lag við texta Þorsteins Eggertsson- ar, sem einnig á textann Himinn og jörð sem Björgvin syngur snilldarlega. Læknisráð finnst mér það lag sem ber minnstan svip Gunnars, en allt annað er að segja um Vetrarsól, fagurt lag á rólega rólinu við hugljúfan texta Ólafs Hauks Símonarsonar. Lag- ið Fjólublátt ljós er dúndurgott og Klíkan lifir sig inn í það á eðlilegan hátt, September finnst mér eins og september með með- alhita, hvorki of kalt né heitt, en Shady lætur ekki að sér hæða í söngnum og útsetningin er fjör- leg. Þá er Ut á lífið mjög gott lag og Ragnhildur Gísladóttir er í essinu sínu en textinn er slapp- ur. Lokalag plötunnar, Þitt fyrsta bros, sem Pálmi Gunn- arsson syngur, er frábært lag og Pálma bregst ekki bogalistin í góðum söng. Himinn og jörð var hljóðrituð í Hljóðrita í ágúst og september 1981 og það er Fálkinn sem gefur plötuna út. Upptaka er mjög vel heppnuð hjá Geoff Calver, Gunnari Smára Helgasyni, Sig- urði Bjólu Garðarssyni og Baldri Má Arngrímssyni. Magnús Ingi- marsson sá um útsetningar strengja og bakraddir eru nú úr börkum Magnúsar Sigmunds- sonar, Helgu Möller og Jóhanns Helgasonar. Bessi Bjarnason segir sogur og syngur fyrir börnin á samnefndri plötu sem Fálkinn hefur gefið út og barnakór úr Melaskóla syngur undir stjórn Magnúsar Pétursson- ar. Bessi Bjarnason fær börn á öllum aldri til að hlusta á sig, enda maðurinn þeim hæfileikum gæddur í ríkum mæli að vera fæddur leikari og slíkum fylgja ætíð vonir um ævintýri. Að segja sögu hefur verið á undanhaldi í uppeldi íslenzkrar æsku hvað snertir þátt skólakerfisins, en einn og einn einstaklingur hefur í samvinnú við hljómplötuútgáf- ur lagt lóð sitt á vogarskálina með frásögum á hljómplötum og Bessi er einn af þeim sem segir söguna listavel. Sagan verður að leikhúsi í frásögn hans. Það er galli á plötuumslaginu að ekki er getið hvaðan sögurnar eru sem Bessi segir, en þær munu allar ættaðar frá Evrópu, sumar úr Grímsævintýrum, aðr- Gunnar leikur á gítar, bassa- gítar og synthesizer, Ásgeir Oskarsson á trommur og slag- verk, Eyþór Gunnarsson á hljómborð og synthesizer, Krist- inn Svavarsson á saxófóna og Ásgeir Eiríksson á harmonikku. Strengjasveitin er úr Sinfóníu- hljómsveit íslands, en söngvarar á plötunni eru Björgvin Hall- dórsson, Shady Owens og Klík- an, þau Þorgeir Ástvaldsson, Bryndís Scheving og Dagný Emma Magnúsdóttir. BESSIBJARNASON | segir scxjur og syngur fyrir bömin ar nýrri og m.a. eru þarna sögur sem Þórir S. Guðbergsson hefur þýtt. Það er skemmtileg uppbygg- ing á plötunni, því á eftir hverri sögu syngur Bessi ásamt barna- kór ljóð sem Kristján frá Djúpa- læk hefur verið fenginn til þess að gera og lögin eru eftir Magn- ús Pétursson, Iistilega vel gerð, skemmtileg og ljóðræn og sér- staklega tel ég að lögin Slæmt er þetta kiða kið og Blessuð sé hún Dóttir mín sem er nær fjórtán ára sagði að Himinn og jörð væri frábær plata, en það þyrfti að pæla dálítið í henni og líklega þurfa táningarnir ekki að hafa mikið fleiri orð um þetta, en þeg- ar vandað er til hljómlistar á plötu eins og Himinn og jörð og unga fólkið fæst til að velta því fyrir sér sem boðið er upp á þá skilar þessi tegund listar já- kvæðum árangri í uppeldi og er talsvert meira en stundarafþrey- ing eins og fólk með fordóma tel- ur dægurtónlist vera eingöngu. Vönduð dægurtónlist á ekki sið- ur líf fyrir höndum en það sem sumir telja samið í nafni hins sígilda og sá sem gefur sér tíma til að hlusta á tónverk Gunnars Himinn og jörð hlýtur að komast að raun um að dilkurinn er vænn og hefur yfirvigt. Búkolla mín muni falla börnum vel í geð. Það er gott mál á sögunum og ljóðunum og það er mikils virði og það er engin spurning að ræktun móðurmálsins er einhver bezta fjárfesting sem íslenzk þjóð getur byggt sjálfstæði sitt á. Barnaplata Bessa með sögum og söngvum er góður uppalandi og skemmtilegur og mætti gefa út miklu meira af sliku efni, eðli- legu efni með ævintýraívafi og án alls sem heitir vandamála- kjaftæði eins og margir „postul- ar“ nútímans eru að reyna að troða inn á saklaus börn að sænskri fyrirmynd. íslendingar hafa ekki efni á uppbyggingu slíks náttúruleysis, gagn og gaman er stíll við hæfi barna, en ekki grafalvarleg pólitísk og fé- lagsfræðileg vandamál. Slíkt brýtur börn fremur niður en að bæta þau, en sögu- og söngva- plata Bessa bætir tvímælalaust. Bráðskemmtileg sögu- og söngvaplata Bessa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.