Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 13
Sezt stúlka í brezka hásætið? I>AÐ eru aðeins helmingslíkur á því að barn Díönu og Karls Bretaprins, sem von er á í júní, verði næsti erfingi bresku krún- unnar. Kynferði barnsins ræður öllu þar um. í stjórnarskránni segir að drengir eigi forgangs- rétt að krúnunni hvar í syst- kinaröðinni sem þeir eru. Michael English þingmaður hefur lagt fram tillögu í breska þinginu sem á að breyta þessu misrétti kynj- anna. Hann vill að frumburð- ur hjónanna verði erfingi krúnunnar — jafnvel þótt það verði stúlka. „Ástaeðan er ein- föld. Ég er hlynntur jafnrétti kynjanna," sagði English í viðtali. Það mætti halda, að í landi þar sem drottning situr í há- sæti og kona gegnir embætti forsætisráðherra, þætti til- laga English sjálfsagður hlut- ur. En svo er ekki. I yfirlýs- ingu frá Buckingham-höllinni segir að tillagan hefði meiri háttar breytingu á stjórn- arskránni í för með sér ef hún yrði samþykkt. Kvenréttinda- konur láta málið sig engu skipta og segja að erfðareglur Karl og Díana í febrúar á síðasta ári. konungdæmisins skipti litlu máli fyrir líf fólks í landinu almennt. Það eru litlar líkur á því að tillagan verði afgreidd í þing- inu áður en Diana fæðir barn- ið í sumar. Margar tillögur liggja fyrir í þinginu og vænt- anlega verður þessi ekki tekin fyrir fyrr en í febrúar. Sví- þjóð er eina konungsríkið í Evrópu sem hefur breytt stjórnarskránni þannig að frumburður erfi krúnuna sama hvors kyns hann er. I öðrum konungsríkjum erfa stúlkur aðeins krúnuna ef þær eiga ekki bræður. Elísabet Bretadrottning. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 13 Kamabæimir um land allt óska viðskiptavinum sinum leðilegra ióla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.