Morgunblaðið - 24.12.1981, Page 32
r
Síminn á afgreíðslunni er
83033
FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981
Fiskiskipaflotinn:
Verkfall og verk-
bann á jóladag
VERKFALL á fiskiskipaflot-
anum skellur á á miðnætti
jóladags, 25. desember næst-
komandi, hafi ekki tekist
samkomulag um nýtt fiskverð
er sjómenn geti sætt sig við.
Verkbann vinnuveitenda á
þær atvinnugreinar er beint
tengjast útgerð fiskiskipanna
skellur á frá og með sama
tíma.
Guðmundur Hallvarðsson
formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur sagði í samtali
við Mbl. í gær, að ekkert
benti til annars en verkfall
skylli á. Ekkert hefði gerst í
málinu í gær, en sáttafund-
ur hefði verið boðaður hjá
ríkissáttasemjara þriðju-
daginn 29. desember kl. 13.
Gert er ráð fyrir
mildara jólaveðri
ALLAR líkur benda til þess,
að jólaveðrið verði mun mild-
ara, en veðrið hefur verið að
undanförnu, að sögn Páls
Bergþórssonar, veðurfræð-
ings á Veðurstofu íslands.
— Það snýst líklega í austan,
eða suðaustanátt á öllu landinu í
Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri:
anlega yrði skaplegasta veður á
Vestfjörðum yfir hátíðina, en þar
hefur verið leiðinda veður að und-
anförnu.
Loksins eru þau komin, blessuð jólin.
dag. Hér sunnanlands verður trú-
lega einhver væta í lofti, en ekki
er hægt að fullyrða um, hvort það
verður rigning, slydda eða snjó-
koma.
Norðan- og austanlands verður
hins vegar bærilegasta veður,
skýjalitið og eitthvað kaldara, en
þar hefur verið mjög milt veður að
undanförnu, eða rétt um frost-
mark í gær. Þó má gera ráð fyrir,
að aftur verði komið mildara veð-
ur á annan dag jóla, sagði Páll
ennfremur.
Aðspurður sagði Páll, að vænt-
Skilyrði til aðhalds í geng-
ismálum hafa giörbreytzt
Gleðileg
HVERSU mikil áhrif afnám
fastgengiskcrfisins hefur í
raun átt í því að magna verð-
bólgu hér á landi að undan-
förnu, verður vafalaust seint
metið af nokkurri nákvæmni,
segir dr. Jóhannes Nordal,
scðlabankastjóri, í forystu-
grein í nýútkomnu hefti af
Fjármálatíðindum. Ber grein-
in heitið: Um þróun og stefnu
í gengismálum og snýst í
stórum dráttum um áhrif
þess, að hætt var gullinn-
lausn dollarans fyrir 10 árum
og þar með kippt burt undir-
stöðunni undir fastgengis-
kerfinu, sem kennt er við
Bretton Woods.
Jóhannes Nordal telur, að engin
einföld lausn finnist á þeim vanda,
sem fylgir gengissveiflum höfuð-
viðskiptamynta íslendinga. Þar sé
um að ræða nýja viðskiptalega
áhættu, sem atvinnuvegirnir verði
að læra að búa við og taka tillit til
í áætlanagerð sinni. Mikið velti
þess vegna á því, að atvinnu-
fyrirtæki hafi fjárhagslegt bol-
magn og afkomugrundvöll til þess
Stolið um 200 þúsund kr.
frá Bílaleigu Akureyrar
Akureyri 23. descmber.
STÓRÞJÓFNAÐUR var framinn á
Akureyri í nótt. Brotist var inn í
skrifstofu Bílaleigu Akureyrar og
stolið þaðan peningum og öðrum
verðmætum að verðmæti rúmlega
200 þúsund krónur. í sumar var stol-
ið 140 þús. kr. frá sama fyrirtæki
þannig að skaði þess af völdum þjófa
er orðinn rúmlega 340 þús. kr. (34 m.
gkr.) á hálfu ári.
Þjófnaðurinn var framinn í
skrifstofu Bílaleigu Akureyrar á 2.
hæð hússins nr. 12 við Tryggva-
braut, en þangað flutti fyrirtækið
skrifstofur sínar í haust. Farið var
inn í húsið með því að brjóta rúðu i
útihurð á afgreiðslu á jarðhæð, en
þaðan er innangengt í skrifstofuna.
Þvínæst var eldtraust peninga-
geymsla brotin upp með því að
bora út læsinguna með borvél.
Tjón í tveimur
innbrotum orð-
ið 340 þús. kr.
Þarna hurfu 127 þús. kr. í pen-
ingum, sem komið höfðu inn fyrir
bensínsölu og fleira í gær, auk pen-
inga sem fyrir voru, 10—12 þús. kr.
Þannig að saknað er 140—150 þús.
kr. í peningum. Þar að auki var
stolið ávísunum og reikningum svo
að heildartjón Bílaleigu Akureyrar
er ekki undir 200 þús. kr.
í ágúst í sumar var brotist inn í
þáverandi skrifstofur fyrirtækis-
ins, sem um þær mundir var verið
að flytja í nýtt húsnæði, og þar
hurfu um 140 þús. kr. Ljóst er þvi
að þetta fyrirtæki hefur á tæplega
hálfu ári séð á eftir um 340 þús. kr.
(34 m. gkr.) í klær þjófa.
Unnið var við bensinsölu í næsta
húsi á vegum Bílaleigu Akureyrar
fram til kl. 23:30 í gærkvöldi og er
talið víst að þjófnaðurinn hafi ver-
ið framinn eftir þann tíma. Til-
kynnt var um hann um kl. 8:30 í
morgun.
Rannsóknarlögreglan biður alla,
sem einhverjar upplýsingar eða
vísbendingar geta veitt, t.d. um
grunsamlega umferð í grennd við
Tryggvabraut 12 eftir kl. 23:30 í
gærkvöld, að gera sér tafarlaust
viðvart.
Sv.P.
að taka þessa auknu áhættu á sig.
Jóhannes Nordal minnir á, að
um síðustu áramót hafi verið
ákveðið að halda meðalgengi krón-
unnar óbreyttu fram til vors. Hafi
það borið umtalsverðan árangur,
Jólafagnað-
ur Verndar
JÓLAFAGNAÐUR Verndar
verður haldinn í húsi Slysa-
varnafélagsins á Grandagarði í
dag, aðfangadag. Verður þar að
venju síðdegiskaffi, kvöldmatur
og kvöldkafÖ.
Allir, sem ekki hafa tæki-
færi til að dveljast með vanda-
mönnum eða vinum á þessum
hátíðisdegi, eru velkomnir á
jólafagnaðinn.
Húsið verður opnað kl. 3 síð-
degis.
enda hafi viðskiptakjör batnað
vegna mikillar hækkunar á gengi
dollarans og verðlagsáhrif skerð-
ingar vísitölubóta 1. mars sl. hafi
verið hagstæð. Síðustu mánuði
hafi hins vegar slegið í bakseglin.
Ög þá segir bankastjóri Seðla-
bankans:
„Við þessar aðstæður (þ.e. eins
og málum er nú komið, innsk.
Mbl.) hafa skilyrðin til áfram-
haldandi aðhalds í gengismálum
gjörbreytzt, nema annað hvort
komi til frekari aðgerðir í launa-
málum eða svo strangt aðhald að
rekstrarafkomu fyrirtækja, að til
atvinnuleysis gæti komið. Ef enn
þrengdi að afkomu atvinnuveg-
anna, gæti svo farið, að íslend-
ingar stæðu brátt í svipuðum
sporum og nágrannaþjóðir okkar,
t.d. Bretar og Danir, sem búið
hafa við gengisskráningu, sem
þrengt hefur stórlega hag fyrir-
tækja og valdið víðtæku atvinnu-
leysi."
Morgunblaðið mun birta grein
dr. Jóhannesar Nordals í heild
milli jóla og nýárs.
Banaslys í
umferðinni
FULLORDIN kona beið bana í um-
ferðarslysi á gamla Laufásveginum
rétt upp úr kl. 18 á þriðjudag. Konan
var á leið yfir Laufásveginn
skammt fyrir austan Umferðar-
miðstöðina, þegar hún varð fyrir
bifreið. Ökumaður bifreiðarinnar
varð konunnar ekki var fyrr en
hún skall á bifreiðinni.
Konan lést á leið í sjúkrahús.