Morgunblaðið - 24.12.1981, Page 21

Morgunblaðið - 24.12.1981, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 21 Landsfundur fslenskra símamanna: Siglufjardarkirkja l.jóxm Snorri Snorruwn Siglufjarðarkirkja 50 ára 1982 Á NÆSTA ári, árinu 1982, verður Siglufjarðarkirkja 50 ára. Hún var vígð 28. ágúst 1932, við hátíðlega athöfn, af þáverandi biskupi lands- ins, Jóni Helgasyni. I>egar hafðar eru í huga aðsta'ð ur þeirra tíma, bæði hvað snertir hygtjingarta-kni og efnahagslega getu, má hiklaust segja, að bygg- ing kirkjunnar hafi verið stórvirki. Kirkjan var þá, og er reyndar enn, ein af stærstu kirkjum landsins, rúmar um það bil 380 manns i sæti. Allt frá vígslunni fram á dag- inn í dag, hafa Siglfirðingar annast þetta guðshús af ein- stakri ræktarsemi. Byggingin ber þess glöggt merki, bæði að utan og innan. í marga stórframkvæmdina hefur síðan verið ráðist. Síðasti áfanginn var að kaupa steinda kirkjuglugga og mála kirkjuna að utan og innan. Of langt mál væri að rekja annað sem hefur verið gert til að fegra guðshúsið síðastliðna hálfa öld, en þar hafa margir vinir kirkjunnar lagt hönd á plóginn. Nú við þessi tímamót, hyggst sóknarnefnd í samvinnu við systrafélag kirkjunnar ráðast í enn eina stórframkvæmdina. Nú þegar hefur verið hafist handa við að breyta kirkjuloftinu í nú- tímalegt safnaðarheimilir Á kirkjulofti hafa kirkjufélögin haft fundaraðstöðu, en þar var áður fyrr gagnfræðaskóli Siglu- fjarðar til staðar í ein átján ár. Á kirkjuloftinu er möguleiki á að koma fyrir myndarlegu safn- aðarheimili. Siglfirðingar, félög og einstaklingar hafa nú þegar lagt sitt af mörkum í þessa framkvæmd. Siglfirðingarnir Helgi Hafliðason arkitekt og Hákon Ólafsson verkfræðingur hafa teiknað og hannað heimilið. Sverrir Sveinsson veitustjóri annast rafmagnsteikningar, Jón Dýrfjörð pípulagnir og Birgir Guðlaugsson framkvæmdastjóri annast sjálfa uppbygginguna. Systrafélag kirkjunnar mun gefa eldhúsinnréttingar í safn- aðarheimilið. Hefur félagið efnt til fjáröflunar og hefur hún gengið vel. Næstu verkefni fé- lagsins verða jólakortasala, sem er árviss og sala á jólaföndri, sem verið er að vinna að. Á næstunni hyggst sóknar- nefnd leita til félaga og einstakl- inga í Siglufirði um aðstoð til að fullgera safnaðarheimilið á af- mælisári kirkjunnar, 1982. Leit- að er eftir sjálfboðaliðum og öll fjárhagsleg aðstoð er vel þegin. Til að ítreka óskir sínar og vonir, mun sóknarnefnd senda öllum Siglfirðingum nær og fjær beiðni um aðstoð við þetta mik- ilvæga verkefni kirkju og staðar. Nánari upplýsingar gefur sókn- arprestur og gjaldkeri sóknar- nefndar Hinrik Andrésson. Er það einlæg ósk og von sókn- arnefndar, að Siglfirðingar bregðist vel við þessari beiðni, eins og ávallt áður, þá er kirkjan hefur unnið að stórum verkefn- um við hin ýmsu tímamót í sögu hennar. Sóknarprestur Fulltrúar íslands í Alþjóðaráðstefnu Rauða krossins, sem haldin var í Manila á Filipseyjum. Lengst til hægri er stjórnarformaður RKÍ, Ólafur Mixa, læknir, og við hlið hans er Jón Ásgeirsson, framkvæmdastjóri RKÍ. Næstir þeim eru fulltrúar frá írlandi. Fjölmenn ráðstefna Rauða kross-félaga í Manila NÝLEGA var haldin í Manila á Fil- ipseyjum Alþjóðaráðstefna Rauða krossins. Ráðstefnan skiptist í þrennt, Aðalfund Kauða krossfé- laga, Fulltrúaráðsfund og Alþjóða- þing. Aðalfundur Rauða krossfélaga er venjulega haldinn annað hvort ár og hann sitja fulltrúar allra Rauða krossfélaga og Alþjóða- sambandsins. Aðild að því eiga nú 128 þjóðir. Fulitrúaráðsfundinn sitja auk fyrrgreindra einnig fulltrúar frá Álþjóðaráði Rauða krossins, sem hefur aðsetur í Genf. Alþjóðaþingið, sem venjulega stendur yfir í vikutíma er fjöl- mennast því þá eiga einnig rétt til þátttöku fulltrúar ríkisstjórna þeirra þjóða sem hafa Rauða krossfélag starfandi og viður- kennt. Ráðstefnan í Manila stóð í tvær vikur alls og voru þátttakendur um 800 þegar flest var. Mikill fjöldi margvíslegra mála var til umræðu og afgreiðslu. Þar kom vel fram hve fjölþætt starfsemi Rauða krossins er um allan heim, enda eru Rauði krossinn, Alþjóða- sambandið og aðildarfélögin fjöl- mennasta hjálparstofnun heims með um 240 milljónir félags- manna. Tveir fulltrúar Rauða kross Is- lands sátu ráðstefnuna í Manila, Ólafur Mixa, formaður stjórnar RKI og Jón Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri RKI. - segir Gudmundur H. Garðarsson, stjórn- armaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna RÍKISSTJÓRNIN hefur fallið frá hugmyndum sínum um að skylda líf- eyrissjóði landsins til að verja a.m.k. 45% af ráðstöfunarfé sínu til kaupa á skuldabréfum frá þremur sjóðum, Byggingasjóði, Framkvæmdasjóði og ríkissjóði, og bindiskyldan verður eftir sem áður 40%. — Eins og kom fram í Mbl., þá hafði fjármálaráðherra uppi mjög ákveðnar ráðagerðir í sambandi við það, að hið opinbera miðstýrði 45% af ráðstöfunarfé lífeyrissjóð- anna, en þessu var harðlega mót- mælt af Landsambandi lífeyris- sjóða og Sambandi almennra líf- eyrissjóða, auk ýmissa annarra aðila, sagði Guðmundur H. Garð- arsson, sem sæti á í stjórn Lífeyr- issjóðs verzlunarmanna. — Á fundum með fjárhags- og viðskiptanefndum beggja deilda Alþingis, þar sem fulltrúar Land- sambands lífeyrissjóða sáu þau frumvörp, sem ríkisstjórnin var með í bígerð, var þessum ráða- gerðum harðlega mótmælt, þá al- veg sérstaklega þeirri hugmynd að ráðherra ætti að hafa úrskurðar- vald um að með hvaða hætti sjóð- irnir mættu lána, auk annarra þvingandi ákvæða, sem komu fram í þessum frumvörpum. Eftir þessi mótmæli má segja að framkomið frumvarp í sinni end- anlegu mynd sé ekki ósvipað þeim lögum, sem gilt hafa undanfarin ár í sambandi við þessi mál. Af þessu má því ótvírætt marka, að ríkisstjórnin þurfti að hörfa al- gjörlega frá þessum neikvæðu fyrirætlunum sínum. Jafnframt vil ég segja það, að í grundvallar- atriðum eru sjóðirnir á móti öllum lagaþvingunum sem skerða frjáls- an ráðstöfunarrétt sjóðanna yfir eigin fé, sagði Guðmundur H. Garðarsson að siðustu. Mjög hörð mótmæli komu fram vegna fyrirætlana ríkisstjórnar- innar. Björn Þórhallsson, vara- forseti ASÍ, sagði að hann teldi þessa hugmynd fráleita. Það hefði verið of langt gengið að flestra mati, þegar ákveðið var að auka bindiskylduna í 40% hvað þá nú. — Enda voru menn sammála í verkalýðshreyfingunni um að vera á móti þessari fráleitu fyrirætlan, sagði Björn Þórhallsson ennfrem- ur. Hermann Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Sam- bandsins, sagði í samtali við Mbl., að stjórnvöld hefðu komizt á yztu nöf þegar bindiskyldan var hækk- uð í 40% á sinum tíma, þannig að svona hugmyndir gengju engan veginn. Mælirinn væri þegar orð- inn fullur. Þá mótmæltu samtök eins og Vinnuveitendasamband íslands og Kaupmannasamtök íslands þess- um fyrirætlunum ríkisstjórnar- innar mjög harðlega. Spil ársins í Bretlandi Fyrirtæki Aðalheiðar Jörgensen hefur haf- ið innflutning á enska spilinu Kens- ington, en það var valið „spil ársins“ í Bretlandi 1981. Mótmælir árás- um á einkarétt Pósts og sfma FÉLAG íslenskra símamanna hélt 12. landsfund sinn dagana 21. til 23.október síðastliðinn f Munaðar nesi, en landsfundir eru haldnir á 3ja ára fresti. Formaður félagsins, Ágúst Geirs- son, setti fundinn en hann sátu 38 fulltrúar víðsvegar að af landinu. Formaður félagsins flutti yfirlit um störf þess og stöðu. Á landsfund- inum voru mörg mál til umræðu. Lagði fundurinn meðal annars áherslu á að þeim starfsmönnum, sem vinnu sinnar vegna dvelja næt- urlangt eða lengur fjarri föstum vinnustað, skuli greiddar samsvar- andi greiðslur og fyrir útkallsvakt. Einnig var þess krafist að allt vaktavinnufólk njóti 50 mín. regl- unnar. Á landsfundinum var ályktað um tölvumál og segir í ályktun að sök- um þeirrar öru tækniþróunar, sem nú eigi sér stað innan Pósts og símar, einkum vegna tölvuvæðingar, krefjist landsfundurinn þess, að gerður sé samningur milli FIS og stofnunarinnar varðandi áhrif þeirrar þróunar á starfsmenn og starfsaðstöðu alla. Ályktað var um samningsrétt og ítrekaði 12. landsfundur símamanna þá eindregnu kröfu FÍS, að samn- ingsrétturinn og þar með verkfalls- rétturinn skuli vera í höndum hvers félags innan BSRB. I ályktun um skóla- og menntun- armál var lögð áhersla á mikilvægi Póst- og símaskólans fyrir starfs- menn og stofnunina. Ennfremur vakti fundurinn athygli á að ör þróun hefur ekki aðeins átt sér stað á sviði síma- og fjarskiptamála, heldur hafa einnig orðið breytingar á símaafgreiðslu- og skrifstofustörf- um, sem þróast mun í byltingu á næstu árum. Því sé mjög brýnt að verði komið á námsbraut og endur- menntunarnámskeiðum fyrir síma- afgreiðslu- og skrifstofufólk innan stofnunarinnar. Skoraði fundurinn á Póst- og símamálastjóra að sjá til þess að tillögur skólanefndar Póst- og símaskólans, sem lagðar hafa verið fram, komi nú þegar til fram- kvæmda. Hvað símþjónustu varðar mót- mælir landsfundurinn árásum á einkarétt Pósts og síma og öllum tilraunum til að veikja hann og hvatti alla símamenn til að taka virkan þátt í baráttu gegn því að þjónustu stofnunarinnar verði kom- ið í hendur fjölmargra einkaaðila eða fjölþjóðahringa. Landsfundurinn taldi brýnt að starfsréttindi símsmiða og sím- virkja verði löggild. Þá mótmælti fundurinn því að hagsmunir BHM-manna sitji í fyrirrúmi í stofnuninni í launamálum. Landsfundurinn lýsti yfir fullum stuðningi við baráttu fatlaðra fyrir jöfnum rétti á við aðra þegna þjóð- félagsins til starfa, starfsþjálfunar og mannsæmandi lífskjara. Forsetar fundarins voru kjörnir þau Sigurbjörg Haraldsdóttir, Reykjavík, og Hermann Guð- mundsson, Akranesi. Horfið frá hugmyndum um aukna bindiskyldu lffeyrissjóða: Ríkisstjórnin varð að hörfa algjörlega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.