Morgunblaðið - 24.12.1981, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981
5
VWM K W WNNÍÍ?
23. og 24.
janúar:
Prófkjör sjálfstæðis-
manna á Seltjarnarnesi
ÞÁTTTAKENDUR í prófkjöri Sjilf-
stæðisflokksins á Seltjarnarnesi um
val frambjóðenda á lista flokksins við
næstu bæjarstjórnarkosningar eru:
Anna Kristín Karlsdóttir, skrif-
stofumaður, Unnarbraut 11, Asgeir
S. Ásgeirsson, kaupmaður, Sefgörð-
um 12, Áslaug G. Harðardóttir, hús-
móðir, Látraströnd 6, Bryndís Hild-
ur Snæbjörnsdóttir, húsmóðir og
nemi, Miðbraut 10, Erna Nielsen,
húsmóðir, Barðaströnd 11, Grétar
Vilmundarson, vélvirki, Melabraut
62, Guðmar Magnússon, verslunar-
maður, Barðaströnd 23, Guðmar
Marelsson, sölustjóri, Meíabraut 66,
Jón Gunnlaugsson, læknir, Skóla-
braut 61, Jónas Friðgeirsson, verka-
maður, Bjargi II við Nesveg, Jónatan
Guðjónsson, vélvirkjameistari, Vest-
urströnd 4a, Júlíus Sólnes, prófessor,
Miðbraut 31, Kristín Friðbjarnar-
dóttir, félagsmálafulltrúi, Vallar-
braut 18, Magnús Erlendsson, full-
trúi, Sævargörðum 7, Sigurgeir Sig-
urðsson, bæjarstjóri, Miðbraut 29,
og Skúli Ólafs, framkvæmdastjóri,
Vesturströnd 31.
Frambjóðendum skal raðað á
prófkjörsseðil samkvæmt úrdrætti,
sem yfirkjörstjórn sér um.
Prófkjör fer fram dagana 23. og
24. janúar 1982 en yfirkjörstjórn er
heimilt að fjölga prófkjörsdögum, ef
veður kynni að hamla kosningu
framangreinda daga.
Yfirkjörstjórn ákveður þann tíma,
sem kjörstaður er opinn prófkjörs-
dagana svo og ákveður kjörstjórnin
hvort eða hvenær utankjörfundar-
atkvæðagreiðsla fer fram.
í yfirkjörstjórn eru: Guðmundur
Hjaltason, Melabraut 51, sem er
formaður, Hörður Felixson, Sævar-
görðum 9, Ingi R. Jóhannesson, Sæv-
argörðum 2, Kristinn P. Michelsen,
Unnarbraut 12, og Þóra M. Bjarna-
dóttir, Miðbraut 5. í kjörnefnd eru:
Gísli Ólafsson, Helga Einarsdóttir
og Snæbjörn Ásgeirsson.
fKENWOOD
Túrbó Hi-Fi
„Himinn og jörð“
söluhæsta platan
- segir Ólafur Haraldsson, forstjóri Fálkans
„ÉG vil benda á það að í frétt í
Morgunblaðinu þriðjudaginn 22.
desember, sem höfð er eftir Steinari
Berg, framkvæmdastjóra Steina hf.,
telur hann að hljómplatan Mini-
Pops verði söluhæsta hljómplatan á
þessu ári. Það hlýtur að teljast hæp-
ið, því hann taldi sig geta selt 8.000
eintök af plötunni, þó hann hafi ekki
selt nema 3.000 til 4.000 nú. Ég vil
því geta þess að Fálkinn hefur þegar
selt plötuna „Himinn og jörð“ í tæp-
um 9.000 eintökum, sagði Ólafur
Haraldsson, forstjóri Fálkans er
hann hafði samband við Morgun-
blaðið vegna fréttarinnar um Mini-
Pops.
Þá sagði hann að „Queen great-
est hits" platan, sem Fálkinn gæfi
einnig út, hefði þegar selzt í lið-
lega 6.000 eintökum, þá hefði jóla-
platan „Við jólatréð" þegar selzt í
5.500 eintökum. „Því teljum við að
platan „Himinn og jörð“ hljóti að
verða söluhæsta plata ársins, þar
sem hún er nú þegar söluhæst",
sagði Ólafur.
Aftansöngurinn f Bústaðakirkju
KIRKJUSÓKN er mikil um jól.
Reyndar má hið sama segja um alla
sunnudaga aðventu og marga,
marga fleiri. En sjaldan leita jafn
margir til kirkju og á aðfanga-
dagskvöld.
I Bústaðakirkju er búið að
ganga á enn fullkomnari hátt frá
hátalarakerfinu, auk þess sem bú-
ið er að koma fyrir sérstöku kerfi
fyrir heyrnarskerta. Er þetta gjöf
kvenfélags Bústaðasóknar i tilefni
af tíu ára afmæli kirkjunnar. En
til að bæta kirkjugestum, sem
ekki komast í sjálft kirkjuskipið
við messuna, það, að fjarlægðin er
mikil frá altari, verður videoþjón-
usta nýtt og komið fyrir sjón-
varpsskermum víðs vegar um hin
miklu salarkynni Bústaðakirkju.
Munu því allir geta séð altarið og
kirkjukórinn. Einnig verður flutt
margvísleg tónlist í hálfa klukku-
stund áður en aftansöngur hefst
kl. 18.00.
Ný háþróuð
tækninýjung
NEWHISPEEO
SIGMA DRIVE magnarakerfið er tækninýjung frá KENWOOD
þar sem hátalaraleiðslumar eru nú í fyrsta sinn hluti af magnaranum.
Ný áður óþekkt aðferð til stjómunar á starfsemi hátalaranna og tryggja
lágmarksbjögun í hljómtækjunum.
Tækmfræðingar og starfsmenn KENWOOD hafa ávallt verið í
fararbroddi með tækninýjungar í hljómtækjum, kynnt og þróað fram-
farir í þeim efnum eins og: Dynamic Damping Factor, DC Direct-
Coupling, High-Speed, Zero switching og Non Magnetic.
I>að nýjasta í þróun hljómtækja er SIGMA DRIVE, nákvæm
samtenging magnara við hvem hátalara með fjórum leiðslum, tækni-
nýjung sem gerir kleift að hafa eftirlit með og stjóma nákvæmlega
tonblæ hátalaranna og heildarbjögun.
BJÖGUNARTÖLUR ERU TÓMT BULL ...
Þegar aðrir majgnaraframleiðendur gefa upp afburða bjögunar-
tölur eins og 0.005%, er mikið sagt að þeir ljúgi allir fullum hálsi — og
aðeins KENWOOD SIGMA DRIVE magnarinn geti sýnt og sannað
bjögunartöluna 0.005%.
Staðreyndin er nú sú, að ef mæld er bjögun við hátalaraúttak á
magnara, geta fjölmargir þeirra mælst með bjögunartöluna 0.005% —
eins og SIGMA DRIVE magnarinn mælist með. En slík bjögunarmæl-
ing er alls ekki marktæk því hún er framkvæmd án viðtengdra hátalara
vio magnarann. Ef magnarinn er hins vegar mældur í gegnum hátalara-
leiðslur að hátölurum, mælist bjögunin í KENWÖOD SIGMA
DRIVE sannarlega 0.005% — þegar magnarar frá öðmm framleið-
endum sýna aðeins bjögunartöluna 0.1%. Óneitanlega er það allt
önnur tala eða um það bil 20 sinnum lakari, og það heyrist.
Kenwood KA — 800 2 x 50 RMS WATTS/0.009% THD: 4.700.- kr.
Kenwood KA - 900 2 x 80 RMS WATTS/0.005% THD: 6.261,-kr
KenwoodKA- 1000 2 x 100 RMS WATTS/0.005% THD: 9.543,-kr.
Eins og TÚRBÓ kostaði SIGMA DRIVE miklar
rannsóknir, og eins og TÚRBÓ gefur SIGMA
DRIVE mestan kraft og beztan árangur.
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI85884
(l'rétutilkynning.)
I AUGL TEIKNISTOFA