Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, F’.MMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 15 Kl. 15 í dag, aðfangadag, verða lesnar kveðjur til sjómanna á hafi úti. Lesarar eru Margrét Guðmundsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir. Myndin er tekin við afhendingu jólatrésins, sem „Víkingahringurinn" í Hamborg færði sjómönnum fyrir hátíðina. „Víkingahringurinn** er félagsskapur fyrrverandi sjómanna, blaðamanna o.fl., sem áhuga hafa á norðurslóðum, eins og nafnið bendir til. Fyrir rösklega hálfum öðrum áratug ákvað félagsskapurinn að færa íslenskum sjómönnum jólatré að gjöf, og þetta hefur verið gert allar götur síðan. Og það er Reykjavíkurhöfn sem árlega veitir gjöfinni móttöku fyrir hönd sjómanna. Hljódvarp á jóladag kl. 14.30: Eldhuginn - sídasti þáttur í framhaldsflokknum „Líf og saga“ Á jóladag kl. 14.30 verður flutt- ur 10. og síðasti þátturinn í fram- haldsflokknum „Líf og saga“. Nefnist hann „Eldhuginn" og fjallar um Fjölnismanninn Tómas Sæmundsson. Handrit gerði Gils Guðmundsson en stjórnandi upp- töku er Klemenz Jónsson. Flytj- endur eru: Þórhallur Sigurðsson, Hjalti Rögnvaldsson, Gils Guð- mundsson, Þorsteinn Hannesson, Hjörtur Pálsson, Árni Blandon og Hákon Waage. Þátturinn er rösk- lega 80 mínútna langur. Tækni- maður: Georg Magnússon. Tómas Sæmundsson (1807— 1841) var eldheitur baráttumaður fyrir öllu því er gat orðið Islandi til velferðar. Hann var góðvinur Jónasar Hallgrímssonar sem orti eftir hann eitt fegursta erfiljóð ís- lenskra bókmennta. Tómas var einn víðförlasti íslendingur 19. aldar. Hann var síðustu árin prestur á Breiðabólstað í Fljóts- hlíð og lést þar úr tæringu aðeins 34 ára gamall. Aðfangadagur kl. 19.00: Jólatónleikar Sinfón- íuhljómsyeitar Islands Á dagskrá hljóðvarps kl. 19.00 eru jólatónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Islands. Einleikarar eru Hafsteinn Guðmundsson og Gisela Depkat. A. Fagottkonsert nr. 17 í C-dúr eftir Antonio Vivaldi, b. Sinfónía í D-dúr eftir Jan Hugo Vorisek, c. Sellókonsert í D-dúr eftir Joseph Haydn. Hafsteinn Guðmundsson lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1968; stundaði síðan framhaldsnám við Indiana Uni- versity í Bandaríkjunum og lauk þaðan meistaraprófi 1970. Eftir það hefur Hafsteinn verið fagott- leikari við Sinfóníuhljómsveit ís- lands og kennari á blásturshljóð- færi, aðallega við Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Gisela Depkat er frá Kanada, en þekkt víða um lönd fyrir sellóleik. Hún lærði í Þýskalandi og Banda- ríkjunum og hefur unnið til fjölda verðlauna í tónlistarsamkeppnum og fyrir plötuupptökur. Gisela Depkat starfaði sem fyrsti sellisti Hafsteinn Guðmundsson við Sinfóníuhljómsveit íslands frá hausti 1973 til vors 1974, auk þess sem hún kenndi við Tónlistar- Kl. 9.05 stjórnar Heiðdís Norð- fjörð þætti frá Akureyri, þar sem börn senda jólakveðjur og leika jólalög af hljómplötum. í fremri röð f.v. eru: Halldór Jóhannsson, Svanhildur Dóra Björgvinsdóttir, Gisela Depkat skólann í Reykjavík. Hún starfar nú m.a. við tónlistarkennslu í heimalandi sínu. Jóhann V. Gunnarsson og Logi Ragnarsson. í aftari röð: Hrönn Arnheiður Björnsdóttir, Heiðdís Norðfjörð og Sigríður Margrét Jónsdóttir. Med kærri kvedju HLJÓÐVARP UM HÁTÍÐIRNAR FIM/MTUDtkGUR 24. desember Aðfangadagur jóla 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.20 Leikfimi. 7.30 Morgunvaka. limsjón: Páll Heiðar Jónsson. Samstarfsmaður: Guðrún Birg- isdóttir. (8.00 Fréttir. Ilagskrá. Morgunorð: María Finnsdóttir talar. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. frh.) 9.00 Fréttir. 9.05 Með kærri kveðju. Börn á Akureyri senda jóla- kveðjur og leika jólalög af hljómplötum. Ilmsjónarmaður: Heiðdís Norðfjörð. 9.25 Iæikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Óskalög sjúklinga. Kristín Sveinbjörnsdóttir kynn- ir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.35 Fyrstujólin mín. Ingibjörg Þorbergs les smásögu eftir Ólínu Andrésdóttur. 14.00 Dagbókin. Gunnar Salvarsson og Jónatan Garðarsson stjórna þætti með nýrri og gamalli dægurtónlist. 15.00 Kveðjur til sjómanna á hafi úti. Margrét Guðmundsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir lesa. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð- urfregnir. 16.20 Nú líður senn að jólum. Barnakór Tónlistarskóla Rang- æinga syngur jóialög. Stjórn- andi: Sigríður Sigurðardóttir. Margrét Isleifsdóttir rifjar upp minningar frá bernskujólum sínum og talað verður við nokk- ur börn úr Rangárþingi. Um- sjónarmaður: Gunnvör Braga. Aðstoðarmaður: Ágústa Olafs- dóttir. Hljóðritað á Hvolsvelli 4. desember sl. 17.00 tllé. 18.00 Aftansöngur í Dómkirkj- unni. Séra Þórir Stephensen prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Iljalta Guðmundssyni. Dómkór inn syngur. Organleikari: Mart- einn H. Friðriksson. 19.00 Jólatónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Einleikarar: Hafsteinn Guð- mundsson og Gisela Depkat. a. Fagottkonsert nr. 17 í C-dúr eftir Antonio Vivaldi. b. Sinfónía í D-dúr eftir Jan Hugo Vorisek. c. Sellókonsert í D-dúr eftir Joseph Ilaydn. 20.00 Jólavaka útvarpsins Tónlistar og dagskrárdeild standa að þætti og velja efni til flutnings á aðfangadagskvöldi. Lesið verður úr fornum og nýj- um bókmenntum. Tónlist flytja m.a. Skólakór Garðabæjar und- ir stjórn Guðfinnu Dóru Ólafs- dóttur, Klísahet Waage leikur á hörpu, John Speight syngur og Símon Ivarsson leikur á gítar. 22.15 Aftansöngur jóla í sjón- varpssal Biskup íslands, herra Pétur Sig- urgeirsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Frið- rikssonar. Guðný Guðmunds- dóttir og Helga Ingólfsdóttir leika einleik á fiðlu og sembal. Veðurfregnir um eða eftir kl. 23.00. Ilagskrárlok. FÖSTUDKGUR 25. desember Jóladagur 10.40 Klukknahringing. Litla lúðrasveitin leikur sálmalög. 11.00 Messa í safnaðarheimili Grensássóknar. Prestur: Séra Halldór Gröndal. Organleikari: Árni Arinbjarn- arson. Iládegistónleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tónleikar. 13.00 „Messías", óratóría eftir Georg Friedrich Iiándel. Rut L. Magnússon, Elín Sigur vinsdóttir, Garðar Cortes, Hall- dór Vilhelmsson, Kór Lang- holtskirkju og kammersveit flytja undir stjórn Jóns Stef- ánssonar. — Fyrri hluti; síðari hluta verður útvarpað kl. 17.45. (Hljóðritun var gerð í apríl í vor.) 14.30 Líf og saga. Þættir um innlenda og erlenda merkismenn og samtíð þeirra. 10. þáttur. „Eldhuginn" —• Fjölnismaðurinn Tómas Sæ- mundsson. Handritsgerð: Gils Guðmunds- son. Stjórnandi upptöku: Klem- enz Jónsson. Flytjendur: Þór hallur Sigurðsson, Hjalti Rögn- valdsson, Gils Guðmundsson, Þorsteinn Hannesson, lljörtur Tálsson, Árni Blandon og Há- kon Waage. 15.40 Píanókonsert í G-dúr nr. 17 (K453) eftir Mozart. Edda Krlendsdóttir leikur með Sinfóníuhljómsveit íslands; Jean-Pierre Jacquillat stj. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Við jólatréð — barnatími í útvarpssal. Stjórnandi: Gunnvör Braga. Kynnir: Jónína H. Jónsdóttir. Illjómsveitarstjóri: Magnús Pétursson og stjórnar hann einnig telpnakór Melaskólans í Reykjavík. Gunnlaugur Stefánsson guð- fræðinemi talar við börnin. Ása Helga Ragnarsdóttir les jóla- sögu eftir Ingunni Þórðardótt- ur. Kórinn syngur lagasyrpu úr söngleiknum „I.amaði drengur inn“ sem Magnús Pétursson hefur gert eftir ævintýri H.C. Andersen. Von er á jólasveinin- um Pottaskefli og jafnvel fleiri úr fjölskyldu Grýlu. Ennfremur verða sungin barna- og göngu- lög við jólatréð. „Messías", óratóría eftir Georg Friedrich Hándel. Síðari hluti. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir 19.25 Einar Jónsson myndhöggv- ari. Gunnar Stefánsson les úr bók Einars „Skoðanir" og Olafur Kvaran, forstöðumaður Lista- safns Einars Jónssonar, flytur nokkur inngangsorð. 20.00 Samleikur í útvarpssal Guðrún S. Birgisdóttir og Snorri S. Birgisson leika á flautu og píanó verk eftir frönsk tón- skáld. 20.30 Jólahald í Grikklandi. Blandaður þáttur í umsjá Sig- urðar A. Magnússonar. 21.40 Tónlist frá fyrri öldum. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 „Á botni breðans". Smásaga eftir Gunnar Gunnars- son. Arnar Jónsson les. 23.00 Kvöldgestir — Þáttur Jón- asar Jónassonar. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.