Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakiö.
Friður
og frelsi
„Þegar sólin dvelur
bak vió drungaleg ský,
þá er hún að gráta
mcð guði yfír því,
hve myrkrið er elskað
mannheimum í.“
Þannig orti Davíð Stefánsson þegar hann leit yfir samfé-
lag þjóðanna á sinni tíð.
Það er vissulega myrkur í mannheimi þessa dagana. Ars-
tíðabundið skammdegi, sem við íslendingar þurfum að
þreyja, setur svipmót sitt á umhverfi okkar. En dimman
segir víðar til sín. Það hafa hrannast upp myrkari ský á
samskiptahimin þjóðanna en verið hafa þar um langt árabil.
Sá himinn hefur þó ekki verið alheiður svo langt sem skráðar
sögur greina.
Þeir skýjabakkar, sem nú grúfa yfir pólsku þjóðinni, eru
hvað dimmastir, en víðar er sól að skýjabaki. Pólverjar halda
nú friðarins hátíð í skugga harmsögulegra viðburða. Þessi
gamalgróna menningarþjóð, hreggblásin kynslóð eftir kyn-
slóð, hefur verið hneppt í enn harðari fjötra ófrelsis og
skertra mannréttinda en fyrir vóru. Og það er eftirtektar-
vert, að í þrengingum sínum og baráttu fyrir mannréttindum
leita Pólverjar styrks og staðfestu í kristinni trú, til kirkju
sinnar, sem er þeim Ijósgjafi og stefnuviti, sverð og skjöldur,
í frelsisbaráttunni.
Innsti kjarni kristins boðskapar er friður á jörðu. Þó ekki
friður uppgjafar eða sáttar við ofbeldið, mannlega niðurlæg-
ingu eða neyð, hvort heldur er á sviði efnisins eða andans.
Heldur friður í frelsi, þar sem þjóðir og einstaklingar hafi
tækifæri til að þróa hæfileika sína til meiri fullkomnunar, til
fegurra mannlífs og betri heims.
Lýðfrjálsum þjóðum ber skýlaus skylda til að hafa frum-
kvæði og forystu í viðræðum og viðleitni ólíkra þjóðfélags-
gerða til að ná samkomulagi um gagnkvæma vopnatakmörk-
un og gagnkvæma afvopnun í veröldinni. En það er feigðar-
en ekki friðarferð, að veikja einhliða varnar- og samtaka-
mátt mannréttindaþjóðanna. Hættuboðar þeir, sem reistir
vóru í Ungverjalandi, Tekkóslóvakíu, Afganistan, Póllandi
og víðar verða ekki fjarlægðir með því einu að loka augunum.
Þegar litið er til þeirra grófu ófriðardrátta, sem marka
útlínur mannkynssögunnar, kann mörgum að virðast eftir-
tekja kristins boðskapar rýr. Raunin er þó allt önnur. Kristin
trú og kristin siðferðisviðhorf hafa markað djúp spor í
hjörtu og líf fólks og þjóða. Allt það fegursta í arfleifð,
lífsháttum, samskiptum, menningu og listum mannkyns á
rætur í kristindóminum — eða hefur sótt til hans gildis- og
fegurðarauka. Það verður heldur ekki framhjá því gengið,
hvað trúarsannfæring hefur verið milljónum og aftur millj-
ónum manna mikils virði á jarðneskri vegferð þeirra. Og þeir
eru fáir, sem ekki hafa varðveitt einhvern trúarneista í
brjósti, neista, sem þeir vildu ekki án vera, og hefur reynzt
þeim ómetanlegur á erfiðum stundum lífsins. Mestu máli
skiptir þó, að kristindómurinn er ljós í myrkri vandamál-
anna, bæði fyrir einstaklinginn og heildina. Hann varðar
veginn út úr mannkynsvandanum, sem e.t.v. er stærri á
líðandi stundu en nokkru sinni fyrr. Meðan kristindómurinn
hefur vaxandi ítök í mannheimi er enn von, jafnvel vissa,
þrátt fyrir allt.
Vissan um að sól hækkar á lofti og birtan eykst með degi
hverjum hjálpar okkar að þreyja myrkur og kulda skamm-
degis og vetrar. Við vitum að sól býr að skýjabaki og mun
senn verma umhverfi okkar og vekja náttúru þess til nýs,
litskrúðugs lífs. Hið skærasta ljós, sem tendrað hefur verið
til að lýsa mannkyni, birtist okkur í Jesúbarninu, sem jólin
eru helguð. Það er þetta ljós sem lýsir heims um ból á
helgum jólum og fyllir hjörtu okkar og híbýli. Megi það vísa
okkur veginn, bæði sem einstaklingum og heild, á komandi
tímum, og hjálpa okkur að tryggja þjóðum og einstaklingum
frelsi með friði og frið með frelsi.
Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum öll-
um gleðitegrarjólahátíðar, friðár og'farsældár.
Miklir fjárhagserfiðleikar Rafmagnsveitunnar:
Raforkuverd þarf að hækka
um 42 prósent frá 1. febrúar
- segir Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri
„FYRIRTÆKIÐ hefur safnað skuldum og er fekari skuldaaukning á næsta
ári fyrirsjáanleg, ef verðlagsyfirvöld ekki gjörbreyta vinnubrögðum sínum,“
sagði Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri, í ræðu á fundi borgarstjórnar í
síðustu viku, er hann gerði borgarfulltrúum grein fyrir miklum fjárhagsörð-
ugleikum, sem Rafmagnsveita Reykjavíkur á við að etja.
” Borgarstjóri sagði í ræðu sinni, að gjaldskrárhækkanir að undan-
förnu hefðu ekki dugað fyrir
kostnaðarhækkunum í rekstri og
hækkunum Landsvirkjunar á raf-
orkuverði og sagði, að til þess að
endar næðu saman í rekstrinum
þyrfti raforkuverð að hækka um
42% frá 1. febrúar nk. og væri þá
ekki gert ráð fyrir hækkun á inn-
I