Morgunblaðið - 22.01.1982, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982
3
(>arðar, þar sem honum hefur verið komið fyrir í botni l’atreksfjarðar.
1-joMii. Jón Maunu.sson.
einhverjum þessara húskofa,
sem rætt er um að varðveita, og
verja fjárhæðunum, sem í það
fara, í að varðveita nokkur göm-
ul skip,“ sagði Jón þegar Morg-
unhlaðið ræddi við hann.
„Garðar reyndist mér af-
burðavel þau sjö ár, sem ég
gerði hann út. Lélegasta vertíð-
in var í fyrra, en þá fiskuðum
við 830 tonn, en sú bezta var i
hitteðfyrra, er við vorum hæstir
yfir landið ásamt Jóni á Hofi,
með yfir 1100 tonn. Að jafnaði
hefur aflinn hjá okkur verið
þetta 900—1000 tonn á vertíð,"
segir Jón.
„Garðar var ekki í verra ásig-
komulagi nú þegar ég lagði hon-
um, en þegar ég keypti hann.
Mér var einfaldlega sagt að
„Ætla ad gera Garðar að minjasafni“
- segir Jón Magnússon útgerðar-
maður sem ber allan kostnað af
varðveizlu elsta fiskiskips landsins
EITT þekktasta fiskiskip
landsins er vafalaust Garðar
BA frá Patreksnrði, en Garð-
ar var sjósettur í Noregi árið
1912 og er því 70 ára á þessu
ari' Jón Magnússon útgerðar
maður á Patreksfirði hefur
átt t.arðar síðustu 7 árin og
gert út þar til í haust, að hann
lagði (>arðari og meira en
það. Jón hefur nú sjósett
Garðar í botni Patreksfjarðar,
þar sem hann hefur valið
bátnum stað um ókomna tíð,
en hugmynd Jóns er að Garð-
ar verði varðveittur og notað-
ur sem minjasafn.
„Ég fór með Garðar á iand
þann 13. desember siðastliðinn
og í vor ætla ég að mála hann.
Ég ber allan kostnað af þessu
sjálfur, enda veltur enginn um
framlög til geymslu á gömlum
skipum á Islandi. Það er ekki að
sjá að íslendingar hafi lifað af
fiskveiðum og sjófangi frá alda
öðli. Það ætti frekar að slátra
hann væri orðinn of gamall og
það borgar sig víst ekki að
endurnýja svona gömul skip og
að vissu leyti er aðbúnaður um
borð ekki jafn góður og á nýj-
ustu skipunum. Hins vegar er
það svo að Garðar var orðinn
hluti af mér, en það vill oft
verða um skip, sem maður hefur
verið á um lengri tíma, en ég
vona að Garðar eigi eftir að
þjóna sínu hlutverki vel á kom-
andi árum, þótt á landi verði,“
sagði Jón að lokum.
Svædamótid í Randers:
Jafnt hjá
Guðmundi
GUÐMUNDUR Sigurjónsson gerði í
gær jafntefli við V-Þjóðverjann Bor
ik í 10. umferð svæðamótsins í
Kanders í Ilanmörku. Skákir Jóns
L. Árnasonar við Kagan, Israel, og
Helga Ólafssonar við Lobron,
V-Þýzkalandi, fóru í bið. Jón hefur
heldur betri stöðu en skák Helga er
tvísýn.
Guðmundur Sigurjónsson er nú
í 3.-4. sæti í B-riðli á svæðamót-
inu. Hefur hlotið 5'k vinning,
jafnmarga og Lars Karlsson, sem
nú hefur unnið fimm skákir í röð.
Helgi Ólafsson er í 6.-7. sæti í
A-riðli með 4 vinninga og biðskák
og Jón L. Árnason 3Vz vinning og
biðskák og er í 8. sæti.
Pylsuvagn á
Grandagarði
SAMÞYKKT hefur verið í borgar
ráði Reykjavíkur að veita Val Braga-
syni leyfi til að starfrækja pylsuvagn
á Grandagarði í Keykjavíkurhöfn.
Er leyfið veitt sem kvöldsölu-
leyfi, og verður hinn nýi pylsu-
vagn því aðeins opinn eftir að hin-
um almenna opnunartíma versl-
ana lýkur.
Stóru togararnir:
Ein milljón spar-
ast við að fækka
í áhöfn úr 24 í 19
KINS og komið hefur fram í Morgun-
blaðinu þá hefur Landssamband ís-
lenzkra útvegsmanna lagt til að
fækkað verði í áhöfn stóru togar
anna, úr 24 mönnum í 19, en með því
móti telur LÍU, að hægt verði að leysa
kjaradeiluna vegna stóru togaranna,
öðru vísi verði það ekki hægt, þar
sem stóru togararnir fiski síst meira
en þeir minni, og kostnaður við rekst-
ur þeirra meiri.
Ágúst Einarsson, hjá Lands-
sambandi ísl. útvegsmanna, sagði í
samtali við Morgunblaðið að út-
gerðarmenn hefðu lagt til að sú 1
milljón króna (100 millj. gkr.), sem
sparaðist við að fækka mönnum úr
24 í 19, rynni beint til þeicra sem
eftir yrðu í áhöfn, eftir því hvernig
um semdist.
Ekki sáttafundir í deilu
sjómanna á stóru togurun-
um eða beitningamanna
FIINDUR hafði ekki verið boðaður
hjá sáttasemjara í gærkvöldi í deilu
útgerðarmanna og sjómanna á stóru
togurunum í Reykjavík og Hafnar
firði. Þá hefur ekki heldur verið boð-
að til fundar í kjaradeilu beitninga-
manna í Keflavík og víðar á Suður
nesjum.
Samkvæmt upplýsingum Mbl. er
unnið að því að finna flöt á lausn
Harður árekstur
á Ártúnshöfða
IIARÐUR árekstur varð um tiuleytið
í gærmorgun á gatnamótum Höfða-
bakka og Bfidshöfða. Volkswagen-
sendibifreið var ekið eftir Höfða-
bakka og hugðist ökumaðurinn, sem
var kona, beygja vestur Bíldshöfða.
Konan uggði ekki að sér, því l)ats-
un pallbifreið var ekið eftir Höfða-
J“kka og ók hún í veg fyrir bifreið-
ina.
Bifreiöarnar skullu saman af
miklu afli og eru báðar stór-
skemmdar. Konan var flutt í
Slysadeild og var óttast að hún
hefði hlotið beinbrot.
málsins, hvað varðar stóru togar-
ana, án þess að um formlega sátta-
fundi sé að ræða. Rætt hefur verið
um að fækka í áhöfn þessara skipa,
en sjómenn telja það vart koma til
greina. Eins og fram hefur komið
voru það aðeins sjómenn á stóru
togurunum, í Reykjavík og Hafnar-
firði, sem greiddu atkvæði sér-
staklega um samningana á stóru
togurunum og felldu þá. Annars
staðar á landinu, þar sem togarar
af stærri gerðinni eru gerðir út, var
fjallað um samningana á stóru tog-
urunum og bátakjarasamninga
sameiginlega.
Beitningamenn í Keflavík og víð-
ar eru ráðnir í ákvæðisvinnu, en
víða annars staðar eru þeir ráðnir
upp á hlut. Krafa beitningamann-
anna, sem eru í verkfalli, er m.a.
sú, að þeir fái tryggingu fyrir
þriggja daga vinnu í viku hverri.
Þessari kröfu hafa vinnuveitendur
hafnað, en hafa boðið beitninga-
mönnum að fá hlut, en þeir ekki
viljað samþykkja slíkt. Þá fóru
beitningam“"n'rn*r ^ram á sam-
ræmingu, en sums staðar
laun beitningamanna í samræmi
við fiskverð meðan annars staðar
er miðað við vísitölu.
VERÐBOLGA1960-1981
VIÐREISN
VINSTRI
VINSTRI
61 '63 65 67 '69 '71 '73 '75 '77 '79 '81
Verðbólguþróunin í tvo áratugi
Verðbólguvöxtur var um og innan við 10% á ári, að
meðaltali, öll 12 ár viðreisnarstjórnarinnar 1959—1971,
þegar Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn vóru
utan ríkisstjórnarinnar, þó einstaka tímabundnir verð-
bólgutindar sköguðu upp úr því meðallali. Hinn raunveru-
legi hönnuður íslenzkrar óðaverðbólgu var fyrri vinstri
stjórn Olafs Jóhannessonar (1971 —1974), sem kom árleg-
um verðbólguvexti yfir 50% í lok tímabils síns. Kíkisstjórn
Geirs Hallgrímssonar tókst að koma verðbólguvexti niður í
27% á miðju ári 1977, er síga tók aftur á ógæfuhlið vegna
óraunhæfra kjarasamninga. Síðan hefur verðbólgan verið
um og yfir 50%, eins og línuritið sýnir, sem talar skýru máli
um íslenzka verðlagsþróun í rúmlega 20 ár.
Knýjum á með uppsögnum nái
sérkröfur okkar ekki fram
- segir Valgerður Jónsdóttir formaður kjararáðs hjúkrunarfræðinga
„FYKST og fremst leggjum við áherzlu
á grunnkaupshækkanir með flokkatil-
færslum í kröfum okkar um sérkjara-
samning," sagði Valgerður Jónsdóttir,
formaður kjararáðs Hjúkrunarkvenna-
félags íslands. Hún sagðist reikna með
að kröfur félagsins yrðu kynntar fyrir
fulltrúum ríkisins í byrjun næstu viku
og þar til það hefði verið gert væri ekki
rétt að greina frá innihaldi sérkrafna.
í fyrrakvöld var haldinn tjoi-
mennur íú’.ldur hjúkrunarfræðinga
á Hótel Sögu og mættu bár um eða
yfir 250 hjúkrunarfræðingar aö söen
Valgerðar. „Það var mikill hugur í
fólki á þessum fundi og á honum
voru tillögur kjararáðs um sérkröfur
samþykktar og nokkrum öðrum
kröfum var bætt við. Tónninn á
þessum fundi var sá, að standa fast
saman um kröfurnar og knýja á um
framgang þeirra með uppsögnum ef
nauðsyn krefur. Við gerð sérkjara-
samnings höfum vjð ekki verkfalls-
rétt og verðum því að grípa til ann-
verði þess þörf,“ sagði Val-
gerður.
Aðspurð um gerð aðalkjarasamn-
ings við Reykjavíkurborg vegna
hjúkrunarfræðinga á Borgarspítal-
anum sagði Valgerður að fyrsti
fundur deiluaðila yrði á mánudag
hjá sáttasemjara, en eins og fram
hefur komið felldu hjúkrunarfræð-
ingar á Borgarspítalanum samning
svipuðum þeim, sem ríkið gerði við
BSRB. Á fundinum á mánudag sagði
Valgerður, að hjúkrunarfræðingar
myndu kynna þær kröfur úr kröfu-
gerð BSRB, sem þær legðu mesta
áherzlu á. „Það er ýmsu ábótavant í
samningi BSRB og ríkisins og því af
nogú’ QÍ' ta^a e^ er a uPPhaflegu
kröfugerðina," sagoi v«.'*!/r*ur'