Morgunblaðið - 22.01.1982, Page 11

Morgunblaðið - 22.01.1982, Page 11
i ins bestu merkingu, afstaða hans til mála var hlutlæg og afdráttar- laus. Blaðamennska hans ein- kenndist af staðgóðri þekkingu á þeim málefnum sem hann fjallaði um. Skúli hefur hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir störf sín. Hann var á sínum tíma kjörinn heiðursfélagi Blaðamannafélags íslands svo og Ferðafélags Is- lands. Hann hlaut verðlaun úr Móðurmálssjóði Björns Jónssonar ritstjóra vegna framlags síns til íslenskrar blaðamennsku. Verð- laun fékk hann einnig úr sjóði Ax- els Wennergrens í ritgerðasam- keppni um norræna samvinnu. Hann var sæmdur stórriddara- krossi íslensku Fálkaorðunnar, einnig hlaut hann frelsiskross Há- konar 7. Noregskonungs fyrir frábær störf í þágu Noregs á stríðsárunum. Kona Skúla, Nelly Tora, var norskrar ættar, dóttir Hallgríms Mjölid sýsluskrifara í Nesbyen. Hún var mikilhæf og glæsileg kona, kennari að menntun og starfi. Hún lést á síðastliðnu ári, 86 ára að aldri. Börn þeirra eru: Ingibjörg Sigríður, gift Karli Ei- ríkssyni forstjóra í Reykjavík, Guðrún Þórhildur, kennari í Osló, gift Knut Berg verkfræðingi og Hallgrímur Skúli, vélvirki í Nesbyen, kvæntur Gro Gaustad. Síðustu þrjú árin átti Skúli við vanheilsu að stríða. Honum var ljóst að skeið hans var á enda runnið og nóg lifað. Karlmennska hans og æðruleysi fylgdu honum til ioka. Hann dó glaður og sáttur við lífið. Mér hefur oft fundist að afstaða Skúla Skúlasonar til dauðans hafi hlotið að vera í ætt við þau viðhorf sem birtist í þessum línum Jóns Helgasonar: I'pp undir hvelfing MelgaMls hlyU'iJum ^eislum stafar, fra nda st m þangað fór í Itvöld fagna hans liðnir afar, silur að teiti sveitin öll, saman við langeld skrafar, Ekki er hægt að ljúka þessum orðum án þess að minnast á þá miklu ástund og umhyggju, sem Skúli naut í langri sjúkdómslegu að lokum, og ber þá sérstaklega að nefna Guðrúnu Þórhildi dóttur hans. Segja má að þar hafi hann notið sinna eigin mannkosta, sem gengið hafa í arf. Sá sem ritar þessi fátæklegu orð kveður Skúla Skúlason þakklátum huga. Það er gott að minnast slíks manns. Sigurður Hafstað tilfellum kúgað og láglaunað fólk. Bókmenntir þess eru athyglisverður og ólíkur annar kostur, gagnvart hinum evrópska hugsunarhætti. Hjá þessu fólki kemur fram önnur af- staða til tímans, náttúrunnar, fjöl- skyldunnar og vistfræðilegrar ábyrgðar mannsins en við sjáum til dæmis í verkum danskra eða ís- lenskra höfunda. Það koma út margar góðar bækur á Norðurlöndum á hverju ári. Síð- ustu árin hef ég eytt töluverðum tíma í að lesa finnskar og íslenskar bækur, þá jafnan í sænskum þýðing- um. Af yngri höfundum íslenskum, er það einkum Guðbergur sem hefur verið þýddur. Það þykir mér gott val. Það er skortur á rithöfundum sem geta þýtt af íslensku og á dönsku. Þýðingar eru afskaplega vandasam- ar, sérstakiega þegar um Ijóð er að ræða. Það vantar bækur sem eru endurortar fremur en þýddar. Og það verð ég að segja, að enda þótt mér líki vel að margir yrki, þá fara lélegar þýðingar mjög í taugarnar. Ég held að allir norrænir höfund- ar, líka sænskir, hafi mjög gott af því að verða fyrir áhrifum frá hinum Norðurlöndunum og þeim þjóðum sem þar búa, þótt þær séu ólíkar okkur, Grænlendingum og Sömum. Það er nákvæmlega engin ástæða til þess að styðja ekki norræn sam- skipti á þessum vettvangi. Norræna húsið í Reykjavík er dæmi um það, hvernig þetta á að vera, að því er mér finnst, en það er líka eina norræna húsið sem starfar almennilega, sakir góðs staðarvals og styrkrar stjórnar. Vonandi verður Norræna húsið í Þórshöfn í Færeyj- um líka svona gott.“ SIB. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982 11 Mark Thatcher bað forláts London, IK. janúar. Al'. MARK Thalcher, sonur Margaret Thatcher, forsætisrádherra Breta, bad brezku þjóðina forláts á þeim áhyggj- um sem hann hefði valdið með því að týnast í sex daga í Sahara-yðimörk- inni, eins og rækilega hefur verið frá skýrt. Mark Thatcher sagði að kannski hefði verið rangt hjá honum að taka þátt í rallíinu og hann harmaði að hafa valdið móður sinni hryggð og þjóðinni angri. Aðspurður um frek- ari þátttöku í rallíum sagöist hann myndu íhuga allt slíkt með gætni og varðandi Dakar-rallið á næsta ári sagðist hann væntanlega ekki verða með, enda trúlegt að móðir hans Mark Thatcher með franskri vinkonu sinni, Annie Charlotte Verney. tæki ekki fagnandi neinum slíkum áformum. Alsírstjórn greindi frá því í kvöld að hún myndi bera allan kostnað við leitina að Mark Thatcher. Hér mun vera um að ræða um það bil 53 milljónir króna. í öðrum fréttum AP frá London nú um helgina, segir að Mark Thatcher kunni að hafa meiri áhyggjur af fleiru en því einu að hafa týnzt i Sahara. Ráðgjafafyrir- tæki sem hann rekur, Monteagle Marketing, mun ekki hafa fyllt út árlegar skýrslur til ríkisstjórnar- innar síðan fyrirtækið var sett á stofn, og einhverjar fleiri van- rækslusyndir kunni forsvarsmenn “ fyrirtækisins að hafa á samvizk- unni, sem geti bakað forsvars- mönnum þess svo og til dæmis ríkis- stjórninni áhyggjur, þótt af öðrum toga séu. LAUGARDALSHOLL 22-24. JAK1982 Fyrsta skíöavörusýningin á íslandi opnar í dag kl. 17 í Laugardalshöll. Þar eru sýndar fjöl- margar vörutegundir sem tengjast útiveru og íþróttum aö vetri til. Allir stærstu söluaöilar á hverskonar skíða- og sportvarningi sýna paö besta og nýjasta sem fáanlegt er hérlendis. Á dagskrá sýningarinnar er m.a. tískusýning par sem Modelsamtökin sýna skíöafatnaö. ísalp klúbburinn sýnir áhöld og tæki ásamt lit- skyggnum úr feröalögum þeirra hér heima og erlendis. Sýnikennsla í viðhaldi og meöferö á skíðabúnaði. Kvikmyndasýningar frá skíöa- keppnum meö heimsfrægu skíöafólki. Föstudagur 22. janúar Laugardagur 23. januar Sunnudagur24. janúar kl. 16.00 Sýningin opnuð fyrir boðs- kl. 10.00 Opnað. kl. 10.00 Opnað. gesti. Sveinn Bjðrnsson for- kl. 14.00 ísalp-sýning á klifurbunaöi kl. 14.00 Viðhald á skiöurn (syni- seti isí opnar sýninguna. kl. 15.00 viðhald á skiðum (syni- kennsla) kl. 17.00 Opnað fyrir almenning. kennsla). kl. 15.00 isalp-sýning á kllifurbúnaði kl. 20.00 ísalp-sýning á klifurbunaði. kl. 16.00 Tiskusýning kl. 16.00 Tískusýning. kl. 20.45 Tískusýning kl. 18.00 ísalp-sýning á klifurbunaði. kl. 18.00 Viðhald á skíðum (syni- kl. 22.00 Lokað. kl. 20.45 Tískusýning kennsla). * Milli atriða verður kvikmynda- og lit- kl. 21.00 viðhald á skiðum (syni- kl. 20.45 Tískusýning. skyggnusýningar. kennsla) kl. 22.00 Lokað. kl. 22.00 Lokað. * Milli atriða verður kvikmynda- og lit- * Milli atriða verður kvikmynda- og lit- skyggnusýningar. skyggnusýningar. SKÍÐASAMBAND ÍSIANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.