Morgunblaðið - 22.01.1982, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982
Fyrir nokkrum árum söng eitt
af átrúnaðargoðum æskunnar lag
sem hann nefndi: „Allt sem við
viljum er friður á jörðu." Þetta lag
varð geysivinsælt, og margir ungir
sem aldnir stöldruðu við og hugs-
uðu um þann texta er tengdist lag-
inu. An nokkurs vafa hefur hann
ekki orðið til án þess að ástæður
lægju að baki. Poppsöngvarinn og
bítillinn John Lennon gerði sér
grein fyrir, að það ástand, sem
væri að skapast í heiminum, gæti
leitt af sér stríð, sem án efa yrði
engu öðru líkt, fæli í sér tortím-
ingu á öllu lífi. Nokkrum árum
síðar var söngvarinn ungi og vin-
sæli skotinn til bana á götu úti.
Nokkrum árum áður töluðu tveir
þekktir menn um það, að friður
yrði að komast á, á milli þjóða og
einstaklinga, á milli svartra og
hvítra, ríkra og fátækra. Þessir
tveir menn voru þeir Marteinn
Lúther King og John F. Kennedy,
fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Þeir voru skotnir til bana. Margir
hafa síðan fetað í fótspor þeirra
og ófáir hlotið sömu örlög. Rifja
má upp örlög frelsishetjunnar
•Dubsek í Tékkóslóvakíu og nú ör-
lög Lech Walesa í Póllandi, sem að
vísu eru ekki ráðin enn, eða hvað?
I dag eru ekki aðeins einn og tveir
að ræða um það, að friður þurfi að
verða að staðreynd í okkar litla
heimi. Þúsundum og jafnvel millj-
ónum er það Ijóst, að þjóðirnar í
vestri og austri verða að setjast
við samningaborðið og gera allt
sem í þeirra valdi stendur til að
koma í veg fyrir ófrið, sem án
nokkurs vafa gæti eytt öllu lífi á
jörðu. Ef til vill vegur hún þyngst
á metunum sú staðreynd, að í
austri og vestri eru til staðar
vopn, sem gætu eytt öllu lífi hér á
jörðu, allt að tólf sinnum.
Friðarhreyfingar
Vegna þessara staðreynda hafa
fjölmargir, úr öllum stjórnmála-
flokkum, frá vinstri til hægri, ris-
ið upp og sagt við leiðtogana, sem
þeir víðast hvar hafa sjálfir valið,
hingað og ekki lengra. Mjög marg-
ir hafa gert sér grein fyrir því, að
til þess að gagnrýnin hafi raun-
veruleg áhrif, þá þurfi að gagn-
rýna vopnaframleiðslu, bæði í
eftir sr. Vigfús W>r
Arnason
vestri og austri. Til að markinu
verði náð, verður ávallt að fjalla
um stórveldin bæði og vopnafram-
leiðslu þeirra beggja. Ef einhver
fellur í þá gröf að ætla að gagn-
rýna og deila á t.d. aðeins Vestur-
veldin og þeirra þátt í vígbúnaðar-
kapphlaupinu, er sú gagnrýni
dæmd til að mistakast. Eins er því
farið, ef stórveldin ætla að not-
færa sér það hugarástand, sem
hefur skapast vegna ótta við eyð-
ingu á öllu lífi, þá kann svo að fara
að allt friðartal verði gagnslaust
hjal. Ymsir atburðir síðustu vikur
og mánuði gætu leitt það af sér, að
einlægur vilji fjöldans, fyrir friði,
gæti orðið að engu. Misnotkun
hreyfinga og samtaka á þeim frið-
arvilja fólksins, sem margt býr í
löndum, þar sem milljónir og aft-
ur milljónir hafa látið lífið vegna
styrjalda, verður að koma í veg
fyrir.
Friðarvilji kirkjunnar
Það er ljóst, að kirkjan hefur
látið sig málið skipta. Hvað er hún
að blanda sér í mál stórveldanna?
gæti einhver spurt. Og svar við
þeirri spurningu er til reiðu. Svör-
in eru reyndar mörg, þó að þau
eigi sitt upphaf í Guði einum og
lifandi orði hans. í öðru Korintu-
bréfi ávarpar Páll postuli söfnuð-
inn með eftirfarandi orðum: „Ver-
ið fullkomnir, áminnið hver ann-
an, verið samhuga, verið friðsamir.
Þá mun Guð kærleikans og friðar-
ins vera með yður.“ Mörgum öld-
um áður sagði Jesaja spámaður:
„Og hann mun dæma meðal heið-
ingjanna og skera úr málum
margra þjóða. Og þær munu
smíða plógjárn úr sverðum sinum
og sniðla úr spjótum sínum. Engin
þjóð skal reiða að annarri þjóð og
ekki skulu þær temja sér hernað
framar."
Og síðar barst okkur fyrsta
jólakveðjan er segir: Dýrð sé guði
i upphæðum og friður á jörðu með
þeim mönnum, sem hann hefur
velþóknun á.“
Allt frá upphafi hefur kirkjan
lagt áherslu á að breiða út þann
frið, sem boðaður var á hinni
fyrstu jólanótt. Það hefur hún
gert með því að boða guðsríkið og
komu þess. Boða það ríki, sem er
ekki í óra fjarlægð, heldur er til
staðar hér og nú. Þetta guðsríki er
„ekki matur né drykkur heldur
réttlæti og friður og fögnuður í
Sr. Vigfús Þór Arnason, sóknarprest-
ur í Siglufirði.
heilögum anda“. (Róm. 14:17.)
Friðarboðskapur jólanna er
boðaður um allan heim, frá jólum
til jóla. Fyrir þeim, áem láta hann
sig skipta, gegnir hann mikilvægu
hlutverki. Hann skiptir máli fyrir
hvern og einn einstakling. Hver og
einn, sem tekur við honum og ger-
ir hann að raunveruleika í lífi
sínu, finnur að hann skiptir máli.
Hann finnur, að hann eignast frið,
hið innra með sér, en um leið felur
þessi friður í sér, sem er ekki
óvirkt afl í lífinu, sáttargjörð við
guð og menn. Sáttargjörðin er
þáttur í allri friðarumleitan, bæði
á meðal einstaklinga og á meðal
þjóða. „Ef þú ert að bera gáfu þína
fram á altarið og þú minnist þess
þar, að bróðir þinn hefir eitthvað
á móti þér, þá skil gáfu þína þar
eftir fyrir framan altarið og far
burt, sæstu við bróður þinn, og
kom síðan og ber fram gáfu þína.
Vertu skjótur til sætta við mót-
stöðumann þinn, meðan þú ert enn
á veginum með honurn." (Matt.: 5,
24-25.)
„Sæstu við bróður þinn,“ segir
ritningin. Sá sem helgar jólin og
gefur þeim tilgang, gerði þó enn
strangari kröfu til okkar mann-
anna. Hann boðaði og sagði:
„Elskið óvini yðar og biðjið fyrir
þeim, sem ofsækja yður.“ Erfitt er
að framfylgja þessari kröfu, svo
algjör er hún og óviðráðanleg
okkar mannlega mætti. Eða hvað?
Fundir kirkjunnar um
mannréttindi og frið
Ef til vill eru kirkjunnar menn
um allan heim, í austri og vestri,
að reyna að elska þann sem sagður
er óvinur, og að reyna að bera
sáttarorð á milli bræðra, sem
ósáttir virðast vera.
Nú fyrir stuttu sótti undirritað-
ur ráðstefnu Alkirkjuráðsins, sem
haldin var í Croydon á Englandi,
en meginverkefni hennar var að
fjalla um mannréttindi og frið í
heiminum. Þar var leitað eftir því,
hvað kirkjan gæti gert til að auka
mannréttindi, koma í veg fyrir
brot á þeim og hvað kirkjan getur
gert til að auka friðarhorfur í
heiminum. Það er ljóst, að hún er
megn mikils. Hún gerir ekki mun
á hvítum og svörtum, skiptir ekki
heiminum upp í afmörkuð svæði.
Um er að ræða einn heim eða eins
og segir í hinni helgu bók: „Hér er
ekki Gyðingur né grískur, hér er
ekki þræll né frjáls maður, hér er
ekki karl né kona, því að þér eruð
allir einn maður í samfélaginu við
Krist Jesúm.“ (Gal.: 3, 28.)
A ráðstefnunni voru menn sam-
mála um, að sérstaklega væri mik-
ilvægt að vinna að því, að með
þjóðunum tækist friður sem
byggja mætti á. Mikil áhersla var
lögð á, að allt yrði að gera til að
slaka á spennunni, sem hefur
skapast vegna hins ægilega víg-
búnaðarkapphlaups. Þátttakendur
lögðu áherslu á, en þeir komu frá
austri og vestri, að skora á stór-
veldin að setjast við samninga-
borðið og gera Helsinkisáttmál-
ann að raunveruleika.
Nú hafa stórveldin þegar sest að
samningaborðinu, en vonandi leið-
ir það af sér slökun á spennu, og
frið, þó að atburðir síðustu daga
kunni að draga dilk á eftir sér. Að
því, þ.e. slökun á spennu, vill
kirkjan vinna heils hugar, óháð og
óbundin öllum nema þeim eina,
sem kom með frið og gaf frið.
Þennan möguleika kirkjunnar
Minningar Lárusar í Grímstungu
eftir sr. Pétur Þ.
Ingjaldsson
Á síðasta áratug hafa ævisögur
góðbænda í Vatnsdal verið færðar
í letur og gefnar út. Má þar til
nefna ævisögu Ágústar Jónssonar
á Hofi í 2 bindum, Hannesar Páls-
sonar á Undirfelli og Bókina um
Jón Pálmason á Akri í Þingi í
næstu sveit og nú nýverið ævi-
minningar Lárusar Björnssonar í
Grímstungu í Vatnsdal. Er þetta á
heppilegum tíma, því margir
munu minnast hugðnæms sjón-
varpsþáttar úr Vatnsdal, er sýnd-
ur var á jólaföstu 1980, er hávax-
inn halur hærugrár hleypti hesti
sínum á skeið eftir þjóðveginum á
leið í Vatnsdalsrétt.
Var þar á ferð Lárus 91 árs að
aldri og blindur, en hestur hans
var Blesi, 27 vetra, og hafði oft
borið húsbóndann um sveitina og
fram á heiðar. Lárus var ekki einn
á ferð, meðreiðarmaður hans var
Grímur Gíslason frá Saurbæ, áður
oddviti í Vatnsdal, nú starfandi '
við kaupfélagið á Blönduósi.
Þess má geta að önnur útgáfa á
ævisögu Björns Eysteinssonar
kom út 1980. — Faðir Lárusar var
Björn Eysteinsson, sonur Eysteins
Jónssonar, bróður Einars i
Flekkudal í Kjós. Er margt dugn-
aðarmanna og mikilhæfra meðal
þeirra ættmanna, svo sem sr. Guð-
mundur Einarsson á Mosfelli.
Móðir Lárusar var Helga Sigur-
geirsdóttir, dóttir Sigurgeirs
Pálssonar og Vigdísar Halldórs-
dóttur, Bjarnastöðum í Bárðardal.
Meðal systkina Helgu voru Karl á
Bjargi í Miðfirði og Bárðdalarnir í
Ameríku er voru mikilhæfir menn
þar vestra.
Minningar Lárusar gefa fólki
kost á að kynnast nánar hinum
þjóðkunna bónda er margur hefur
þekkt að orðspori. Er bók þessi
gefin út af bókaforlagi Odds
Björnssonar á Akureyri og er 280
síður auk fjölda mynda. Gylfi Ás-
mundsson bjó bókina til prentun-
ar. Eru þetta minningar Lárusar
auk annarra nákunnugra honum.
Aftast í bókinni er gerð grein fyrir
ættum þeirra hjóna, Lárusar
Björnssonar og konu hans Pétur-
ínu Jóhannsdóttur. Þá er kort af
A-Húnaþingi, byggðum og öræf-
um ásamt örnefnaskrá' af helsta
sögusviði bókarinnar. — Hefur
verið vandað til frásagnarinnar
sem best má verða og hún lesin
Lárusi sem nú er blindur orðinn.
Lárus er hér líkt farið og föður
hans, sem tók saman minningar
sínar á efri árum, er margt líkt
með þeim feðgum um líkamlega
hreysti, þrautseigju og glöggsýni
að gæta hagsins. Þeim fellur
hjarðbúskapur best í geð, áhuga-
samir til veiðiskapar á landi og í
vötnum. Eru þessar veiðiferðir
þeim líkamleg þjálfun og andleg
hressing frá hinu hefðbundna
striti búskaparins. Ratvísir um
heiðalöndin sem eru þeirra ríki, er
gefur þeim arð í peningum og bús-
ílag. Enda mótaðist Lárus af þess-
um lífsháttum þegar í föðurgarði.
Báðir hefja sig frá allsleysi til
velmegunar, ná háum aldri, reka
búskap undra lengi umfram aðra
menn. Lárus á góða frásagnar-
gleði án málskrúðs eða mælgi.
Frásögn hans er gædd lífi og
fræðslu og eins er því farið hjá
þeim feðgum að báðum er það lag-
ið að bregða upp skýrum ógleym-
anlegum myndum.
Það skilur á milli þeirra feðga
að Björn Eysteinsson hafði tíð
bústaðaskipti. En Lárus býr ávallt
í Grímstungu og þó hún sé talin
stór jörð nægði hún ekki ávallt at-
hafnaþrá hans, en hann var talinn
um skeið meðal stærstu bænda
landsins, hann hafði þá afnot ann-
arra jarða með er hann hafði
keypt.
Lárusi Björnssyni er sem góðum
syni minnisstæður móðurmissir-
inn, en hún andaðist 46 ára. Var
Lárus þá 16 ára og látinn tilkynna
lát hennar á bæjum. Lárus hefur
tekið í arf frá móður sinni hóg-
værð i framkomu og hlýleika í
dagfari þótt hann væri skapstór
og vildi halda hlut sínum þegar í
æsku. Þá er ekki síður áberandi er
hann sjálfur er kominn á efri ár
hve gott er að vera í návist hans.
Þá hefur Lárus fengið úr móður-
ætt sinni hve söngvinn hann er og
lætur vel að kveða rímur á góðri
stund ef hann er hýr, enda er hann
sjór í kvæða- og vísnafróðleik.
Lárus hlaut gott kvonfang er
hann kvæntist Péturínu Jó-
hannsdóttur, dugnaðarkonu er var
heimilisrækin en heimili þeirra
þurfti mikils við er þar var margt
hjúa. Voru þau hjón hjúasæl, en
stjórn þeirra hvíldi mjög á Pétur-
ínu er Lárus var af bæ. Lárus seg-
ir svo: „Péturína hefur átt erfitt
aö hugsa um þetta mannmarga
heimili og ég oft frá. Prúð-
mennsku hennar og hlýju get ég
aldrei fullborgað. Sambúð okkar
Péturínu hefur bæði verið löng og
góð og gat ég ekki fengið mér hag-
kvæmari samfylgd og stuðning en
hjá henni.“
Lárus Björnsson í Grímstungu.
„Minningar Lárusar
gefa fólki kost á að
kynnast nánar hinum
þjódkunna bónda, er
margur hefur þekkt að
orðspori.“
Lárus minnist sveitunga sinna
ungra sem aldinna, dáinna sem
lifandi með hlýjum huga og lofar
mjög hjálpsemi þeirra og velvilja
ef eitthvað bar útaf um hagi
náungans. En sjálfur var Lárus
allra manna viljugastur ef þurfti
að sækja lækni eða ljósmóður þó
ár væru í vexti og illar yfirferðar.
Sjálfur hafði hann fengið æfingu í
að fara yfir Vatnsdalsá og Álku,
er renna fyrir landi Grímstungu.
Hins vegar verður eigi séð að
hann hafi sóst eftir veraldlegum
völdum meðal búenda í Vatnsdal
þó hann sæti í hreppsnefnd um
skeið. Enda lítið upp úr þeim að
hafa svo jafnvel veiðar á hinum
víðlendu heiðum og vötnum þeirra
gáfu meira í aðra hönd. Enda
verður ekki annað séð en það hafi
verið honum andleg hressing að
ferðast um afréttarlönd Húna-
þings með byssu um öxl og net í
poka til refa- og silungsveiöa. Lár-
us ræðir af þekkingu um eðli refs-
ins og kænsku veiðimannsins.
Eftir góða veiðiferð kom Lárus
heim í Grímstungu með loðdýra-
söfnuð sinn á ýmsu aldursskeiði.
Þurfti þá mikils við að halda lífinu
í þessum yrðlingum svo af þeim
nýttist arðurinn. Var Péturína
mjög lagin að halda í þeim lífinu,
með að hygla að þessum skinnum
svo þau döfnuðu vel.
Svo segir Lárus um sölu yrðl-
inga: „Yrðlingar voru í hæsta
verði, minnir mig, rétt fyrir 1930.
Þá var mórauður tófuyrðlingur
jafn verðhár og snemmbær kýr,
sérstaklega læðurnar. Mig minnir
1928 eða ’29, sem það voru seldir
yrðlingar fyrir 10.000 kr. sama
daginn og það þótt eins og gott
jarðarverð þá.“
Lárus Björnsson hefur nú búið í
Grímstungu í 70 ár og býr þar enn
að nokkru. Hefur hann jafnan ver-
ið meðal hrossa- og fjárflestu
bænda landsins og búið við reisn
og myndarskap. Hann er merki-
lega ern til orðs og æðis, sáttur við
lífið, þakklátur skapara sínum
fyrir ævidagana.