Morgunblaðið - 11.02.1982, Side 1

Morgunblaðið - 11.02.1982, Side 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 30. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGIJR 11. FEBRÚAR 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Harðir bardag- ar í Sf rlandi Amman, Jórdaníu, 10. febrúar. AP. HARÐIR bardagar hafa geisað undanfarna viku í borginni Hama í Sýrlandi milli stjórnarhermanna og stjórnarandstæð- inga undir forystu strangtrúaðra múhameðstrúarmanna, að því er diplómatískar heimildir í Amman greindu frá í dag. Talið er að allt að 500 manns hafi fallið og særzt, en herflokk- ar stjórnarinnar hafa nú ein- Á mettíma frá London til New York London, 10. febrúar. AP. Tryggingasalinn David Springbett segist hafa sett nýtt hraðamet á leiðinni frá miðri London til miðborgar New York. Hann segist hafa farið sl. mánu- dag í þyrlu frá City í London til Heathrow-flugvallar, þaðan með ('oncorde-þotu til Kennedy- flugvallar við New York og loks með þyrlu á ný tii Wall Street, allt á aðeins 3 stundum 59 mín- útum og 44 sekúndum. Fyrra met á þessari leið var 4 tímar 10 mínútur og 44 sek- úndur og var það sett í nóv- ember 1980 af öðrum brezkum verzlunarmanni. Vanalegur flugtími þotu milli London og New York er um 7 tímar. Springbett sneri aftur til London á þriðjudag á sama hátt og var þá aðeins 3 stundir 40 mínútur og 40 sekúndur á leiöinni að eigin sögn. Enginn hefur áður gert tilkall til þess að eiga metið á bakaleiðinni í austur yfir Atlantshafið. Springbett er á skrá í heims- metabók Guinness fyrir að hafa farið hringinn í kringum heiminn á stytztum tíma, 44 stundum og 6 mínútum. angrað borgina. Hama er í um 195 kílómetra fjarlægð frá höf- uðborginni, Damaskus. Að sögn ferðalanga, sem kom- ið hafa frá Hama, hafa margir lagt niður vinnu í borginni og verzlanir eru lokaðar. Spítalar annars staðar í landinu hafa tekið við sárum mönnum frá Hama. Að sögn jórdanskra emb- ættismanna hafa stjórnarand- stæðingar notað eldflaugar og ýmis þung vopn gegn sýrlenzka hernum. Alexander Haig: fíál* í VliorfOO ÁríCk*Á ~ Henry Kissi"ger> fyrrum Utanríkisráðherra ’d 1 HJdl IddUg vl U Bandaríkjanna, gekkst undir hjartaskurðaðgerð á sjúkrahúsi í Boston í gærmor£un. Aðgerðin Iók fjóra tíma, en gekk vel að sögn lækna. Á myndinni sést Kissinger ræða við blaðamenn á þriðjudag ásamt lækni sínum, dr. Gerald Austen og greina þeim frá fyrirhugaðri aðgerð. Símamynd ap. Alger samstaða um Pól- landsmálið innan NATO Madrid, Moskvu, 10. febrúar. AP. ALEXANDER HAIG, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag, að aldr ei áður hefði verið jafnmikil samstaða innan Atlantshafsbandalagsins og væri um Póllandsmálið. Haig sagði, að alger samstaða væri innan bandalags- ins um eðli atburðanna þar í landi, sem og um ábyrgð Sovétmanna á ástandinu. Haig sagði einnig á blaðamannafundi í Madrid, að samkomulag hefði verið innan NATO varðandi pólitískar og efnahagslegar aðgerðir vegna atburðanna í Póllandi og um slíkar aðgerðir væri stöðugt fjallað á vettvangi ríkisstjórna aðildarlandanna. Haig sagðist á fundinum vonast til þess, að vestræn ríki falli frá áformum um að byggja með Sov- étmönnum gasleiðslu frá Síberíu, Pólland: Næstæðsti maður Samstöðu færður fyrir herdómstól <•dan.sk, Kóm, 10. febrúar. AP. MIROSLAW KRUPINSKI, sem verid hefur næstæðsti maður Samstöðu, samtaka hinna frjálsu pólsku verkalýðsfélaga, mun verða færður fyrir herdómstól fyrir að skipuleggja verkfalls- nefnd eftir að herlög voru sett, að því er embættismenn hér hafa greint frá. Krupinski, sem var staðgengill Walesa, er hæstsetti ráðamaður Samstöðu sem ákærður hefur verið fyrir brot á her lögunum. Sagt er, að Walesa, sem hefur verið í einangrun frá því herlögin voru sett 13. desember sl., hafi boðið yfir- völdum upp á samningavið- ræður, en að sögn heimildar- manna innan verkalýðsfé- laganna hafa engar slíkar viðræður farið fram enn sem komið er. Walesa hefur ekki sætt neinum ákærum af hálfu yfirvalda, að því er bezt er vitað. Það var saksóknarinn í Gdansk, sem greindi blaða- mönnum frá því að Krup- inski yrði ákærður, í fyrstu opinberu ferð blaðamanna til Gdansk síðan herlögin voru sett. Saksóknarinn gat ekki veitt upplýsingar um það hvenær búast mætti við því að mál Krupinskis yrði tekið fyrir. Krupinski og aðrir verk- fallsleiðtogar hafa verið í haldi frá 14. desember sl., þegar lögregla braut verkfall þeirra í Lenín-skipasmiðj- unum í Gdansk á bak aftur. Jóhannes Páll páfi II, sem undanfarna daga hefur átt viðræður við yfirmenn kaþólsku kirkjunnar í Pól- landi, sagði í dag í vikulegum boðskap sínum, að aldrei væri hægt að taka mannlega reisn frá fólki. sem sjá mundi Evrópuríkjum fyrir miklu magni af gasi. Sagði ráðherrann, að Bandaríkin myndu leggja til að þessi ríki yrðu sér úti um orkugjafa með öðrum hætti. Utanríkisráðherra Sviss, Pierre Aubert, gagnrýndi pólska fundar- stjórann á öryggismálaráðstefn- unni í Madrid harðlega í dag fyrir að hafa stytt umræður á upp- hafsfundi ráðstefnunnar í gær. Aubert gagnrýndi einnig ástandið í Póllandi og sagðist telja, að rétt væri að fresta ráðstefnunni í Madrid hið fyrsta og kalla hana ekki saman að nýju fyrr en eftir nokkra mánuði. Búizt er við, að Sviss leggi fram formlega tillögu þessa efnis á föstudag og að hún hljóti stuðning vestrænna og hlutlausra ríkja. Svenn Stray, utanríkisráðherra Noregs, flutti ræðu á Madrid- ráðstefnunni í dag og fór hörðum orðum um ástandið í Póllandi. Skoraði hann á pólsk stjórnvöld að virða ákvæði Helsinki-sam- komulagsins, sem þau hefðu sam- þykkt, og veita umbótaöflunum í landinu svigrúm. Stray sagði það harmsefni, að allan þann tíma, sem endurnýjun hafi átt sér stað í Póllandi, hafi Sovétríkin beitt Pólverja miklum og augljósum þrýstingi. Málgögn Sovétstjórnarinnar áttu ekki nógu sterk orð í morgun til að lýsa andúð sinni á fram- komu vestrænna ríkja á Madrid- ráðstefnunni. Sökuðu blöðin vest- ræna ræðumenn á ráðstefnunni um að fara með hreinan óhróður og fella krókódílatár vegna Pól- lands. Byrjar Laker að nýju með eina flugvél? London, 10. febrúar. AP. TV/ER ferða-skrifstofur Freddie Lak- ers voru í dag seldar fyrir 4,5 milljónir sterlingspunda (um 80 milljónir króna). Kaupendur voru annars vegar ölgerðarfyrirtæki í Lancashire en hins vegar ferðaskrifstofan Saga Holidays í Kent. Að sögn skiptaráðenda í þrotabúi Lakers var allt kapp lagt á að selja ferðaskrifstofurnar sem fyrst, áður en farþegar, sem með þeim ættu bókað, flyttu viðskipti sín annað. Ferðaskrifstofurnar hafa gengið vel og skilað Laker nokkrum arði. Flugfélag Lakers skuldar 210 millj- ónir punda (um 3,7 milljarðar króna). Aðstoðarmenn Lakers sögðu í dag að hann sæti nú á stöðugum fundum með fjármálaráðgjöfum sínum og fjallaði um það hvort og hvernig sér mundi kleift að hleypa af stokkunum nýju „flugfélagi al- mennings". Talsmaður flugfélags Lakers sagðist í dag búast við að Laker gæfi frá sér yfirlýsingu um mál þetta á morgun, fimmtudag. Talið er líklegt að Laker muni freista þess að festa kaup á a.m.k. einni og hugsanlega fjórum af 20 flugvélum þrotabúsins og hefja flugrekstur að nýju á einhverjum af þeim leiðum, sem hann hefur flogið á að undanförnu. \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.