Morgunblaðið - 11.02.1982, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982
11
inga en við berum ábyrgð á manns-
lífum,“ sagði Ingibjörg Jónsdóttir
hjúkrunarfræðingur á Landspítalan-
um.
„Ofan á lág laun bætist svo mik-
ið vinnuálag og erfiður vinnutími,
en við þurfum að vinna á kvöldin,
á næturnar um helgar og á helgi-
dögum, þegar aðrir eiga frí.“
Hefur þú verið lengi óánægð
með laun þín?
„Já, í eitt og hálft ár eða síðan
ég kom frá Noregi þar sem ég
starfaði sem hjúkrunarfræðingur
en þar hafði ég mun hærri laun en
hér.“
Mývatnshettan er góð flík í vetrarveðrum. Þessi mynd er úr Hugur og hönd,
sem segir frá þessari hettu eins og var um 1920.
Hugur og hönd
Heimilisiðnaðarfélagsins
Komið er út ritið Hugur og hönd,
sem Heimilisiðnaðarféíag Islands
gefur út. Litprentað og mikið
myndskreytt að vanda.
í þessu hefti er mikið af
prjónauppskriftum af ýmsu tagi,
m.a. af húfum og vettlingum.
Greinar eru um litun og um græði-
smyrsl úr jurtum. Myndir eru af
fallegum listiðnaði. En ein aðal-
greinin er um höfðaletur eftir
Gunnlaug S.E. Briem, mynd-
skreytt, og er forsíðumyndin af
höfðaletursstafrófi eftir útskurði á
stól séra Ólafs Þorleifssonar frá
Söndum. Aftasta greinin er um
káfíu og fieira, en það mun vera
gömul reiðflík karla.
Ritið er 55 síður að stærð, prent-
að í Eddu og Ritgreint í Prent-
myndastofunni. Ritnefnd þess
skipa: Auður Sveinsdóttir, Fríða
Kristinsdóttir, Gerður Hjörleifs-
dóttir, Hallfríður Tryggvadóttir og
Vigdís Pálsdóttir.
Hverja telur þú ástæðuna fyrir
lágum launum hjúkrunarfræð-
inga?
„Hér er um kvennastétt að ræða
enda þótt nokkrir karlmenn hafi
orðið hjúkrunarfræðingar á síð-
ustu árum. Einnig kemur það til
að starfið er vanmetið."
Ert þú vongóð að takist að
semja um sérkjarasamninga ykk-
ar, þar sem byrjunarlaun hækka
úr 11. launaflokki upp í 16. laun-
aflokk?
„Ég vona það besta, en það er
ekki gott hljóðið í samningamönn-
unum okkar.“
Hafið þið einhvern sjóð, sem þið
getið sótt fjármagn til ef til
fjöldauppsagna kemur?
„Já það höfum við en hér er um
að ræða samnorrænan sjóð hjúkr-
unarfræðinga.
„Þurfti að fresta
skurðaðgerðum
vegna skorts á
hjúkrunar-
fræðingum“
Rætt við Ingveldi Haralds-
dóttur hjúkrunarfræðing
á Landspítalanum
„Kaupid er allt of lágt og starfið
lítið metið ef miðað er við þá mennt-
un, sem við höft ' auk þess er
vinnuálag gífurlegt, til dæmis þá
þurfti að fresta skurðaðgerðum í dag
vegna þess að hjúkrunarfræðinga
vantaði til starfa, því þær urðu að fá
að hvíla sig í dag,“ sagði Ingveldur
Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur i
skurðlækningadeild Landspítalans.
Hvert telur þú útlitið á að
samningar takist?
„Ekki gott enda þótt við teljum
kröfur okkar sanngjarnar en við
erum nú lægst launaða heilbrigð-
isstéttin í dag fyrir utan sjúkra-
liða.“
Hvað telur þú að gerist næst?
„Ég veit ekki, en ég vona að það
komi ekki til fjöldauppsagna, en ef
til slíks kemur munum við standa
saman að kröfum okkar," sagði
Ingveldur Haraldsdóttir.
Kosið f Einingu
um næstu helgi
KOSNINGAR til stjórnar og trúnað-
armannaráðs Verkalýðsfélagsins Ein-
ingar á Akureyri fara fram í deildum
félagsins næstkomandi laugardag og
sunnudag. Tveir listar eru í kjöri,
a-listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs
með Jón Helgason, núverandi formann
Einingar í formannssæti, og b-listi,
sem borinn er fram af Jóni Sigurði
Þorsteinssyni og fleinim, en þar er
Guðmundur Sæmundsson í formanns-
sæti.
Kjörfundir standa frá klukkan
9—18 báða dagana. Á Akureyri verð-
ur kosið í Alþýðuhúsinu, á Dalvík,
Ólafsfirði og í Hrísey í skrifstofum
félagsins og á Grenivík í samkomu-
húsinu. í stjórn og varastjórn Ein-
ingar sitja 12 manns, en aðal- og
varamenn í trúnaðarmannaráði eru
50 talsins.
ÞREFALT
TIL FICFFAIT
/ / • •
R EI H 01 sn D U M
EFTIR UMSAMINN SPARNAÐ
/ Útvegsbankanum býdst þér nú aö semja um lán
sem þrefaldar handbært fé þitt, jafnvel fjórfaldarþaö.
Þú safnar einhverri umsaminni upphæö inn á viöskiptareikning
á umsömdum tíma og bankinn bætir láni viö
hana til útborgunar aö söfnunartíma liönum,
auk þeirra vaxta sem þú hefur áunniö þér.
Þessi nýi lánaflokkurheitir Þlúslán, því lániö bætist viö
þaö fé sem þú safnaöir.
Unnt eraö semja um Þlúslán á öllum afgreiöslustööum bankans.
Jafnframt liggja þar frammi bæklingar
sem veita nánari upplýsingar.
Öllum er frjálst aö opna Plúslánareikning
hvort sem þeir hafa skipt viö Útvegsbankann hingaö til eöa ekki
og Plúslán hafa engin áhrifá aöra fyrirgreiöslu
sem lántaki kann aö njóta í bankanum.
Erekki Útvegsbankinn einmitt bankinn fyrir þig?
ÚTVEGSBANKANS
ÞÚ SAFNAR OG BANKINN BÆTIR VIÐ