Morgunblaðið - 11.02.1982, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.02.1982, Qupperneq 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982 Kennedy-spólurnar: Athygli beint að gamalli frétt AÐDÁENDUR John F. Kennedys, fv. Bandaríkjaforseta, eiga nú í vök að verjast. Athygli aimennings hefur verið beint að þeirri staðreynd að hann tók samtöl sem hann átti í Hvíta húsinu upp á seguibönd án vitundar viðmælenda sinna. I»etta hefur verið vitað í þó nokkur ár, en í síðustu viku birti Washington Post lista sem John F. Kennedy- bókasafnið hefur gert yfir samtölin í uppsláttarfrétt og aðrir fjölmiðlar fylgdu á eftir. Leiðara- og dálkahöfundar höfðu sitt að segja en verst hefur þetta komið við kaunin á frjálslyndum. Kennedy heitinn Bandaríkjaforseti á skrifstofu sinni í Hvíta húsinu. Hann lét taka upp alls 325 samtöl, sem hann átti, og að viðmælanda sínurn forspurðum. Vitað er að fimm forsetar Bandaríkjanna hafa tekið samtöl í Hvíta húsinu upp á segulband. Franklin D. Roosevelt gerði það fyrstur, siðan Dwight D. Eisen- hower, John F. Kennedy, Lyndon B. Johnson og loks Richard M. Nixon. Fyrst komst upp um Nix- on og allt ætlaði um koll að keyra. Upptökutæki Nixons fóru af stað í hvert sinn sem einhver talaði í skrifstofu forseta. Hann var svo óvarkár í samræðum sín- um að hægt var að nota spólurn- ar gegn honum í Watergate- málinu og á endum varð hann að segja af sér embætti. Nú hlakkar í stuðnings- mönnum Nixons. Aðdáendur Kennedys passa sig á að gagn- rýna upptökurnar en minnast þó á sagnfræðilegt gildi þeirra. Þeir benda einnig á að Kennedy tók ekki upp öll samtöl sem hann átti, heldur lét einkaritara sinn vita þegar hann átti símtal sem Jiann taldi þess virði að eiga á spólu. Hann tók meðal annars upp samtöl við MacArthur hershöfð- ingja, Adlai Stevenson, Richard Daley, Tito og Robert Kennedy. Þeir sem enn eru á lífi og hann tók upp samtöl við hafa yfirleitt látið sig fréttina litlu skipta. Dean Rusk, fv. utanríkisráðherra, sagði að fundir með forsetanum hefðu oft verið teknir upp á spólu og allir hefðu vitað af því. Hann sagði að það væri í lagi sín vegna þótt samtöl hefðu einnig verið tekin upp að honum forspurðum. Frederick G. Dutton, fv. aðstoð- arutanríkisráðherra, sagði hins vegar að sér þætti slæmt að heyra að samtöl hans hefðu verið tekin upp. „Mér finnst forsetar ekki hafa rétt til að taka upp einkasamtöl frekar en aðrir," sagði hann. Archibald Cox, saksóknari í Watergate-málinu, sem barðist fyrir því að komast yfir spólur Nixons, vildi ekki tjá sig um tæki Kennedys. Arthur Schlesinger, sagnfræðingur og fv. ráðgjafi Kennedys, hefur heldur ekki vilj- að segja neitt um þau. Hann sagði á sínum tíma að það væri „óhugsandi" að Kennedy hefði tekið upp samtöl eins og Nixon gerði. Edward Kennedy brást við fréttum fjölmiðla af spólunum með því að leggja til að efni þeirra verði birt sem allra fyrst. Hann sagðist vera viss um að „bandaríska þjóðin yrði áfram hreykin af John F. Kennedy" eft- ir að hún fengi að sjá það sem spólurnar hafa að geyma. Dálka- höfundurinn Carl T. Rowan er hins vegar ekki eins viss um það. Hann spyr: „Vill nokkur í raun- inni heyra segulbandsspólur sem sýna að J.F.K. gat verið orðljótari en Nixon, hafði meiri áhuga á að heyra sögur um viðhald forseta Finnlands en vandamál Banda- ríkjanna í Finnlandi og reyndi að rugla um fyrir blaðamönnum sér- staklega varðandi harða stefnu sína í Indókína?" Sagnfræðingar líta á spólurnar sem gullnámu en skuggi mun falla á mannorð margra. Nú er unnið að úrvinnslu efnis- ins á spólunum. Kennedy tók alls um 325 samtöl. Talsmaður bóka- safnsins sagði að um 60% efnis- ins sem tekið var upp á fundum kynni að verða birt en aðeins um 10% simtalanna. Annað efni kann að flokkast undir ríkis- leyndarmál. Erfitt er að segja til um hversu mikill áhugi almennings á sam- tölum Kennedys eða annarra for- seta í rauninni er. Fólk er ekki eins uppveðrað og hneykslað af fréttum af upptökum í Hvíta hús- inu nú og fyrir 9 árum síðan. Nú veltir það því fyrir sér hvort Ron- ald Reagan taki ekki einnig upp samtöl sín svo hann geti skrifað endurminningar og sagnfræð- ingar hafi eitthvað að vinna úr í framtíðinni. Hann segist aðeins taka upp fundi sem hann á með fréttamönnum. En hver veit, fjöl- miðlar geta kannski slegið sér upp á frétt af því eftir 10 ár. Listamannalaun 1982: Níu listamenn flytjast UTHLUTUNARNEFND listamannalauna hefur lokið störfum. A þessu ári hljóta 149 manns listamannalaun, en það er 6 færri en í fyrra. Að þessu sinni hafði nefndin 1115 þús. kr. til ráðstöfunar en 765 þús. í fyrra. Var 94 listamönnum nú úthlut- að tíu þúsund krónum hverjum, en fjörutíu var úthlutað fimm þúsund krónum hverjum. Fjölgaði því í efri flokki um fjóra frá því í fyrra en fækkaði um þrettán í neðri flokki. Af þessum 149 listamönnum sem nú hlutu laun eru fimmtán í heiðurslauna- flokki, nema þau laun kr. 33.750 kr. á mann og eru þau veitt af Alþingi sérstaklega, en ekki af úthlutunarnefnd listamanna- launa. Þrír menn bættust á þessu ári í hóp þeirra er hljóta heiðurslaun, þeir Ólafur Jóhann Sigurðsson, Stefán Islandi og Svavar Guðnason, en frá því hefur áður verið skýrt í Mbl. Níu manns bættust nú í efri flokk þeirra er hljóta listamannalaun. Þau eru: Gísli Magnússon píanóleik- ari, Gísli Sigurðsson list- málari, Gréta Sigfúsdóttir rithöfundur, Jónas Guð- mundsson rithöfundur og listmálari, Karen Agnete Þórarinsson iistmálari, Kristinn Reyr skáld, Óskar Aðalsteinn rithöfundur, Sveinn Björnsson listmál- ari og Vilborg Dagbjarts- dóttir skáld. Hvað varðar neðri flokk, samþykkti úthlutunar- nefndin að þann flokk skyldu að þessu sinni fylla þeir einir sem ekki hefðu verið þar í fyrra og hefur nefndin hug á að fylgja þeirri reglu í framtíðinni hvað þennan flokk varðar. Hins vegar hefur sú hefð skapast að komist lista- menn í efri flokk, skuli þeir halda sæti sínu þar ár frá ári. Úthlutunarnefnd lista- mannalauna er þannig skipuð: Bolli Gústavsson sóknarprestur, formaður, Jón R. Hjálmarsson, fræðslustjóri, ritari, Bessí Jóhannsdóttir kennari, Gunnar Stefánsson bók- menntaráðunautur, Halldór Blöndal alþingismaður, Magnús Þórðarson fram- kvæmdastjóri og Sverrir Hólmarsson menntaskóla-1 kennari. Hér fer á eftir listi yfir þá sem hljóta listamanna- laun á þessu ári: ÁÐUR VEITT AF ALÞINGI 33.750 KRÓNUR HVER: Ásmundur Sveinsson, Finnur Jónsson, Guðmundur Daníelsson, Guðmundur G. Hagalín, llalldór Laxness, Indriði G. Þorsteinsson, Kristmann Guðmundsson, María Markan, Olafur Jóh. Sigurðsson, Snorri lljartarson, Stelán Islandi, Svavar Guðnason, Tómas Guðmundsson, Valur Gíslason, Þorvaldur Skúlason. VEITT AF NEFNDINNI 10.000 KRÓNUR HVER: Agnar l'órðarson, Alfreð Flóki, Atli Heimir Sveinsson, Ágúst Petersen, Ármann Kr. Einarsson, Árni Björnsson, Oskar Nveinn Vilborg Þessi flytjast í efri flokk Árni Kristjánsson, Benedikt Gunnarsson, Björn J. Blöndal, Björn Olafsson. Bragi Ásgeirsson, Bragi Sigurjónsson, Einar Bragi, Finar Ilákonarson, Eiríkur Smith, Eyþór Stefánsson, Gísli Halldórsson, Gfsli Magnússon, Gísli Sigurðsson, Gréta Sigfúsdótlir, Guðbergur Bergsson, Guðmunda Andrésdóttir, Guðmundur L Friðfinnsson, Guðmundur Frímann, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Ingi Kristjánsson, í efri Guðrún Á. Símonar, Gunnar Dal, Gunnar Eyjólfsson, Gunnar M. Magnúss, llallgrímur Helgason, Hannes Pétursson, Hannes Sigfússon, Heiðrekur Guðmundsson, Hringur Jóhannesson, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Jakobína Sigurðardóttir, Jóhann Briem, Jóhann Hjálmarsson, Jóhannes Geir, Jóhannes Ilelgi, Jóhannes Jóhannesson, Jón Ásgeirsson, Jón Björnsson, Jón Dan, Jón Helgason, Jón Nordal, Jón Oskar, Jón Þórannsson, Jón úr Vör, Jónas Árnason, Jónas Guðmundsson, Jórunn Viðar, Karen Agnete l>órarin.sson, Karl Kvaran, Kjartan Guðjónsson, Kristinn Reyr, Kristján Albertsson, Kristján Davíðsson, Kristján frá Djúpalæk, leifur Imrarinsson, Manuela Wiesler, Matthías Johannessen, Oddur Björnsson, Ólöf Pálsdóttir, Óskar Aðalsteinn, Pétur Friðrik, Ragnheiður Jónsdóttir, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson, Rögnvaldur Sigurjónsson, Sigfús Daðason, Sigfús Halldórsson, Sigurður A. Magnússon, Sigurður Sigurðsson, Sigurjón Olafsson, Skúli llalldórsson, Stefán llörður Grímsson, Stefán Júlíusson, Steinþór Sigurðsson, Sveinn Björnsson, flokk Sverrir Haraldsson, Thor Vilhjálmsson, Tryggvi Emilsson, Valtýr Pétursson, Veturliði Gunnarsson, Vésteinn Lúðvíksson, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þorkell Sigurbjörnsson, Þorsteinn frá Hamri, Þorsteinn Ö. Stephensen, Imroddur Guðmundsson, Þuríður Pálsdóttir, Örlygur Sigurðsson. 5.000 KRÓNUR HVER: Agúst Guðmundsson, Ásgeir Jakobsson, Ásgerður Ester Búadóttir, Áskell Másson, Baldur Eiríksson, Benedikt Jónsson, Björn Guðjónsson, Davíð Oddsson, Edda Jónsdóttir, Elías Halldórsson, Erlendur Jónsson, Fjölnir Stefánsson, Fríða Sigurðardóttir, Garðar Cortes, Guðmundur Elíasson, Gunnar Hjaltason, Gylfi Gíslason, Gylfi Gröndal, Halldór Haraldsson, llaraldur Zóphaníasson, Herdís Kgilsdóttir, Hreiðar Stefánsson, Jakob Jónsson, Jakob Tryggvason, Jón Reykdal, Kjartan Ragnarsson, Kristinn G. Jóhannsson, Lárus Sveinsson, Magnús Bl. Jóhannsson, Matthea Jónsdóttir, Nína Björk Árnadóttir, Pálmar Þ. Eyjólfsson, Ragnar Kjartansson, Sigurður K. Árnason, Steingrímur Sigurðsson, Steinunn Sigurðardóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir, l*órarinn Eldjárn, Isirir Guðbergsson, Örn Ingi Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.