Morgunblaðið - 11.02.1982, Side 25

Morgunblaðið - 11.02.1982, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982 25 sömuleiðis Ásgeir Þór Árnason, sem á góða vinningsmögulcika gegn Mednis. í fyrrakvöld slapp Mednis fyrir horn með þráskák gegn Magnúsi Sólmundarsyni og á ótrúlegan hátt náði hann jafntefli gegn Ásgeiri í gær. Jóhann Hjart- arson átti örlítið betra, riddara gegn peði, gegn Shamkovic. Það er sérstakt andrúmsloft á Kjarvalsstöðum þessa dagana. Er skámennirnir 54, sem taka þátt í mótinu, en um 15 manns forfölluð- ust, setjast að borðunum klukkan 16.30 dag hvern er allt með friði og spekt. Lengi vel gerist lítið spenn- andi, en síðan allt í einu, eins og hendi sé veifað, fara hlutirnir að gerast. Skákirnar þróast, einn sækir, meðan annar flækir, marg- ir verjast og allir eru menn þarna til að berjast. Um klukkan 21 fer tímaskortur að hrjá menn fyrir alvöru, en sumir eru þannig, að þeir eru alltaf í tímahraki. Nokkr- ar skákir vekja alltaf meiri at- hygli en aðrar og þá einkum skák- ir íslenzku titilhafanna, en úr þessu fer hópurinn trúlega að grisjast, toppur að skera sig frá botni. X. REYKJAVIKUR SKÁKMOTIÐ Úrslit í gærkvöldi Skákskýringar verða á Kjar- valsstöðum þá daga, sem teflt er, en trúlega verður að skipuleggja þær betur en gert hefur verið. I gærkvöldi brá einn skákmann- anna sér á salerni og kom þá að skákskýrendum. Þá var einmitt verið að athuga skák hans og sagði hann að skákinni lokinni, að þar hefði hann séð góðan leik í einni stöðunni og þannig sparað sér tíma. í kvöld er Viktor Korchnoi væntanlegur til landsins og mun að öllum líkindum skýra skákir að Kjarvalsstöðum þegar í kvöld. Hann kemur hingað í boði Skák- sambands Islands og dvelur hér fram á þriðjudag. Upphaflega ætl- aði Korchnoi að tefla á mótinu, en kemur því ekki við vegna þátttöku á móti á Italíu. Korchnoi mun þó örugglega hafa ýmislegt til mál- anna að leggja er hann kemur. Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, var spurður að því í gær hvort hann myndi hitta Korchnoi til að ræða fjölskyldumál hans. Friðrik sagði að um slíkt hefði ekki verið rætt og enginn fundur þeirra ákveðinn. Aðspurður um stöðu þeirra mála sagði Friðrik, að ekk- ert nýtt væri að frétta. Hann hefði fengið yfirlýsingar Sovétmanna á sínum tíma varðandi Igor son Korchnois og Bellu konu hans og sagðist vona, að lausn fengist á þessu máli í maí eða júní næst- komandi. Þriðja umferð Reykjavíkur- skákmótsins hefst að Kjarvals- stöðum klukkan 16.30 í dag. — »U í Reykjavíkurskákmótinu urðu úr slit sem hér segir í 2. umferðinni í gærkvöldi: K. Helmers - Friðrik Ólafsson 'Æ-'/z Jóhann Hjartarson - L. Shamkovich, 'h - 'h Helgi Ólafsson - A. Kuligowski 1-0 G. Sahovic - Margeir Pétursson 'h-'h A. Abramovic - G. Forintos lh-‘h L. Schneider - M. Bajovic 1-0 L. Alburt - T. Horvath 1-0 A. Adorjan - K. Kaiszauri 1-0 K. Bischoff - R. Byrne 0-1 B. Ivanovic - Magnús Sólmundarson, biðskák Haukur Angantýsson - K. Frey 1-0 R. Grunberg - D. Gurevich 0-1 Elvar Guðmundsson - B. Kogan, biðskák Jón L. Árnason - D. Goodman 1-0 Róbert Harðarson - Kindermann 0-1 Jónas P. Erlingsson - C. Höi, biðskák K. Burger - G. Krahenbuhl 'h-'h Dan Hansson - T. Wedberg 0-1 Stefán Briem - Guðmundur Sigurjónsson, 0-1 Leifur Jósteinsson - H. Westerinen E. Mednis - Ásgeir Þ. Árnason, 'h-‘h N. de Firmian - Sævar Bjarnason 1-0 Júlíus Friðjónsson - V. Zaltsman 0-1 G. Iskov - Hilmar Karlsson 'h-'h Jóhannes Gísli Jónsson - Benedikt Jónasson 'h-'h Jóh. Örn Sigurjónsson - Savage 'h-'h Jóhann Þórir Jónsson - Karl Þorsteins 'h-'h Þremur þeirra skáka, sem fóru í bið í fyrrakvöld í 1. umferðinni lauk ekki þegar skákmennirnir settust aftur að borðinu, en í hin- um fjórum skákunum úrslit sem hér segir: Magnús Sólmundarson - Mednis 'h-'h G. Krahenbuhl - Jón L. Árnason 'h-'h T. Wedberg - Stefán Briem 'h-'h Benedikt Jónasson - Jóhann Hjartarson 0-1 Skák Jóhanns Hjartarsonar og Shamkovics var skemmtileg. íslensku arnir titilhaf- vel Enginn íslensku titilhafanna á al- þjóðamótinu hefur enn sem komið er tapað skák og hafa þeir þó flestir teflt við öfluga útlendinga. í gær kvöldi bar landinn sigur úr býtum í þremur skákum við útlendinga. Haukur Angantýsson vann alþjóða- meistarann Frey frá Mexíkó, Helgi Ólafsson vann pólska stórmeistar ann Kuligowski og Jón L. Árnason vann enska FIDE-meistarann Good- man. Ilaukur Angantýsson náði snemma öruggum tökum á Frey og hagnýtti sér síðan afleik Mexikan- ans í tímahraki til þess að gera end- anlega út um skákina: Svart: Frey (Mexíkó) HvítL* Haukur Angantýsson Síðasti leikur svarts var 35. He8 — d8, sem gefur hvítum kost á að ná örlagaríkri leppun: 36. Dd4! — I)h4 Örvænting. Svart- ur fær ekki varist hótuninni 37. e6. 37. e6 — Bxe6, 38. Dxd8 — Df2+ 39. Rg2 — Dxb2, 40. Dxc7 — Dxb3, 41. Hd8 — Dxc4, 42. De7 og Frey gafst upp. Fyrstur til að vinna skák í ann- arri umferðinni var sænski oal- þjóðameistarinn Lars-Áke Schneider, sem fléttaði stórglæsi- lega gegn júgóslavneska FIDE- meistaranum Bajovic. Staðan kom upp eftir 19. leik svarts: Svart: Bajovic ( Júgóslavíu) Hvítt: Schneider (Svíþjóð) 20. Rxe6! — fxe6, 21. Dxe6+ — Bf7, 22. Hxd8+ — Hxd8, 23. Hxd8+ — Dxd8. Ef 23. - Rxd8? þá 24. De8 mát. 24. Dxd8+ — Kh8 og Júgóslavinn gafst upp um leið, án þess að bíða eftir því að hvítur hirti þriðja peð- ið með 25. Dxb7. Það er vissara að trekkja klukkurn- ar áður en skákirnar hefjast, en Guðmundur Arnlaugsson, yfirdóm- ari, sér um að allt fari fram eins og bezt verður á kosið. byrja lilliu Svart: Helmers (Noregi) Hvítt Hilmar Karlsson 20. — Bf4! og hvítur gafst upp, því eftir 21. Dxf4 — Bd3+ tapar hann drottningunni. Nokkrir íslendinganna mættust innbyrðis í fyrstu umferðinni og það vakti einnig athygli að Ung- verjunum Adorjan og Horvath var raðað saman. Svart: Jóhann Örn Sigurjónsson Hvítt: Margeir l'étursson 27. Hxe7! — Bxe7, 28. d6 — Bxe6, 29. Bxe6 og svartur gafst upp án þess að bíða eftir svarinu við 29. — Bf6, sem yrði 30. Bd5+! og hvít- ur vinnur heilan hrók. Ásgeir Þ. Árnason tefldi að venju sinni stíft til sóknar gegn bandaríska alþjóðameistaranum Burger. Eftir byrjunina kom til skemmtilegra sviptinga: Svart: Burger (Bandaríkjunum) Hvítt: Ásgeir Þ. Árnason 14. 0-0-0! - exf4, 15. Bc4 - Ra5, 16. Bxd5 — Bxd5, 17. e4 — Bxa2!, 18. Hxd8, 19. Rd2 - c4, 20. Da4 - Rb3+, 21. Rxb3 — Bxb3, 22. Db5 - Bxg5, 23. Dxg5 - f3, 24. h5! Hvítur verður að hafa hraðan á, því svartur hótar að tvöfalda hrókana á d-línunni. 24. — fxg2, 25. Dxg2 — Hd7, 26. hxg6 — fxg6, 27. Dg4 og hér sætt- ust keppendur á jafntefli, því eftir 27. — Hfd8, 28. De6+ þráskákar hvítur. Skemmtilegustu skák fyrstu umferðarinnar má hiklaust telja viðureign bandaríska stórmeistar- ans Shamkovich og Danans Iskov. Iskov beitti hinni þekktu Mar- shall-árás í spænska leiknum og fórnaði peði, en Shamkovich bætti um betur, fórnaði skiptamun og náði óstöðvandi sókn. Hvíth Shamkovich (Bandaríkjunum) Svart: Iskov (Danmörku) Spænski leikurinn I. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0-0 — Be7, 6. Hel — b5, 7. Bb3 — 04), 8. c3 — d5. Þessi peðsfórn ber heitið Mar- shall-árásin. 9. exd5 — Rxd5, 10. Rxe5 — Rxe5, II. Hxe5 — c6, 12. d4. Skák þeirra Robert Byrnes og Hauks Angan- týssonar í fyrstu umferðinni tefld- ist þannig: 12. d3 — Bd6, 13. Hel - Bf5, 14. Rd2 — Bxd3, 15. Rf3 — Bg6, 16. Bg5 - Dd7, 17. Re5 - Bxe5, 18. Hxe5 — Hfe8, 19. Hxe8 - Hxe8, 20. Dd2 - h6, 21. Bf4 - Hd8, 22. Hdl og hvítur hefur nokkru betri stöðu, en Hauki tókst að halda sínu. 12. — Bd6, 13. Hel — Dh4, 14. g3 - Dh3, 15. He4!? Hugmynd Mikhails Tal, fyrrum heimsmeist- ara. Hótunin er nú 16. Hh4. 15. — g5, 16. Df3 En auðvitað ekki 16. Bxg5? — Df5 og svartur vinnur mann. 16. — Bf5, 17. Bc2! — Hae8, 18. Bxg5.18. Hxe8 - Hxe8,19. Bxf5 er svarað með Hel mát. 18. — Bxe4, 19. Bxe4 — He6? Betra var að draga í land með 19. — De6. 20. Rd2 — f5, 21. Bxd5 — cxd5, 22. I)xd5 — f4, 23. Hel — Hfe8 24. Bf6! — KI8, 25. Be5 — Bxe5, 26. dxe5 - Hh6, 27. Rf3 — He7, 28. Dd8+ — He8, 29. Dd4 — fxg3, 30. fxg3 — Hh5, 31. He4 — Hf5, 32. Hh4 og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.