Morgunblaðið - 11.02.1982, Side 34

Morgunblaðið - 11.02.1982, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMM'HfÖÁ'íítíft1!-!: FEBRÚAR 1982 Forsetinn í opinbera heimsókn tii Bretlands: Hittir björgunarmenn áhafnar Tungufoss „FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, mun dveljast í Bretlandi dagana 17. til 19. lebrúar næstkom- andi í opinberri heimsókn í boði bresku ríkisstjórnarinnar," segir í fréttatilkynningu er Morgunblaóinu barst í gær frá skrifstofu forscta Is- lands. I tilkynningunni segir enn- fremur: „í heimsókninni mun forseti m.a. eiga viðræður við forsætis- ráðherra Breta, frú Margréti Thatcher, og sitja hádegisverðar- boð Elísabetar II Bretadrottn- ingar í Buckinghamhöll. Þá mun hún skoða minjar um norræn- bresk menningartengsl og fleira í breska þjóðminjasafninu. Heim- sóttur verður skóli fyrir börn sem skara fram úr, komið í breska þingið svo og þjóðleikhúsið í Lundúnum þar sem forseti verður við leiksýningu. Að ósk forseta mun hún einnig hitta björgunarmenn áhafnar m/s Tungufoss og eiginkonur þeirra. Forseti fer einnig til Oxford, þar sem m.a. verða kynntar vís- indarannsóknir á sviði læknis- fræði, og til Stratford-on-Avon að heimsækja Shakespeare-leikhúsið. Aðalveislu heimsóknarinnar heldur yfirborgarstjóri, Lord Mayor, Lundúna. Forseti mun fara utan hinn 16. þ.m. og daginn eftir að hinni opinberu heimsókn lýkur mun hún taka þátt í þorrablóti Islendinga- félagsins í Lundúnum. I fylgdarliði forseta íslands í för þessari verða dr. Ólafur Jóhann- esson utanríkisráðherra og Dóra Guðbjartsdóttir, Hörður Helgason ráðune.vtisstjóri utanríkisráðu- neytisins og Sarah Helgason, Ólafur Egilsson sendiherra og Ragna Ragnars." Sjálfstæðisflokkurinn: Haldnir hafa verið 20 atvinnumálafundir HALDNIR hafa verið 20 fundir Sjálfstæðisflokksins um atvinnumál víðs vegar um landið. Níu fundum hefur orðið að fresta vegna veðurs og færðar, en þeir verða haldnir mjög fljótlega. Fundirnir hafa yfir leitt verið mjög vel sóttir. Þeir fundir sem orðið hefur að fresta og haldnir verða fljótlega eru á eftirtöldum stöðum: Patr- eksfirði, Isafirði, Bolungarvík, Sauðárkróki, Siglufirði, Húsavík, Egilsstöðum, Reyðarfirði og í Vestmannaeyjum. Fundir verða sérstaklega auglýstir. Patreksfjörður: Lögreglumcnn leita hér í sorpi úr einum sorpbfla Reykjavíkur, en sá grunur vaknaði að þýfi væri í sorpinu. Sorpbfllinn var tæmdur og leituðu lögreglumenn að hinu hugsanlega þýfi. Ljósm. Júlíus. Leituðu þýfis í sorp- bflnum VIÐ sorphreinsun í Reykjavík í gær fannst fyrir tilviljun úr í sorptunnu og var lögreglunni gert við vart um fundinn. Lögreglumenn skoðuðu úrið og var talið að þarna gæti verið komið úr, eitt af mörgum, úr þýfi. Var sorpbíllinn tæmdur og leituðu lögreglumenn af sér allan grun og fannst ekkert frekar í sorpinu sem gat verið hluti af þýfi. Afhentu trúnaðarbréf Nýskipaður sendiherra Vatikanrfkisins, Luigi Bellotti erkibiskup og nýskipaður sendiherra ísraels, Gad Elron, afhentu hinn 3. febrúar sl. forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, trúnaðarbréf sín að Bessastöðum að viðstöddum Ólafi Jóhannessyni, utanrfkisráðhcrra. Að afhendingunni lokinni þágu sendiherrarnir boð forsetans að Bessastöðum ásamt fleiri gestum. Sendiherra Vatikanríkisins hefur aðsetur í Kaupmannahöfn og sendiherra Israels í Osló. Vedur hamlar aðföngum og farið að bera á vöruskorti l'alreksfirði, 9. febrúar. SAMGÖNGUR við Patreksfjörð hafa verið mjög erfiðar að undan- förnu og er því farið að bera á vöru- skorti á staðnum. Flug hefur aðeins verið einu sinni hingað í þessum mánuði og vörur hafa ekki borizt hingað sjávarleiðina. Ekki er um vöruflutninga á landi að ræða. Síðast var flogið hingað síðast- liðinn föstudag, en þar áður var flogið hingað mánudaginn í vik- unni þar áður. Flutningaskipið Vela komst ekki hingað inn á leið sinni frá Reykjavík í síðustu viku vegna illviðrishams og skipaði því vörum, sem hingað áttu að koma, upp á Tálknafirði auk þess sem einn vörugámur lenti í sjónum. Ekki tókst betur til er Vela átti að koma með vörur hingað frá Akur- eyri, skipið komst ekki hingað inn og lentu vörurnar til Reykjavíkur. Þetta hefur valdið kaupmönnum talsverðum erfiðleikum og vöru- skorti í bænum, aðallega brauð- skorti. Bátar voru á sjó hér í gær og öfluðu vel, allt upp í 19 lestir. Eng- inn bátur er á sjó í dag og gæftir hafa verið afar stirðar að undan- förnu, en aflazt vel þegar gefið hefur. Páll Eldstöðvar á Reykjanesskaga: F’JÖLRIT nr. 12 í ritröð Náttúru- verndarráðs fjallar um eldstöðvar á Reykjanesskaga, ritað af Jóni Jóns- syni, jarðfræðingi. Segir í inngangi að þetta sé hugsað sem bráðabirgða- yfirlit, og tilgreindar 3 ástæður fyrir útgáfunni. 1) Þar sem þetta er þéttbýlasta svæði landsins er þörf fyrir og ásókn mikil í nýtanleg jarðefni og eykst sú sókn stöðugt. 2) Segja má að algert skipulagsleysi hafi und- anfarna áratugi ráðið varðandi efnistöku og að umgengni um námurnar hafi verið eftir því. Þetta hefur í för með sér óþarfa umrót til lýta í landslaginu og um leið slæma nýtingu á efninu. Þetta kallar á skipulagningu og stjórn þessara mála. 3) Loks er svo ástæða til þess að gera sér fulla grein fyrir því hvers vegna æski- legt er að friða algerlega eða að nokkru ákveðna hluta þessa svæð- is svo langt sem auðið verður. í upphafi rekur Jón Jónsson jarðsögu Reykjanesskaga. Þá eru gerðar tillögur um friðun. Birt yf- irlit yfir svæði sem vert er að friða og uppdrættir með tillögum að friðun. Fjórði kafli fjallar um námur og ástand þeirra. Þar er yfirlit yfir námur og uppdráttur sem sýnir námur. Fimmti kaflinn er um námur sem nýta mætti og í lokaorðum segir m.a. að í ritinu hafi einkum verið rætt um vernd eldstöðva og það af þeirri einföldu ástæðu að þær eru margar álitleg- ar til efnistöku. En ýmislegs fleira sé þó vert að geta á þessum skaga, sem taka ber tillit til. Megi í því sambandi t.d. nefna hella, svo sem Stromphella við Bláfjöll, Dauða- dalshella norðan við Grindaskörð o.fl. Loks megi minna á að eftir endilöngum skaganum er röð há- hitasvæða og að þegar til virkjana jarðhitans komi verði að fara mjúkum höndum um þetta merki- lega og sérstæða svæði, sem býður upp á einstæða möguleika til al- hliða jarðvísindalegra rannsókna. Vilja stofna iðn- garða í Eyjum „ÞAÐ ER mikill áhugi fyrir því hjá okkur að auka fjölbreytni í atvinnu- lífinu hér og í því sambandi er hugmyndin ad stofna iðngarða fyrir aðrar greinar en fyrir eru og það er hlutverk bæjarsjóðs að útvega lán til slíkra bygginga og koma þeim upp, annaðhvort til leigu á góðum kjörum eða til kaupa,“ sagði Sigurður Jóns- son, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyj- um, í samtali við Morgunblaðið, en hann er formaður undirbúnings- nefndar iðngarða. „Það eru ákaflega fáir þættir í iðnaði sem eru starfræktir í Vest- mannaeyjum," sagði Sigurður, „en ótal möguleikar. Við höfum því áhuga á að leita til athafnamanna sem vilja byggja upp hjá okkur og koma til móts við þá ef um nýjar greinar hér er að ræða. Samgöng- ur milli lands og Eyja eru nú svo stöðugar og tryggar, bæði sjóleið- ina og loftleiðis, að Eyjar eru í rauninni við bæjardyr Stór- Reykjavikur, þannig að flutningar til dreifingar á iðnaðarvöru liggja mjög vel við.“ Fræðslunefnd Sjálfstæðisflokksins: Blaðanámskeið- inu frestað AUGLÝSTU blaðanámskeiði sem fræðslunefnd Sjálfstæðisflokksins stendur fyrir og halda átti á morg- un, föstudag 12. þ.m., og laugar- daginn 13. hefur verið frestað fram yfir mánaðamótin. Nám- skeiðið verður nánar auglýst síð- ar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.