Morgunblaðið - 11.02.1982, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982
43
Ein plágan
tekur við
af annarri
Hvítauga, nýr
ógnvaldur ávaxta-
bænda í Kaliforníu
San I)iego. Al*.
YKIRMKNN landbúnadarmála f
Kaliforníufvlki standa nú rádþrota-
gagnvart nýrri plágu þar um slóðir.
Kkki var fyrr búið að kveða ávaxta-
fluguna skæðu að mestu í kútinn er
önnur plága skaut mönnum skelk í
bringu. Er hér um að ræða örsmáa
fuglategund, ættaða frá SA-Asíu og
nefnist hvítauga. Fuglarnir vinna gíf-
urlegar skemmdir á ávöxtum og
grænmeti með því að höggva göt á
ytra byrði þeirra.
Fugl þesesi hefur ekki gert
mönnum gramt í geði þar um slóðir
fyrr en tiltölulega nýlega. Talið er
að þeir fuglar, sem nú herja á
plantekrur Kaliforníumanna, séu
afkomendur hvítaugapars, sem
slapp úr dýragarðinum í San Diego
fyrir átta árum. Gífurleg „spreng-
ing“, eins og það er orðað, virðist
hafa orðið í fjölgun fuglanna, sem
nú eru orðnir hreinasta plága.
Undanfarið hafa fuglafangarar
Kaliforníufylkis verið á þönum vítt
og breitt með segulbönd þar sem
þeir eru með upptökur af hljóðum
fuglanna á fengitímanum. Hefur
þeim tekist að veiða 100 fugla með
þeirri aðferð og gera sér vonir um
að stemma megi stigu við plágunni
er líða tekur á árið.
Það varð ekki ljóst fyrr en 1980,
að þessi fuglategund léki lausum
hala í fylkinu. Reyndar hafði grun-
ur læðst að mönnum eftir að hafa
séð ummerkin á ávöxtunum, en það
var ekki fyrr en fuglaskoðari kom
auga á þá í sjónauka að staðfesting
fékkst á tilvist þeirra. Ekki eru
neinar tölur til um hugsanlegan
fjölda hvítaugafuglanna, en þeir
eru ofarlega á lista bandaríska
landbúnaðarráðuneytisins yfir
plágur.
KOR
LANCHOLTSKIRKJU
GATUR
Hefur sölufólk Sunnudagsgátunnar
komiö til þín?
Ef svo er ekki þá geturðu átt von á því hvenær
sem er. Og ef svo ólíklega færi að
þú hittir ekki sölufólk okkar - þá er að fara á
næsta sölustað - þeir eru
fjölmargir - allir merktir.
Sölufólk okkar er flest úr íþróttafélögunum og
sölulaun þess renna þeint í félagssjóð.
Sláið margar flugur í einu höggi - takið þátt í
skemmtilegum leik þar sem þið getið unnið
stóran vinning - styrkið kórinn til áfram-
haldandi öflugs menningarstarfs - og styðjið
félagsstarfsemi hverfisinsog bæjarfélagsins..
Bingo i Sigtuni i kvöld
fimmtudagskvöld kl. 20.30
Húsið opnað kl. 19.30.
16 umferöir,
verömæti allt
aö 150.000 kr.
Aðalvinningur: 4ra dyra Suzuki-bifreið.
Utanlandsferðir - Örbylgjuofn - Seikó-úr - Metabo hand-
verkfæri - Síldarveizla á Hótel Loftleiðum - Grohe
vatnsnuddtæki o.fl.
Stjórnandi
Hermann
Gunnarsson
Hver ekur heim á glænýjum Suzuki?
HQTEL LOFTLEIÐIR
f-FRDASKRIFS TOhAN
URVAL
Magnús Ó. Ólafsson,
heildverslun.
Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna.
G. Albertsson hf.
Breiðholtskjör
Olíufélagid
Skeljungur
nlis