Morgunblaðið - 12.02.1982, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.02.1982, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1982 Verður það verkalýðsfé- laginu til framdráttar? - eftir Auði Guðjónsdóttur Eins og þið vitið, lesendur góðir, stendur fyrir dyrum kosning í stjórn og trúnaðarmannaráð í Verkalýðsfélaginu Einingu. Fyrir 2—3 árum fluttist hingað ungur maður frá höfuðborgar- svæðinu, sem þrátt fyrir menntun sem hann hafði aflað sér, gerðist hér „öskukarl" eins og hann hefur sjálfur kallað sig. Sagt er að hann hafi reynt að koma sér í stöður í Verkalýðsfélaginu Dagsbrún og einnig í Kommúnistaflokknum, en þeir, sem þar réðu ríkjum, ekki kært sig um hans þjónustu sem frammámanns. Fyrir rúmu ári, eða í janúar 1981, fór hann að undirbúa það sem nú er fram komið, þ.e. að komast í formannsstöðu í verka- lýðsfélaginu okkar. Þá þóttist hann fá eina mikla lýðræðishug- sjón, samdi tillögur um lagabreyt- ingar, sem (ef fram hefðu náð að ganga) hefðu gert honum mun auðveldara að bjóða fram nú. En þær fæðingarhríðar þess lista, sem nú er fram kominn frá honum og stuðningsmönnum, hafa verið bæði strangar og erfiðar. Meira að segja hefur þurft að leita til löjg- fræðings Alþýðusambands Is- lands, sem úrskurðaði að fram- kvæmd sú, sem Guðmundur Sæ- mundsson ætlaði að viðhafa, stangaðist á við lög. Já það er ekki alltaf nóg að hafa menntun á bak við sig. Framkvæmd sú var á þann veg að hann ætlaði að leggja fram lista með eingöngu stjórn, vara- stjórn og endurskoðendum, síðan að skikka okkur, sem erum í trún- aðarmanna- og varatrúnaðar- mannaráði, til að vinna áfram í því með sér, ef hann ynni kosning- una og þá án þess að hafa fengið til þess samþykki neins okkar. Finnst ykkur ekki, kjósendur góðir, að þetta stangist á við það, sem G. Sæm. þykist vilja, þ.e. meira lýðræði. Og ég spyr: „Er lík- legt, að jafn róttækur maður og G. Sæm. er í pólitík muni í reynd koma á meira lýðræði?" Mitt svar er: „Þetta er kosningabrella og yf- irskyn." G. Sæm. heldur því fram í skrifum sínúm að sú stjórn, sem nú situr, vinni á einræðislegan hátt. Hvernig vill G. Sæm. að unn- ið sé, ef ekki eftir lögum félagsins, þ.e. þannig að málin séu lögð fyrir félagsfundi og hinn almenni fé- lagsmaður samþykki eða hafni að vild, en svoleiðis eru málin af- greidd og hafa alltaf verið. G. Sæm. vill halda því fram að sér finnist skrifstofan vera líkari stofnun en skrifstofu fyrir hinn almenna félaga. Ég hefi orðið að leita til þess fólks, sem þar vinnur, í fjölmörgum tilfellum, þar sem ég hefi, síðan þessi stjórn tók við, verið trúnaðarmaður á mjög fjöl- mennum vinnustað, og alltaf í hvert einasta skipti hefur verið reynt eftir bestu getu, að mínu mati, að íeysa úr málunum. Núverandi formaður er mikið gagnrýndur fyrir að vera í stjórn Útgerðarfélags Akureyringa. Ég verð nú að viðurkenna að mér hef- ur þótt þetta óeðlilegt þar til ný- lega að ég rak mig á það að það getur haft jákvæðar hliðar. Það 19 kom upp mál í frystihúsi ÚA þar sem mér og þeim trúnaðarmanni, sem með mér vinnur þar, fannst of langt gengið gagnvart fólkinu af ráðamönnum ÚA. Ég hringdi í Jón Helgason, formann félagsins, og skýrði málin. Þá sagði hann: „Það verður stjórnarfundur í ÚA bráð- lega og ég bara legg þetta fyrir þar,“ sem hann og gerði. Það hafði áhrif til hins betra. Því vil ég benda þér á, kjósandi góður, að við dæmum oft ranglega fyrir vanþekkingu hverju sinni og það er mikið vandaverk að vera í forustu fyrir jafn stóru verkalýðs- félagi og félag okkar er, ekki síst nú í okkar kröfuþjóðfélagi þar sem nánast hnefarétturinn ræður hvernig þjóðarkökunni er skipt. Og ég bið þig, kjósandi, að spyrja þig þessarar spurningar áður en þú gengur að kjörborðinu: Verður það verkalýðsfélaginu mínu tii góðs og málefnum okkar til fram- dráttar að allt það fólk, sem hefur verið og er nú í forsvari fyrir fé- lagið, hætti og við taki það fólk, sem er á lista Guðmundar Sæ- mundssonar? Opið prófkjör Alþýðu- flokksins helgina: Tólf frambjóð- endur í borgar- stjórnar- profkjon UM NÆSTU helgi verður opið prófkjör um skipan 6 efstu sæta á framboðslista Alþýðuflokksins við borgarstjórnarkosningarnar í Keykjavík í vor. Allir sem lögheimili eiga í Reykjavík og orðnir verða 18 ára á kjördag í vor, 22. maí, og ekki eru flokksbundnir í öðrum flokkum en Alþýðuflokknum, geta greitt at- kvaeði. Prófkjörið fer fram á laugardag kl. 13—18 og á sunnudag kl. 10—19. Kjörstaðir verða tveir, Sigtún við Suðurlandsbraut fyrir þá sem búa austan Snorrabrautar í Reykjavík og Iðnó, fyrir íbúa við og vestan Snorrabrautar. Til að kosning verði bindandi verður frambjóðandi að fá meira en 20% af atkvæðatölu Alþýðuflokksins við síðustu borgarstjórnarkosn- ingar eða 1250 atkvæði. Atkvæði verða talin á sunnudagskvöld í Sigtúni og verður þar opið hús á meðan. Frambjóðendur í prófkjörinu eru 12. Þátttakendur verða að velja frambjóðendur í öll 6 sætin og sama frambjóðanda aðeins í eitt sæti. Annars er kjörseðillinn ógildur. í 1,—6. sæti eru í kjöri: Bjarni P. Magnússon, Bragi Jós- efsson, Marías Sveinsson, Sigurð- ur E. Guðmundsson, Sjöfn Sigur- björnsdóttir, Skjöldur Þorgríms- son og Snorri Guðmundsson, í 2. -6. sæti Grétar Nikulásson, í 3. -6. sæti Guðríður Þorsteins- dóttir og Jón Hjálmarsson, í 4.-6. sæti Guðmundur Haraldsson og í 5.-6. sæti Ásta Benediktsdóttir. I síðustu borgarstjórnarkosn- ingum fékk Alþýðuflokkurinn 2 borgarfulltrúa kjörna. Vegna fjölgunar borgarfulltrúa úr 15 í 21 fengi flokkurinn 3 menn með sömu skiptingu atkvæða. (Kréttatilkynnins W prófkjörsnefnd.) 9^ 3MM A i<;i. yWTf— I \ \ v»« ■ V tt' ^fl ,v< «w e\>Me- se^ <je' .ii.noa "Sióif mlí/iiyiP. g) (H) Istinálil eij&wnol ,dd bboi(>r. I iunnv<> .ibia,'tsSiT:i:»il utlYSidé „ • : i i { «»-t • j •• v? i I •.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.