Morgunblaðið - 04.03.1982, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 04.03.1982, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982 13 Sýning Steinunnar Þórarinsdóttur Ung listakona heldur þessa dagana aðra einkasýningu sína á vesturgangi Kjarvalsstaða. Hér er á ferð eftirtektarverð listakona, sem numið hefur listgrein sína bæði með Bretum og hjá ítölum. Steinunn hefur lagt fyrir sig skúlptúr og notar í verk sín alls konar efni, er hún setur saman á sérlega skemmtilegan hátt. Það má nefna sem efnivið brenndan leir, plast, gler, járn, gips og lér- eft. Af þessu má greinilega sjá, að hun sækir víða til fanga í verkum sínum, og samt vinnur hún nokk- uð þröngt, hvað viðfangsefni snertir, það er að segja, flest verka hennar eiga rætur sínar að rekja til mannsins og mannlegra viðhorfa. Það er eitthvað sérlega aðlað- andi við þessi ellefu verk á sýn- ingu Steinunnar sem bera mjög persónulegan svip, sem virðist hafa þróast nokkuð, frá því er Steinunn sýndi á Suðurgötu 7 fyrir einum þrem árum. Ég hafði ánægju af þeirri sýningu, en ég verð að játa, að þau verk, sem nú eru til sýnis hafa miklu meiri áhrif á mig en hin fyrri. Þetta er ánægjulegt og sýnir, að um áframhald er að ræða hjá þessari listakonu og að hún vinnur af alúð og festu að því, er hún hefur til- einkað sér bæði í námi og af sjálfu mannlífinu. Hugmyndir hennar komast ágætiega til skila og verk Steinunnar skilja eftir hjá manni vissa tilfinningu, sem skapast við kynningu við þau. Það er gott handbragð á þessum skúlptúr. Það verður að nota þetta orð, þótt óíslenskulegt sé, þar sem okkur vantar tilfinnanlega orð yfir slíka hluti, og ekki bætir það málið að kalia siíka list plastíska. En hér eiga þessi orð við og öðruvísi kann ég ekki að nefna slíka hluti. Sýning Steinunnar Þórarins- dóttur er ekki mikil að vöxtum, en hún er nægilega víðfeðm til að bera góðan vott um hæfiieika hennar og iistræn tök, sem henni Myndlíst virðast eiginleg. Það má segja um þessi verk, að þau séu í takt við timann og gefi okkur innsýn í þann hugarheim, er skapast af þeirri vélmenningu nútímans og þvl umhverfi, sem þau hafa orðið til í. Okkur verður það stundum á, að gleyma að svipast um í hinu daglega lífi og tengja verkin því því umhverfi sem þau eru sprottin úr. Ekkert er eins fjarlægt veru- ieikanum, því að list er svo ná- tengd umhverfi sínu, að ekki verð- ur að skilið. Þetta er ef til vill sá boðskapur, sem þessi verk Stein- unnar Þórarinsdóttur flytja okkur. Maðurinn verður aðeins að miðli til að koma okkur í skilning um þá tilveru, sem svo mörgum er lokuð bók. Þrátt fyrir nærveru staðreyndanna. Ég er ánægður með þessi verk og hafði skemmtun af að skoða þessi verk Steinunnar. Það er ferskur blær yfir þeim, og á þeim er gott handbragð. Það má hvetja fólk til að sjá þessi verk. Þakkir fyrir góða stund. Valtýr Pétursson Þeir hjá Heilsuræktinni I Kjörgarði VÖIÖU Scan-fH líkamsræktartæki frá Heimilis- tækjum hf. Þeir sem vilja stunda líkamsrækt sér til ánægju og aðhlynningar geta valið um hvers konaræfinga- tæki hjá Heimilistækjum hf. enda fjölgar þeim sífellt sem fara að dæmi Heilsu- ræktarinnar Kjörgarði, sem valdi æfingatæki frá SCAN-FIT. Við bjóðum: Æfingakort og töflur, Multi-træner þjálfunar- vélar, Mammut lyftinga- tæki, hlaupabönd, þrek- hjól, róðrarbáta, mæli- tæki, saunaklefa, Philips sólbekki, prótein- og vítamín blöndur. Sem sagt allt, sem þarf til líkamsræktar bæði heima og í íþróttastöðvum. Scan-Ht Hæfileg þjálfun með réttum tækjum. heimilistæki hf. SÆTÚNI 8 -15655 sjálfum hlutunum, en Karl Júlí- usson notar hlutina sem einn lið í margslungnara verki, og mætti ef til vill nefna slíkt hlutasamsetn- ingu. Hvað um það, þá eru hér á ferð áhugaverð vinnubrögð, sem ég veit ekki, hve nákvæmlega þjóna tilgangi sínum. Mér er sem sé ekki algeriega ljóst, hvaða boðskap þessi verk eiga að flytja, ef hann þá er einhver. Fegurð efnis og forms er fyrir hendi og kemst áleiðis, en eins og ég hef sagt þegar, boðskapur er mér hul- inn. Þetta er i alla staði nokkuð óvenjuleg list, sem Karl Júlíusson stundar, og ég held því fram, að hér sé nýjung á ferð, ekki síður en á vesturganginum að Kjarvals- stöðum. Það er ánægjulegt að geta sagt slíkt um ungar mann- eskjur, sem eru að hefja listferil sinn. An efa erum við hinir eldri í faginu stundum álitnir nokkuð íhaldsamir í skoðunum, en ekkert er eðlilegra, við erum nefnilega mennskir eins og fleiri og eld- umst og breytumst með árunum, en samt er það svo, að stundum sér maður glætu, eins og í þetta sinn. Sýning Karls Júlfussonar Á austurgangi Kjarvalsstaða er sýning á verkum Karls Júlíus- sonar, en hann vinnur verk sín á sérstæðan hátt. Það er að segja, hann fer nokkuð aðrar leiðir en venja er til. Karl tekur allskonar hluti, sem eru síðan settir saman í eina heild, og má nefna, að skíði koma til að mynda mikið við sögu í þessum verkum. Það verður einnig útkoman, að sum af verk- um Karls líta út eins og vélsleðar eða einhver farartæki í þeirri fjölskyldu. Ég nefni aðeins skíði til að gefa einhverja hugmynd um hvað hér er á ferð, en nefna mætti margt annað, af því er Karl notar til að koma hugmynd- um sínum á framfæri. Á þessari sýningu eru sextán verk, sem nefnast til dæmis: Tot- emfar, Plógfar, Krossfar. Öll þessi nöfn gefa hugmynd um far- artæki, og eftir að hafa séð þessi verk, er það fyrst og fremst hreyfiaflið og vélasamstæður, sem koma í hugann. Þetta er skemmtilegir efniviður, sem er afar snyrtilega saman settur. Handbragðið er listamanninum til hins mesta sóma og minnir nokkuð á frágang þann, er Ingi Örn sýndi á sinni sýningu á sama stað, ekki fyrir löngu. Ef ég geri tilraun til að koma þessum verk- um á framfæri við lesendur, dett- ur mér helst í hug Ready-made verk eftir Marcel Duchamp, en munur á verkum Karls og þess gamla meistara, er sá að Duch- amp tók klósettskál, hengdi sem skúlptúr á vegg og dró þannig fram fegurð forms og efnis í verðinu Lamba kjöt- 1/1 dilkar 401? Leyft verð 44.95 Læri oghryggir C7.20 Leyft verð 57.30 Lærissneiðar A170 Prk8- Leyft verð 67.65 Kótilettur 56- Leyft verð 61.80 Smjör Vi kg. 28“ Leyft verð 32.45 Nýegg * AÐEINS 39» Leyft verð 57.00 Unghænur '2Q.50 Leyft verð 57.00 AUSTURSTRÆTI 17 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.