Morgunblaðið - 04.03.1982, Síða 21

Morgunblaðið - 04.03.1982, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982 21 Norðmenn veiði ekki loðnu frekar en við næsta sumar - segir Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ „ÞAÐ LIGGUR nú fyrir, að ólíklegt er að loðnuveiðar verði ákveðnar fyrr en eftir mælingu sem gerð verður á loðnustofninum í október næstkomandi. Miðað við þær aðstæður, sem við búum við nú og hvað menn eru sammála um, að lítið af loðnu hafi gengið til hrygningar, þá virðist ástandið vera mjög alvarlegt og raunar er það mjög varhugavert að hefja veiðar fyrr en við vitum, hver styrkleiki næsta árgangs verður," sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. „Aðstæður til mælinga voru að vísu slæmar síðastliðið haust, en við verðum þó að mínu mati að bíða og sjá hvort mælingin í haust takist ekki, það er að aðstæður verði það góðar, að mælingin gefi rétta mynd. Vegna þess hve mikið er í húfí um framtíð þessa fiskistofns, sem loðnan er, verðum við að fara að öllu með gát.“ Þá sagði Kristján að hann harmaði grein þeirra Hjálmars Vilhjálmssonar fiskifræðings og Páls Reynissonar mælingamanns í Morgunblaðinu á dögunum. „Þeir tala um gagnrýni útgerð- armanna og sjómanna á þeirra mælingar. Það er miður ef þeir geta ekki tekið gagnrýni, svo fremi sem hún byggist á málefna- legri umræðu. Þessi vísindi eru ekki það langt á veg komin, að þau séu ekki gagnrýnisverð. Hitt er svo annað mál, að fiskifræðin er okkar besta vitneskja og við verð- um að taka tillit til niðurstaðna fiskifræðinga, sérstaklega þegar við höfum nú nokkur ár til saman- burðar. Mér finnst líka, að fiskifræð- ingar eigi ekki að firra sig allri ábyrgð vegna þessa ástands, sem hefur skapast. Undanfarin ár höf- um við að öllu leyti farið eftir þeirra tillögum. Við úthlutun kvóta haustið 1980 var algjörlega farið að ósk fiskifræðinga. Kvót- inn var þá skorinn niður um 30% að ósk fiskifræðinga. Við stöðvuð- um veiðarnar í desember síðast- liðnum samkvæmt ósk fiskifræð- inga. Fiskifræðingar lögðu til 700 þúsund tonna kvóta síðastliðið vor og var honum úthlutað til okkar og Norðmanna, þannig höfum við í einu og öllu farið eftir tillögum fiskifræðinga. Núverandi ástand er skipbrot okkar allra og sjómenn og útgerðarmenn verða ekki einir sakaðir um hvernig komið er. Við verðum allir að læra af þeirri reynslu, sem nú hefur fengist," sagði Kristján. Kristján Ragn- arsson var spurður að því hve mikið væri í húfi ef ekkert yrði veitt af loðnu það sem eftir væri ársins. „Undanfarin þrjú ár hafa ís- lendingar veitt að meðaltali um 800 þúsund tonn af loðnu á ári. Að útflutningsverðmæti eru 800 þús- und tonn um 980 milljónir ný- króna (98 milljarðar gkróna). Af þessari upphæð hefðu 420 milljón- ir farið í hlut útgerðarmanna og sjómanna. Þannig að hér eru gíf- urleg verðmæti í húfi, ef illa fer. Allt sést þetta best á því, að áætl- að er að útflutningsverðmæti sjávarafurða verði 9—9,5 millj- arðar kr. á yfirstandandi ári, þannig að meðaltalsverðmæti loðnuafurða síðustu þriggja ára. er um 10% af áætluðum heildar- útflutningi sjávarfangs á þessu ári,“ sagði Kristján. „Þótt það sé slæmt að engar loðnuveiðar fari nú fram eða verði á næstunni, þá er það betri kost- urinn sem er valinn með því að taka áhættuna og fresta veiðum og það þurfa allir að leggjast á eitt með að tryggja framtíð loðnu- stofnsins. Mér finnst of mikið hafa verið gert úr viðræðunum við Norð- menn. Það kemur hreinlega ekki til greina, að Norðmenn fái að veiða loðnu í sumar frekar en við. Það er grundvallaratriði, að Norð- menn hætti öllum veiðum við Jan Mayen og banni öðrum þjóðum veiðar þar. Öðru vísi verður erfitt að ná tökum á málinu. Norðmenn fóru stórlega fram úr sínum kvóta síðastliðið sumar, þannig að ís- lendingar eiga verulega inni hjá þeim til að jafna metin,“ sagði Kristján Ragnarsson að lokum. Léleg sala hjá Ingólfi TOGARINN Ingólfur frá Garði seldi 99,1 tonn af karfa í Cuxhaven í gær fyrir 557,9 þúsund krónur. Meðal- verð á kíló var aðeins krónur 5,63, sem er lang lægsta meðalverð, sem fengist hefur fyrir físk af íslands- miðum í Þýskalandi um nokkurt skeið. Þess má geta að 28 tonn af afla Ingólfs voru dæmd ónýt. Gefendur tækjanna úr Lionsklúbbi Reykjavíkur við afhendinguna, ásamt tveimur læknum Kevkjalundar. Frá vinstri: Magnús B. Einarson læknir, Magnús Guð- laugsson, Hallgrímur Jónsson, Björgvin Schram, Einvarður Hallvarðsson, Eyjólf- ur K. Sigurjónsson og Haukur pórðarson yfirlæknir, sem tók við gjöfunum fyrir hönd Hjarta- og æðaverndarfélags Reykjavfkur og Reykjalundar. Gefendur tækjanna úr Lionsklúbbnum Tý við afhendinguna ásamt tveimur lækn- um. Frá vinstri Magnús B. Einarson læknir; Jón G. Sveinsson, Teitur Símonar son, Finnbogi B. Olafsson formaður, örn Arnason, Matthías B. Sveinsson og Haukur Þórðarson yfirlæknir. Lionsklúbbar gefa dýrmætan tækjabúnað HJARTA- og æðaverndarfélag Reykjavíkur gengst um þessar mundir fyrir söfnunarherferð til að koma upp endurhæfíngaraðstöðu fyrir hjartasjúklinga að Reykjalundi. Slíka aðstöðu hefur lengi vantað hér á landi, en nokkrir hjartasjúklingar hafa farið utan til slíkrar þjálfunar. Lionshreyfingin á Islandi hefur nýverið gefíð dýrmætan tækjabúnað til starfseminnar. Hjarta- og æðaverndarfélagið fleiri gjöfum. Segir í fréttatilkynn- sneri sér m.a. til Lionshreyfingar- ingu frá Hjarta- og æðaverndarfé- innar á íslandi og fékk þar mjög laginu að ef félagasamtök bregðist góðar undirtektir. Nú þegar hafa jafn höfðinglega við eins og þessir Lionsklúbbarnir Ægir, Týr og Lionsklúbbar hafa gert, ætti öll Reykjavík gefið dýrmætan tækja- nauðsynlegasta aðstaða að vera búnað til starfseminnar og von er á fyrir hendi á næstu mánuðum. Leiklistarnámskeið fyrir áhugafólk Síöasta námskeiöiö á þessum vetri hefst 8. mars og stendur aöeins yfir í fjórar vikur (endar 31. mars). Innritun og nánari upplýsingar í síma 19181 frá kl. 19.00 til kl. 20.00. Kristín G. Magnús. SIEMENS Poppe- loftþjöppur Útvegum þessar heims- þekktu loftþjöppur í öll- um stærðum og styrk- leikum, máð*e8a án raf-, Bensín- eða Diesel- mótors. \ SÖMFOaiyigJMD' ©(q) Vesturgötu 1 6, Sími 14680. Einvala lið: Siemens- heimilistækin Úrval v-þýskra SIEMENS-heimilistækja þar sem hvert tæki leggur þér liö við heimilisstörfin. Öll tæki á heimilið frá sama aöila er trygging þín fyrir góöri þjónustu og samræmdu útliti. SMITH & NORLAND HF. NÓATÚNI 4. SÍMI 28300. FISHER toppurmnídag LAGMÚLA 7 REYKJAVÍK SÍMI 85333 SJÓNVARPSBODIN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.