Morgunblaðið - 04.03.1982, Side 23

Morgunblaðið - 04.03.1982, Side 23
im. Veður víða um heim Akureyri -7 skýjaó Reykjavík -4 lóttskýjað Amsterdam 10 rigning Aþena 12 skýjað Barcelona 15 mistur Berlín 8 rigning BrUssel 10 rigning Chicago 1 snjókoma Dyftinni vantar Feneyjar 13 léttskýjað Frankfurt 10 skýjað Færeyjar 6 skýjað Genf 7 heiðskfrt Helsinki 0 skýjað Hong Kong 15 skýjað Jerúsalem 11 rigning Jóhannesarborg 29 heiðskýrt Kaupmannahöfn 6 rigning Kairó 17 skýjað Las Palmas vantar Líssabon 19 heiðskýrt London 11 skýjað Los Angeles 19 helðskýrt Madrid 18 heiðskfrt Malaga 19 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Mexíkóborg 17 skýjað Miami 21 skýjað Moskva -2 skýjað New York 9 skýjað Nýja Delhi 20 skýjað Osló 7 skýjað París 13 skýjað Perlh vantar Ríó de Janeiró 31 skýjað Rómaborg 16 rigning San Francísco 13 heiðakýrt Stokkhólmur 4 snjófcoma Sydney vantar Tel Aviv 16 rigning Tókýó 11 hefðskýrt Sovézkur kaf- bátur á sveimi við flotastöð Róm, 3. marz. AP. STJÓRNMÁLAMENN á Ítalíu hafa krafizt þess að ríkisstjórnin leggi fram nánari upplýsingar um njósnir sovézks kafbáts í námunda við Tar anto á S-ftalíu, en sl. miðvikudag urðu menn í flotastöðinni þar varir við kafbát sem var NATO óviðkom- andi. ítalskur kafbátur, herþotur og þyrlur úr flotastöðinni flykktust að hinum óþekkta kafbát og flæmdu hann á brott, en yfirvöld hafa ekki viljað skýra frá því hvaðan hann hafi verið. ítölsk biöð telja engan vafa leika á því að hér hafi verið á ferð sovézkur kjarnorkukafbátur af Viktor-gerð. Tveir þingmenn Sósíalista- flokksins og formaður varnar- málanefndar fulltrúadeildar ítalska þingsins, sem er úr Frjáls- lynda flokknum, gagnrýna tregðu stjórnarinnar til að skýra frá málsatvikum og telja það í þágu þjóðaröryggis að málið verði gert opinbert. Elzti lávarður lávarðadeild- arinnar látinn London, 3. marz. AP. GAGE greifi, elztur fulltrúa í brezku Lávarðadeildinni, er látinn í London, 86 ára að aldri. Times skýrði frá láti hans og sagði að Gage hefði setið í Lávarðadeildinni í sextíu og fimm ár. Hann sótti þingfundi samvizku- samlega og tók oft til máls, síðustu ræðu sína flutti hann fyrir vikutíma, þá í umræðum um Suður-Afríku. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982 23 Otti innan OPEC-ríkjanna vegna verðiækkunar Breta London, 3.mars. AP. Sú ákvörðun Breta að lækka verð á Norðursjávarolíu sinni um 4 doll- ara hverja tunnu hefur komið miklu róti á fulltrúa aðildarríkja OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja. Mana lltaiba, forseti samtakanna, lýsti því yfir í dag að hann myndi boða til fundar með aðildarríkjunum, sem allra fyrst og beindi um leið þeim tilmælum til Breta, að þeir færu sér hægt í verðlækkunum. Raddir eru nú uppi um að dagar OPEC kunni að vera taldir ef ekki komi til samræmdar aðgerðir af hálfu samtakanna. Verðlækkun bresku olíunnar úr 35 dollurum tunnan í 31 dollara kom í kjölfar þeirrar ákvörðunar Dagar samtakanna allir ef ekki koma til samræmdar aðgerðir fljótt Venezúela, að lækka hráoltuverð sitt um tvo og hálfan dollara, í 25,29 dollara tunnuna. íranir, sem þurfa nauðsynlega á áframhald- andi olíuauði að halda vegna út- gjaldafrekrar styrjaldar gegn ír* ökum, sem geisað hefur í 14 mán- uði, hafa undanfarið lækkað olíu- verð sitt svo og Mexikanar. Olíu- málaráðherra Iraka, Tayeh Abd- el-Karim, fór fram á neyðarfund OPEC-ríkjanna til að reyna að sporna gegn þeirri þróun, sem nú hefur orðið og ógnar samtökunum. Ekki eru mörg ár síðan þau sprengdu olíuverð í heiminum upp úr öllu valdi. Saudi-Arabar hafa ákaft verið hvattir af aðildarríkjum OPEC til að skera framleiðslu sína niður. Hún nemur um 7 milljónum tunna á dag.Olíuverð aðildarríkja OPEC hefur undanfarið verið á bilinu 30,20 til 37 dollarar á hverja tunnu. Olíumálaráðherra Saudi- Araba hefur lagt til við aðildarríki OPEC að þau lækki verðið í 28 dollara, en tillögu hans hefur verið fálega tekið til þessa. Saudi- Arabar eru langstærsta olíufram- leiðsluríkið innan OPEC-samtak- anna. Þau framleiða nú um 20 \ milljónir tunna á dag, sem er um helmingur heimsframleiðslunnar. Framleiðsla ríkjanna náði há- marki fyrir þremur árum er hún náði 30 milljónum tunna. Bretar hafa undanfarinn mánuð lækkað olíuverð sitt um 11,4% og þar með boðið lægsta hráolíuverð í heiminum. Lækkun olíuverðsins kemur til af því að daglega eru nú framleiddar um 4 milljónir tunna umfram neysluþörf. Framleiðsla Breta er um 1,9 milljónir tunna á dag. Norðmenn, sem einnig vinna olíu á svipuðum svæðum og Bretar í Norðursjó, hafa tilkynnt að þeir muni einnig lækka olíuverð sitt til samræmingar verði Breta. FRÁ EL SALVADOR — Lögregla og læknar standa við Ifk ungs manns sem féll f átökum við einkalífvörð í höfuðborginni San Salvador. Atburður þessi gerðist nærri miðborginni fyrir nokkru. (AP-mynd) Hassi smyglad á Norðurlandaþing Helnkinki, 3. marz. AP. IIANSKI þingmaðurinn Ole Henriksen olli fjaðrafoki á þingi Norðurlanda- ráðsins, er hann sagðist hafa keypt hass- mola í Stokkhólmi og smyglað honum til Helsinki í áróðursskyni fyrir Kristjaníu. Henriksen hyggst nota hassmolann sem sönnunargagn í umræðunum á fimmtudag, en finnska sendinefndin hefur þegar krafizt þess af dönsku sendinefndinni, að komið verði í veg fyrir að Henriksen veifi þá molanum, sem er rúmsentimetri að stærð og kost- aði 40 krónur á götu í Stokkhólmi. Henriksen, sem er þingmaður Sósíal- íska þjóðarflokksins, heldur því fram, að það leysi ekki fíkniefnavandamál á Norðurlöndum að loka Kristjaníu, sem kölluð hefur verið miðstöð fíkniefna- neyzlu á Norðurlöndum. „Það er hægur vandi að verða sér úti um hass í öllum höfuðborgum Norður- landanna. Það leysir engan vanda að loka Kristjaníu, því þá verður hassið bara sótt eitthvert annað,“ sagði Hen- riksen. Danski sendiherrann í Helsinki var í dag kallaður á fund finnska utanríkis- ráðherrans þar sem honum var tjáð, að Henriksen hefði með framferði sínu brotið gegn finnskum lögum þótt hann, stöðu sinnar vegna, nyti friðhelgi dipló- mata. Sendiherranum var jafnframt tjáð, að hegðun þingmannsins væri slæmt fordæmi fyrir æskufólk á Norð- urlöndum. !S Italskar smá vörur KM HUSGÖGN Langholtsvegi 111. Sími 37010 — 37144. — Y - : A í'f á mjög hag- stæöu veröi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.