Morgunblaðið - 04.03.1982, Page 32

Morgunblaðið - 04.03.1982, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982 Heba hekdur viðheilsunni Nýtt námskeið að heíjast Dag- og kvöldtímar tvisvar eða íjórum sinnum í viku. Megrunarkúrar - Nuddkúrar Leikfimi - Sauna - Ljós - Megrun Sól-bekkir- Nudd - Hvíld - Kaíli - o.íl. Innritun í síma 42360 - 40935 Heilsurœktin Heba Auðbrekku 53, Kópavogí. NÝJA HCISQVARNA 6690 TOLVCIVÉUN „Hún er svo ótrúlega einföld - bara aðýta á hnapp” Munurinn á „venjulegri” saumavél og Husqvama 6690 er, að í Husqvama 6690 er lítil ör-tölva. Pessi ör-tölva getur í raun og veru hjálpað þér að búa til eigin mynstur, skrifað orð og setningar og saumað af mikilli nákvæmni. AUt sem þarf að gera, er að ýta á hnapp! Þetta er saumavél sem hefur hlotið margar viðurkenningar um heim allan. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurtandibramn 5»tí5i 3ó20C Akurvík, Akureyrí Eigum nú fyrirliggandi flestar geröir af hinum viöurkenndu v-þýsku vegg- og gólffltsum, fyrsta flokks vara á viöráöanlegu veröi. Ath. aö Buchtalflísarnar eru bæöi frostheldar og eldfastar. Ótrúlega hagstæöir greiðsluskilmálar, allt niður í 20% út- borgun og eftirstöðvar til allt að níu mánaða. Opið mánud.—fimmtudaga 8—18. Opiö föstudaga 8—22. Opið laugaraga 9—12. B B [BYI Gl G I N G N l/O IR 1 I R J HRINGBRAUT119, SÍMAR10600-28600. VINNUVERNDARÁR V innu verndarlögin Á 34. þingi Alþýðusambands Is- lands, sem haldid var í nóvember 1980, var samþykkt aó gera árid 1982 að sérstöku vinnuverndarári. Tilgangur þess er að örva umræð- ur um aðbúnad, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Einn af grundvallarþáttum þeirrar um- ræðu verður án efa að byggja með- al annars á lögunum frá 1. janúar 1981, sem gjarnan eru kölluð Vinnuverndarlögin. I>að væri ekki úr vegi að rifja upp, áður en lengra er haldið, hver forsaga þessara laga er. Það var í tengslum við kjara- samningana vorið 1977, svokall- aða sólstöðusamninga, að aðilar vinnumarkaðarins lögðu fram sameiginlegar tillögur um að- gerðir í vinnuverndarmálum. Tillögurnar voru lagðar fyrir þá- verandi ríkisstjórn og síðan samþykktar af öllum aðilum þann 19. apríl 1977. Það útaf fyrir sig er eftirtakanlegt, að þessi lög skuli eiga rætur að rekja til samningaþófs aðila vinnumarkaðarins, sem okkur hættir til að líta fyrst og fremst á sem átök um launakjör. Það væri fullmikið sagt að þessi lög hafi verið samin kafla fyrir kafla og grein fyrir grein á samningafundum. Báðir aðilar voru sammála um að leggja til við ríkisstjórnina, að hún hlut- aðist til um, að skipuð yrði nefnd, sem fengi það verkefni, að endursemja lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum og um vinnuumhverfi verkafólks almennt. í tillögun- um var gert ráð fyrir að í nýrri löggjöf um þetta efni yrði ákveð- ið, að ein eftirlitsstofnun sæi um framkvæmd laganna í stað þeirra, sem þá heyrðu undir ým- is ráðuneyti. Á þessum tíma voru helstu eftirlitsstofnanirnar Öryggiseftirlit ríkisins og Heil- brigðiseftirlit ríkisins. Öryggis- eftirlitið heyrði undir dóms- málaráðuneytið en Heilbrigðis- eftirlitið heyrði hinsvegar undir heilbrigðisráðuneytið. Það þótti augljóst hagræði að því ef ein stofnun færi með eftirlit aðbúð- ar, hollustu og öryggis vinnu- staða meðal annars til þess að koma í veg fyrir tvíverknað í eft- irliti. Þess utan þótti eðlilegt, að þar sem nánast öll málefni, sem snertu vinnumarkaðinn, önnur en eftirlit með vinnustöðum og vinnuumhverfi, tilheyrðu félags- málaráðuneytinu, að þeir mála- flokkar heyrðu einnig undir fé- lagsmálaráðuneytið. Nú í tillögunum var einnig stungið uppá, að í væntanlegum lögum yrðu ótvíræð ákvæði um skyldu eftirlitsstofnunar, til þess að banna vinnu verkafólks á þeim vinnustöðum, sem ekki væru búnir í samræmi við lög, reglugerðir eða fyrirmæli eftir- litsstofnunar. En í þágildandi lögum þóttu ákvæði þessa efnis ekki nægjanlega afgerandi. Nefnd var síðan skipuð til þess að vinna að gerð nýrra laga. í henni áttu sæti fulltrúar frá Al- þýðusambandi íslands, Vinnu- veitendasambandi íslands, Vinnumálasambandi samvinnu- félaganna auk sérfróðra manna. Samtals sátu í nefndinni 9 menn. I tillögunum var enn fremur lagt til, að gerð yrði sérstök allsherj- arathugun og úttekt á ástandi aðbúnaðar og hollustuhátta á vinnustöðum. Þessi könnun var síðan framkvæmd af Öryggiseft- irlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu. Farið var yfir 260 skoðunaratriði á vinnustöðunum. Niðurstöðurn- ar voru síðan gefnar út í litlu kveri, sem fékk auðkennið Vinnu- vernd II. Ný dönskukennslu- bók fyrir 9. bekk KOMIN er út hjá Námsgagna- stofnun ný dönskukennslubók handa 9. bekk „Kontakt — temahæfte om hvordan vi har det med hinanden". Höfundur bók- arinnar er Hörður Bergmann, námsstjóri. í frétt frá Námsgagnastofn- uninni segir m.a.: „Efninu er skipt í tvo hluta. í fyrri hlutanum, Det andet kon, eru samskipti á barns- og ungl- ingsárum tekin til meðferðar. í seinni hlutanum, Mennesker imellem, er meginviðfangsefnið samskipti ólíkra hópa í þjóðfé- laginu, fjölskyldutengsl og samskipti í hópum og klíkum á unglingsárunum. Textarnir eru af ólíku tagi: Smásögur, brot úr skáldsögum, ljóð, endurminningabrot, við- töl, blaðagrein, glefsur úr dálk- um vikublaða fyrir fólk sem auglýsir eftir félagsskap eða bréfaskiptum, lesendabréf og söngtexti. Einn af textunum er á sænsku og annar á norsku. Meðal höfunda sem eiga efni í bókinni má nefna Bjarne Reut- er, Dan Turéll, Else Breen, Kertin Thorvall og Ursula Wölfel." 30 ljósmyndir eru í bókinni, sem er 72 blaðsíður í stóru broti. Viö bjóðum gott úrval af leðurhorn- settum og leð- ursófasettum, (fyrsta flokks leður króm- sútað og gegnumlitað) á verðum sem eru lægri en sambærileg sett kosta í venjulegum áklæðum. Það borgar sig að líta inn í stærstu húsgagnaverzl- un iandsins. húsgagnaEhöllin BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK LZUillTc^l SÍMAR: 91-81199 -81410

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.