Morgunblaðið - 04.03.1982, Síða 45

Morgunblaðið - 04.03.1982, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1982 45 Hugmynd um skipulag umferdargatna í Miðbænum: Einstefnuakstur níður Laugaveg og Hverfisgötu Eins og við vitum öll er orðið ófært að komast eftir Laugarveg- inum niður í bæ eins og sagt er. Strætisvagnar verða langt á eftir áætlun og sífelt eru ökumenn að leyta sér að bílastæðum, sem allt- af eru þéttsetin að deginum, auk þess sem einkabílar þurfa líka að komast leiðar sinnar eftir Lauga- veginum. Hverfisgatan, sem ekin er til austurs eða úr bænum er yfirleitt greiðfærari. Borgaryfirvöld og allskonar umferðasérfræðingar hafa verið að reyna að leysa þennan vanda en hefur til þessa lítið orðið ágengt. Það þýðir ekki að berja hausnum við steininn, fólkið vill komast niður í Miðbæinn og þá helzt eftir Laugaryeginum alls konar erinda, t.d. til að verzla, fara í opinberar stofnanir o.fl. Strætisvagnar þurfa að halda sinni tímaáætlun sem oftsinnis fer algerlega úr skorðum. Það sem mér hefur helzt dottið í hug að gera mætti til að bæta úr þessu, er að Laugarvegurinn verði ekinn niður í bæ eins og verið hefur en einstefnuakstrin- um á Hverfisgötunni verði hins vegar snúið við og ekið eftir henni niður í bæ. Til að koma umferðinni til baka úr bænum væri upplagt að breikka Skúlagötuna um helming eftir þörfum, með því að fylla meira upp út í sjóinn. Þá myndi gatan sem nú er þar fyrir verða öll einstefnuakstursgata með 3—4 akreinum. Líka gæti sá möguleiki verið fyrir hendi að það þyrfti að breikka Lækjargöt- una um eina akrein, og einnig Tjarnargötu og Kalkofnsveg. Þetta mætti gera með því að breikka Tjarnargötu út í Tjörn- ina og jafnframt að taka af Torf- unni, Stjórnarráðstúninu og Ht- illega af Arnarhólstúninu. Vanda sem myndi skapast við gatnamót og fleira þess háttar yrði örugglega hægt að leysa með góðu móti. í sambandi við stræt- isvagna hef ég hugsað mér að þeir færu hvort sem væri Laugar- veginn eða Hverfisgötuna niður í bæ, en úr bænum færu þeir Skúlagötuna og einnig Lindargöt- una að hluta til austurs, og eins færu þeir suður Lækjargötuna gegn um Vesturbæinn eins og verið hefur. Auðvitað yrði stjórn SVR að leysa umferðarleiðir strætisvagnanna í samræmi við þessa breytingu. Ég geri ráð fyrir að margar smærri hliðarráðstafanir yrði að gera vegna þessara breytinga, t.d. að breyta umferðinni um Hafnar- stræti, Tryggvagötu og Lindar- götu. Ég tel víst að kostnaður við allar þessar breytingar yrði tölu- verður, en hvað á að gera þegar öll umferð virðist vera að komast í einn hnút með vaxandi bíla- fjölda á Stór-Reykjavíkursvæð- inu og auðvitað á öllu landinu, því mikill fjöldi bíla utanaf landi er að öllu jöfnu í borginni! Jón Þorgeirsson í»essir hringdu . . . Þakkir fyrir leiksýningu í Hátúni 12 Haukur Friðriksson hringdi: „Mig langar til að þakka fyrir leiksýningu sem var hér í Hátúni 12 síðastliðið mánudagskvöld," sagði hann. „Þá sýndu Guðmund- ur Magnússon og Edda Þórarins- dóttir „Uppgjörið" og þótti þeim takast mjög vel upp. Þetta var mjög skemmtileg og kærkomin til- breyting, og þykir mér því ómaks- ins vert að þakka leikurunum fyrirhöfn sína.“ Byrjið aftur med framhaldssögu í Morgunblaðinu Bókaormur hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: „Fyrir nokkru las ég póst í Velvakanda frá ein- hverri konu og fannst henni sjón- arsviptir af framhaldssögunni sem Morgunblaðið lagði niður fyrir nokkrum árum. Ég get ekki annað en verið henni sammála og tel hiklaust að neðanmálssaga eigi að vera í svona stóru blaði eins og Morgunblaðinu — það mundi gera efni þess fjölbreyttara og ekki þyrfti hún að taka ýkja mikið pláss. Ur því að ég er á annaö borð komin af stað langar mig til að reifa hugdettu sem ég hef fengið. Væri ekki skoöandi að einhver ís- lenzkur rithöfundur yrði fenginn til að skrifa framhaldssögu í Morgunblaðið — það held ég að hlyti að teljast gott efni sem að margir hefðu áhuga fyrir." Sölumennskunámskeið veröur haldið í fyrirlestrarsal félagsins aö Síöumúla 23, dagana 8.—10. mars kl. 14—18. Leiðbeinandi: Ágúst Ágústsson rekstrarhagfræð- ingur. Birgðastýring Námskeiöiö veröur haldiö í fyrirlestrarsal félagsins aö Síöumúla 23, dagana 11., 12. og 15. mars kl. 15—19. Etni: Orsakir birgöasötnunar. markmlö, aöferölr tll aö mlnnka blrgölr, fjár- hagsflokkun birgða, undlrstööureglur í blrgöastýringu, blrgölr á mlsmun- andi framleiöslustigum, nokkur dæml um Ifkön i birgöastýringu, aögeröa- rannsóknir og birgöastýring. birgöabókhald, tölvukerfi. spjaldskrárkerfi, skortur og afleiöingar hans. A námskeiölnu veröa kynnt nokkur tölvukerfi, sem eru á boöstólum hér á landi fyrir birgöahald. Leiöbeinendur: Halldór Friögeirsson verkfræðingur og Pétur K. Maack verkfræöingur. Vinnuvistfræði Námskeiöiö veröur haldiö í fyrirlestrarsal félagsins aö Síöumúla 23, dagana 16.—18. mars kl. 14—18. Fjallaö veröur um: — gerö og eiginlelka mannslíkamans, aölögun vlnnustaöarlns aö manninum. áhrif varhugaveröra efna, hávaöa o.fl. þátta, slysa- hættu. — aöteröir tll aö auka vellíöan starfsmanna, bæta aöbúnaö og hollustuhætti og auka öryggi á vinnustööum, — löggjöf um vlnnuumhverflsmál, skyldur stjórnenda, starfsmanna o.fl. aöila, uppbygglng Innra starfs I fyrlrtæk|um. hlutverk oplnberra aöila. Sýndar veröa litskyggnuraöir og kvikmyndir um afmörkuö efni. Námskeiöiö er einkum ætlaö starfsmannastjórum, trúnaðarmönnum, starfsmönnum og forystu- mönnum launþegafélaga, framkvæmdastjórum fyrirtækja og öðrum þeim sem vinna aö endurbót- um vinnuumhverfis. Leiöbeinandi: Eyjólfur Sæmundsson efnaverkfræö- ingur. ÞATTTAKA TILKYNNIST TIL STJÓRNUNAR- FÉLAGSINS í SÍMA 82930. SUÓRNUNARFÉUG fSIANDS SÍOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930 Bóka mark aðuim Góöar bækur Gamalt lik veró Bokamarkaóurinn SÝNINGAHÖLLINNI ÁRTÚNSHÖFÐA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.