Morgunblaðið - 29.04.1982, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982
Njósnarar Rússa
reknir frá Spáni
Madrid. 2«. apríl. Al*.
FORSTÖÐUMANNI Spánarskrif
stofu sovézka flugfélagsins Aeroflot,
F.N. Nikolayevich, og öðrum
starfsmanni félagsins á Spáni, V.L.
Tirtishnikov, var visað úr landi fyrir
Blöð lofa
Bergman
New Vork, 28. apríl. Al*.
GAGNRÝNENDUR stórblað-
anna „New York Times“ og
„Daily News“ hældu sænsku
leikkonunni Ingrid Bergman á
hvert reipi í dag fyrir leik hennar
í sjónvarpskvikmyndinni um
Goldu Meir fyrrum forsætis-
ráðherra ísraels.
Fyrri hluti myndarinnar
„Kona er nefnd Golda" var
sýndur í sjónvarpi á mánu-
dagskvöld og birtu blöðin
gagnrýni sína í dag. Eiga þau
vart nógu sterk lýsingarorð
um leik Bergman, en einnig fá
höfundar handrits mikið lof.
Blöðin segja Bergman ef til
vill aldrei hafa leikið jafn vel
og að þessu sinni. Henni farist
hlutverkið sérstaklega vel úr
hendi, og sé túlkun hennar á
persónu Goldu Meir raunsæ og
eftirminnileg. Gengur Daily
News svo langt að segja að
nánast sé um að ræða fu! 1
komna endurholgun forsætis-
ráðherrans fyrrverandi.
njósnir, að sögn spænskra embætt-
ismanna.
Frá því Rússar og Spánverjar
tóku að nýju upp stjórnmálasam-
band 1977 hefur tíu Rússum verið
vísað úr landi á Spáni fyrir njósn-
ir.
Að sögn blaða í Madrid stundaði
annar Rússinn hernaðarnjósnir en
hinn iðnaðarnjósnir, einkum á
sviði rafeindatækni.
Nikolayevich og Tirtishnikov
voru sendir með flugvél til Zúrich
í dag, en þaðan halda þeir til
Moskvu. Nikolayevich hafði veitt
Spánarskrifstofu Aeroflot for-
stöðu frá því í febrúar 1980. Þá tók
hann við starfi Oleg Suranovs,
sem vísað hafði verið úr landi
fyrir njósnir.
Flugvelli lokað
er kviknar
í eldhúsi
Bríissel, 28. apríl. Al*.
LOKA varð flugvellinum í Briissel í
sex klukkustundir þar sem flugstöð-
in fylltist af reyk.
Eldur kviknaði í eldhúsi Sab-
ena-flugfélagsins og komst reykur
í loftræstikerfi flugstöðvarinnar
með þeim afleiðingum að biðsalir,
skrifstofur og gangar flugstöðvar-
innar fylltust af kæfandi reyk.
Einnig barst reykurinn í turn
flugumferðarstjóranna, sem urðu
að flýja af vettvangi. Öllu flugi til
Brussel var beint til Amsterdam,
Parísar og annarra borga.
Heilsudrykkur-
inn Kína-Cola
IVking, 27. apríl. Al*.
KÍNVERJAR hafa þróað sinn eigin cola-drykk, heilsudrykk, sem unn-
inn er úr rótum bóndarósarinnar. Gera þeir sér vonir um að drykkur
þessi nái vinsældum um heim allan. Hafa um 18.000 ferðamenn bragð-
að á þessu Kína-Cola og fundist það vera keimlíkt því, sem gerist á
Vesturlöndum.
Dagblað Kommúnistaflokks-
ins í Kína sagði svo frá að ef
þeirra drykkur næði, þó ekki
væri nema tíunda hluta þeirrar
sölu, sem Coca-Cola hefur um
allan heim, myndi það hafa í för
með sér mikla útflutningsverð-
mætaaukningu fyrir Kínverja.
Að því er blaðið segir er eftir-
spurnin eftir hinum nýja cola-
drykk þeirra Kínverja slik að
henni er engan veginn annað.
Hrydjuverkamenn
ETA handteknir
Bayonne, 28. apríl. Al*.
FRANSKA lögreglan handtók i dag
12 menn, sem grunaöir eru um að
vera félagar i vopnuðum sveitum
ETA, samtökum spænskra baska.
Hafa þá 20 menn, þ.á m. tveir
Frakkar, verið teknir til fanga í her-
ferð lögreglunnar gegn starfsemi
baska innan frönsku landamær-
anna.
Reagan breytir
nafni á kafbát
Wa.shinj»(on, 28. apríl. Al*.
REAGAN Bandaríkjaforseti
hefur skipað sjóhernum að
skíra upp kafbátinn „Corpus
Christi" en heiti hans hefur
valdið töluverðum mótmælum
vestra. Á latínu merkir þetta
„líkami Krists" og hefur
mönnum ekki fundist það við
hæfi þar sem hér er um að
ræða kafbát, sem búinn er
kjarnorkuvopnum. Hér eftir á
báturinn að heita „The City of
Corpus Christi" en það út-
leggst „Borg líkama Krists".
I áhlaupi lögreglunnar í dag
fannst mikið magn vopna og alis
kyns skjala og prentaðs áróðurs.
Jafnframt var mikið magn fals-
aðra persónuskilríkja gert upp-
tækt, og prentsmiðja, þar sem
fölsuð skjöl og skilríki voru fram-
leidd.
Fróðir menn segja handtökurn-
ar og vopnafundinn vera áfall
fyrir ETÁ og veikja starfsemi
samtakanna í Frakklandi. Hins
vegar er sá armur ETA, sem starf-
að hefur innan frönsku landamær-
anna, minnsti og hófsamasti hóp-
ur baska.
Talið er að Frakkarnir tveir séu
ekki viðriðnir starfsemi baska,
heldur styðji þeir aðeins málstað
baska, sem krefjast aðskilnaðar og
sjálfstæðis baskasvæðanna.
Fulltrúar Spánverja hjá Evr-
ópuráðinu í Strasbourg gagnrýndu
frönsk yfirvöld harðlega í dag
fyrir að skjóta skjólshúsi yfir
hryðjuverkamenn úr röðum
baska, og leyfa þeim að athafna
sig innan frönsku landamæranna.
Sögðu þeir það mundu lama sam-
tökin ef starfsemi þeirra í Frakk-
landi yrði upprætt.
AP-simamynd
HUNGURVERKFALL í IÐRUM JARÐAR
Þrjú hundruö námamenn, sem hafa verið i hungurverkfalli í námu í Huelva á Spáni, hættu því í gær þegar
forsætisráðherrann hafði fallist á að eiga við þá orðastað. Með verkfallinu vildu mennirnir mótmæla því, að
námunni hafði verið lokað og má hér sjá nokkra þeirra í fletjum sínum.
Engar friðarhorfur
í Persaflóastríði
Kuwait, 28. apríl. Al*.
TILRAIJNIR múhameðstrúarríkja og hlutlausra til að binda enda á striðið
milli írana og íraka hafa „alls engan árangur borið“ að því er haft er eftir
háttsettum manni i byltingarstjórninni í írak.
Á fundi í Bagdad með ritstjór-
um frá Kuwait sagði Tariq Aziz,
aðstoðarforsætisráðherra íraks,
að klerkastjórnin í Iran væri svo
forhert í afstöðu sinni, að hún
vildi ekki einu sinni ræða þá
hugmynd að sest yrði að samn-
ingaborði í deilu ríkjanna. Hann
tók þó fram, að þótt írakar hefðu
fagnað boði Alsírs um milligöngu,
myndu þeir aldrei viðurkenna Als-
ír-samkomulagið frá 1975, en með
því fengu íranir hið umdeilda
svæði beggja vegna E1 Arab-sunds
eftir að hafa lagt það undir sig
með hervaldi.
Aziz sagði ritstjórunum, að
samskipti Iraka og Sovétmanna
færu nú aftur batnandi „eftir
nokkurn misskilning" og að Rúss-
ar hefðu á ný tekið upp vopna-
sendingar til Iraks. Einnig sakaði
hann Bandaríkjamenn um að
styðja Khomeini og klerkana með
ráðum og dáð og að tóm vitleysa
væri, að þeir væru hlutlausir um
átökin.
Utanríkisráðherra írans, Ali
Akbar Velayati, sagði í Nýju-
Delhi í dag, að ef írakar vildu frið
milli þjóðanna yrðu þeir ekki að-
eins að hverfa á braut með her
sinn af írönsku landi, heldur einn-
ig að greiða stríðsskaðabætur.
Velayati sagði, að upphaflega
hefðu Iranir aðeins farið fram á
brottflutning Irakshers en vegna
þess gífurlega tjóns, sem hann
hefði unnið mönnum og mann-
virkjum, nægði það skilyrði eitt
ekki lengur.
Líbanon:
Trúflokkar sameinast
í allsherjarverkfalli
Beirúl, 28. apríl. Al*.
MÍJHAMEÐSTRIJARMENN í Líbanon og kristnir landar þeirra tóku í dag
saman höndum í allsherjarverkfalli, sem boðað var til vegna morösins á
einum helsta klerki múhameðstrúarmanna af sunni-trúflokknum. Þykir
þessi samstaða nokkrum tíðindum sæta og jafnvel vera fyrirboði óvæntrar
þróunar í líbönskum innanlandsmálum.
Skólar, bankar, stjórnarstofn-
anir, verslanir og kvikmyndahús
voru lokuð í öllum helstu borgum
Líbanons í dag og úr mínarettum
moskanna bárust kveinstafir og
tilvitnanir í kóraninn, hina helgu
bók íslams, þegar Ahmed Assaf
var borinn til grafar, en hann var
myrtur sl. mánudag af einhverjum
óþekktum mönnum. Leiðtogar
kristinna manna skoruðu á fylgj-
endur sína að taka þátt í verkfall-
inu til að mótmæla þessum „glæp
gegn hinni líbönsku þjóð“. Þetta
er í fyrsta sinn sem trúflokkarnir
sameinast um eitthvert mál síðan
þjóðin klofnaði í tvær fylkingar í
borgarastríðinu 1975.
Assaf vakti á sér athygli og að-
dáun fyrir nokkru þegar hann
barðist gegn tilraunum herskárra
vinstrimanna til að ná undir sig
allri öryggisgæslu í Líbanon, sem
ríkisstjórnin á með réttu að hafa á
sinni hendi. Hann var ákafur
stuðningsmaður Shafik Wazzan,
forsætisráðherra og múham-
eðstrúarmanns, sem er mjög and-
vígur vopnaskaki vinstrimanna,
og nú við dauða Assafs virðist sem
æ fleiri Líbanir láti sér umhugað
um að koma á einhverri ríkismynd
í landinu.
Hneykslunum fjölgar
Oslóarlögreglunni
í
Osló, 28. apríl. Frá fréttaritara VI bl
LÍTT linnir hneykslismálunum innan lögreglunnar í Ósló. Tveir lögreglu-
þjónar eru nú grunaðir um að hafa brotið þau lög, sem þeim er ætlað að
standa vörð um, og hafa þá alls sjö verið sakaðir um spillingu í opinberu
starfi síðasta hálfa árið.
í gær, þriðjudag, var iögreglu-
maður handtekinn fyrir að hafa
á ólöglegan hátt útvegað kín-
verskri konu dvalarleyfi í Nor-
egi. Það gerði hann með því að
falsa undirskriftir á tilheyrandi
plöggum og er sagt, að hann hafi
þegið stórfé fyrir. Deginum áður
var hafin rannsókn í máli ann-
ars lögreglumanns, sem grunað-
ur er um að hafa svikið út trygg-
ingarfé, 50.000 n.kr., fyrir annan
mann með fölskum framburði.
Að launum á hann að hafa feng-
ið eldavél en ekki hefur enn tek-
ist að sanna, að hann hafi tekið
við henni.
I vetur varð mikið uppistand í
Noregi þegar maður nokkur, sem
á sér langan afbrotaferil að baki,
bar háttsettan mann í lögregl-
unni í Osló þungum sökum en nú
virðist sem enginn fótur hafi
verið fyrir þeim ásökunum.
Rannsókn málsins er þó ekki enn
alveg lokið.