Morgunblaðið - 29.04.1982, Side 23

Morgunblaðið - 29.04.1982, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982 23 Sex Rússar leita ásjár í sendiráði Moskvu, 28. apríl. AP. SEX sovézkir hvítasunnumenn þustu fram hjá rússneskum vörð- um við lóð brezka sendiráðsins í Moskvu í gærkvöldi og leituðu ásjár í sendiráðinu í þeirri von að fá leyfi til að flytjast úr landi. Hvítasunnumennirnir, sem sögðust hafa verið ofsóttir að undanförnu vegna trúarbragða sinna, yfirgáfu sendiráðið af fúsum og frjálsum vilja er þeim hafði verið tjáð að þar væri enga hjálp að finna. Þegar hvítasunnumennirnir yfirgáfu sendiráðið biðu þeirra 20 óeinkennisklæddir lögreglu- menn. Voru hvítasunnumenn- irnir teknir fastir við sendi- ráðshliðið, þeim troðið inn í lögreglubíla og ekið á brott. Sexmenningarnir heyrðu Balak-fjölskyldunni í borginni Krasnodar til. Þeir óskuðu eftir að fá að flytjast til Englands. Talið er að um 300 þúsund hvítasunnumenn séu í Sovét- ríkjunum, en þar í landi er iðk- un trúarbragða bönnuð með lög- um. Sigri fagnað — Vestur-þýzka söngkonan Nicole fagnar sigri í Eurovis- ion-söngkeppninni i Harrogate á Englandi um helgina. Lagið sem hún söng, „Ein Bisschen Frieden“, eða „Dulítill friður“, varð hlutskarpast í söngkeppninni. Ásamt Nicole er á myndinni höfundur lagsins, Ralph Siegel. 20 myrtir í Guatemala (.ualt-mala-borg, 28. apríl. Ar. HRYÐJUVERKAMENN myrtu 19 karlmenn og eina konu í þorpinu Shipiac- ul, sem er í 70 kílómetra fjarlægð frá höfuðborg Guatemala, að sögn lög- reglu. Brenndu þeir siðan lík hinna myrtu. Tuttugumenningarnir voru myrtir á sunnudag, er þeir stóðu vörð við þorp sitt, en þorpsbúar tilkynntu ekki um verknaðinn fyrr en á þriðjudag af ótta við hefndar- aðgerðir. Einnig voru hjón, sem voru í varðsveitum óbreyttra borgara, myrt á götu í höfuðborginni á þriðjudag. Eins árs son hjónanna, sem konan bar í fangi, sakaði ekki. Morðingjarnir komust undan í hraðskreiðri bifreið. Jafnframt réðust hryðju- verkamenn á tvo búgarða 215 kíló- metra norður af höfuðborginni á mánudag og myrtu tvo sam- starfsmenn hersins. Að jafnaði týna 300 manns lífi í pólitískum ofbeldisverkum í . Guatemala, en þar hafa fjórar hryðjuverkahreyfingar sagt her- stjórninni stríð á hendur. Stjórnin hefur hótað að útrýma dauða- sveitunum. Dauðasveitum hægri manna hefur verið kennt um flest morðanna. Ætlaði að ráða Thatcher af dögum? I>ondon, 28. apríl. Al*. RÚMLEGA fertugur maóur, vopnaður tveimur hnífum og loftriffli, var tekinn fastur fyrir utan brezka þinghúsið skömmu eftir að Margaret Thatcher forsætisráðherra flutti ræðu um Falklandseyjadeiluna. Maðurinn var leiddur fyrir að ráða Thatcher af dögum. dómara í morgun, og kærður Blaðið sagði manninn hafa verið fyrir ólöglegan vopnaburð. Blað- handtekinn þegar hann reyndi ið „The Sun“ sögðu manninn inngöngu í þinghúsið um gesta- hafa verið viðriðinn samsæri um dyr. Barist á götum Berlínarborgar Borlin, 28. april. Al*. TVÖ hundruð ungmenni efndu til óeirða í Kreuzberg-hverfi í Vestur-Berlín í nótt sem leið, aðra nóttina í röð. Átta lögregluþjónar hafa slasast í átökunum, 24 óeirðaseggir verið handteknir og að sögn lögreglunnar hafa verið unnar skemmdir fyrir tugþúsundir marka. Talsmaður lögreglunnar segir, að uppþotin hafi hafist sl. þriðju- dagskvöld þegar 3000 manns söfn- uðust saman til að mótmæla brottflutningi svokallaðra hús- næðisleysingja, sem sest höfðu upp í mannlausum íbúðum. í fyrstu fór allt friðsamlega fram en brátt réðust ungmennin að lögreglunni, rændu úr verslunum, veltu um bílum og kveiktu elda á götunum með eldsprengjum. Ekki er vitað nákvæmlega hve mikið tjón var unnið en rúður í 60 versl- ERLENT unum voru brotnar, 27 lögreglubíl- ar og, einkabílar skemmdir og götuljós eyðilögð. Þessar óeirðir eru þær mestu frá því í fyrra þegar ungmenni í Vestur-Berlín lögðu undir sig 200 hús í borginni og efndu til uppþota þegar reynt var að fjarlægja þau. Heinrich Lummer, þingmaður úr flokki kristilegra demókrata, sem ber ábyrgð á iöggæslunni í borg- inni, hefur hvatt til aukins eftir- lits með mótmælagöngum. Segir hann, að „róttækir ofbeldisseggir" notfæri sér frjálslyndar reglur i þessum efnum til að ná sér niðri á lögreglunni og öllum almenningi. Stjórn Vestur-Berlínar er í höndum jafnaðarmanna og frjálsra demókrata og til þessa hafa þeir staðið í vegi fyrir strangari löggjöf, einkum hvað varðar leyfi fólks til að grímubú- ast í mótmælagöngum til að síður megi bera á það kennsi. Telja sig hafa fund- ið vírus valdan að heila- og mænusiggi New York, 27. apríl. Al*. LÆKNAR í Texas hafa fundið vírus i sjúklingum, sem þjást af heila- og mænusiggi (multiple schlerosis). Telja þeir að rekja megi sjúkdóminn að einhverju leyti til þessa víruss. Þá hefur þessi sami vírus einnig fundist i sjúklingum, sem eru með tvenns konar aðra taugasjúkdóma. í nýlegri grein í breska lækna- hvort þessi vírus er valdur að tímaritinu Lancet segir frá því að rannsóknir hafi staðið yfir undanfarin tvö og hálft ár. Mörgum kenningum af svipuð- um toga hefur verið hrundið undanfarin ár. Þá er þess einnig látið getið að umfangsmiklar rannsóknir verði gerðar áfram áður en hægt verður að fyllyrða sjúkdómnum. Sjúkdómur þessi leggst á heil- ann og miðtaugakerfið. Eyði- leggur hann himnu utan um taugafrumurnar. Rannsóknir á þessum sjúkdómi hafa leitt líkur að því að vírus kunni að vera valdur að honum. (Zasidjf þvottavélin: Stálvélm sem stenst tímanstönn Nýju Candy þvottavélarnar eru með pott úr ryðfríu stáli og utan um hann er sterk grind, sem tekur átakið af pottinum. CANDY þvottavélar fyrir kalt vatn CANDY þvottavélar fyrir heitt og kalt vatn CANDY þvottavélar með 400,500 eða 800 snúninga vinduhraða. Einnig bjóðum við Candy þurrkara, svo nú getið þér þurrkað allan þvottinn í einu á meðan þvotta- vélin er að þvo. Þannig sparast mikill tími. CANDY GÆÐI CANDY ÞJÓNUSTA PFAFF Bodgartúni 20 Sími 26788

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.